Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 52

Morgunblaðið - 30.08.2006, Page 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691122 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðanátt, víða 8-13 m/s. Létt- skýjað sunnanlands en dálítil væta norðaustan til á landinu. Hlýjast og sólrík- ast á Suðurlandi. » 8 Heitast Kaldast 15°C 5°C Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÞEIR sem héldu að tími óheið- arlegra bankastjóra sem stinga af með peninga viðskiptavinanna sé liðinn ættu að hugsa sinn gang. Einmitt þetta gerðist í tölvu- leiknum EVE Online, sem er svo- kallaður fjölþátttökuleikur sem er spilaður í gegnum netið og er hann hannaður af íslenska fyr- irtækinu CCP hf. Magnús Bergsson, markaðsstjóri CCP, staðfesti í gær að fyrirtækið væri að kanna fréttir af bíræfnu ráni sem framið var inni í tölvu- leiknum, þar sem einn af notend- unum stofnaði banka með gjald- miðilinn ISK, sem er gjaldmiðillinn í tölvuleiknum. Bankastjórinn lofaði þeim sem legðu rafrænu peningana sína á reikninga bankans vöxtum, en eft- ir nokkra mánuði stakk hann þess- um rafrænu peningum í sinn raf- ræna vasa og stakk af frá öllum skuldbindingum bankans. „Í raun og veru er ekkert í leiknum sem bannar þetta. Þetta er mjög vondur heimur þar sem allt er í raun löglegt, þótt þetta sé vissulega siðlaust. Menn geta not- að ýmis brögð til þess að plata fólk til að láta þá fá peninga, inn- an ákveðinna marka. [...] Ef þetta er allt rétt og satt er þetta líklega stærsta peningasvindlið sem fram- ið hefur verið í svona leik,“ segir Magnús. Talið er að upphæðin sem bankastjórinn stal af öðrum spil- urum hafi verið um 790 milljarðar ISK, en Magnús gat í gær ekki staðfest að sú upphæð væri rétt. Hann segir engar reglur gilda í leiknum sem geti náð til banka- stjórans bíræfna og geti hann því lifað í vellystingum í tölvuleiknum með stolnu fjármununum. Hann segir þó ekkert sem stöðv- ar aðra spilara í því að taka hönd- um saman og hefna sín á banka- stjóranum, ef hann finnst. „Gersamlega siðlaust“ „Ég vona að þeir geri það, hann á það innilega skilið. Þetta er ger- samlega siðlaust, en innan þeirra reglna sem leikurinn setur.“ Þetta rán á tölvuleikjapeningum hefur þó alvarlega hlið, enda er hægt að selja tölvupeningana fyrir raunverulega peninga. Reyndar gengur það gegn reglum leiksins og ef upp kemst um slík viðskipti eru spilarar settir í bann, en engu að síður eru viðskipti með tölvu- leikjapeninga blómleg. Verðmæti hvers milljarðs ISK er um 215 dollarar, eftir því sem næst verður komist, sem jafngildir um 15 þúsund krónum. Verðmæti milljarðanna 790 gæti því verið um 12 milljónir króna. Bankastjóri stingur af með 790 milljarða ISK Rændir? Bankastjóri í tölvu- leiknum EVE Online komst undan með andvirði 12 milljóna króna. Verknaðurinn átti sér stað í EVE Online og er stærsti hvítflibbaglæpur í fjölþátttökutölvuleik til þessa Ósammála nið- urstöðu áfrýj- unarnefndar PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, segir að eðli málsins samkvæmt sé Samkeppniseftirlitið ósam- mála niðurstöðu áfrýjunarnefndar sam- keppnismála frá því í gær, en þá ómerkti nefndin málsmeðferð eftirlitsins á samruna Dagsbrúnar og Senu vegna formgalla. „Niðurstaðan er hins vegar endanleg og því mun samruni félaganna að líkindum ganga eftir, þrátt fyrir að Samkeppniseft- irlitið telji að hann muni hafa samkeppn- ishamlandi áhrif,“ segir Páll Gunnar. Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann í júní sl. m.a. á þeirri forsendu að með honum gæti fyrirtækið takmarkað samkeppni og hagað verðlagningu sinni og þjónustu án til- lits til keppinauta og neytenda. „Samkeppniseftirlitið mun þurfa að meta þennan úrskurð og áhrif hans til framtíð- ar,“ segir Páll Gunnar. | 4 NEFND Evrópuráðsins um mannúðlega meðferð á föngum hefur tvisvar gagnrýnt að ekki sé meðferðardeild í fangelsinu á Litla-Hrauni. Fangelsismálastofnun óskaði árið 2003 eftir 17 milljónum til að setja slíka deild á laggirnar en féð fékkst ekki. Í haust tekur Alþingi afstöðu til sams konar beiðni. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, segir að besta vörnin gegn fíkniefnaneyslu séu meðferðarúrræði. Gegnumlýsingartæki og fíkniefnahundar séu sjálfsagt einnig til bóta. Lögreglan á Selfossi handtók samverka- menn fangavarðarins sem reyndi að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun. Við yfir- heyrslur játuðu þeir þátt sinn í málinu og var sleppt að því loknu. | 12 Fengu ekki fé til meðferðar- deildar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TIL eru þeir sem vilja jarðgöng í hvert hérað, en bóndinn á Sval- barði í Eyjafirði gekk skrefinu lengra og gerði sín eigin göng undir þjóðveg 1 til að sleppa við að reka hátt í hundrað kýr yfir veginn tvisvar á dag. „Það er gríðarlega mikil um- ferð um þjóðveginn og ég er með 95 kýr sem þarf að reka yfir veg- inn tvisvar á dag. Ég rek þær uppeftir á morgnana yfir þjóð- veginn og svo heim á kvöldin, það er bæði erfitt og hættulegt fyrir kýrnar, okkur sjálf og um- ferðina,“ segir Guðmundur Bjarnason, bóndi á Svalbarði. Hann segir að á tímabilinu frá maí til september fari 2.300– 2.700 bílar um veginn á dag og allt upp í 4.000 bílar á dag þegar mest er. Undirgöngin hans Guðmundar eru í raun afar svert rör. Grafa þurfti niður í veginn aðfaranótt síðasta laugardags, koma rörinu fyrir og fylla yfir aftur á einni nóttu til að hægt væri að opna veginn aftur að morgni, og segir Guðmundur að það hafi gengið mjög vel. Kostnaðurinn við að leggja göngin fellur alfarið á Guðmund og segist hann reikna með að þegar upp er staðið verði kostn- aðurinn á bilinu 2–3 milljónir króna. „Þetta er búið að standa til lengi, ég er búinn að ýta við Vegagerðinni að gera þetta í 15 til 20 ár. Þeir hafa alltaf verið tregir til en ég hef alltaf haldið að þetta væri að koma.“ Guð- mundur fékk svo loks endanlegt afsvar í vor og ákvað því að fara í verkið á eigin vegum, eftir að hafa fengið tilskilin leyfi. Best að láta forvitnina ráða Þegar Morgunblaðið náði sam- bandi við Guðmund í gær var hann að leggja lokahönd á verkið og girða af nágrenni ganganna. Hann reiknaði þó ekki með að kýrnar yrðu reknar í gegnum göngin í gærkvöldi heldur fái þær að vígja göngin í dag. „Ég veit ekki hvernig gengur að koma þeim í gegn, það kemur bara í ljós. Þetta gæti orðið höf- uðverkur,“ segir Guðmundur. „Það verður best að láta þær fara sjálfar, láta þær vera við göngin og sjá hvað gerist. Þær fara það oft á forvitninni, ef þær eiga ekki að fara eitthvað þá fara þær.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Göng fyrir kýrnar Guðmundur Bjarnason, bóndi á Svalbarði í Eyjafirði, lagði lokahönd á göngin undir þjóð- veg 1 í gær, með aðstoð sonar síns, Bjarna Þórs, og Eyþórs Jóhannessonar og greiddi sjálfur fyrir verkið. Gerði göng undir þjóðveginn fyrir kýrnar á eigin kostnað Gæti orðið höfuðverkur að koma kúnum í gegn Kunna að hafa áhuga á íslenskum bönkum ÞÓRÐUR Már Jóhannesson, fyrr- verandi forstjóri Straums-Burðar- áss fjárfestingarbanka, segist telja ólíklegt að er- lendir bankar hefji beina starf- semi á Íslandi, til að mynda með opnun útibúa eða skrifstofa. Þetta kom fram í máli hans á morgun- verðarfundi Glitnis banka í gær, þar sem fjallað var um horfur í efnahagsmálum, en Grein- ing Glitnis spáir m.a. tímabundinni rýrnun kaupmáttar á næsta ári og að verðbólga verði 7,1% á þessu ári og 5,6% árið 2007. „Ég tel líklegra að innan fárra ára kunni erlendir bankar hins vegar að hafa áhuga á því að gerast kjölfestufjárfestir eða yfirtaka ís- lenskan banka,“ sagði Þórður Már. Skráning erlendis möguleg Þórður Már sagði ennfremur að ástæðan fyrir því að erlendir bank- ar hefðu hugsanlega áhuga á að kaupa íslenska banka væri meðal annars til að ná fótfestu á norræn- um fjármálamarkaði. Íslenskir kjölfestufjárfestar kunni einnig hugsanlega að vilja losa um stóra hluti sína í bönkunum. Stórir eign- arhlutir þeirra séu lítt hreyfanlegir á innanlandsmarkaði í dag. Þá kom fram í máli Þórðar Más að hann telur að íslenskir bankar kunni að hafa áhuga á því í framtíð- inni að fara úr Kauphöll Íslands og skrá sig alfarið í erlenda kauphöll og skrá sig í öðrum gjaldmiðli en krónunni. Sagði hann að skráning í erlendri kauphöll myndi auðvelda innkomu erlendra fjárfesta í hlut- hafahóp bankanna.  Glitnir spáir | 14 Þórður Már Jóhannesson Greining Glitnis spáir rýrnun kaupmáttar »Ef upphæðin sem banka-stjórinn í EVE Online stal reynist vera 790 milljarðar ISK er þetta langstærsti hvít- flibbaglæpurinn í fjölþátt- tökutölvuleik frá upphafi. »Hægt er að selja gjaldmiðilEVE Online fyrir raunveru- lega peninga í gegnum netið, hver milljarður leikjapeninga kostar gjarnan um 15 þúsund krónur. Verðmæti ránsfengs bankastjórans óheiðarlega er því um 12 milljónir króna. »Bellibrögð af þessu tagi eruleyfileg í leiknum, en bann- að er að selja ágóðann. Gæti því bankastjórinn fyrrverandi lent í banni frá tölvuleiknum ef hann reynir að selja tölvupen- ingana. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.