Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 23

Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 23
hins vegar sjófær á nýjan leik og er „veðurgluggi“ opnaðist náðu þau að sigla yfir Biscay-flóann framhjá La Coruna og vestasta odda Spánar alla leið til Portúgal á fáeinum dögum. „Það var unun að finna hve mik- ið hlýnaði í veðri þegar við sigldum fyrir vesturodda Spánar. Við urð- um að sigla framhjá mörgum fal- legum stöðum, sem gaman hefði verið að skoða nánar, en við urðum að nýta okkur byrinn. Við erum ekki að leita uppi vandræði,“ segir Oddvar og hlær. Þau segja að hætta sé jafnan á ferðum þegar dregur nær strönd- um og þá séu þau jafnan á varð- bergi. Minni hætta sé á ferðum á siglingu um úthöfin þar sem hægt er að komast undan illviðri með því að velja siglingaleiðina eða bíða af sér veðrið með því að fella segl og láta berast fyrir veðri og vindum. Jólin haldin í Madeira Næsti viðkomustaður átti að vera Kanaríeyjar en þar sem að- alseglið rifnaði var stefnan þess í stað tekin til Madeira. Í Porto Santa héldu þau upp á jólin í sól og sumarhita. „Það er stórkostlegt í Madeira. Þetta er sjálf jólaeyjan. Þar skreyta menn öll pálmatré meðfram götunum með ljósum og það er dýrðlegt á að líta,“ segir Ellen. „Siglingamenn eru eins og ein stór fjölskylda og þeir kynnast inn- byrðis á ferðum sínum,“ segir Ell- en. „Þetta er eins konar samfélag manna sem eru að glíma við sömu vandamálin og kvíðann yfir því að leggja af stað í næsta áfanga. Þeg- ar við hittumst svo aftur í næstu höfn ríkir mikil gleði yfir því að all- ir skuli vera heilir á húfi. Á Ma- deira hittum við sæfarendur eins og í flestum öðrum höfnum.“ En hvað er það sem leiðir fólk á miðjum aldri út í slíkt ævintýri? „Við njótum þess að ferðast og þótt það sé mun ódýrara og hrað- virkara að fljúga þá jafnast það ekki á við sjálfa siglinguna. Þetta snýst ekki að svo miklu leyti um áfangastaðina heldur að ferðast í vindinum. Við erum líka algerlega upp á sjálf okkur kominn og höfum ekki aðra til að treysta á. Ferða- lagið sjálft snýst um það að komast á leiðarenda án þess að skaða sjálf- an sig og koma bátnum sömuleiðis í heilu lagi í höfn. Úthafið er líka sá hluti náttúrunnar sem ekki sést svo gjörla frá landi. Það er fallegt en getur líka verið ógnvekjandi. Það er líka svo síbreytilegt í birtu, litum, himninum og fuglalífinu,“ segir Ellen. Á Kanaríeyjum héldu þau úr höfn á nýju ári og biðu eftir stað- vindinum sem blæs úr norðvestri. „Fyrstu dagana urðum við ekki vör við hann og sigldum því mest í suð- urátt. Við vorum komin langleiðina til Grænhöfðaeyja þegar við loks fundum staðvindinn. Eftir það var siglingin leikur einn austur yfir Atlantshafið. Vindurinn er svo stöðugur og bar okkur örugglega til Tobago í Karíbahafinu. Við vor- um reyndar svolítið undrandi yfir því að finna þennan litla blett í haf- inu en GPS-tæknin er stórkostleg uppfinning,“ segir Oddvar. „Þessi hluti leiðarinnar er vissu- lega undan vindi allan tímann en við þurftum að gæta okkar á vind- rokunum sem eru tíðar. Við fylgd- umst því grannt með því ef svartur blettur kom í ljós á himninum aft- an við bátinn. Þetta gerist á auga- bragði og í fimmtán mínútur getur geisað sannkallað fárviðri. Það eina sem við getum gert er að halda um stýrið og bíða þess að veðurofsinn gangi niður. Í stað- vindabeltinu siglum við ekki undir fullum seglum af þessari ástæðu. Þau myndu auðveldlega rifna og ef það gerist úti á rúmsjó værum við í miklum vanda stödd.“ Eftir viðdvöl á Tobago var hald- ið til Trinidad, þar sem enn á ný var gert við ýmislegt sem aflaga hafði farið á leiðinni yfir Atlants- hafið. Upphaflega áætlunin hafði verið sú að sigla í gegnum Pa- namaskurðinn, koma í land á Ga- lapagos- og Páskaeyjum, sigla síð- an suður með Chile og fyrir Horn og þaðan aftur suðvestur yfir Atl- antshafið til Afríku og sömu leið til baka í Noregs. En vegna tafa sem höfðu orðið á leiðinni ákváðu þau að sigla þess í stað til karabísku eyjanna og þaðan til Azoreyja og síðan heim. Til norðursins „En á Martinique hittum við Morten og Lenu sem eru núna að ljúka þriggja ára siglingu. Loka- áfangi þeirra átti að vera frá Karíbahafinu til Nýfundnalands, Grænlands, Íslands og loks heim. Þau spurðu hvort við vildum ekki slást með í för og að athuguðu máli slógum við til enda er þetta styttri leið heim heldur en sú sem við höfðum planað og auk þess þótti okkur meira spennandi að fylgja þeim en að fara aftur sömu leið yf- ir Atlantshafið,“ segir Ellen. Leiðin lá frá Antigua til Ber- múda og frá Bermúda til Halifax. Þaðan var haldið til austurhluta Nova Scotia og Nýfundnalands og loks alla leið til Labrador til Battle Harbour. Þar þurftu þau að bíða eftir réttum byr í eina viku áður en þau héldu austur á bóginn yfir til Grænlands. Oddvar segir að gríðarlegur hiti og raki hafi verið í Karíbahafinu og fátt annað komist að í huga hans en kaldur bjór og kælandi steypi- bað. Mikil náttúrufegurð er á eyj- unum en Karíbahafið sé hins vegar uppfullt af hræðilegri sögu ný- lenduþjóðanna, mansali og illri meðferð á innfæddum. Það voru mikil umskipti þegar þau sigldu út úr Golfstrauminum norður af Ný- fundnalandi og við tók allt annað og kaldara loftslag. Skyndilega sigldu þau inn í þokuvegg þar sem Labradorstraumurinn tekur við af Golfstraumnum og sjávarhitinn féll um 10 gráður á einu augnabliki. Ellen segir að síðasti hluti sigl- ingarinnar hafi verið sér einna minnisstæðastur. Leiðin frá Ný- fundnalandi til Labrador og Græn- lands. Grænland sé afar til- komumikið land og það hafi verið mikil upplifun að sigla á milli ís- jaka í þröngum fjörðum. Þau höfðu viðdvöl í Julianehaab í nokkra daga og á fleiri stöðum, eins og t.d. Ikaliko, þar sem ein af stærstu norrænu byggðunum er að finna í Grænlandi. Oddvar segir að ísjak- arnir séu eins og fljótandi styttur og hin margvíslegu form þeirra og byggingarlag gætu hentað sem efniviður í fyrir kennslu hans í arkitektaskólanum. Oddvar segir að í sínum huga séu margir há- punktar í þessu langa ferðalagi. Sjálf siglingin yfir Atlantshafið, sem tók 26 daga, hafi verið sér- stæð upplifun – engin landsýn, ein- ungis úthafið og þau tvö. Héðan héldu Oddvar og Ellen til Þórshafnar í Færeyjum og ætluðu hugsanlega að koma við á Orkn- eyjum áður en þau héldu til heima- hafnar í Ósló um það bil einu ári eftir að ævintýrið hófst. Morgunblaðið/Sverrir Ævintýri Ellen og Oddvar létu draum sinn rætast og sigldu um heimsins höf. Oddvar Með feng dagsins. Sjávarlífið Fjölbreytileiki í karabíska hafinu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 23 landinu nú um stundir. Jón líkir bílnum við sum- arbústað á hjólum. Þau geta ferðast eftir veðrinu. Draga á eftir sér jeppann sinn og ferðast svo út frá húsbílnum. Bíllinn tafðist í flutningi til landsins en eftir að hann kom hafa Jón og Guðleif verið á flakki um landið, frjáls eins og fuglar himinsins þótt þau verði auðvitað að halda sig við vegina. Jón er búinn að selja fyrirtækið og er sestur í helgan stein í hús- bílnum. Þau hafa verið mikið á Vestfjörðum í sumar en voru á ferð í Varmahlíð í Skagafirði þegar þau buðu Pálma Guð- mundssyni ljósmyndara að mynda inni hjá sér. Og þau ætla að vera á ferðinni fram í október eða nóvember, ef veður leyfir. Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson Í stofunni Jón A. Jónsson og Guðleif Gunnarsdóttir hafa það gott í stofu húsbílsins sem er búinn flestum þægindum heimila. Svo er hægt að stækka herbergin með einu handtaki, með því að draga út hliðina. FYRSTA og eiginlega eina stóra óhappið reið yfir við Frakklands- strendur skömmu eftir að lagt var af stað í siglinguna og minnstu munaði að þau Oddvar og Ellen þyrftu að snúa við og hætta för. Þau sigldu í kjölfarið á enskri skútu og voru að nálgast hafn- arkjaftinn í Brest þegar hafið skyndilega og bókstaflega opn- aðist undir Albatrosanum. „Við höfum aldrei séð annað eins. Til sínhvorrar hliðar við skútuna risu ógnarháir veggir af sjó og hún skall niður á klettum. Ég hef lesið um að á grynningum geti slíkt fyrirbæri myndast vegna kjölsogsins frá öðrum bát. En þetta var lygilegt eins og í spennukvikmynd. Vélarfestingar bátsins brotnuðu en við gátum siglt inn í höfnina fyrir seglum. Viðgerðin tók þrjár vikur og það varð stöðugt kaldara í veðri. Það gekk á með snjókomu og hagléli.“ Þegar hafið opnaðist gugu@mbl.is Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum. www.sagamedica.is Íslenskt náttúruafl! Me› Angelicu fær› flú tvenns konar virkni í sömu vöru. 1100 ára reynsla af notkun ætihvannar fær› til nútímans. A u› ur V és te in sd ót tir , H af na rf ir ›i „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í meira en flrjú ár. Áhrifin eru greini- lega gó›, meiri andlegur og líkamlegur styrkur til a› vinna mitt skapandi starf í veflistinni. Angelican er tvímælalaust aukin vörn gegn kvefi og umgangspestum“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.