Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 36

Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Raðauglýsingar 569 1100 Listmunir Listmunauppboð Erum að taka á móti listaverk- um á næsta uppboð. Leitum sérstaklega eftir verkum eftir Þórarin B. Þorláksson, Nínu Tryggvadóttur og Jón Stefáns- son. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, sími 551 0400. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 7. september 2006 kl. 9:30 á eftirfarandi eignum: Bárustígur 1, 3. hæð, 218-2609, 010301, þingl. eig. Kristbjörn Hjalti Tómasson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Vestmannaeyja og Vest- mannaeyjabær. Birkihlíð 26, 218-2709, þingl. eig. Guðmundur Ingi Jóhannesson og Soffía Baldursdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Boðaslóð 7, neðri hæð, 218-2723, þingl. eig. Ágúst Ómar Einarsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Foldahraun 39, 218-3446, þingl. eig. Gunnar Jónsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestmannaeyja. Tangagata 7, 218-4893, 010101, þingl. eig. PH fasteignir ehf., gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Víkingur, skipaskrárnr. 7227, þingl. eig. Guðmunda ehf., gerðarbeið- andi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 29. ágúst 2006. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing Nýtt deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík. Vesturlandsvegur – Hallar. Tillaga að deiliskipulagi fyrir atvinnusvæði í Höllum, sem afmarkast af Vesturlandsvegi til vesturs, svæði fyrir gróðrarstöðvar til suðurs, fyrirhug- uðum Úlfarsfellsvegi til norðurs og fyrirhuguðum gatnatenginum til austurs. Gert er ráð fyrir fimm misstórum lóðum á svæðinu og eru þær merktar í deiliskipulaginu sem 9.1a, 9.1b, 9.1c, 9.1d, 9.1e. Starfsemi á lóðunum skal vera í samræmi við skilgreiningu í aðalskipulagi og þróunaráætlun Mosfellsbæjar og Reykjavíkur (kemur fram á uppdráttum). Lágmarksstærð ein- stakra verslana er 1000m² af gólfflatarmáli versl- unarhúsnæðis og aðkoma inn á svæðið er fyrst um sinn um núverandi hringtorg á Vesturlandsvegi. Lega og útfærsla gatna, stíga og gróðurbeða er leiðbeinandi á deiliskipulagsuppdrættinum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 30. ágúst til og með 11. október 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www. skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 11 október 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 30. ágúst 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Frá Tónlistarskóla Árbæjar Getum bætt við okkur nokkrum nemendum á eftirtalin hljóðfæri: Fiðla, selló, þverflauta, bassi og í flautuforskóla. Kennsla hefst mánudaginn 11. september í Fylkishöll, Ingunnarskóla og Sæmundarseli. Innritun er dagana 6., 7. og 8. september. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans www.tonarb.net. Sími 587 1664 og tölvupóst- ur: tonarb@heimsnet.is. Skólastjóri. Bækur Bækur til sölu Njála 1772, Njála 1809, Íslenskt fornbréfasafn 1-16 ób, mk., Sveitir og jarðir í Múlaþingi 1-4, Ættir Þingeyinga 1-4, Parsival 1-2, Snæ- fellingarljóð, Dalamenn, Strandamenn, Sléttuhreppur, Ættir síðupresta, Vestur-Skaptfellingar 1-4, ættarskrá Bjarna Hermanns- sonar, Arnardalsætt 1-4, Deildartunguætt 1-2, Skipstjóra og stýri- mannatal 1-4, Bergsætt 1-3, Nokkrar Árnesingaættir, Stokkseyr- ingasaga 1-2, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Ættir Austfirðinga, Rángárvellir, H.S., Ættartala úr suðursveit, Íslensk Fornrit 19 stk. (skinn), Hrakningar á Heiðarvegum 1-4. Upplýsingar í síma 898 9475. Auglýsing um framboðs- frest vegna stofnfundar sameinaðs félags Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna Kjörstjórn félaganna auglýsir eftir framboðs- listum til stjórnar, varastjórnar og fulltrúaráðs sem kjósa skal um á stofnfundi sameinaðs fé- lags 14. október 2006. Á lista til stjórnar og varastjórnar skulu formað- ur og 4 meðstjórnendur koma frá Vélstjórafé- lagi Íslands og varaformaður ásamt 3 með- stjórnendum frá Félagi járniðnaðarmanna. Í varastjórn skulu koma fjórir fulltrúar frá hvoru félagi. Á listanum skal að auki gera tillögu um 18 menn í fulltrúaráð félagsins, samanber 2. mgr. 17. gr. laganna og skulu 9 fulltrúar koma frá hvoru fé- lagi fyrir sig. Fulltrúaráðið endurspegli, eftir því sem kostur er, breidd félagsins með hliðsjón af starfsgreinum, hópum og landshlutum. Framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar félag- anna fyrir kl. 16:00 föstudaginn 29. september 2006 ásamt meðmælum 20 fullgildra félags- manna. Heimilisfang kjörstjórnar er á skrifstofu Félags járniðnaðarmanna, Borgartúni 30, 105 Reykja- vík. Fh. kjörstjórnar, Félag járniðnaðarmanna, Vélstjórafélag Íslands og Alþýðusamband Íslands. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Auglýsing um skipulag í Kjósarhreppi Vegna mistaka við birtingu fyrri auglýs- inga er þetta deiliskipulag auglýst aftur Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 og samþykktar skipulags- nefndar Kjósarhrepps eru hér með auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulögum í Kjósarhreppi. Frístundabyggð í landi Eyrar: Deiliskipulagið tekur til 31,5 ha. lands í landi Eyrar í Kjósarhreppi. Frístundabyggð í landi Eyja 1: Deiliskipulagið tekur til 27,4 ha. svæði undir frístundabyggð í landi Eyja 1. Sýning á deiliskipulögunum hangir uppi í Félagsgarði í Kjósarhreppi frá og með 30. ágúst til 30. september 2006. Skipulags- og byggingafulltrúi Kjósarhrepps, Jón Eiríkur Guðmundsson. Raðauglýsingar sími 569 1100 ✝ Garðar PéturIngjaldsson fæddist í Reykjavík hinn 23. maí árið 1931. Garðar and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri hinn 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Brynhildur Björnsdóttir og Ingjaldur Pét- ursson. Systur Garð- ars eru Kolbrún, bú- sett á Blönduósi, ára að aldri. Fóstursonur Garðars og Svövu er Steindór. Hans kona er Lára Þorvaldsdóttir og eru þau búsett á Akureyri. Þeirra sonur er Andri. Garðar lærði ketil- og plötusmíði á vélsmiðjunni Odda og vann eftir það við iðn sína á Odda, Slippstöð- inni og á eigin verkstæði. Lengst starfaði hann þó við iðnkennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri, eða þangað til hann fór á eftirlaun fyrir fimm árum. Útför Garðars verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Pálrún, til heimilis í Hveragerði, og Bára, búsett á Akureyri. Þegar Garðar var á fyrsta aldursári flutt- ist fjölskylda hans til Eskifjarðar og árið 1944 til Akureyrar. Þar var heimili hans upp frá því. Hinn 17. júní árið 1960 kvæntist Garðar Svövu Svavarsdóttur. Dóttir þeirra, Inga Elísabet Garðars, lést árið 1976, fimmtán Þegar Garðar Ingjaldsson lét af störfum fyrir fáum árum við Verk- menntaskólann á Akureyri fyrir aldurs sakir hefðum við viljað fá notið starfskrafta hans lengur. Hann hefði líka viljað fá að halda áfram en kennsla á málsmíðadeild Verkmenntaskólans á Akureyri hafði verið hans aðalstarf frá upp- hafi eftir að hafa sótt sér dýrmæta reynslu á vinnumarkaðinum í mörg ár á vettvangi eins og Slipp- stöðinni meðan hann var og hét og skipasmíðar voru stóriðja á Akur- eyri. Hann hafði unun af að kenna ungu fólki réttu handtökin í járn- smíðinni og ekki síst suðunni. Sjálf- ur hafði hann yndi af að smíða hvaðeina úr málmi. Með félögum sínum í málmsmíðadeildinni lagði hann af mörkum margt handtakið og marga vinnustundina við að smíða sitthvað er skólann eða deildina vanhagaði um. Fylgdi hug- vit og hönnun með í kaupunum og flókin verkefni gjarnan leyst af ótrúlegri útsjónarsemi. Hag nemenda sinna bar Garðar fyrir brjósti eins og góðum kenn- ara sæmir. Að koma þeim til þroska í iðninni var markmið hans og stolt ef vel tókst til. Hann var af ,,gamla skólanum“, sem reyndar lifir enn góðu lífi sé grannt skoðað. Og hver er þessi gamli skóli? Jú, Garðar var trúr yf- ir því sem honum var falið. Hann stillti saman hug og hönd og lagði metnað sinn í verkið án tillits til þess hvort það var smátt eða stórt. Aldrei fékkst hann um hvort hann ynni klukkustundinni lengur ef ljúka þurfti mikilvægu verki. Hann lá aldrei á skoðunum sínum, lét ekki sitt eftir liggja og vinnustað- inn vildi hann hafa jafnsnyrtilegan og heimili sitt. Það er reyndar sá skóli sem ávallt hefur verið í heiðri hafður í málmsmíðadeild VMA. Líklega er verkstæðið þar það eina sinnar tegundar þar sem ræktuð eru blóm, sem eru táknræn fyrir starfið sem þar er unnið. Okkur þótti erfitt að sjá á bak góðum félaga þegar hann hætti störfum. Erfiðara er að kveðja hann núna. Fyrir hönd samstarfsfólks í VMA sendi ég eiginkonu hans og fjölskyldu samúðarkveðjur. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari. Garðar Pétur Ingjaldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.