Morgunblaðið - 30.08.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 30.08.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 29 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Kl. 18.18: Maðurinn með húfuna fær sér vatnssopa. Kl. 18.19: Maðurinn í hvítu skyrt- unni klórar sér í nefinu. Kl. 18.19: Tæknimaðurinn hreyfir við músinni. Kl. 18.20: Tæknimaðurinn gefur hinum merki um að setja á sig heyrnartólin. Já, þetta hefðir þú getað séð, hefðirðu horft á sjónvarpsútsend- ingu frá hljóðveri Bylgjunnar. Ef þetta var ekki undarlegasta birting- armynd spjallþáttar sem ég hef séð, þá veit ég ekki hvað. Í sjón- varpsþáttum er gert ráð fyrir því að fólk sé að horfa. Stúdíó Bylgj- unnar er ekkert spennandi fyrir augað og á að mínu mati ekkert er- indi í sjónvarpið. Ég er ekki sérlega hrifin af blaðri í útvarpi og það skánar ekk- ert við að vera varpað á sjónvarps- skjá. Bylgjumenn virðast hins veg- ar stoltir af þessari þáttagerð. Á heimasíðu Bylgjunnar er talað um það með hátíðlegum blæ að afmæl- ishelgi Bylgjunnar verði öll í beinni útsendingu á Sirkus. „Þú getur fylgst með því öllu í sjónvarpinu þínu.“ Minna spennandi sjónvarpsefni held ég að ég hafi aldrei séð. Hefði ekki verið betri hugmynd að halda upp á afmæli Bylgjunnar með al- vöru sjónvarpsspjallþætti, þar sem haft er fyrir leikmynd og öðru sem skiptir máli í sjónvarpi? Kl. 18.25: maðurinn í hvítu skyrt- unni stendur upp, gengur úr mynd, kemur aftur, talar við tæknimann- inn. Kl. 18.29: sjónvarpsútsendingu Bylgjunnar lokið. Fréttir NFS næstar á dagskrá. ARNA S. HARALDSDÓTTIR, nemi við Listaháskóla Íslands. „Þú getur fylgst með því öllu í sjónvarpinu þínu“ Frá Örnu Sigrúnu Haraldsdóttur: ÁRIÐ 1907 kom til landsins tog- arinn Jón Forseti, var hann eign útgerðarfélagsins Alliance sem Thor Jensen kaupmaður stofnaði ásamt nokkrum skútuskipstjórum. Þetta var fyrsti togarinn sem var sérstaklega smíðaður fyrir Íslend- inga. Forsetinn fiskaði skipa mest og félagið fór stækkandi og keyptir voru fleiri togarar. Vegna ágrein- ings seldi Thor fljótlega í félaginu og stofnaði ásamt sonum sínum út- gerðarfélagið Kveldúlf, sem eign- aðist sjö togara og skuldaði sjö milljónir í Landsbankanum. Vestur í Ánanaustum þurrkaði Alliance saltfisk á klapparholti sem þar var. Veður er ekki alltaf stöðugt hér á landi og getur því oft verið erfitt að þurrka fisk úti. Í uppsveiflunni um miðjan þriðja áratug aldarinnar ákvað stjórn félagsins að reisa verkunarhús vestur við Mýrargötu. Húsið var eitt hið fullkomnasta í heiminum fiskurinn var settur á þurrkvagna með járnhjólum sem rúlluðu á sporum í gólfinu, sporið lá í gegnum langa ganga sem upp- hituðu lofti var blásið á móti vögn- unum. Þarna var komin verksmiðja sem nýveiddur þorskur fór inn í, út kom þurrkaður og pakkaður salt- fiskur. Einn galli var þó á þessu, verksmiðjan var byggð á álaga- bletti. Fólk hafði tekið eftir því að ýmis óhöpp tengdust þessu klapparholti. Þegar Thor Jensen kom inn á skrifstofu sína 27. febrúar 1928 lá á gólfinu líkan af Jóni Forseta, möl- brotið. Það hafði verið á hillu á vegg en festingarnar héldu ekki. Nokkrum mínútum síðar hringdi síminn og Thor var sagt frá því að skipið hefði strandað við Stafnnes um nóttina. Fórust þar fimmtán menn en tíu var bjargað. Þetta var fyrsti togarinn af fimm sem félagið átti eftir að missa á fáum árum, þar af tveir sem hurfu í hafi með allri áhöfn. Alliance sökk í skulda- súpu og var lagt niður vorið 1966 þegar Jón Forseti II var seldur í brotajárn. Eldri Reykvíkingar höfðu slíkan ímugust á þessum stað að þeir komu aldrei nálægt þessu húsi, fóru Vesturgötuna út á Granda, þótt það væri mun lengra. Er ekki einfaldast að friða þetta hús. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Álagablettur Frá Gesti Gunnarssyni: Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú og vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar HIÐ nýstofnaða aðstandenda- félag aldraðra – AFA – ásamt eldri borgurum stóð fyrir geysifjölmenn- um fundi 16. maí sl. í Háskólabíói um þjóðarátak í málum aldraðra. Þar féllu mörg orð um skjótar úrbætur í þessum málum. Upp úr miðjum júlí birtust svo fjórir ráðherrar í fjölmiðlum ásamt fulltrúum eldri borg- ara og kynntu nið- urstöður nefndar und- ir forustu Ásmundar Stefánssonar um margs konar tillögur í lífeyris- og skatta- málum, búsetu- og þjónustumálum og um hjúkrunarheimili. Mátti heyra á fulltrúum ríkisvalds- ins að málin væru í höfn a.m.k. næstu 4 árin. Þegar farið var að skoða innihaldið, snerist það um hækkun á lífeyri í takti við nýgerða kjarasamninga og loforð um fjár- muni eftir 2–3 ár sem kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að afla og margt var þar um góðan ásetning. Svo fóru allir í frí. Biðlistarnir og snigillinn Fyrir liggur að a.m.k. 400 ein- staklingar eru í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og biðlistar lengjast frekar en hitt. Auk þess skortir mikinn fjölda fólks viðunandi hús- næði og margir aðstandendur berj- ast alla daga í málum sinna nánustu og sjá hvergi til lands. Skortur er á starfsfólki við umönnun og hjúkrun og allt er í óvissu með verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga í málum aldraðra. Fagfólk talar um hraða snigilsins og dauðinn og gröfin hjálpar til að stytta biðlistana. Við hjá AFA höfum talið að nóg sé komið af orðum, nefndum og skýrslum – það vantar aðgerðir og það strax. 464 milljarðar Ekki verður hér fjallað um lífeyris- og skattamál eldra fólks og þær dæmalausu skerðingar sem þar viðgangast. Samtök eldri borgara standa þar í harðri baráttu og AFA styður þá baráttu heilshugar. Við sem erum í hlut- verki aðstandenda viljum einbeita kröfum okkar að búsetu- og umönn- unarmálum, sem brenna bæði á okkur og ástvinum okkar. Þar skiptir hver dagur máli hvað þá mánuðir og ár. Sá sem á allt lífið framundan hefur kannski nægan tíma en foreldrar okkar eiga ekki skilið að hafa bara biðstofuna. Alls- nægtaþjóðfélag okkar á að hafa næg og skjót úrræði, en það virðist skorta skilninginn og viljann. Vant- ar kannski peninga? Hvað jukust eignir lífeyrissjóðanna mikið á sl. ári? Jú um fjórðung eða 235 millj- arða. Og hagnaður bankana – hver var hann? 116 milljarðar árið 2005. Og sjóður okkar allra – ríkissjóður – hver var afgangurinn á síðasta ári? 113 milljarðar. Lítið brot af þessum upphæðum, kannski 1% leysti hjúkrunarvandann. Aftur þjóðfundur 16. apríl 2007 Á næstu vikum munum við hjá AFA leita allra leiða til að mynda breiða samstöðu um skjótar úrbæt- ur í búsetumálum aldraðra. Þar þurfa sem flest samtök og stofnanir í þjóðfélaginu að koma að málum. Ekki dugar að bíða eftir lausnum ríkisvaldsins. Við metum góðan ásetning á þeim bæjum en meira – miklu meira þarf til. Sannkallað þjóðarátak. Við í AFA höfum pant- að aftur salinn í Háskólabíói 16. apríl 2007. Þingkosningar verða svo í næsta mánuði á eftir. Þá verða verkin lögð undir dóm – ekki bara loforðin. Stórátak í búsetu- og umönn- unarmálum aldraðra strax Reynir Ingibjartsson fjallar um aðbúnað aldraðra » Á næstu vikum mun-um við hjá AFA leita allra leiða til að mynda breiða samstöðu um skjótar úrbætur í bú- setumálum aldraðra. Reynir Ingibjartsson Höfundur er formaður AFA. LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eru komnir út á hálan ís að ætla að skerða eða afnema örorkulífeyri hjá 2.300 félagsmönnum í 14 lífeyr- issjóðum. Það gengur auðvitað ekki að lífeyrissjóðirnir ætli fyr- irvaralítið að skerða eða afnema lífeyrisgreiðslur öryrkja sem eru stór hluti af heildartekjum þeirra. Að tilhlutan lífeyr- issjóðanna er með þessu verið að gera grundvallarbreyt- ingar á þeirri trygg- ingavernd og sam- tryggingu sem lífeyrissjóðirnir hafa staðið fyrir, sem hlýt- ur að þurfa að koma til kasta Alþingis. Bitnar með ofurþunga á fátæku fólki Fólkið sem fyrir þessari skerðingu eða afnámi líf- eyrisgreiðslna verður er í hópi þeirra fátæku og nöturlegt að það skuli vera lífeyrissjóðirnir sem fyr- ir þessu standa. Þannig eru um 77% þeirra 2.300 einstaklinga sem í þessu lenda með heildartekjur undir 125 þúsund á mánuði. Líf- eyrisgreiðslur 745 öryrkja sem höfðu undir 1 milljón króna í heild- artekjur á síðasta ári falla alveg niður. Margir verða líka fyrir því við þessa skerðingu að heildar- tekjur þeirra lækka um þriðjung. Þeir sem til mín hafa leitað vegna þessa eru fullir örvæntingar og ótta um afkomuöryggi sitt eftir þessa breytingu. Þetta fólk sér fram á ef ekki verður snúið til baka með þessa skerðingu að missa íbúð sína, geta ekki staðið undir leigu, geta ekki leyst út lyfin sín og að eiga ekki fyrir brýn- ustu matvöru út mán- uðinn. Ámælisverð vinnubrögð Það er með ólík- indum að lífeyrissjóð- irnir skuli vera að bera saman launa- tekjur öryrkja allt að 35 ár aftur í tímann eða aftur til 1970 og framreikna það síðan miðað við neysluvísitölu en ekki launa- vísitölu. Þetta eru afar hæpnar for- sendur og ámælisverð vinnubrögð að byggja á skerðingu eða afnám lífeyrisgreiðslna öryrkja. Tekjur margra fyrir einhverjum áratugum síðan gætu af ýmsum ástæðum hafa verið mjög lágar m.a. vegna barnsburðarleyfis eða annarra að- stæðna sem skert hafa möguleika til að afla vinnutekna. Þess vegna er þetta fráleit viðmiðun og reynd- ar furðulegt að lífeyrissjóðirnir hafi aðgang að skattagögnum og tekjum öryrkja marga áratugi aft- ur í tímann og á grundvelli margra áratuga gamalla tekna skerði eða hreinlega afnemi lífeyrisgreiðslur sem í upphafi voru ákveðnar þeim sem fyrir örorku verða. Rækilega þarf að skoða hvort þetta standist eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Full ástæða er til að hvetja stjórnir lífeyrissjóðanna til að verða við þeirri ósk Öryrkjabanda- lagsins að fallið verði frá þessum áformum. Harkalegar aðgerðir gegn öryrkjum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um lífeyrisgreiðslur öryrkja » Fólkið sem fyrirþessari skerðingu eða afnámi lífeyris- greiðslna verður er í hópi þeirra fátæku og nöturlegt að það skuli vera lífeyrissjóðirnir sem fyrir þessu standa. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. ÉG VAR að hugsa um að byrja að tala um kærleikann, ástina. Eitt sem er þar nátengt er virðing. Það helst í hendur. Hversu mikilvægt það er, þó kannski aðallega í dag. Þegar það er ýmislegt neikvætt sem kemur úr öllum hornum. En við megum ekki gleyma að það er alveg heilmikið já- kvætt sem er að gerast líka. En lít- um í eigin barm. Hvernig kem ég fram við sjálfan mig og þá í kringum mig? Er kærleikur einkenni framkomu minnar eða hef ég tilhneigingu til að svara kaldar, þá í eigin vörn og hræðslu eða bara af gömlum vana. Af vissri hegðun sem ég hef tamið mér, óvitandi. Hvernig tekur fólk mér? Fólk þorir oft ekki að sýna kær- leika og virðingu vegna þess að það er hrætt við að verða berskjaldað. Betra að vera harður og við stjórn en mjúkur og verða undir í keppn- inni. En verð ég undir í keppninni ef ég sýni fólki virðingu og kærleika. Nei, ekki ef það er gert á réttan hátt. Margir segjast vera góðir og segja já við öllu og gera öllum til geðs. Þeir verða oft undir í slagnum. Því að þar vantar oft virðingu, bæði sjálfsvirðingu og virðingu fyrir hin- um. Stundum, fer eftir aðstæðum, sýnir maður meiri virðingu með að segja nei, meiri kærleika. Eins og þegar börnin vilja eitt- hvað sem þau mega ekki fá, þá segja foreldrarnir nei. Þau segja það ekki af illgirni, heldur af kærleika. Vegna þess að það er hugsað fyrir því hvað er best fyrir barnið. Svo ef einhver er harður og leið- inlegur við þig, hvernig bregstu við? Bregstu illa við, tekur það persónu- lega og ert leiðinleg/ur á móti. Eða reynirðu að setja þig í fótspor hins! Hugsarðu þér að það hafi kannski komið eitthvað erfitt upp á hjá hin- um! Ég veit bara með mig að þegar ég er erfiður við aðra, þá líður mér sjálfum ekkert vel. Það er ekkert persónulegt gagnvart hinum, heldur bara kannski vanlíðan þann daginn og óvirðing gagnvart mér sjálfum. Ef einhver er erfiður við þig, hvort sem það er einhver nákominn þér eða stelpan á kassanum úti í búð, brostu þá bara og sendu kærleika til þeirra. Hugsaðu svo ekki meira um það, bara að sleppa. Þrátt fyrir misskilning margra þá er hægt að vera staðfastur og jafn- vígur í samfélaginu með óend- anlegum kærleika og virðingu. Það þarf oft bara að brjóta gamlan vana og segja nei við neikvæðu hugarfari og orðum og að segja já við jákvæðn- inni, kærleikanum og ekki minnst virðingunni. Hamingjuóskir! BENEDIKT BJARNASON, Miðholti 3, Mosfellsbæ. Kærleikur og virðing Frá Benedikt Bjarnasyni: Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.