Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ég veit um mann, semhafði það fyrir reglu, erhann settist upp í bif-reið sína, að keyra aldr-ei af stað fyrr en hann
var búinn að fara með þessi gömlu
bænavers sr. Hallgríms Péturs-
sonar:
Ég byrja reisu mín,
Jesús, í nafni þín,
hönd þín helg mig leiði,
úr hættu allri greiði.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
Í voða, vanda og þraut
vel ég þig förunaut,
yfir mér virstu vaka
og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
Þetta er góður siður og virðing-
arverður, og holl lífssýn.
Ég veit líka um annan, sem
gerði álíka, en við eigin kveðskap.
Það var Angantýr Hjörvar
Hjálmarsson, kennari og bóndi
frá Syðri-Villingadal í Eyjafirði,
fæddur 1919, dáinn 1998. Hann
orti:
Blessaðu, Drottinn, bílinn minn,
bjargaðu mér frá skaða,
lát mig velja veginn þinn
og vera á réttum hraða.
Lengi framan af var þessi bæn
hans einungis vélrituð á smámiða
og límd í mælaborðið eða á
hanskahólfið með glæru bóka-
plasti. En hún spurðist út og var
þrykkt, og er orðin kunn víða um
land. Og engin furða.
Líklega er samt þekktust og
mest notuð í samfélagi 21. aldar
bílabænin sem Jón Oddgeir Guð-
mundsson, formaður KFUM og K
á Akureyri, hefur framleitt og selt
í tugum þúsunda eintaka frá árinu
1972. Hún er stutt, en kröftug í
einfaldleika sínum:
Drottinn Guð, veit mér vernd þína, og
lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég
ek þessari bifreið. Í Jesú nafni. Amen.
Fyrirmyndin er á ensku, en þar
var bænin hömruð í kopar. Ís-
lenska útgáfan er prentuð á lím-
pappír og fáanleg í nokkrum lit-
um, með hvítum eða gylltum
stöfum. Hún er til sölu í Litla hús-
inu á Akureyri, bensínstöðinni
Shell á Akureyri, og í Kirkjuhús-
inu í Reykjavík. Algengt er, að
foreldrar kaupi hana og gefi börn-
um sínum, er þau eignast bíl í
fyrsta skipti, og afar og ömmur
barnabörnunum. Þau vita ekkert
dýrmætara á slíkum tímamótum
en þessa litlu bæn. Er hægt að tjá
væntumþykju sína betur en ein-
mitt svona? Tæpast.
Ég nefni þetta allt hér í dag, af
því að mesta ferðahelgi ársins er á
næsta leiti.
Í lok júlí í fyrra var áhugaverð-
ur leiðari í fréttablaðinu BB, sem
gefið er út á Ísafirði. Hann bar yf-
irskriftina „Minnumst ábyrgðar
okkar“. Þar sagði:
Árviss fylgifiskur sumarsins er umræðan
um þjóðvegina, sem aldrei eru nægilega
breiðir og beinir til að menn geti óheftir
knúið stöðugt aflmeiri farartæki í líkingu
við fyrirmyndir frá kappakstursbrautum og
tölvuleikjum þar sem andstætt við veru-
leikann er alltaf hægt að byrja upp á nýtt
þegar í óefni er komið; einbreiðu brýrnar,
sem því miður birtast bílstjórum mörgum
hverjum eins og langþráð endamark í lang-
hlaupi sem viðkomandi verður, hvað sem
allri skynsemi líður, að komast í gegnum á
undan keppinautnum.
Þegar allt kemur til alls eru vegirnir, sem
vissulega mættu vera breiðari og beinni á
köflum, og einbreiðu brýrnar, sem auðvitað
ættu helst ekki að vera til, ekki helstu
orskavaldar óhappa og slysa frekar en bif-
reiðin, sem í dag er óumdeilanlega þarfasti
þjónninn og bíður heima á hlaði líkt og for-
verinn fyrrum eftir því að húsbóndanum
þóknist burtreiðin.
Bifreiðin er ekki hættuleg fyrr en sá er
sestur undir stýri, sem lítur á hana sem
leikfang eða annað þaðan af verra og hættu-
meira, og vegirnir verða þá fyrst of mjóir og
brýrnar hættulegar, þegar hraði ökutæk-
isins er kominn langt yfir öll mörk og skyn-
semi ekilsins er fokin út í veður og vind, hafi
hún þá verið einhver fyrir. Þegar svo er
komið er bifreiðin orðin hættulegt vopn,
sem ómögulegt er að sjá fyrir afleiðingar af
misnotkun.
Framúrakstur er nokkuð sem á stundum
verður ekki hjá komist. Ástríða mikils fjölda
ökumanna, sem telja það nánast heilaga
skyldu sína að yfirfæra hérahlutverkið af
hlaupabrautinni yfir á þjóðveginn, er á allt
öðru plani og verður á engan hátt tengd
hugtökunum þörf eða öryggi.
Verslunarmannahelgin, ein mesta umferð-
arhelgi sumarsins, er rétt handan við horn-
ið. Ef allt væri með felldu ætti umferðin um
þessa helgi ekki að auka okkur ugg í brjósti
öðrum dögum fremur. Aðgátar á vegum úti
er alltaf þörf, þarf ekki verslunarmanna-
helgi til.
„Lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek
þessari bifreið“ er hluti bænar sem stund-
um er kölluð bílabænin. Þess vegna: Hvað
sem líður bugðótta veginum og einbreiðu
brúnni eða öðrum þeim farartálmum sem á
vegi okkar kunna að verða, þá er það
ábyrgð okkar, sem sitjum undir stýri, sem
mestu máli skiptir. Sé hún í fyrirrúmi eru
hverfandi líkur á að tilhlökkunin og brosið
við upphaf ferðar endi með sorg og brostn-
um vonum.
Þessi orð eru í fullu gildi enn,
ári síðar, og undir þau hljótum við
öll að taka ef allt er með felldu.
Bílabænir
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Verslunarmannahelgin er á næstu grösum, með tilheyr-
andi fjölda ökutækja á vegunum. Sigurður Ægisson
hvetur landsmenn til að búa sig til ferðar á réttan hátt,
og sýna þar á ofan ýtrustu varkárni, enda mikið í húfi.
Íbúðir
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SÆL öllsömul.
Ég og margir með mér eru hreint
og beint miður sín að sjá hversu lam-
að alþjóðasamfélagið er gagnvart
þjóðarmorðunum í Líbanon og Gaza.
Meðan ríkisstjórnir okkar eru lam-
aðar, verðum við sem einstaklingar
að gera það sem samviska okkar
býður.
Hizbollah er ekki Líbanon – svo
hversvegna er allt Líbanon undir
sprengjum Ísraels? Auðsjáanlega er
takmarkið að eyðileggja eins mikið
af Líbanon og mögulegt er og sam-
tímis drepa hvern sem er án nokk-
urrar samvisku. Öll stríð hafa fjár-
hagslegan bakgrunn. Hizbollah er
bara afsökun. Það eru tvær mögu-
legar ástæður á innrás Ísraela, önn-
ur er að reyna að draga Íran inní
stríðið, til að gefa Bandaríkjunum þá
afsökun sem þau vantar til að ráðast
á Íran, hin er að Líbanon var að
verða að mjög sterku fjárhagsveldi
þar sem Arabíuríki fjárfestu mjög
mikið og heyrst hefur orðrómur frá
Ísrael að þetta valdi þeim „hugar-
angri“.
Hver sem ástæðan er þá eru meira
en 30% af þeim sem hafa fallið í Líb-
anon börn undir 12 ára aldri og eins
eru árásirnar á Sameinuðu þjóð-
irnar, 4 óvopnaðir friðargæsluliðar
létust, og Rauða krossinn, 2 sjúkling-
ar sem voru í sjúkrabílunum létust,
brot á Genfarsáttmálanum. Ísrael er
að fremja stríðsglæpi bæði í Gaza og
Líbanon. Í Gaza hefur Leningrad
númer tvö verið skapað af Ísrael.
Það er ekki mikill munur á að drepa
einstaklinga með sprengjum í tonn-
atali, gersamlega lokaða inni af
veggjum eða senda þá í lestum til að
aflífa þá í gasofnum.
Ástæðan til að nefna ekki þá örfáu
einstaklinga sem hafa fallið í Ísrael
er að ríkisstjórn Líbanon ber ekki
sök á þeim.
Sjálf hef ég verið búsett erlendis
síðastliðin 30 ár. Fyrirtækið sem ég
starfa hjá, ESTeam AB, hefur tekið
þá ákvörðun að selja ekki hugbúnað
sinn til vopnaframleiðenda eða ann-
arra aðila sem tengjast hernaði.
Ég vil biðja Íslendinga heima að
gera það sem hver einstaklingur get-
ur gert: kaupa ekki ísraelskar afurð-
ir. Samviska okkar leyfir ekki að við
kaupum sprengjur sem drepa mest
lítil börn gengum ávexti frá Ísrael.
Ég vona að öll innflutningsfyrirtæki
athugi sinn gang og hugi að því að
kannski sé betra að flytja inn afurðir
frá Suður-Afríku en Ísrael í dag ef að
íslenskir einstaklingar láta ávextina
rotna í hillunum.
Vefsíða með lista yfir vörur frá
Ísrael :
http://www.boycottisraeligo-
ods.org/modules11748.php
Algengustu vörur á Íslandi eru
Jaffa- og Carmel-ávextir.
Kær kveðja,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR
forstjóri ESTeam AB
Þjóðarmorð í Líbanon
Frá Guðrúnu Magnúsdóttur:
ÉG hefi bent á að samkvæmt út-
reikningum hafa stjórnarflokkarnir
haft 40 milljarða af öldruðum sl. 11
ár. Þar er átt við að árið 1995 voru
rofin sjálfvirk tengsl milli ellilauna
og lágmarkslauna á almennum
vinnumarkaði. Stjórnvöld lofuðu því
þá, að sú breyting myndi ekki skerða
kjör lífeyrisþega. Ef lífeyrir aldraðra
hefði hækkað í samræmi við hækkun
lágmarkslauna hefði lífeyririnn
hækkað um 40 milljarða í viðbót við
það sem hann hefur hækkað. Nú hef-
ur Jóhanna Sigurðardóttir alþing-
ismaður upplýst, að stjórnvöld hafi
til viðbótar þessu haft 35 milljarða af
almenningi sl. 10 ár vegna skerð-
ingar á skattleysismörkum. Stað-
greiðslukerfi skatta var tekið upp
1988. Ef skattleysismörk hefðu fylgt
launavísitölu frá þeim tíma væru
skattleysismörk í dag 130.000 kr. á
mánuði en þau verða 90.000 kr. á
mánuði frá áramótum. Jóhanna Sig-
urðardóttir segir að munurinn frá
1988 sé 35 milljarðar kr.
Ríkisstjórnin ætlar að sletta ein-
hverri hungurlús í aldraða af því
að alþingiskosningar eru að koma.
Það á að endurtaka leikinn frá
nóvember 2002 en þá lét rík-
isstjórnin aldraða fá 640 krónur í
hækkun á mánuði á grunnlífeyri
og 5028 kr. hækkun á mánuði á
tekjutryggingu. Þetta var öll
hækkunin. Ríkisstjórnin fékk full-
trúa eldri borgara til þess að sam-
þykkja þessar smánarbætur. Ólaf-
ur Ólafsson, formaður FEF á þeim
tíma, sá mikið eftir að hafa sam-
þykkt þær. Nú sitja fulltrúar eldri
borgara á ný með fulltrúum rík-
isstjórnarinnar og þar á meðal
Ólafur. Vonandi láta þeir ekki hafa
sig til þess að samþykkja á ný ein-
hverja hungurlús. Laun eldri borg-
ara eru ekkert samningsatriði.
Þeir eiga að fá laun sem nægja
fyrir framfærslukostnaði sam-
kvæmt könnun Hagstofu Íslands
og annað ekki.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
viðskiptafræðingur.
Stjórnvöld hafa haft 75
milljarða af okkur
Frá Björgvini Guðmundssyni:
KÆRU ráðherrar; utanríkismála-
nefnd Alþingis.
Spurt er:
1) Hver er afstaða forsætis- og utan-
ríkisráðherra, sem og utanríkis-
málanefndar til þeirra viðurstyggi-
legu verka sem Ísraelsmenn standa
fyrir í Líbanon?
2) Munuð þér sem ráðherra og eða
ríkisstjórnin beita sér fyrir því að
þessi voðaverk verði fordæmd?
3) Ef ekki, hvernig getið þér sem
manneskja gefið yðar þögula sam-
þykki og sem ráðamaður þjóðar af-
salað yður þeirri siðferðilegu ábyrgð
sem því fylgir? Með kveðju, en jafn-
framt forundran á þögn ykkar.
FJÖLSKYLDAN
Hliðsnesi 6, Álftanesi.
P.s. Ítrekað var reynt að koma þess-
ari fyrirspurn símleiðis til forsætis-
ráðherra en því var hafnað af síma-
dömu í ráðuneytinu sem „rangri
boðleið“.
Afstaða Íslands
til voðaverka
Ísraelsríkis
í Líbanon
Halldórsdóttur og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, en þær hafa dregið margt
fram í dagsljósið sem almenningur
hafði annars ekki haft hugmynd um.
Þess vegna heiti ég á þær báðar að fá
aðrar konur á Alþingi til liðs við sig og
taka samgöngumál Reykjavíkur til
skoðunar og það strax.
Það er ekki vansalaust að höfuðborg
landsins skuli ekki vera í almennilegu
vegasambandi við landsbyggðina.
Ennþá notum við gamla hestakerru-
veginn sem lagður var til að komast til
Þingvalla 1930 (þó að vísu hafi hann
verið lagaður mikið á seinni árum).
Ekki hefur borgarstjórn Reykjavíkur
komist að neinni niðurstöðu um hvar
nýr vegur eigi að koma og nefnt
Skúlagötu, Gelgjutanga og fleiri staði
og ekki heldur hvort hann eigi að vera
neðanjarðar eða ofan.
HVAR eru þingmenn Reykjavíkur?
Ég auglýsi eftir þeim.
Það er tæplega til svo lélegur þing-
maður á landsbyggðinni að hann vilji
ekki fá að minnsta kosti ein jarðgöng í
sínu kjördæmi enda ekki vanþörf á.
Núna þegar allir þungaflutningar
fara fram á landi er álagið á vegum
allt of mikið þar sem þeir eru alls ekki
gerðir fyrir þessa miklu og þungu
umferð. Nú vilja allir fá vöruna beint
en áður, þegar sjóflutningar voru, fór
varan úr skipi í skemmu á hafn-
arbakkanum og svo í verslanir. Þess
vegna auglýsi ég eftir þingmönnum
Reykjavíkur því frá þeim heyrist
hvorki hósti né stuna og mig undrar
það stórlega að ekkert hljóð kemur
frá þeim skörungskonum Kolbrúnu
Á Reykjavíkurborg enga þing-
menn? Ég auglýsi eftir þeim. Er þeim
sama hvort höfuðborg landsins er í
vegasambandi við landsbyggðina eða
ekki. Það þarf að breikka gamla veg-
inn í 4 akreinar frá Elliðaám að Hval-
fjarðargöngum því hann verður
óbreyttur þó nýr vegur verði lagður
úr Reykjavík, og að sjálfsögðu á að
tvöfalda göngin. Ég hef ekki heyrt um
neina umræðu við fólkið í Vogunum
um þá miklu breytingu sem verður ef
og þegar vegur verður lagður frá t.d.
Gelgjutanga eða ætli borgarstjórn
finnist vegagerð og aukin umferð ekki
koma þeim við sem þarna búa. Fólkið
sem kemur sunnan af Suðurnesjum
og ætlar norður eða vestur fer þessa
leið því það er ekki nein önnur.
Þó ég sé að tala um þingmenn
Reykjavíkur þá kemur þetta öllum
þingmönnum við, hvar sem þeir eru í
framboði, sem og öllum lands-
mönnum því þetta er jú höfuðborg
landsins. Þetta mál þarf að taka fyrir
á næsta þingi og taka ákvörðun og
samþykkja fyrir þinglok og næstu
kosningar. Þess vegna heiti ég á þess-
ar tvær dugmiklu konur að taka málið
að sér í haust um leið og þing kemur
saman og drífa það í gegn fyrir kosn-
ingar, annars er hætt við að það úldni
í glatkistum næstu fjögur ár að
minnsta kosti.
GUÐMUNDUR BERGSSON
Sogavegi 178.
Auglýst eftir þingmönnum Reykjavíkur
Frá Guðmundi Bergssyni:
HUGVEKJA