Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, vígði í gær með form- legum hætti svonefnda Skugga- garða, nýja stúdentagarða Fé- lagsstofnunar stúdenta við Lindargötu. Þetta eru fyrstu garð- arnir sem FS opnar utan háskóla- svæðisins en langstærstur hluti stúd- entaíbúða er við Eggertsgötu, skammt frá skólanum. Fyrstu stúdentarnir eru þegar fluttir inn á Skuggagarðana en öllum 96 íbúðunum hefur verið úthlutað. Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart að eftirspurn meðal stúdenta eftir íbúðum á görðunum sé mikil enda er almennt leiguverð hvað hæst í miðbænum og nálægt háskólum. Í Morgunblaðinu var á dögunum haft eftir starfsmanni hjá leigumiðlun í borginni að algengt verð á tveggja herbergja íbúð á þessu svæði sé 70– 90 þúsund krónur á mánuði og 90– 120 þúsund krónur fyrir þriggja her- bergja íbúð. Leiga fyrir íbúðir í Skuggagörðunum er hins vegar 48 þúsund krónur á mánuði. Vilji til að útvega lóðir Vilhjálmur segir það ánægjuefni að garðarnir hafi verið opnaðir og um sé að ræða hagkvæma leigu sem standi undir afborgunum. „Það er verið að leigja samskonar íbúðir á al- mennum markaði fyrir 80–90 þús- und. Það eru upphæðir sem stúdent- ar og margir aðrir ráða ekki við,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann hyggist beita sér fyrir því að búið verði vel að stúdentum í borginni. „Í því felst að við reynum að út- vega þeim lóðir á hagstæðum kjör- um. Þegar eru hafnar viðræður milli skipulagsyfirvalda við forsvarsmenn stúdenta um svæði fyrir námsmenn til að byggja upp til framtíðar. Við ætlum að leggja okkur fram við að mæta óskum þeirra eins og við get- um best,“ segir Vilhjálmur. Aðspurð- ur hvaða svæða sé helst horft til í þessum efnum segir hann að annars vegar sé horft til lóða við Hverfisgötu og hins vegar lóða í Vatnsmýri. Ákveðið hafi verið á sínum tíma að byggja um 100 stúdentaíbúðir á svo- nefndum Barónsreit í miðbænum en Vilhjálmur segir að sú ákvörðun sé í kæruferli um þessar mundir og óvíst hver niðurstaðan verði. Almenn samstaða virðist vera í borgarstjórn um aukna uppbyggingu stúdentagarða. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að á fundi borgarráðs á fimmtudaginn hyggist flokkurinn leggja til að geng- ið verði til viðræðna við byggingar- félög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða í miðborg- inni og í Vatnsmýrinni á næstu árum. Hagstæð lánakjör Kostnaður við byggingu Skugga- garðanna var um 840 milljónir króna og lánaði Íbúðalánasjóður um 90% af þeirri upphæð en FS lagði fram það sem upp á vantaði. Framkvæmdir hófust í ágúst 2005 og því tók aðeins eitt ár að byggja garðana. Stefna FS er að byggja upp stúdentagarða þar til allir stúdentar sem þess óska geta búið á görðum. Núna búa alls um 1.200 íbúar í 731 leigueiningu á veg- um FS og dugir það húsnæði fyrir um 8% stúdenta við Háskóla Íslands. Í fréttatilkynningu frá FS kemur fram að talið sé að húsnæði fyrir um 15% stúdenta þurfi að vera fyrir hendi til að uppfylla þarfir næstu ára. Stofnunin bíði nú eftir úthlutun frek- ara byggingarsvæðis en fjármögnun framkvæmda sé tryggð. Félagsstofnun stúdenta er ekki ein um að byggja upp húsnæði fyrir stúdenta, því Byggingarfélag náms- manna hefur í hyggju að reisa um 800 íbúðir fyrir námsmenn á höfuðborg- arsvæðinu á næstu fimm árum. Ástæður þess að FS og BN geta boðið upp á mun lægra leiguverð en gengur og gerist á markaðnum eru annars vegar hagstæð lánakjör frá Íbúðalánasjóði og hins vegar að starfsemin er ekki rekin með hagn- aðarsjónarmið í huga. Þannig má halda leigunni í lágmarki. Erfiður leigumarkaður Sigurður Örn Hilmarsson, formað- ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði í ræðu við athöfnina í gær að hann fagnaði tilkomu garðanna og að hann vonaði að samstarf stúdenta við nýjan meirihluta í borginni yrði ánægjulegt. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður mikilvægt að fulltrúar stjórnmálaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkurborgar efni loforð sín um úthlutun lóða fyrir stúdentagarða en einnig að húsaleigubætur verði hækkaðar í samræmi við íbúðaverð. Hann bendir á að fæstir stúdentar hafi í raun efni á að kaupa sér eigið húsnæði. Þá komi tvennt til greina. „Annars vegar er það almennur leigumarkaður en hins vegar að sækja um íbúð á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta.“ Hann segir að aðstæður á leigumarkaði séu hins vegar afar erfiðar, leiguverð geti ver- ið allt að 90 þúsund krónur fyrir tveggja herbergja íbúð og öll fram- færslulánin renni þá einfaldlega í húsaleigu. Leiguverð hafi hækkað og þá sér í lagi í nágrenni Háskóla Ís- lands. „Nú er svo komið að grunn- fjárhæð húsaleigubóta hefur ekki hækkað í samræmi við húsaleigu sem hefur hækkað um rúmlega 50% frá árinu 2000.“ Sigurður hefur óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra þar sem hann hyggst þrýsta á að húsaleigubætur verði hækkaðar til samræmis við leiguverð. „Annað sem við viljum gera er að byggja fleiri stúdentagarða. Fé- lagsstofnun stúdenta er vel rekið fyr- irtæki sem á greiðan aðgang að fjár- magni en það eina sem okkur vantar fyrir áframhaldandi uppbyggingu eru lóðir.“ Að sögn Sigurðar hefur biðlisti yfir stúdenta sem sótt hafa um íbúð aldrei verið lengri. „Núna eru 700 manns á biðlista og er það 20% aukning frá því í fyrra.“ Fréttaskýring | Borgarstjóri vígði í gær nýja stúdentagarða við Lindargötu með um 100 íbúðum en mikil eftirspurn er meðal ungs fólks eftir leiguhúsnæði. Leiga á almennum markaði hefur hækkað mikið að undanförnu og FS og Stúdentaráð vilja byggja fleiri garða þar sem leiguverð er hagstæðara. Vantar fleiri lóðir Eftir Árna Helgason og Gunnar Pál Baldvinsson Morgunblaðið/Sverrir Skuggagarðar Alls eru 96 íbúðir á nýjum stúdentagörðum við Lindargötuna. »Félagsstofnun stúdenta létbyggja Skuggagarða við Lindargötuna og eru 96 íbúðir á görðunum »Enn eru þó rúmlega 700stúdentar á biðlista eftir íbúðum á görðunum og hefur FS óskað eftir frekari lóðaút- hlutun frá borginni »Leiguverð á almennummarkaði er hvað hæst í mið- bænum og nálægt háskólum og algengt verð fyrir 2 herbergja íbúð þar er 70–90 þúsund kr. á mánuði en á Skuggagörðum er leigan 48 þúsund kr. á mánuði »FS fjármagnar fram-kvæmdir á hagstæðum lánakjörum frá Íbúðalánasjóði auk þess sem stofnunin er ekki rekin með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi og því er hægt að halda leigu í lágmarki »Borgarstjóri hyggst beitasér fyrir frekari lóðaút- hlutun vegna stúdentaíbúða og fulltrúar Samfylkingarinnar hyggjast leggja fram tillögu í borgarráði í vikunni um út- hlutun íbúða »Byggingarfélag náms-manna hefur einnig reist stúdentaíbúðir en félagið ætlar að reisa 800 íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu á næstu 5 árum Í HNOTSKURN Morgunblaðið/Sverrir Alnafnar Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri fær að sjá íbúðina hjá Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni sem býr á Skugga- görðunum. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði í kvöld- fréttum NFS sl. mánudag að vítavert, ef ekki svívirðilegt, væri að reyna að halda því fram að eðlilegt hafi verið að halda greinargerð Gríms Björnsson- ar jarðeðlisfræðings um Kárahnjúka- virkjun frá Alþingi á þeim tíma sem fjallað var um frumvarp um virkj- unina. „Eða þá að alþingismenn séu svo vitlausir og skilningslausir að þeir hafi ekkert með svona tæknilegar upplýsingar að gera. Ég held að það fólk sem reynir að réttlæta eða verja slíkan málstað þurfi alvarlega að fara að gá að sér og ætti að íhuga sinn gang og sína stöðu,“ sagði Steingrím- ur. Í umræðum á Alþingi 14. mars árið 2003 sagði Steingrímur í ræðu sinni það með ólíkindum að þingmenn hafi þá fyrst verið að fá í hendur, eftir krókaleiðum, og eftir að formlegri af- greiðslu um málið hafi verið lokið, m.a. upplýsingar um skýrslu Gríms. „Og er þó ekkert lítið undir þegar þessir þættir koma upp á borðið því þar erum við kannski einfaldlega að fjalla um áreiðanleika eða áhættu framkvæmdarinnar sem slíkrar í heild sinni, að hún geti bara orðið ónýt eða hrunið og auðvitað þá með skelfilegum afleiðingum.“ Síðar segir Steingrímur: „Yfir þetta allt saman hefur verið ákaflega frjálslega skautað. Inn á þetta kemur Grímur Björnsson í greinargerð sinni og samantekt og það hefur orðið fátt um svör.“ Þáverandi iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, svaraði Stein- grími á þá leið að Grímur hefði í febr- úar árið 2002 ritað að eigin frumkvæði nokkrar athugasemdir og spurningar viðvíkjandi Kárahnjúka- virkjun og lagði hann fram minnis- blað fyrir fjóra yfirmenn sína, þar á meðal orkumálastjóra. „Orkumála- stjóri tók þetta alvarlega og vildi fara yfir málið. Í kjölfarið var boðað til fundar af hálfu Landsvirkjunar þar sem mættir voru sérfræðingar fyrir- tækisins í þessu máli og þar að auki Freysteinn Sigmundsson, forstöðu- maður Norrænu eldfjallastöðvarinn- ar, sem er sérfræðingur á þessu sviði,“ sagði Valgerður. Sagði hún að öllum spurningum Gríms hafi verið svarað á fullnægj- andi hátt að mati allra þeirra sem þar voru nema hvað varðaði hugsanlegt landsig vegna ferginga frá Hálslóni. Því hafi verið leitað til Freysteins. Ekki fyllega ljóst um meðhöndlun ráðherra Morgunblaðið spurði Steingrím í ljósi þungra orða hans í samtali við NFS sl. mánudag hvers vegna hann hefði ekki tekið sterkar til orða í um- ræðum á Alþingi í mars árið 2003 og sagði Steingrímur að þá hafi honum ekki verið fyllilega ljóst hvernig greinargerðin hafi verið meðhöndluð af hálfu ráðherrans, „og þegar maður fer yfir málið núna í heild sinni þá átt- ar maður sig á því hversu alvarlegt það var að athugasemdir Gríms skyldu ekki hafa komið strax fram í dagsljósið,“ segir Steingrímur. Ræddu greinargerð Gríms Steingrímur J. og Valgerður á Alþingi 2003

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.