Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 22

Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 22
ferðalög 22 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í smábátalæginu við Ingólfs-garð lágu tvær norskarskútur og spegluðust í kyrr-um haffletinum þegar blaða- maður gerði sig heimakominn. Í Albatross voru hjónin Oddvar Lökse og Ellen Jacobsen að hella upp á kaffi og buðu blaðamanni sæti í káetunni, þar sem þau hafa eytt heilu ári saman í siglingu um heiminn. Þau eru á sextugsaldri og starfa bæði sem myndlistarmenn í Ósló. Á borðinu í káetunni, sem umlukin er hillum með ýmsum per- sónulegum munum ásamt fjölda bóka og geisladiska, er mynd af kornabarni, sem er fyrsta afa- og ömmubarnið. Ellen sagði að erf- iðast hefði verið að geta ekki fylgst með þroska þess í heilt ár. Í hinni norsku skútunni á Ing- ólfsgarði, Solid, sem er talsvert minni og nýlegri, eru sambýling- arnir og sálfræðingarnir Morten Wiig Björklund og Lena Kvalevåg. Þau eru bæði 31 árs gömul og hafa verið á siglingu síðan í júní 2003. Oddvar og Ellen hittu þau fyrst á eynni Martinique og ákváðu um síðir að slást í för með þeim upp með strönd Norður-Ameríku og Kanada, alla leið til Labrador og þar yfir austur á bóginn til Græn- lands og Íslands á leið sinni til heimahafnar í Noregi. Kennt íslenskum arkitektaefnum Oddvar er fæddur og uppalinn í Norður-Noregi, ekki fjarri Tromsö og dásamaði hann íslenskt sum- arveður sem hann kvað minna sig á heimaslóðirnar. Hann og Ellen hafa búið í Suður-Noregi síðast- liðin 30 ár. Þau og kynntust árið 1970 og segir Oddvar að þá strax hafi draumur hans frá barnæsku um að eignast skútu og sigla um heimsins höf fengið á sig skýrari mynd. „Þar sem starfandi mynd- listarmenn eru ekki hálaunamenn í Noregi hefur það tekið okkur svo langan tíma að láta drauminn ræt- ast,“ segir Ellen. Oddvar kennir einnig í Arki- tektaskólanum í Ósló. Í gegnum árin hefur hann kennt mörgum ungum Íslendingum og hann ber þeim gott orð. Segir þá hafa verið hæfileikaríka og mjög einbeitta í sínu námi. „Ég bjóst við að hitta einhvern þeirra hérna en þeir halda sig greinilega annars stað- ar.“ Hann segist hafa undirbúið sig með því að sigla með öllum þeim sem kærðu sig um að hafa hann í áhöfn sinni. Þannig lærði hann ekki síst handtökin. Þau hjónin tóku meðal annars þátt í hinni ár- legu Regatta-keppni, sem er kapp- sigling frá Noregi til Danmerkur. Með því að leika hlutverk af þessu tagi hafi þau öðlast þekkingu og færni sem átti eftir að nýtast þeim í heimssiglingunni. Þau keyptu síð- an skútuna fyrir sex árum og hafa siglt henni m.a. til Shetlandseyja og meðfram vesturströnd Noregs. „Ég sá Albatrossann í höfn í Fredriksstad og hugsaði strax með mér að þetta væri hæfilega stór bátur fyrir siglinguna. Hann er langur og breiður, þungur og dálít- ið hæggengur en afar sterkbyggð- ur. Það vantar líka dálítið upp á seglbúnaðinn því hann er smíðaður til siglinga við erfið skilyrði, eins og við Norður-Grænland og Suð- urskautslandið. Tveimur árum áð- ur en ég keypti bátinn hafði honum einmitt verið siglt til Suðurskauts- landsins. Honum hafði líka verið siglt hringinn í kringum Suður- Ameríku, frá suðurodda Argentínu og í gegnum Panamaskurðinn og suður fyrir Horn. Báturinn er smíðaður í Belgíu fyrir 26 árum.“ Oddvar er í launuðu leyfi frá kennslustörfum en hefur þó þeim skyldum að gegna að setja upp sýningu með teikningum, grafík- verkum og ljósmyndum sem bygg- ist á reynslunni úr siglingunni. Auk þess þarf hann að taka upplif- unina saman í greinargerð og skila til norsks tímarits. Honum hefur þó lítið orðið úr verki því það er full vinna að sigla skútu um úthöfin. „Ég hef ekki getað einbeitt mér að öðru en því að halda bátnum í lagi og gera hann kláran fyrir næstu siglingu.“ Þau lögðu úr höfn í Ósló 10. september, eða u.þ.b. tveimur mánuðum of seint með tilliti til veðurlags til úthafssiglinga. Þau ráðgerðu því að fara með hraði nið- ur eftir Evrópu og sigla yfir Biscay-flóann, en þar geta sigl- ingar verið viðsjárverðar um þetta leyti árs. Hinn mikli harðstjóri siglingamanna er veðrið sem allt stjórnast af. Þeim er tíðrætt um svonefnda „veðurglugga“, sem þýðir að þá gefst réttur byr og þá þurfa þau að sæta færis til að sigla næsta áfanga leiðarinnar. Óhapp undan Frakklands- ströndum varð næstum til þess að hætta varð för. Eftir nokkuð langt viðgerðastopp varð Albatrossinn Ísjakar Við Grænlandsstrendur eru ísjakarnir engin smásmíði og fannst þeim hjónum mikil upplifun að sigla á milli þeirra. Ferðast í vindinum á Albatrossanum Hjónin Oddvar Lökse og Ellen Jacobsen létu æskudrauminn rætast og hafa siglt um heimsins höf í eitt ár á seglskútu. Þau sögðu Guðjóni Guðmundssyni frá ævintýrinu. Albatrossinn Undir þöndum seglum á suðrænum slóðum. Við höfum gaman af þvíað ferðast og höfumgert mikið af því undan-farin ár, eftir að við eignuðumst okkar fyrsta húsbíl,“ segir Jón A. Jónsson sem ásamt konu sinni, Guðleif Gunnars- dóttur, ekur um vegina á fínasta húsbíl landsins. Eftir að Jón eignaðist fyrsta húsbílinn, fyrir sex árum, hefur hann smám saman verið að stækka við sig. Hann rak fyrir- tæki sem flytur inn húsbíla og það voru því hæg heimatökin. Í ár lét hann svo drauminn rætast og lét smíða fyrir sig fínan húsbíl úti í Bandaríkjunum. Jón segist hafa farið í verksmiðjuna til að velja sér stærð á bíl og búnað og svo var bíllinn smíðaður eftir óskum hans. Kom hann til lands- ins um mitt sumar. Húsbíllinn er af gerðinni Allegro, liðlega tíu metra langur og tveir og hálfur metri á breidd. Raunar er hægt að breikka hann með einu handtaki og það gerir Jón ávallt þegar hann leggur bílnum. Bíllinn kostaði tæpar 18 milljónir kr., með öllum búnaði, meðal annars húsgögnum, elda- vél, bökunarofni og ljósavél, svo nokkuð sé nefnt. Þau hjónin þuftu aðeins að taka með sér eldhúsáhöldin þegar þau fluttu inn. Draga jeppann á eftir sér Tveir slíkir bílar voru fluttir inn í ár og samsinnir Jón því að þetta séu flottustu húsbílarnir á Ferðast um landið á „sumarbústað á hjólum“ Flytja sig eftir veðrinu Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson Sumarbústaður á hjólum Húsbíll Jóns A. Jónssonar er rúta. Jeppinn hangir gjarnan aftan í og er notaður til ferða um nálægar sveitir þegar húsbílnum hefur verið lagt í stæði. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.