Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 24 -helgi, Lífsháski- maraþon, Sopranos- kvöld. Margir Ís- lendingar horfa öðruvísi á sjónvarps- efni en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Í hillum verslana og myndbandaleigna hvíla kvikmyndir á nýút- gefnum mynddiskum. Við hlið þeirra eru heilar þáttaraðir af sjónvarpsefni. Áður fyrr hefði ekki mörgum dottið í hug að leigja sér sjónvarpsefni til að horfa á. Myndaflokkar eru vinsælir í netverslunum og þeim er halað niður af Netinu í miklum mæli. Sjónvarpið er farið að sækja í sig veðrið svo um munar. Er gæðum efnisins að þakka þessar vinsældir eða eru sjónvarpsframleiðendur í Hollywood loksins búnir að finna hina fullkomnu sölu- formúlu? Lýtalæknar, löggur og hin meðvitaða ákvörðun Framboð á efni hér á landi í sjónvarpi hef- ur oft verið gagnrýnt fyrir að vera of einhæft enda er stærsti hluti erlends efnis bandarísk- ur. Mest af því sem við horfum á er framleitt af fjölmiðlasamsteypum sem eru það fáar að telja má á fingrum annarrar handar. Það er því ekki nema von að sumum finnist nóg um þegar endalaust virðist vera framleitt af nýj- um lögguþáttum eða grínþáttum um banda- rísku kjarnafjölskylduna. Gagnrýnisraddir hafa verið háværar varðandi ógnina sem steðjar að íslenskunni þar sem við venjumst því ekki að heyra hana í sjónvarpi. Þegar við heyrum móðurmálið talað í leiknu efni finnst mörgum, sérstaklega yngri kynslóðum, hún hljóma hjákátlega. Það er vel hægt að gagn- rýna það sem vantar í íslenskt sjónvarp, en hér verður aftur á móti fjallað um það sem er á skjánum í dag. Það kemur ekki á óvart að vinsælasta efnið er það íslenska. Þjóðin sam- einast í áhorfi á Idol stjörnuleit og und- ankeppni Evróvisjón. Spurningaþættir eins og Gettu betur og Meistarinn eru vinsælir sem og grínþættirnir Stelpurnar og Strák- arnir. Það sem kemur á eftir íslenskri dag- skrárgerð í áhorfi eru yfirleitt bandarískir myndaflokkar. Reyndar er Örninn und- antekning frá þeirri reglu enda er hann danskur og, að okkur finnst, svolítið íslensk- ur líka. Bandarískir myndaflokkar eru þar að auki efnið sem er leigt á myndbandaleig- unum, halað niður á Netinu eða keypt á mynddiskum. Að meðaltali 15–30% þjóð- arinnar horfðu, samkvæmt Gallup, á mynda- flokka eins og 24, Klippt og skorið (Nip/ Tuck), CSI, Lög og reglu (Law & Order), SVU, House, O.C., Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives) og Lífsháska (Lost) það sem af er árinu. Íslendingum finnst nauðsynlegt að fylgjast með lækninum House, vinkonunum við Wisteria Lane og hinum alvitra Grissom í hverri viku. Draumaverksmiðjurnar í Hollywood hafa lengi séð heiminum fyrir óendanlegu fram- boði á skemmtiefni og hafa ráðið ferðinni í vestrænni poppmenningu á sviði kvikmynda og sjónvarps. Stærstu stöðvarnar þar vestra, FOX, NBC, ABC, CBS ásamt fleirum, fram- leiða þætti sem dreift er um allan heim. Með tilkomu kapalsjónvarpsstöðva eins og HBO og Showtime hefur framleiðsla á sjónvarps- efni aukist. En það er ekki einungis um að ræða aukið framboð af þáttum og mynda- flokkum. Talað er nú um einhvers konar vakningu í sjónvarpsiðnaðinum. Þeim þátt- um hefur fjölgað sem skilgreindir eru sem gæðasjónvarp. Dæmi um þætti sem eru flokkaðir sem gæðaefni eru myndaflokkar eins og Sopranos, Undir grænni torfu (Six Feet Under) og Vesturálman (The West Wing). Gæðaefnið má segja að sé fyrir hinn upplýsta áhorfanda sem hefur tekið meðvit- aða ákvörðun um að horfa á ákveðinn þátt. Þetta samræmist ekki því hlutverki sem sjónvarpið hefur verið gagnrýnt svo mikið fyrir, að mata okkur á því sem er í gangi á skjánum á meðan við liggjum í sófanum sama hvaða „rusl“ er boðið upp á. Auk þess að endurskilgreina hlutverk sjónvarpsmið- ilsins að einhverju leyti, vinnur fleira með þessu svokallaða gæðasjónvarpsefni. Höf- undar efnis og framleiðendur virðast orðnir mun áræðnari í skrifum og efnisvali. Sam- félagslegar pælingar á firringu nútíma- mannsins eru að sækja í sig veðrið á kostnað glansmyndanna. Meira er um viðfangsefni sem lýsa hinu ófullkomna samfélagi og breyskleika mannsins frek- ar en að reyna að staðfesta hlutverk sjón- varpsins sem glugga inn í draumkenndan fantasíuheim þar sem persónur eru einhliða og annaðhvort góðar, vondar eða fyndnar. Í sumum þessara flokka má jafnvel sjá skýra ádeilu á valdhafa. Örvænting nútímakvenna í úthverfi, samfélag samkynhneigðra kvenna, sálfræðileg kreppa mafíuforingja og fyndnar teiknimyndaádeilur á nútíma- þjóðfélagið eru meðal þess sem fjallað er um í vinsælum myndaflokkum í dag. Meiri vinsældir og fleiri stjörnur Hinn nýi og virðulegi sess sem sjón- varpið hefur öðlast vestan hafs laðar að framleiðslunni mannskap sem hefur hingað til unnið stórvirki á hvíta tjaldinu. Áður fyrr þótti það endastöð ferilsins í afþreyingargeiranum að vinna í sjón- varpi, en tímarnir hafa breyst. Virtar kvikmyndastjörnur eins og Glenn Close og Martin Sheen leika nú lög- reglukonu í Sérsveitinni (The Shield) og forseta Bandaríkjanna í Vest- urálmunni. Ferill Kiefer Suther- lands gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hann tók að sér hlutverk lögreglumannsins Jack Bauer í spennuþáttunum 24. Rithöf- undar á borð við Alan Ball, sem skrifaði hina rómuðu American Beauty var á bak við þættina Undir grænni torfu. Fram- leiðandinn Jerry Bruckheimer er þekktastur fyrir stórsmellamyndir á borð við The Rock og Armageddon en hefur einnig snúið sér að sjónvarpsframleiðslu með CSI – Crime Scene Inve- stigation og fleiri þáttum. Áð- ur fyrr var mikill munur á því að vera kvikmyndastjarna og sjónvarpsleikari. Kvikmyndastjarnan var, og er, frægari en persónan sem hún leikur. Sjónvarpsleik- arinn var ávallt þekktur sem persónan. Í dag sitja Teri Hatcher og Sarah Jessica Parker við sama borð og Meg Ryan og Mel- anie Griffith, svo dæmi séu tekin af nokkr- um leikkonum vestan hafs. Þær Teri og Sa- rah reyndu báðar fyrir sér í kvikmyndum áður en þær urðu stórstjörnur og mega þakka frægðina leik í vinsælum sjónvarps- þáttum. Annað dæmi er George Clooney sem varð stórt nafn í Hollywood sem læknir í Bráðavaktinni. Nútímaþjóðfélag virðist vera í sífelldri leit að stjörnum og sjón- varpið hefur tekið að sér að svara þeirri eft- irspurn. Efnið er að verða vinsælla en dag- skrárvöld miðilsins eru að sama skapi að minnka. Áhorfendur vilja í auknum mæli ráða því sjálfir hvenær þeir horfa á uppá- haldsefnið sitt í stað þess að láta sjónvarps- dagskrána segja til um hvenær horfa skal. Í Wall Street Journal í apríl 2006 var sagt frá því að sjónvarpsstöðin ABC mundi á næst- unni opna nýjan vef þar sem þeir sem hafa breiðbandstengingar gætu horft á Að- þrengdar eiginkonur, Lífsháska og aðra vinsæla þætti í tölvunni. Þættirnir verða að- gengilegir strax daginn eftir að þeir eru sýndir í sjónvarpi og þeim verður safnað þar upp svo að áhorfendur geti notið heillar þáttaraðar. Hægt verður að stoppa og spóla fram og til baka, en þættirnir verða með auglýsingahléum sem ekki verður hægt að hlaupa yfir. Þetta er sannarlega tímanna tákn, enda í fyrsta skipti sem sjónvarpsfyr- irtæki býður vinsæla þætti ókeypis á Net- inu án hafta. „Fyrst var ég aðallega að taka inn kvik- myndir en núna eru þetta eiginlega bara sjónvarpsþættir,“ segir ung kona sem býr á Stúdentagörðunum. Þar er öflugt þráðlaust háskólanet sem nemendur geta tengst. „Helsti kosturinn er að geta ráðið alveg sjónvarpsdagskránni. Nýjustu þættirnir Sjónvarpsefni hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og handritshöfundar vestan hafs laða áhorfendur að skjánum viku eftir viku til að fylgjast með endalausum framhaldssögum. Guðbjörg Guðmundsdóttir skrifar fyrri grein um nýju myndaflokkana og vinsældir þeirra. Glenn Close. Martin Sheen. Sarah Jessica Parker. Melanie Griffith. George Clooney. Meg Ryan. Kiefer Sutherland . Gæði eða góð sölumennska Teri Hatcher. Margir leikarar hafa reynt fyrir sér í kvikmyndum áður en þeir urðu stórstjörnur og mega þakka frægðina leik í vinsælum sjónvarpsþáttum, en áður var þessu þveröfugt farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.