Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 42

Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS. Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20 FOOTLOOSE Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20 Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20 EYFI STÓRTÓNLEIKAR Fös 1/9 kl. 20 Fös 1/9 kl. 22 MANNAKORN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Þri 5/9 kl. 20 Þri 5/9 kl. 22 HÖRÐUR TORFA AFMÆLISTÓNLEIKAR Fös 8/9 kl. 19:30 Fös 8/9 kl. 22 PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu. Sun 17/9 kl. 20 Mán 18/9 kl. 20 Þri 19/9 kl. 20 Mið 20/9 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar. Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN. OPIÐ HÚS Sunnudaginn 3.september verður opið hús í Borgarleikhúsinu milli 15-17. Fjölbreytt dagskrá og léttar veitingar. Allir velkomnir. ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. Kortasala hafin! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Litla hryllingsbúðin - síðustu aukasýningar! Lau. 2/9 kl. 19 UPPSELT Lau. 2/9 kl. 22 ný aukasýn – örfá sæti laus Sun. 3/9 kl. 20 UPPSELT Fös. 8/9 kl. 19 UPPSELT Fös. 8/9 kl. 22 ný aukasýn - í sölu núna! Lau. 9/9 kl. 19 UPPSELT Lau. 9/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 10/9 kl. 20 örfá sæti laus Fös. 15/9 kl. 19 Lau. 16/9 kl. 19 síðasta sýning – örfá sæti laus www.leikfelag.is 4 600 200 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20 2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20 5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15 Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is Vinsælasti söngleikjahöfundurallra tíma, Andrew Lloyd Webber, er með nýtt verk í vinnslu, að því er fram kemur í The Daily Mail of London. Ekki hefur verið til- kynnt hvenær söngleikurinn verður frum- sýndur en hann ku vera leikgerð upp úr skáldsög- unni Meistaranum og Margarítu eftir Mikhail Bulgakov – satíru um Sovétríkin sem eiginkona rithöfund- arins lauk við skömmu eftir andlát hans árið 1940.    Bandaríski leikarinn MatthewBroderick viðbeinsbrotnaði er hann féll af hest- baki í sum- arfríinu sínu á Ír- landi á sunnudaginn. Hinn 44 ára gamli leikari var í útreiðartúr með eiginkonu sinni Söru Jessicu Parker er hann datt af baki á strönd í Donegal. Farið var með Broderick á sjúkrahús í Sligo þar sem bundið var um brotið. BBC skýrir frá því að þau hjónin hafi dvalið í sum- arhúsi sínu sem er á bjargbrún skammt frá Sligo, en þangað fara þau reglulega á sumrin og á milli verkefna ásamt þriggja ára gömlum syni þeirra, James. Árið 1987 varð hann valdur að bíl- slysi í Enniskillen þar sem hann slasaðist illa og tvær konur í öðrum bíl létust.    Hinn 63 ára gamli Mick Jagger,söngvari Rolling Stones, er farinn að kalka því hann þarf að hafa textavél til öryggis ef hann skyldi gleyma textanum í lögum sveitarinnar þeg- ar hún er að spila á tónleikum. Þessu heldur fram heimild- armaður breska götublaðsins The Sun. Hann segir Jagger þó ekki þurfa oft að hlaupa að hátalara til að lesa textann. Það væri þó vand- ræðalegt fyrir hann að gleyma texta í lagi sem hann hefur sungið í 40 ár. Fólk folk@mbl.is Stórstjarnan Tom Cruise lauk nýverið14 ára samskiptum sínum við kvik-myndafyrirtækið Paramount Pict- ures. Báðir aðilar hafa sagst hafa skorið á böndin. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sagði að það væri vegna þess að hegðun hans upp á síðkastið hefði verið „óásættanleg.“ Talið er að samband Cruise við Katie Holmes og skoðanir hans á fæðingum og þunglyndislyfjum hafi stuðlað að þessu. En samkvæmt vefútgáfu BBC News, hefur Cruise nú gert nýtt samkomulag við Daniel Snyder sem er eigandi bandarísks ruðningsliðs. Samkomulagið mun að sögn Paulu Wagner, talsmanns stjörnunnar, gera Cruise kleift að halda áfram á sinni braut. Engar tölulegar upplýsingar liggja fyrir um samninginn, en talið er að hann nái ekki til fjármögnunar á kvikmyndum. Wagner segir of snemmt að fjölyrða um samninginn en sagði hann þó „ekki snúast um peninga, heldur um aðgengi og mögu- leika í framtíðinni.“ Með honum hefði Cruise möguleika á að vinna fyrirtæki ut- an við stærstu kvikmyndaverin í Holly- wood. Myndir Cruise hafa síðastliðinn áratug gefið af sér 2 milljarða bandaríkjadala eða um 140 milljarða króna. Þriðja Mission: Impossible myndin þótti hins vegar standa sig tiltölulega illa í kvikmyndahúsum. Tom Cruise gerir nýjan samning Reuters Hvaða erindi á rómantík19. aldarinnar við okk-ur í dag? Hvers vegnaerum við enn að hlusta á Schumann og söngvana um þrána – endalausa þrá – botn- lausa, hyldýpis-þrá? Er þetta eitt- hvað sem talar til okkar samtíma? „Ég er svo rómantísk, að ég sé það vel. Annars vorum við Anna Helga að spila prógrammið fyrir kennarann okkar, Svönu Víkings um daginn, og vorum einmitt að tala um hvað þetta væri ótrúlega nútímaleg tónlist hjá Schumann. Eftir því sem maður hlustar meira á hann skynjar maður hvað hann er tímalaus.“ Þrennir tónleikar Anna Helga er Anna Helga Björnsdóttir píanónemandi í Tón- listarskólanum í Reykjavík. Hún lýkur burtfararprófi í vor. Svana Víkings er píanókennari Önnu Helgu. Viðmælandi minn er hins vegar Guðbjörg Sandholt, nýútskrifuð mezzósópransöngkona frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Nemandi Alinu Dubik og fyrrum píanónem- andi Svönu Víkings. Hún byrjar nám í Guildhall skólanum í Lond- on eftir tvær vikur. Þær Guðbjörg og Anna Helga halda þrenna tónleika á næstu dögum þar sem þær flytja Söngvasveig ópus 39 eftir Schu- mann, og Sjö spænsk alþýðulög eftir Manuel de Falla. Fyrstu tón- leikarnir verða í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. Annað kvöld kl. 20 verða þær í Selfosskirkju og á laugardag kl. 17 í Reykholti. Konurnar ungu fengu styrk úr tónlistarsjóði menntamálaráðuneytisins til tón- leikahaldsins, sem þær hafa eytt lunganum úr sumrinu í að und- irbúa. Sterk þrá „Ljóðin eru falleg og Schumann á alveg erindi við nútímahlust- endur. Ástin og þráin eru sígilt viðfangsefni, og í ljóðunum eru líka fallegar náttúrustemmningar og mystík.“ Spurningin er sú hvort viðfangs- efni söngva þeirra Schumanns og de Fallas séu ekki jafn eilíf og ástin. „Þráin er sterk í tónlist þeirra beggja þótt hún sé gjörólík. Í hvorugum lagaflokknum er þó verið að segja sögu, þetta eru stemmningar – eins konar mál- verkasýning – ný stemmning í hverju lagi. Senurnar eru margar mjög flottar, eins og hjá veiði- manninum í skóginum, sem hittir Lorelei og veit um leið að hann er feigur.“ Hér er Guðbjörg að tala um lag Schumanns, Waldesge- spräch, mikla dramatík í litlu lagi, en dramatíkina er líka að finna hjá Spánverjanum. „Síðasti söng- urinn í flokki hans er mjög drama- tískur og örvæntingarfullur. Þar er ástinni bölvað í sand og ösku!“ Í anda alþýðulagsins eru ljóðin hjá Falla ósköp hversdagsleg, eins og það fyrsta, um skítuga klæðið. „Það gerist í búð. Þar er voða fínt klæði til sölu, en nú er kominn blettur í það, svo það hefur misst verðgildi sitt. Merkingin er auðvit- að dýpri og segir að það sem fer um margra hendur falli í verði – og hægt að heimfæra það upp á ýmislegt. Ég nálgast ljóðin þannig að ég reyni að búa mér til skýrar myndir í kollinum um hvað er að gerast í hverju þeirra fyrir sig, og koma þeim þannig til skila.“ Aðgangur er ókeypis á tón- leikana, og öllum heimill. Tónlist | Ljóðaflokkar eftir Robert Schumann og Manuel de Falla á efnisskrá tveggja ungra tónlistarkvenna Ástinni bölvað í sand og ösku Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Rómantík Guðbjörg og Anna Helga flytja lög um ástir og þrár, örvæntingu, dauða – og – vefnaðarvöruverslun. Guðmundur mælti fyrir Gretti ÞAU leiðu mistök áttu sér stað í blaðinu í gær að Christof Wehmeyer voru ranglega eignuð ummæli um myndina Gretti 2. Hið rétta er að Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu átti ummælin í gær ásamt þeim sem hér eru birt: „Við erum mjög ánægðir með opnunina á Gretti 2 sem tók 5.500 manns um helgina og er það á pari við áætlanir en við reiknum með að myndin endi í 30.000 manns. Grettir 2 slær í gegn hérlendis eins og víðar.“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.