Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 33

Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 33
Um morguninn spjölluðum við amma um heima og geima eins og við vorum vanar. Það var alltaf svo nota- legt að tala við hana. Áður en ég fór gaf hún mér útvarpsvekjarann sem afi hafði átt. Mér þótti mjög vænt um það. Ég faðmaði hana vel að skilnaði og hún sagðist ætla að koma í heim- sókn fljótlega og skoða nýju íbúðina. Aldrei hefði mig grunað að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi hana. Ég hélt við ættum eftir að eiga marg- ar góðar stundir saman. Það voru forréttindi að eiga svo unga ömmu og afa. Forréttindi sem ég hefði viljað njóta svo miklu lengur. Ég vildi fá að hafa þau hjá mér, að eiga öruggt skjól í Ásgarðinum sem nú stendur auður og kaldur. Hlýjan og lífsgleðin horfin og við sem eftir stöndum í sárum. Söknuðurinn er svo sár, mig skortir orð til að lýsa tóminu sem er innra með mér og ég veit að ekki er hægt að fylla. Seinna meir ylja ég mér við allar minningarnar. Minningar um þau, fullar af hlýju og gleði. Þær getur enginn tekið frá mér. Auður Stefánsdóttir. Elsku amma mín, ég sakna þín svo heitt, þú varst mér svo góð. Þetta gerðist bara svo hratt, að ég trúði þessu ekki. Ég veit að þú ert farin og kemur aldrei aftur, en ég veit að þú ert alltaf hjá mér. Kysstu afa frá mér. Kem ég nú að kistu þinni, kæra amma mín, mér í huga innst er inni ástarþökk til þín. Allt frá fyrstu æskustundum átti ég skjól hjá þér, í þínu húsi þar sem við undum, þá var afi líka hér. Kem ég nú að kveðja ömmu, klökkvi í huga býr. Hjartans þökk frá mér og mömmu, minning lifir skýr. Vertu sæl í huldum heimi. Horfnir vinir fagna hljótt. Laus við þrautir, Guð þig geymi. Góða amma, sofðu rótt. (Helga Guðm.) Þinn að eilífu, Aron Tómas. Dáin, horfin, harmafregn. Elsku Nína, að skrifa kveðjuorð um þig finnst mér ákaflega óraunhæft. Þegar andlát ber svona snöggt að er maður enn í afneitun, vill ekki trúa en verður samt að gera það. Ég man vel þá stund er við sáumst fyrst. Sæmundur bróðir minn kom með þig í heimsókn og þú varst dálítið feimin, en ég sagði þér að með ykkur væri hjónasvipur og að mér litist ágætlega á ykkar kynni. Ljómaðir þú þá af ánægju. Við urðum brátt góðar vinkonur. Þú svo trygg og traust og vildir allt gera fyrir alla í fjölskyld- unni, boðin og búin, alltaf til staðar. Eftir andlát bróður míns í fyrra urð- um við ennþá nánari og töluðum sam- an í síma flesta daga. Ég var mjög glöð 1. ágúst sl. er þú heimsóttir okk- ur. Varst þú í fínu formi, brún og sæl- leg og greinilega búin að yfirstíga erf- iðasta hjallann. Ég á ekkert nema góðar minningar um þig og mun sárt sakna þess að sjá þig ekki né heyra. Þú varst dugleg að hringja í Renie og vera í sambandi við Norðlendingana okkar, fjölskyldu- rækin og ráðagóð. Ég vil þakka allar okkar góðu sam- verustundir, kaffihúsaferðir o.fl. o.fl. Mig dreymdi nóttina eftir andlát þitt að bróðir minn kæmi ljómandi af ánægju og sagði hann: „Nú er hún Nína komin til mín.“ Ég hugsaði: En hvað hann er ruglaður, hún Nína er ekki dáin, hún er því ekki hjá honum. Svo vaknaði ég og mundi drauminn og hugsaði, gott að þetta var bara draumur, Nína er á lífi. En svo mundi ég að þú varst líka farin frá okkur. Vonandi líður ykkur vel, sameinuð á ný. Þið voruð hvort öðru svo mikils virði. Hvað er lífið, ef það eigi ástar vermir sunna blíð? Líkast dimmum villuvogi, vetrarnótt í svartri hríð, ást er sól á sumardegi, sem að gyllir dal og hlíð. Ástin mannsins ævi skreytir, ástin harða mýkir lund, ástin þrek í þrautum veitir, þreyttum vænan gefur blund. Ástin sorg í sælu breytir, sætir hverja gleðistund. (Jón Th.) Hafðu þökk fyrir allt, elsku vin- kona. Guð blessi minningu þína og styrki okkur öll í sorginni. Auður Guðvinsdóttir. Að kveðja þig, Nína mín, kæra vin- kona, er mjög erfitt. Ekki var ég und- ir það búin að þurfa að kveðja þig svona snemma og svona stuttu eftir að þú misstir hann Sæmund þinn. Við sem ætluðum í aðra Flórídaferð eins og ferðina sem við fórum í þegar við vorum fimmtugar. Héðan fórum við í kulda og trekki um miðjan desember og áttum frá- bæra daga úti, sem við ætluðum okk- ur að endurtaka. En nú sit ég hér og kveð þig og minnist margra góðra stunda sem eru of margar til að telja upp hér. Þú varst góð vinkona og þó að við værum ekki alltaf í miklu sam- bandi, þú stödd hinum megin á hnett- inum og ég einhvers staðar allt ann- ars staðar. En ég man þó alltaf eftir vorinu þegar við vorum báðar staddar á Íslandi og hittumst á miðju Banka- stræti með elstu stelpurnar okkar sem eru fæddar á sama ári. Höfðum þá ekki hist lengi, en það sýndi það hvað margt var líkt með okkur að þegar við komum auga hvor á aðra þá voru stelpurnar okkar eins klæddar. Það er svo margt sem ég gæti skrifað um liðin ár og um þær minn- ingar sem við áttum saman yfir meira en 40 ára tímabil. En ég kveð þig nú, Nína mín, og votta fjölskyldu þinni samúð mína. Hafdís „Heidi“ Benediktsdóttir. Er fegurst fölna blómin og frostið bítur svörð, þá verður tár að daggar-dropum er drjúpa á visna jörð. Nú sorgin hjartað hrellir og hvarminn vætir minn, en trú og traust á Drottin þerrar tár á kinn. Hönd þína ljáðu ljúfi Faðir, léttu erfiðan gang, er vonir bregðast þrautir þyngja þjáning sest í fang, þá brýtur bænin hlekki byrðin þunga fer það flýtur enginn að feigðarósi er finnur skjól hjá þér. (Ók. höf.) Elsku Nína, það er svo óendanlega sárt að horfa á eftir þér svona fyr- irvaralaust. Okkar kynni hófust fyrir tæplega fimm árum er við fluttum í sama hús og þú. Við mæðgurnar vorum fyrst í stað kvíðnar yfir því að flytja í tvíbýli, en sá kvíði var algjörlega ástæðulaus. Við hefðum ekki getað verið heppnari með fólk en ykkur Sæma. Við eign- uðumst nýja vini. Oft urðu samræðurnar ansi fjörleg- ar við eldhúsborðið, en sem betur fer höfðum við öll mjög svipaðar skoðanir og lífsviðhorf. Þegar Sæmi (Sæmundur Guðvins- son) dó í fyrra, reyndist það þér mjög erfitt, en við trúum því að hann hafi tekið á móti þér og nú séuð þið sam- einuð á ný. Með kveðju og þökk fyrir allt og allt. Við vottum fjölskyldu Nínu og öll- um aðstandendum dýpstu samúð okkar. Fríða og Ingibjörg. Elsku vinkona. Bernskuleikir líða um minni, leikir, æska, gömul kynni. Þar sem varst þú vina mín. Þegar áfram ævin líður, aldrei tíminn biðlund býður. Er nú þrotin ævin þín. Þá var alltaf sól í sinni, sífelld gleði í minningunni. Æskudraumur einn við völd. Lífið hefur hrjúfar mundir, heggur sundur gleðistundir. Enginn flýr sitt ævikvöld. Tíminn þylur æviárin, allar stundir gleði og sárin. Áfram heldur okkar líf. Bróðir svefns þig burtu kallar, bregður egg á vonir allar. Engu hlífa örlög stíf. Minningarnar einar eftir, endurfundi lífið heftir. Gefin er okkur afmæld stund. Góða vina af guði valin, gengur þú í himnasalinn. Góða ferð á guðs þíns fund. (Guðný Jónsdóttir.) Sigríður Gestrún. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 33 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR (Didda), Steinagerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 31. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga. Stefán Eysteinn Sigurðsson, Sigurður M. Stefánsson, Soffía H. Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Gunnar H. Stefánsson, Sæunn Halldórsdóttir, Guðrún M. Stefánsdóttir, Paul Siemelink, Andri Stefánsson, Harpa María Örlygsdóttir, Hólmfríður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir okkar og systir, UNNUR BETTÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, lést af slysförum mánudaginn 28. ágúst. Guðmundur K. Sigurbjörnsson, Guðrún Elín Björnsdóttir, Björn Svavar, Brynjar Örn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÁLSDÓTTIR frá Skál á Síðu, lést á dvalarheimilinu Klausturhólum mánudaginn 28. ágúst. Útförin auglýst síðar. Anna Hildur Árnadóttir, Steingrímur Lárusson, Guðrún Árnadóttir, Sigurbjörn Árnason, Hjördís Sigurðardóttir, Guðríður Árnadóttir, Páll Árnason, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 78, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt laugar- dagsins 26. ágúst. Jarðarförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstu- daginn 1. september kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Ó. Skarphéðinsson, Chrisanta Skarphéðinsson, Ólafía Skarphéðinsdóttir, Óli Árni Vilhjálmsson, Elsa Skarphéðinsdóttir, Sigurbjörn Hreindal Pálsson, Lovísa Ósk Skarphéðinsdóttir, Jónas Óskarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn og faðir okkar, PÉTUR MAACK ÞORSTEINSSON, Kópavogsbraut 1a, áður Urðarbraut 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudag- inn 1. september kl. 13.00. Agla Bjarnadóttir, Pétur Maack Pétursson, Bjarndís Markúsdóttir, Bjarni Pétursson, Sólveig Valdimarsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Egill Pétursson, Guðbjörg Björnsdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Jón SandholtJónsson plötu- smiður fæddist í Bolungarvík 26. desember 1922. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru hjónin Jón Jónsson sjómaður og Ástríður Guð- bjartsdóttir. Faðir Jóns Sandholts fórst í sjóslysi er móðir hans gekk með hann. Ást- Jensen bifvélavirki. Jón bjó um árabil í óvígðri sambúð með Jóhönnu Rósants Júlíusdóttur í Hafnarfirði. Jó- hanna sem var ekkja átti 4 börn uppkomin. Eftir venjulega skólagöngu þess tíma fór Jón að vinna. Stundaði sjóróðra og vann við fiskverkun hjá útgerðarmönnum í Bolungarvík, m.a. þeim Bjarna Eiríkssyni og Einari Guðfinns- syni. Jón Sandholt fluttist síðar til Reykjavíkur og hóf störf í járn- iðnaði. Hann starfaði m.a. hjá vél- smiðjunni Keili hf. og Stálvík hf. Hann öðlaðist sveinsréttindi í plötu- og ketilsmíði. Útför Jóns Sandholts verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ríður giftist aftur og var stjúpi Jóns Steinn Sveinbjörns- son. Eldri bræður Jóns voru þeir Jón Ásgeir og Matthías. Yngri bróðir Jóns sammæðra var Ólaf- ur Steinsson. Þeir bræður eru nú allir látnir. Dóttir Jóns Ásgeirs, Alda, ólst upp á heimilinu hjá ömmu sinni og þeim bræðrum. Alda býr í Reykjavík og er eig- inmaður hennar Ingibergur V. Við kynntumst Jóni Sandholt þeg- ar hann fluttist til móður okkar Jó- hönnu Rósants Júlíusdóttur og bjuggu þau saman, þar til hún lést. Það myndaðist góð vinátta með þeim og áttu þau góð ár saman. Þegar heilsu móður okkar hrakaði, annaðist Jón hana með miklum kær- leika. Kom drengskapur Jóns þá greinilega í ljós. Jón varð snemma einn af fjölskyldunni, dagfarsprúður og góður maður. Nokkuð dulur en traustur. Hann var kirkjurækinn og velviljaður öllum. Við minnumst með gleði jólaboð- anna á jóladag þegar allir í fjölskyld- unni sem gátu komið því við hittust og nutu jólahátíðarinnar. Margs er að minnast, en nú á kveðjustund er okkur efst í huga, þakklæti fyrir liðna tíð. Góður dreng- ur er genginn. Veri hann guði falinn. Ingibjörg Stefánsdóttir og systkini og þeirra fjölskyldur. Jón Sandholt Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.