Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.08.2006, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Jóhann, elskulegur bróðir og kær vinur, er fallinn frá. Hann háði afar erfitt stríð við krabbamein sem uppgötvaðist í febrúar sl. Jói var yngstur okkar þriggja bræðranna og við tímamót sem þessi er margs að minnast, en ævi- og starfsferillinn er hér að framan. Jói var mjög vinmargur maður, hann var í góðra vina hópi hrókur alls fagnaðar, átti gott með að ná röddum fólks, t.d. var gaman að rifja upp með honum gömlu árin frá Hvammstanga þegar hann var að segja frá minnisstæðu fólki. Hann sótti mikið norður, átti þar marga vini, t.d. meðal hestamanna og hann og Daddi vinur hans og æskufélagi höfðu hesta sína þar að sumrinu og voru þar oft í fríum. Þeir fóru í réttir árlega og smöluðu á Vatnsnesfjallinu til Hamarsréttar. Foreldrar okkar höfðu, eins og jafn- an var, 1–2 kýr og nokkrar kindur okkur til framfæris. Það kom því all- oft í hlut okkar strákanna að hjálpa til við þau störf sem þessu voru samfara. Jói kynntist henni Svanhildi sinni fyrir norðan, en heimili stofnuðu þau í Reykjavík. Í Svanhildi átti Jói góðan að, þau voru mjög samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur, ferðuðust mikið heima og erlendis. Jói var mikill náttúruunnandi fór víða um á hestum í fríum sínum og þekkti víða til hér innanlands. Í all- mörg ár hefur Svanhildur stýrt starfi aldraðra í Mosfellsbæ. Í öllum þeirra ferðum með því fólki innan- lands og utan var Jói ætíð farar- stjóri, sat frammí með hljóðnemann og skýrði frá því sem fyrir augu bar. Er hans nú sárt saknað hjá þessu fólki öllu. Í starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri Lágafellssóknar, um- sjónarmaður kirknanna að Lágafelli og Mosfelli og kirkjugarðanna, var til þess tekið hversu nærgætinn hann var og gott til hans að leita t.d. við útfarir. Margir hafa haft þetta á orði. Það var gott að koma í Mark- holtið til þeirra hjóna, ætíð var tekið á móti fólki með bros á vör og af hlýju. Um leið og bróðir er kært kvaddur og beðið blessunar Guðs, sendum við hjónin Svanhildi og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa þau. Góður drengur á góðrar heim- komu von. Mjöll og Ólafur Steinar. Það er með sorg og trega sem við kveðjum hann Jóa, hann var ynd- islegur maður. Í návist hans leið okkur alltaf vel, frá honum stafaði hlýja og væntumþykja. Hann var alla tíð mjög hjálpfús og hrókur alls fagnaðar. Engum lét betur en hon- um að segja skemmtilegar sögur frá fyrri tímum, hans er sárt saknað. Um engi og tún og ásinn heima ég aftur reika, sest í brekkuna silkimjúka og sóleyjarbleika (Davíð Stefánsson.) Við vottum Svanhildi, börnum þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Trausti og Áslaug, Hrefna, Bára og fjölskyldur. Í dag kveð ég mág minn Jóa sem reyndist mér betur en besti bróðir, var sannur vinur og félagi, stoð mín og stytta þegar á þurfti að halda. Var reyndar ekkert ánægð er ég kom norður að Efra-Vatnshorni og Jóhann Sæmundur Björnsson ✝ Jóhann Sæ-mundur Björns- son fæddist á Hvammstanga 20. febrúar 1942. Hann andaðist á Landspít- alanum 20. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 29. ágúst. uppgötvaði mér til skelfingar að hann hafði svo gott sem „stolið“ systur minni og bestu vinkonu Svanhildi frá mér. Það leið þó ekki langur tími þar til hann hafði brætt mig og sýnt fram á að ég fengi góða hlutdeild í Svaldi minni. Þannig var upphafið að okkar góðu vináttu sem aldr- ei bar skugga á enda Jói slíkur geðprýðis- maður, gegnheill og hjartahlýr. Nú þegar Jói er horfinn á braut, alltof fljótt, eftir snarpa glímu við ofurefli, sitjum við vinir hans eftir, með sæg af góðum minningum um góðan dreng, sem oftar en ekki var hrókur alls fagnaðar, enda gleði- maður að upplagi, fjölfróður um alla skapaða hluti. Hafa eldri borgarar í Mosfellsbæ notið góðs af því í gegn- um árin á ferðlögum utanlands og innan. Fylgdi hann Svanhildi, sem séð hefur um starf eldri borgara um árabil og gegndi hlutverki vel upp- lýsts fararstjóra sem á flestu vissi skil. Sjálf naut ég þeirrar ánægju að fá að ferðast með Jóa og Svanhildi og á ég þar safn dýrmætra minn- inga. Hjálpsemi var Jóa í blóð borin og hef ég og mín fjölskylda notið henn- ar ríkulega gegnum tíðina. Á hann að baki mörg handtökin í Víðiteign- um hjá okkur enda flinkur smiður og útsjónarsamur, það sem manni fannst vera stór vandamál, voru honum ávallt auðveld verkefni eða verðug viðfangsefni. Jói var einn af þessum traustu stólpum sem alltaf var á vísum stað, tiltækur þegar á þurfti að halda og meira en reiðubúinn að styðja vini sína og styrkja, þá sem þess þurftu með. Sérstaklega er mér í fersku minni er ég þurfti að fara í ferð til Austurríkis með stuttum fyrirvara, brýnna erinda og óaði við að þurfa að aka ein langa leið. Eins og svo oft áður var leitað í Markholt 18 og eins og við manninn mælt þótti honum sjálfsagt að skjótast með þótt fyr- irvarinn væri aðeins einn dagur og Svanhildur kom líka þótt ferðinni væri heitið á hestamót, þar með skapaðist grundvöllur að breyta vinnuferð í skemmtiferð að hluta. Margt gerðist í ferðinni þótt stutt væri og fyrir bragðið varð hún ógleymanleg okkur öllum og oft ver- ið rifjuð upp margháttuð atvik. Þótt Jói og Svanhildur hafi verið ákaflega samrýnd alla tíð hef ég alltaf fengið góðan „aðgang“ að systur minni og segir það meira en mörg orð um þeirra hjartalag. Þar var rýmið óendanlegt sem hefur glöggt mátt greina í umsjón þeirra beggja með ferðalögum eldri borg- ara, þar sem ég hef einnig fengið að fljóta með. Hún verður undarleg tilveran án Jóa og erfitt að trúa því að hann sé nú horfinn á braut með svo skjótum hætti. Eftir sitjum við með stórt skarð í fjölskyldunni sem verður vandfyllt. Sárastur er vísast söknuðurinn hjá afabörnunum sem fengu að njóta ómældrar hjartahlýju og leið- sagnar þessa fjölfróða afa sem vissi alla skapaða hluti og útskýrði svo vel allt sem virtist svo flókið og und- arlegt. Besti kosturinn hefði að sjálf- sögðu verið sá að fá að njóta lengri samvista við Jóa en næstbesti kost- urinn eru allar þessar hlýju og góðu minningar sem hann skilur eftir og munu þær veita Svanhildi, börnum, tengdabörnum og öllum aðstand- endum og vinum þann styrk sem þarf til að axla þá miklu sorg sem að steðjar. Samneytið við Jóa var svo sann- arlega mannbætandi og mun ég verða eilíflega þakklát forsjóninni að fá að kynnast slíkum manni. Brynhildur. Elsku mágur og svili er látinn og það fyrsta sem kemur upp í hugann er minning um einstaklega þægileg- an mann með góða nærveru og dag- farslega alltaf eins. Hann lærði tré- smíði hjá mági sínum og ráku þeir ásamt Friðþjófi trésmíðaverkstæði í mörg ár. Jói var góður vinnumaður og hafði góða innsýn í fagið og aldr- ei skyggði á samstarf þeirra. Marg- ar veiðiferðirnar voru farnar, ógleymanleg utanlands- og innan- landsferð. Jói hafði gaman af að segja sögur og var gaman að sitja með honum því að frásagnarhæfi- leikinn var góður. Hann var með græna fingur og eru ófá trén og rós- irnar sem hann hefur plantað og spruttu gúrkur og tómatar á sínum tíma í litla gróðurhúsinu hans. Dætur okkar kölluðu hann Skeggja til að aðgreina hann frá öðrum Jóa og hafði hann gaman af og kom og kítlaði þær með skegginu sínu. Svanhildur ung þú Jóa fannst hann brosti til þín og þú til hans, hann gaf þér allt sem þú gast fengið. Er sorgarstundir frá þér líða og blessað lífið áfram gengur mun hann í eilífðinni eftir þér bíða. Elsku Svanhildur, Keli, Alfa, Tobbi, tengdadætur og afabörn, missir ykkar er mikill. Guð blessi ykkur. Einar, Kristín og dætur. Ég tek Jóa upp í Markholtinu – Hann hendir sínu hafurtaski í bílinn – Við höldum norður. Ef til vill í réttir, í langa eða stutta hestaferð ellegar að snúast eitthvað við hesta. Hugsanlega til að gista í Ánastaðaseli, eða bara til að hitta vini og kunningja og fá sér ferskt norðlenskt fjallaloft í lungun. Við ökum rólega, það er létt yfir köllum, við höfum margt að spjalla. Ferðafélaginn er góður sögumaður, tóbaksdósin er innan seilingar og hver veit nema hann skjóti á sig ein- um bjór á leiðinni. Þegar Vatnsnes- fjallið birtist okkur á Holtvörðuheið- inni getur hent að við raulum saman nokkur vísukorn. Félagi minn telur fátítt að æsku- félagar hafi rækt jafnnána og ein- læga vináttu sín í milli eins og í okk- ar tilviki; vináttu sem varað hefur í um 60 ár. Langminnugur rifjar hann upp athafnasemi okkar strák- anna á Hvammstanga, fámennu þorpi, þar sem allir þekktu alla og líka flesta þá sem bjuggu í sveitinni. Það voru ljúfir tímar. Leikskólinn hafði tæpast verið fundinn upp, fátt talað um hættur, dorgað á bryggj- unni eða bátkænum, beljur reknar í og úr haga, sleða- og skíðaferðir iðk- aðar og safnað í áramótabrennu. Allt útheimti þetta útsjónarsemi og ærið erfiði. Mikið var sniglast kring- um vinnandi menn sem gáfu sér tíma til viðræðna og leyfðu okkur að taka til hendinni, tjarga bát, hamra glóandi járn í smiðju, og jafnvel keyra bíl ef vel stóð í ból eig- endanna. Jói sótti um skólavist á Reykja- skóla seinna en við hinir og varð því að taka með sér dívan að heiman, sem holað var niður í herbergið þar sem við lágum fjórir fyrir. Seinna vorum við þar í skólanum tveir sam- an í ofurlítilli kytru, hann svaf í efri kojunni og ég í þeirri neðri. Næsta haust hófum við saman störf í kaup- félaginu og Jói keypti Morrisinn. Það var hann sem við, ásamt einum félaga okkar, festum í aurbleytunni á afleggjaranum heim að Efra- Vatnshorni og heimasætan kom til okkar í rökkrinu, í háu gúmmístíg- vélunum föður síns og bauð okkur í bæinn. Það var afdrifaríkt innlit og síðan hefur tíðast verið talað um þau saman Jóa og Svanhildi. Þau ílentust ekki fyrir norðan en hófu búskap hér syðra þar sem Jói stundaði verslunarstörf hjá fleiri en einu fyrirtæki Seinna stofnaði hann ásamt öðrum Hunangsbúðina, sem hann rak síðan einn í nokkur ár. Kaupmennskan var honum ekki hugleikin. Hann lokaði búðinni harla feginn og tók að starfa við trésmíðar með tengdaföður sínum og mágum. Jafnframt lauk hann meistaranámi í þeirri grein samhliða miklum um- svifum í fyrirtækinu. Þrátt fyrir vík milli vina hélst vin- skapurinn óslitinn. Nú tóku við gagnkvæmar heimsóknir. Hann varð að komast norður, hitta aldr- aða foreldra sína, vini og kunningja, fylgjast með því sem þar var að ger- ast, komast í veiði, eða bara keyra um sveitir og rifja upp gamlar sög- ur. Við fjölskyldan gistum hjá þeim fyrir sunnan og saman fórum við með börn okkar í prímus- og tjald- ferðalög víða um land. Eftir að þau þroskuðust frá slíkum samvistum keyrðum við saman um hálendið á tveimur Lada-jeppum og síðan höf- um við tíðum, en þó of sjaldan, ferðast saman um landið tvenn hjón í einum bíl. Töluverðu áður en ég flutti suður tóku samskipti okkar að snúast um hesta og hestaferðir og Jói kom norður til að taka þátt í slíkum ferð- um. Þegar suður kom hafði hann óð- ar útvegað mér pláss fyrir hestana hjá góðu fólki á Laugabakka í Mos- fellsdal, þar sem við höfum síðan verið með hesta saman í góðu yf- irlæti að vetrinum. Samtímis hafði ég eignast aðstöðu til að halda hesta að sumrinu og fram á vetur á Grund í Vesturhópi. Lá þá beint við að ríða norður snemma sumars og saman fórum við margar slíkar ferðir ásamt sameiginlegum vinum okkar að norðan, sem fluttu hestana hing- að suður á bíl til að geta riðið með. Ýmist var þá farið norður heiðar eða með byggð og teknir ýmsir útúr- krókar. Mörg atvik úr þeim ferðum gleymast seint og hafa orðið kveikja margra skemmtilegra sagna og vísna. Sannarlega naut hann þess- ara ferða og ekki síður við sem átt- um hann að ferðafélaga og vini. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og sannur gleðigjafi. Hestarnir gáfu okkur tilefni til margra norðurferða. Þangað þurftum við að mæta í ferðalög með vinum okkar, komast í göngur og réttir, líta eftir hestunum að hausti og vetri og koma þeim aft- ur suður á hús. Jóa var ætíð vel fagnað fyrir norðan og þar áttum við saman marga glaða daga og kvöld á heimilum vina okkar eða í góðum félagsskap á Grund. Jói tók við starfi framkvæmda- stjóra sóknarnefndar Lágafells- og Mosfellskirkju fyrir um einum og hálfum áratug og hafði umsjón með kirkjugörðunum. Slíkt starf krefst reglusemi, snyrtimennsku og tillits- semi. Þar var réttur maður á réttum stað. Þannig tók hann þátt í gleði og sorgum meðborgara sinna. Hann bjó lengst af í Mosfellsbænum, þekkti þar í sveitinni og á Kjalarnesi og í Kjós vel til allra staðhátta, kennileita, örnefna og fólks. Þeirra kynna hef ég notið með ýmsum hætti, ekki síst í tengslum við hest- ana. Oft var þá glatt á hjalla og auð- fundið að hann var vinmargur hér syðra eins og fyrir norðan. Þegar við Ella fluttum suður fyrir 16 árum þróaðist vinskapurinn nær því í dag- leg samskipti. Það hefur verið okkur mikil gæfa að eiga þau að vinum, Jóa og Svanhildi og þeirra fólk, í öll þessi ár. Nú var það annar sem tók besta vin okkar og félaga með sér í ferðalag. Nú verða það aðrir sem njóta glaðværðar hans og greið- vikni. Eftir lifa minningar um öð- lingsmann. Við þær verður ljúft að orna sér og tíðum verður við þær staldrað þegar vinir hans hittast á glöðum stundum, hvort sem er fyrir norðan eða sunnan. Við Ella og fjöl- skyldur barna okkar sendum Svan- hildi, börnunum, tengdabörnum, barnabörnum og bræðrum hans innilegar samúðarkveðjur. Þórður Skúlason. Ég man ekki hvenær við Jói hitt- umst fyrst. Hann var bara allt í einu orðinn hluti af kunningjahópnum og ekkert var sjálfsagðara. Kannski er þetta lýsing á honum í hnotskurn. Það þurfti engar serimóníur þegar Jói var annars vegar, hann var bara þarna og við báðir og það var eins og það átti að vera. Algengasta ávarpið sem maður fékk frá honum finnst mér hafa verið: „Sæll, Sig- urður, það var gott að þú komst …“ Á sama máta var alltaf gott að leita til hans er maður þurfti á hjálparhönd að halda. Allt sem í hans valdi stóð var til reiðu með svo sjálfsögðum hætti að það var eins og maður væri að gera honum greiða frekar en leita sér aðstoðar. Nú er hann allur. Sem ungur tré- smiður var asbest eitt af þeim efn- um sem hann þurfti að meðhöndla, saga og bora og hvað sem til féll. Allir grunlausir um að rykið sem af þessu stafaði og fór ofan í lungu þeirra sem við það unnu væri þeim um leið þeirra eigin aftaka, blund- andi óvinur sem á einhverjum tíma- punkti aldarfjórðungi síðar eða ríf- lega það yrði að óviðráðanlegum, banvænum krabba. Þegar þessi óvinur ræskti sína rámu raust tók Jói því með því jafn- aðargeði og bjartsýni sem honum var lagið. Hlustaði á þær raddir sem sögðu honum að góðar líkur væru á að hægt væri að hemja óvininn og eiga með honum þokkalegt líf um allmörg ár, þó ekki væri hægt að vinna á honum fullnaðarsigur. Gekk í þá meðferð sem talin var nauðsyn- leg eins og hvert annað verk sem þurfti að vinna og ljúka, staðráðinn í að gera sitt besta í því verkefni eins og öðrum sem hann hafði tekist á hendur um ævina. En hér var við ofurefli að etja. Óvinurinn varð yfirsterkari og hafði fullnaðarsigur. Lagði þennan öfluga, góða og glaðsinna dreng að velli að kvöldi einhvers fallegasta dags sem komið hefur á þessu sumri í Mos- fellsbæ. Í dag verður hann borinn til eilífrar hvíldar í þann stað sem verið hefur starfsvettvangur hans undan- farin ár og hugsaði um af lífi og sál. Lengi verður hans minnst þegar þar verður gengið um garð og þegar ég sjálfur verð lagður í mold kæmi mér ekki á óvart þó mér yrði kumpán- lega heilsað hinum megin: „Sæll, Sigurður, það var gott að þú komst …“ Þakka þér fyrir samfylgd á þess- ari jörð, Jói. Það var gott að þú komst. Fólkinu þínu bið ég blessunar. Sigurður Hreiðar. Hugurinn hvarflar í Mosfellsbæ- inn. Það eignuðumst við marga góða vini. Einn af þeim var Jói. Hann var mikilvægur hlekkur í mannlífinu í Mosfellsbænum, mikill gleðigjafi og allra hugljúfi. Við hjónin kynntumst Jóa þó best í litla ferðaklúbbnum sem skipaður er fyrrverandi og nú- verandi starfsmönnum Mosfellsbæj- ar og þeirra mökum. Ferðir okkar um landið voru yndislegar. Þar lék Jói á als oddi og hafði einstakt lag á því að gleðja samferðafólkið. Ferðin okkar á heimaslóðir Jóa á Hvamms- tanga og þar um kring var að sönnu toppurinn á þessum ferðum. Jói kunni þar skil á öllu og hrein unun að heyra hann segja sögur af mönn- um og málleysingjum þar um slóðir. Kæri Jói. Það var gott að eiga þig að vini. Góða skapið var alltaf með í þínu farteski. Minningin um þig er okkur yndisleg og dýrmæt. Við kveðjum þig með virktum þegar þú býst til þinnar hinstu ferðar. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros, grískur heimspekingur.) Elsku Svanhildur. Megi góður Guð geyma þig og þína fjölskyldu. Hugur okkar er með ykkur. Anna og Róbert. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Það er margs að minnast og margt sem við viljum þakka í kynn- um okkar við Jóhann. Við kynnt- umst honum þegar við opnuðum blómabúðina Hlín Blómahús í Mos- fellsbæ árið 1993 og Jói, en svo var hann ávallt kallaður, kom og bað um blómvendi í altarisvasa Lágafells- kirkju, skreytingar fyrir jól, páska, útfarir, skírnir eða hvað sem var sem sneri að kirkjunni okkar, sem okkur þykir báðum svo vænt um. Jóa var mikið í mun að allt væri fal- legt, hreint og snyrtilegt í kirkjunni bæði utan- og innandyra. Með tímanum skapaðist mikil vin-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.