Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 10

Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það hafa farið fram umfangs-miklar rannsóknir á Kára-hnjúkasvæðinu og margarþeirra halda áfram. Menn deila sumir á það af hverju þeim hafi ekki verið lokið áður en framkvæmdir hófust, en það er einfaldlega ekki það vinnulag sem gengur í svona. Það verður að byggja þetta upp stig af stigi, þar sem menn bæta smám sam- an við þekkinguna. Það er m.a. sökum þess að þetta eru svo gríðarlega dýr- ar og umfangsmiklar rannsóknir að menn leggja ekki í þær fyrr en jafn- óðum og eftir að búið er að ákveða að fara í svona virkjunarframkvæmd, enda væri ekki raunhæft að fara út í svona mikla rannsóknarvinnu upp á von og óvon um það hvort farið verði í sjálfa framkvæmdina,“ segir Kristján Már Sigurjónsson, verkefnisstjóri hönnunarhóps Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. (VST), sem er í forsvari fyrir KEJV (Kárahnjúkar Engineering Joint Venture) hönnun- arsamsteypuna sem sér um hönnun stíflnanna við Kárahnjúka. VST er í forsvari fyrir hönnun virkjunarinnar í heild og sá um hönn- un stöðvarhússins, véla- og lokubún- aðar, auk þess sem Pálmi Ragnar Pálmason, verkfræðingur hjá VST og sérfræðingur í jarðtækni, ber ábyrgð á Desjarárstíflu. Eins og áður hefur komið fram er það bandaríska fyrir- tækið Harza sem ber ábyrgð á hönn- un Kárahnjúkastíflunnar og Almenna verkfræðistofan sem ber ábyrgð á hönnun Sauðárda+lsstíflu. Að sögn Pálma hefur það vissulega valdið ákveðnum vandræðum að ekki hafi, af umhverfisástæðum, mátt hrófla við svæðinu til rannsókna fyrr en eftir að virkjunarframkvæmdin hafði verið samþykkt. Bendir hann þannig á að svo til engar rannsóknir, fyrir utan nokkrar borholur, hafi ver- ið gerðar austan Kárahnjúkastíflu, m.a. á því svæði sem Desjarárstífla stendur, fyrr en ákvörðun um fram- kvæmd hafi legið fyrir. Þannig hafi menn t.d. ekki haft skýra mynd af þykkt lausra jarðlaga á stíflustæðun- um. „Sökum þessa þurftum við að beita óbeinum aðferðum og áætlunum til þess að meta þetta sem best án þess að grafa mikið eða róta á yfirborðinu með öllu því jarðraski sem alltaf fylgir þegar framkvæmd er ákveðin og byrjað er að grafa,“ segir Kristján. Efnið í setinu mun skolast niður í hugsanlegar sprungur Nokkuð hefur verið rætt um sprungur við og undir stíflustæðun- um við Kárahnjúka og í viðtali við Grím Björnsson jarðeðlisfræðing í Morgunblaðinu sl. laugardag hélt hann því fram að erfiðlega hafi gengið að steypa í opnar sprungur í stíflu- grunninum og sagði að það myndi verða tæknilegt afrek að fylla upp í sprungur við Desjarárstíflu eftir að vatni hafi verið hleypt á Hálslón. Að- spurður vísar Pálmi þessu á bug og bendir að þetta hafi verið gert með ágætisárangri annars staðar. Segir hann að vissulega hafi komið í ljós tvenns konar sprungukerfi þegar hreinsað var ofan af stíflustæði Desj- arárstíflu, sem ekki hafði orðið vart í forrannsóknum. Segir hann annars vegar um að ræða allt að 3 metra víðar brota- sprungur í basalti austanmegin í stíflustæðinu og hins vegar gliðnun- arsprungur í móbergi í vestanverðum stíflugrunni, í undirhlíðum Fremri- Kárahnjúks, sem talið er að hafi hreyfst á nútíma, þ.e. á síðustu 10–12 þúsund árum. Bendir hann á að brugðist hafi verið við þessum sprungum með sitt hvorum hætti þar sem þær voru sitt hvors eðlis. „Í brotasprungunum var fylling sem var blanda af bergmulningi og fínefnum. Hreinsað var úr þessum sprungum niður á sæmilega fast og fyllt með steypu. Þar sem líklegt þótti að hreyfing kynni að verða á austari sprungunni voru sett í hana steypu- skil sem þola allt að 10 cm gliðnun sprungunnar án þess að þéttingin rofni,“ segir Pálmi og bendir á að samkvæmt mati Rannsóknamið- stöðvar Háskóla Íslands í jarð- skjálftafræðum sé líklegasta hreyf- ingin við fyllingu Hálslóns gliðnun upp á 1–5 cm og mesta gliðnun geti orðið 10 cm. Hvað gliðnunarsprung- urnar varðar segir Kristján að þeim hafi verið lokað í kjarnagrunni Desj- arárstíflu með því að dæla sements- efju allt niður á 30–35 metra dýpi. Í viðtalinu við Grím kom fram að ekki hefði verið hreinsað niður á klöpp í stíflustæðinu í Sauðárdal. Þegar þetta er borið undir Pálma segir hann að þannig hátti til í Sauð- árdal að dalurinn sé hulinn þykkum setlögum sem byrgi sýn á allar sprungur sem þar kunni að leynast. „Hitt er þó jafnljóst að efnið í setinu muni skolast niður í hverja þá sprungu sem þar kynni að opnast og þétta hana býsna hratt,“ segir Pálmi og tekur fram að engar sprungur hafi fundist undir Sauðárdalsstíflu. Bend- ir hann á að þó hugsanlegt sé að Sauðárdalsmisgengið klofni nokkru sunnan við stíflustæðið, en ein grein þess liggi efst í stíflustæðinu austan- verðu, þá liggi hún svo hátt í landi að slíkt hefði engin áhrif á hvorki leka né öryggi stíflunnar. Í fyrrnefndu viðtali við Grím upp- lýsti hann að hann hefði lagt það til á stjórnarfundi Landsvirkjunar árið 2005 að boruð yrði 500–1.000 metra djúp rannsóknarhola á Kárahnjúka- svæðinu í því skyni að mæla spennuna í berginu, en að mati Gríms eru slíkar mælingar forsenda þess að hægt sé að segja fyrir um það hvort brotin undir stíflunum muni fara að hreyfast þegar vatnsþrýstingur myndast við fyllingu Hálslóns. Að- spurður hvort slík rannsóknarhola hafi verið boruð svarar Pálmi því neitandi og segir slíka borun óþarfa. Bendir hann á að mæld hafi verið spenna í berginu niður að 200 metra dýpi og gaf það, að sögn Pálma, trú- verðuga mynd af spennunni í klöpp- inni. „Það hefði litlu bætt í þessa mynd þó við hefðum farið dýpra,“ segir Pálmi og tekur fram að aðeins hafi verið hitafrávik í einni af rannsókn- arborholunum, sem staðsett er utan í Kárahnjúk. „Við túlkuðum þetta sem þröngt fyrirbæri og staðbundið sem við gætum brugðist við í stíflunni og að þetta hefði engin áhrif á öryggi stíflunnar.“ Bendir Pálmi einnig á að þótt áhrifa frá lóni kunni að gæta djúpt í jörðu, jafnvel einhverja kíló- metra niður í berggrunninn, séu það einkum áhrif á efstu tugi metra sem máli skipta. „Það sem kann að gerast á 3 km dýpi hefur ekkert með öryggi stíflnanna að gera,“ segir Pálmi. Að mati Gríms má ætla að sprung- urnar á Kárahnjúkasvæðinu séu mun dýpri en þeir 2–4 km sem Jónas Þór Snæbjörnsson, fræðimaður á Rann- sóknamiðstöð HÍ í jarðskjálftaverk- fræði, hefur staðhæft, og bendir það að sögn Gríms til þess að vatnslekinn úr Hálslóni nái mjög djúpt. Þegar þetta er borið undir Kristján og Pálma segja þeir enga ástæðu til að óttast að leki um sprungur undir stífl- unum valdi teljandi vanda. Að sögn Pálma var ráð fyrir því gert við hönnun Desjarárstíflu að sprungur kynnu að opnast undir stíflustæðinu eftir að vatn verður komið í Hálslón. Bendir hann á, að m.a. þess vegna verði ekki hreyft við talsverðu magni af lausum efnum á um 200 metra breiðu svæði lónsmeg- in stífluna, sem nemi um 10–20 metr- um að þykkt. „Ef sprunga opnast þá mun þetta efni berast inn í sprung- urnar og loka þeim. Komi upp lind með aurburði neðan við stífluna bendi það til útskolunar á efni úr annað- hvort stíflu eða grunni, þ.e. að vatn úr lóninu leki um sprungur í eða undir stíflunni. Þá myndum við leggja yfir lindina nægilegt magn af möl til þess að stöðva efnisflutninginn,“ segir Pálmi og bendir á að lagðir hafi verið til hliðar 25 þúsund rúmmetrar af möl í þessu skyni. Kristján bætir því við að komi upp slík tilvik þá verði jafnframt alltaf hægt að komast að hugsanlegum sprungum lónsmegin við Desjarár- stíflu á hverju vori fyrir leysingar, því líkt og fram hefur komið er ráðgert að vatnsborð lónsins sígi niður í um 570 metra hæð yfir sjávarmáli sem er svipuð hæð og stíflugrunnur Desjar- árstíflu. „Við höfum því ekki teljandi áhyggjur af þessu,“ segir Pálmi. Að sögn Kristjáns gildir sú regla að sé sprunga fjær stíflu en 200 metrar þá sé nánast enginn leki um þær. „Því lekaleiðin er orðin svo löng um þær að mótstaðan í berginu sjálfu undir stífl- unni vinnur upp vatnsþrýstingsmun- inn,“ segja Kristján og Pálmi að lok- um. Steypuskil þola mikla gliðnun Eftir að sérfræðingar Landsvirkjunar skáru úr um öryggi Kárahnjúkastíflunnar á blaðamannafundi sínum nýverið hefur athyglin í auknum mæli beinst að Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu. Silja Björk Huldudóttir hitti verkfræðingana Kristján Má Sigurjónsson og Pálma Ragnar Pálmason hjá VST að máli og leitaði upplýsinga hjá þeim um öryggi stíflnanna og áhrif sprungna á svæðinu. Morgunblaðið/RAX Samfelld liðamót Að sögn verkfræðinganna Kristjáns Más Sigurjónssonar og Pálma Ragnars Pálmasonar myndu Desjarárstífla og Sauðárdalsstífla vel þola jarðskjálfta upp á 6,5 á Richter-kvarða. Segja þeir efni stíflnanna og samsetningu gera það að verkum að stíflurnar séu eins og samfelld liðamót og stíflurnar því afar eftirgefanlegar. Morgunblaðið/ Jim Smart Sprungur Ráð var fyrir því gert við hönnun Desjarárstíflu að sprungur kynnu að opnast undir stíflustæðinu eftir að vatn verður komið í Hálslón, að sögn Pálma Ragnars Pálmasonar, verkfræðings. »Þar sem rannsóknir erubæði dýrar og umfangs- miklar er venjan að leggja ekki í þær fyrr en jafnóðum á fram- kvæmdastiginu. »Efni og samsetning minnistíflnanna tveggja gerir þær eftirgefanlegar, svo þær þola vel hreyfingar á jarð- skorpuflekum. » Jafnvel þótt Sauðárdals-misgengið klofnaði liggur það svo hátt í landi að slíkt hefði engin áhrif hvorki á leka né öryggi stíflunnar. »Ekki þótti ástæða til þess aðbora 500–1000 metra djúpa rannsóknarholu á Kára- hnjúkasvæðinu. Mælingar á spennu í berginu á 200 metra dýpi þóttu gefa trúverðuga mynd af spennunni í klöppinni. » Sé sprunga fjær stíflu en200 metrar er nánast eng- inn leki um hana neðanjarðar undir stíflunni. Ástæðan er sú að lekaleiðin er orðin svo löng og mótstaðan í berginu sjálfu undir stíflunni orðin það mikil að leki er hverfandi. Í HNOTSKURN silja@mbl.is Að sögn Kristjáns eru báðar minni stíflurnar hefð- bundnar jarðefnastíflur sem mikil reynsla sé af hér- lendis. Þær eru byggðar þannig upp að innst er svo- kallaður þéttikjarni úr jökulruðningi, sem er umlukinn síu ofan- og neðanvert, sem gegni því hlut- verki að hægja á rennsli vatns, sem eðlilega finnur sér leið gegnum stífluna, en vatnið sýgur í gegnum kjarnann sem nemur 0,1–1 metra á ári. Til samanburðar má nefna að þar sem kjarninn er breiðastur er hann í kringum 30 metrar. Utan við sí- urnar er síðan stoðfylling, sem líkt og áður hefur komið fram samanstendur aðallega af bólstrabergi, sem að sögn Pálma er sérlega gott fyllingarefni þar sem það, líkt og jökulruðningurinn, hleypir vatni í gegnum sig sem sé nauðsynlegt því annars gæti stífl- an hreinlega sprungið vegna vatnsþrýstings. Yst er stíflan varin með grjóti. Að sögn Pálma gegna síurn- ar því hlutverki að koma í veg fyrir efnisburð með þeim hætti að opnist sprunga í stíflunni sjálfri þá hafi síurnar sjálfþéttandi áhrif, sé líkt og sjálfs- viðgerðarbúnaður. Í VIÐTALI við Grím Björnsson jarðeðlisfræðing í Morgunblaðinu sl. laugardag, kallaði hann eftir upp- lýsingum um það hvort Desjarárstífla og Sauðárdals- stífla standist hreyfingar á jarðskorpufleka með sama hætti og Kárahnjúkastíflan og hafi innbyggð liðamót líkt og hún. Aðspurður segir Pálmi Desj- arárstíflu og Sauðárdalsstíflu, líkt og sjálf Kára- hnjúkastíflan, hannaðar til þess að þola jarðskjálfta allt að 6,5 á Richter-kvarða. Segir hann hvoruga þeirra hafa sérstök innbyggð liðamót þar sem þess þurfi ekki þar sem efnið í stíflunum og samsetning séu eins og ein samfelld liðamót þar sem fyllingin og kjarninn í þeim sé afar plastískur eða eftirgef- anlegur. Til útskýringar bendir Pálmi á að í Kára- hnjúkastíflu sé þéttingin ekki inni í miðjunni líkt og í Desjarárstíflu, heldur að framanverðu, þ.e. steypt kápa sem sé í eðli sínu stíf og hafi ekki sama nátt- úrulega hreyfanleikann og einkennir jarðefnastíflur og því hafi þurft að koma fyrir í henni liðamótum til þess að steypukápan gæti verið hreyfanleg. Minni stíflurnar eftirgefanlegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.