Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ýmist er sagt: tveim og þrem eða tveimur og þremur. Hvorttveggja er rétt. Gætum tungunnar EKKI alls fyrir löngu lentu fjór- ar orrustuþotur frá Bretlands- eyjum á Reykjavíkurflugvelli. Há- vaðinn af þeim var svo ofboðslegur, að allt líf í gamla bænum stöðvaðist í nokkrar mínútur. Flugmála- yfirvöld létu hafa eft- ir sér, að foringi flug- sveitarinnar hefði ákveðið að lenda í Reykjavík. Nokkru síðar lenti í Reykja- vík stór og mynd- arleg þota banda- rískra stjórnvalda með yfirhershöfð- ingja NATO innan- borðs. Hvers vegna lenti flugvélin ekki í Keflavík? Mátti hershöfðinginn ekki sjá am- eríska draugabæinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar, eða var honum skutlað í bíl suður á Völl? Millilandaflug Íslendinga var flutt frá Reykjavík til Keflavíkur fyrir 40 árum. Það sætir furðu, að stjórnvöld eru ekki einungis stað- ráðin í því, að innanlandsflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, heldur verði millilandaflug, og þar með þotuflug, stóraukið um flugvöllinn. Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fá stórar þotur og litlar þotur, og reyndar alls kyns flugvélar, að lenda í Reykjavík að nóttu sem degi. Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fer kennslu- og æf- ingaflug ennþá fram í Reykjavík. Margar spurningar vakna, hvort við séum á réttri flugbraut. Ráða fáeinir hags- munaseggir ferðinni? Uppfyllir Reykjavíkurflugvöllur kröfur um alþjóðaflugvöll? Hvar er Schengen-hliðið? Hvernig fer tollskoðun fram og fíkniefnaleit? Trúa stjórnmálamenn og embætt- ismenn þeirri endemis vitleysu hagsmunaaðila, að Reykjavík- urflugvöllur geti verið fullgildur varaflugvöllur fyrir Keflavík- urflugvöll? Er nokkurt vit í því, að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði í Vatnsmýrinni? Getur Jör- undur hundadagakóngur lent í Reykjavík, ef honum sýnist svo, eða Hundtyrkinn? Er ekki alveg eins gaman fyrir íslenska auðkýf- inga og skuldakónga að lenda í Keflavík? Þeir fá þá tækifæri til að spretta úr spori á Reykjanes- brautinni þegar þeir skreppa heim, t.d. í yfirheyrslu? Er ekki útlendingum, sem koma hingað til að veiða fisk, sama þótt þeir lendi í Keflavík? Hvað er til ráða? Verð- um við ekki að breyta til, og það fyrr en seinna? Allir flugvellir landsins eru með einni flugbraut nema flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík. Nýlega var endurnýjuð flugbraut á Þingeyri, og var sérstaklega tekið fram, að hún væri þvert á flugbraut Ísa- fjarðarflugvallar, sem er í 50 km fjarlægð, og flugsamgöngur við Vestfirði styrktust þess vegna stórlega. Ef menn vilja ekki flytja innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur er álitamál, hvort við séum nokkuð betur sett að búa til nýjan flugvöll úti í sjó eða rétt ut- an við núverandi byggð. Er ekki alveg eins gott að byggja mannabústaði þar, og jafnvel kvenna? Notkun austur-vestur brautar hefur ekki valdið stórkostlegum vandræðum, en sama verður ekki sagt um norður-suður brautina. Hér verða ekki rifjuð upp hörmu- leg flugslys og fjöldamörg tilvik þegar litlu hefur munað, að flug- slys yrði á Reykjavíkurflugvelli, eða í nágrenni hans. Þó skal minnt á það, að 2. ágúst 1988 skall flug- vél til jarðar við norðurenda flug- vallarins. Flugvélin varð alelda á svipstundu. Þrír Kanadamenn, sem í vélinni voru, létust sam- stundis. Skammt frá á að reisa há- tæknisjúkrahús, og bensínstöð við hlið þess. Ekki er öll vitleysan eins. (Hvað er annars hátækni- sjúkrahús? Er Landspítali – há- skólasjúkrahús lágtæknisjúkra- hús?) Ef ráð eru tekin af svokölluðum hagsmunaaðilum, og skynsemi fær að ráða, er hægt að hrinda strax í framkvæmd einfaldri lausn, sem er og hefur lengi verið augljós: Allt millilandaflug fari um Kefla- víkurflugvöll, og varaflugvöllur verði á Sauðárkróki, Akureyri eða Egilsstöðum. Einungis innanlands- flug verði um flugvöllinn í Vatns- mýrinni, og til þess verði notuð ein flugbraut, austur-vestur brautin, og flugbrautir Keflavíkur til vara. Er þetta ekki niðurstaða, sem allir geta verið álíka óánægðir með? Vinir okkar Bandaríkjamenn vilja ekki vera lengur í Keflavík. Það er óskandi, að íslenskir stjórnmálamenn átti sig á því, að við Íslendingar getum orðið sjálf- stæð þjóð innan skamms. Liður í því gæti verið að byggja upp mið- stöð á Keflavíkurflugvelli fyrir flugsamgöngur, vandræðalausa flugumferðarstjórn og björg- unarstörf á Norður-Atlantshafs- svæðinu, stjórnstöð, sem allir geta treyst, og við verið stolt af. Flugrugl Jón Kristjánsson skrifar um flugumferð Jón Kristjánsson »… fá stórar þotur oglitlar þotur, og reyndar alls kyns flug- vélar, að lenda í Reykja- vík að nóttu sem degi. Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fer kennslu- og æfingaflug ennþá fram í Reykjavík. Höfundur er lögfræðingur og kaupmaður í Reykjavík og býr í miðbænum. Í GREIN undirritaðs í Morg- unblaðinu frá 12. ágúst sl. undir heitinu „Skoðum landið sem hverf- ur“ er því lýst hversu auðvelt það er orðið fyrir hinn almenna ferða- mann að skoða það gróna og fagra land sem hverfur undir Hálslón eftir að nýir virkjanavegir hafa verið lagðir upp með austur- og vest- urbakka Jöklu. En lít- ill tími er til stefnu, því byrjað verður að safna vatni hinnar mjög svo aurugu Jöklu í lónsstæðið 15. september nk. Þegar lónið verður fullt í 625 metra hæð, nær það inn að Brúarjökli og þekur 56 fer- kílómetra lands, sem að meirihluta til er gróið hálendissvæði. Lónsstæðið austan Jöklu Hálsinn, sem lónið er kennt við, er í raun hluti af stærstu sam- felldu gróðurþekju landsins í svo mikilli hæð, Vesturöræfunum. Þetta verður mönnum fljótlega ljóst, þegar ekið er eftir hinum nýja vegi upp með austurbakk- anum og liggur frá Kára- hnjúkavegi að Sauðárkofa. Þessi nýi virkjanavegur liggur í raun meðfram fyrirhuguðu lónsstæði Hálslóns að austanverðu og frá veginum sést vel yfir á vest- urbakka lónsstæðisins, einkum þegar komið er á móts við miðju þess, þar sem Kringilsá fellur í það að vestanverðu. Gengið eftir lónbotninum Gönguleiðin eftir botni fyrirhug- aðs Hálslóns meðfram austurbakka Jöklu frá Sauðá á Vesturöræfum til norðurs að Fremri Kárahnjúk er um 17 km löng. Næst Jöklu skiptast áreyrar og sethjallar á en þar fyrir ofan taka grónir hálsar Vesturöræfanna við. Þeir sem ekki vilja leggja í slíka göngu geta víða ekið niður að austurbakka Jöklu frá hinum nýja virkjanavegi. Slíkt aðgengi að lónbotninum er ekki fyrir hendi vestan ár- innar en sjálf göngu- leiðin meðfram vest- urbakka Jöklu er grónari og þægilegri yfirferðar. Sé ekið vestur fyrir Jöklu á brúnni skammt fyrir sunnan Kárahnjúka er fljótlega komið að Sauðá (vestari) á Brú- ardölum, sem fellur í fallegri fossaröð í Jöklu að vestanverðu. Frá bílastæði sunnan Sauðár er kjörið að ganga niður að Jöklu og njóta fegurðar gróins vesturbakk- ans og árgljúfursins, sem skilur hann frá sethjöllunum á aust- urbakkanum. Stór gróðurspilda milli Sauðafells og Kringilsár Þegar gengið hefur verið með- fram vesturbakka Jöklu suður fyr- ir Sauðafell er komið á nær sam- fellda gróðurþekju sem teygir sig 3 km til vesturs inn að Sauðafells- öldu og 3 km til suðurs að ármót- um Jöklu og Kringilsár. Þessi gróðurspilda teygir sig síðan upp með vesturbakka Kringilsár 6 km leið að Þorláksmýrum. Þessa stað- reynd þekkir undirritaður allvel, þar sem hann hefur ferðast nokkr- um sinnum meðfram vesturbakka Jöklu og hefur komið í Kringilsár- rana bæði ofan af jökli og um kláf- inn yfir Kringilsá. Villandi skrif um „Kárahnjúkafár“ Með áðurnefnda ferðareynslu að baki auk gistinátta í Kringilsár- rana og á bökkum Jöklu og Kring- ilsár lýsi ég mig algerlega ósam- mála lýsingu Gísla G. Auðunssonar, læknis og skóg- arbónda, á „landinu meðfram Jöklu frá Kárahnjúkum að Kring- ilsárrana“ í grein hans í Morg- unblaðinu 21. ágúst sl. undir heit- inu „Kárahnjúkafárið“. Lýsing hans á ekki við um gönguleiðina meðfram Jöklu í lónsstæði Háls- lóns, heldur miklu fremur um akst- ursleiðina frá Sauðá (vestari) að tjaldbúðunum við Sauðafellsöldu, en sú leið liggur talsvert hærra í landinu og vestar en sjálft lóns- stæðið. Þannig segir Gísli í grein sinni, eftir að hafa lýst erfiðri akst- ursleið „frá Kárahnjúkum að Kringilsá“: „Ég hef aldrei gefið mér tíma til að ganga meðfram Jöklu frá Kára- hnjúkum að upptökum enda engin nafntoguð náttúrufyrirbæri á þeirri leið umfram það sem alls staðar má finna meðfram Jöklu á vegferð hennar.“ Síðan segist Gísli „verða að segja eins og er að land- ið meðfram Jöklu frá Kára- hnjúkum að Kringilsárrana getur ekki talist stórbrotið miðað við landslag norðan Vatnajökuls, gróð- urlausir, ávalir ásar og dalverpi. Töfrafossinn er hins vegar áhrifa- mikið náttúrufyrirbæri.“ Ítrekað skal að vegarslóðinn upp með Jöklu í áttina að Kringilsá liggur m.a. í 750 metra hæð um Sauðárháls í 3 km fjarlægð frá bökkum Jöklu. Gróðurfar og lands- lag er þar með allt öðrum hætti en í lónsstæði Hálslóns. Mjög gróið svæði í nágrenni Töfrafoss hefði þó ekki átt að fara framhjá Gísla, sem vill greinilega loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að gróður þekur meirihluta þess svæðis, sem mun hverfa í Hálslón. Og þegar gefið er í skyn að landið sem hverfur sé gróðurlaust og tilkomulítið, get ég ekki orða bundist. Um landið sem hverfur og „Kárahnjúkafár“ Ólafur F. Magnússon svarar grein Gísla G. Auðunssonar » Þegar gefið er í skynað landið sem hverf- ur sé gróðurlaust og til- komulítið, get ég ekki orða bundist. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. ÞAÐ var svo sem ekki við því að búast að þingmaður Reykvíkinga og formaður Sjómannadagsráðs, Guð- mundur Hallvarðsson, fyndi hjá sér þörfina fyrir að þegja, þrátt fyrir að hafa ekkert að segja. Vísast til greinar hans sl. laugardag í Morg- unblaðinu. Sú grein styður enn frek- ar ummælin um hann persónulega í fyrri grein minni dags. 5. ágúst sl., og hann kvartar sáran yfir. Enn á ný fer þing- maðurinn opinberlega með staðlausa stafi varðandi algerlega samhengislaus atriði, svo sem um persónu- leg búsetumál mín eða virðingu mína fyrir sköttum og meðferð opinbers fjár á Íslandi. Þar eru settar fram fullyrðingar sem bein- línis eru rangar og hefði þingmaðurinn átt að gæta hófs í meðferð slíkra sleggjudóma, ekki hvað síst í ljósi þess að þegar hefur hann einu sinni þurft að biðjast opinberlega af- sökunar á óvönduðum vinnubrögð- um. Vænti ég þess að hann hafi manndóm í sér til að gera það aftur og læri síðan að kanna til fullnustu það sem hann setur fram um menn og málefni. Að gefnu tilefni, þá er ástæða þess að ekki er greiddur skattur af stjórnarformannstekjum undirrit- aðs frá Sóltúni, einfaldlega sú, að hann hefur engar og ætlar sér eng- ar í bráð. En formaðurinn má vita, að mér væri ekki rótt ef ég tæki laun fyrir þjónustu mína meðan aldraðir og sjúkir liðu fyrir með lakari þjónustu á heimilinu. Gæti þingmaðurinn með tvöföldu þingmannslaunin sagt hið sama um tekjur sínar af Sjó- mannadagsráði og Hrafnistuheim- ilunum. Ég ætla honum svo ekki þá lágkúru að þiggja aðra bitlinga, skattfrjálsa eða aðra, á meðan fjár- mál Hrafnistuheimilanna eru í eins miklum ólestri og greina má af skrifum hans á opinberum vett- vangi. Þingmaðurinn leiðréttir mig ef það er ekki rétt ályktun af minni hálfu. Formaðurinn kvartar um að efn- islega umræðu um skrif hans sé ekki að finna í fyrri grein minni. Vandamálið þar er auðvitað það sem fram kom í umræddri grein, nefnilega að for- maðurinn virðist ekki skilja grundvall- aratriðin í þjón- ustuskilgreiningu og þar af leiðandi ekki mismunandi þjón- ustugjöld til heim- ilanna vegna sjúkra- og umönnunarþunga. Það hefur margoft ver- ið reynt að fá formann- inn til að skilja þessi grundvallaratriði, en algerlega án árangurs, og verður það að skrif- ast á burði hans til að skilja mælt mál fremur en að draga þá ályktun að hann sé vísvitandi að fara með bæði rangt mál og villa þeim sem með fylgjast, sýn, á það sem rétt er í þessum efnum. Hverjum heilvita manni dytti t.d. í hug að halda því fram að aðgerðarkostnaður, lyfja- kostnaður og endurhæfing fyrir fár- veikan hjartasjúkling kosti það sama og meðferð við kviðsliti? Svona málflutingur er þingmanni, sem á að halda vel á almannafé, ekki sæmandi. Leita verður rétts sam- ræmis í samanburðarþáttum svo heilsteypt mynd fáist. Að lokum um þau öfugmæli sem þingmaðurinn ber mér á brýn um öfund í garð Hrafnistu, þá get ég fullvissað hann um að svo er ekki, enda er óskiljanlegt hvernig þing- maðurinn fær þá grillu í kollinn af skrifum mínum. Þar á bæ er ekkert það sem gefur tilefni til öfundar. Ég á nóg með mitt og er stoltur yfir ár- angri Sóltúns. Aukatekjur þing- mannsins – aðal- starf eða aukastarf Jóhann Óli Guðmundsson svar- ar greinum Guðmundar Hall- varðssonar um ónákvæmni hans í meðferð upplýsinga »Enn á ný fer þing-maðurinn opinber- lega með staðlausa stafi varðandi algerlega sam- hengislaus atriði… Jóhann Óli Guðmundsson Höfundur er stjórnarformaður Sóltúns/Öldungs hf. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.