Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurströnd 4 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 Bestu dekkin átta ár í röð! Í átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. „ÉG TEL viðbrögð formanns Íbúa- samtaka Grafarvogs á miklum mis- skilningi byggð,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformað- ur Faxaflóa- hafna, en í Morg- unblaðinu í gær segir Elísabet Gísladóttir hug- myndir um land- fyllingu í Gufu- nesi vegna uppbyggingar Sundahafnar svo úr takti að ekki taki því að ræða þær. Þær séu óvið- unandi og verði aldrei samþykktar. Björn Ingi segir mikilvægt í um- ræðu um skipulag til framtíðar að umræðan sé á málefnalegu plani. „Ummæli formanns íbúasamtak- anna, sérstaklega í minn garð, eru því sorgleg og ekki til þess fallin að stuðla að skynsamlegri umræðu um þessi málefni.“ Hann ítrekar að stjórn Faxaflóahafna hafi aðeins tekið ákvörðun um að efna til við- ræðna við skipulagsyfirvöld og að allar ákvarðanir um Gufunesið verði teknar í samráði við íbúa. Viðbrögð byggð á misskilningi Björn Ingi Hrafnsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tæplega þrítugan mann, Sigurð Rafn Ágústsson, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn ungri konu þann 10. ágúst sl. á göngu- stíg milli Arnarbakka og Suður- fells í Reykjavík. Konan var á leið til vinnu að næturlagi og gekk eft- ir óupplýstum stígnum þegar mað- urinn réðst aftan að henni. Játaði hann að hafa þröngvað konunni til annarra kynferðismaka en sam- ræðis er hann réðst á hana með hnífi, tók um háls hennar og henti henni í jörðina. Þar reyndi hann að nauðga henni og setti fingur inn í leggöng hennar, skar af henni brjóstahaldara og káfaði á og sleikti brjóst hennar. Hann beit hana í hálsinn og bar logandi kveikjara að kynfærum hennar. Konan barðist um og öskraði þeg- ar maðurinn reyndi að nauðga henni og tókst henni með mót- spyrnu sinni að koma í veg fyrir að manninum tækist ætlunarverk sitt. Ákærði sagðist hafa verið ak- andi um Breiðholtið og komið að Arnarbakka þegar hann sá stúlk- una eina á ferð og ákvað hann þá að ráðast á hana og reyna að nauðga henni, enda sagðist hann telja hana auðvelt skotmark. Konan þorir vart út úr húsi að kvöldlagi Að mati dómsins þarf engum að dyljast hve miklu tjóni ákærði olli konunni. Taldi dómurinn hana hafa lýst því á einkar trúverðugan hátt að hún þyrði vart út úr húsi að kvöldlagi og að hún væri nú sótt heim að dyrum til að hún gæti rækt vinnu sína. Samkvæmt skýrslu sálfræðings og fagrann- sóknum beri konan öll helstu ein- kenni áfallastreituröskunar, sem óvíst sé hvenær verði ráðin bót á. Taldi dómurinn því að konan hefði hlotið andlegt skipbrot við hina al- varlegu árás sem ekki væri séð fyrir hvort eða hvernig hún myndi ná sér af. Ákærði var auk fangelsisrefs- ingar dæmdur til að greiða kon- unni 2 milljónir króna í bætur. Jónas Jóhannsson héraðsdóm- ari dæmdi málið. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi var Sigríður Friðjóns- dóttir, saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Þriggja og hálfs árs fang- elsi fyrir nauðgunartilraun Árásarmaðurinn réðst á konuna vopnaður hnífi FRÁ og með 6. nóvember næst- komandi munu flugfarþegar sem fljúga til og frá Íslandi þurfa að hlíta ströngum reglum um vökva í handfarangri. Farþegar munu ein- ungis mega taka með sér umbúðir sem innihalda einn desilítra af vökva og verða umbúðirnar að vera í glærum poka með pla- strennilás sem rúmar að hámarki einn lítra. Mun hverjum farþega einungis verða heimilt að taka með sér einn slíkan poka í handfar- angri. Farþegar munu þurfa að af- henda öryggisvörðum pokann við öryggishlið þar sem innihaldið verður kannað. Auk þessa verður farþegum skylt að fara úr frökkum, jökkum og öðrum yfirhöfnum og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar ásamt öðrum handfar- angri. Einnig verða fartölvur og önnur stærri rafeindatæki könnuð sérstaklega. Stærð handfarang- ursins verður einnig takmarkörk- uð nákvæmlega frá og með 6. maí 2007. Stærð hverrar einingar handfarangurs mun takmarkast við 56 cm á lengd, 45 cm á breidd og 25 cm á hæð, þar með talin hjól og handföng. Herða reglur um farangur ♦♦♦ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÖGREGLUÞJÓNUM á helgarvöktum í Reykja- vík hafa verið gefin fyrirmæli um að fylgjast sér- staklega með afviknum stöðum þar sem menn gætu setið fyrir konum, í ljósi ítrekaðra nauðgana undir beru lofti að undanförnu. Þrjú mál hafa komið upp á stuttum tíma, þar af ein nauðgun bak við Mennta- skólann í Reykjavík og önnur bak við Þjóðleikhúsið þar sem ráðist var á konur, en þessi aðferð við of- beldi telst nýr angi af nauðgunarmálum sem oftast eiga sér stað í heimahúsum og á salernum veitinga- húsa. Auk fyrrnefndu málanna tveggja, sem eru óupplýst, er þriðja nauðgunarmálið frá þessum mánuði til rannsóknar hjá lögreglunni og einnig óupplýst. Lögreglan í Reykjavík hefur yfir 360 lögreglu- mönnum á að skipa og 20 menn eru að jafnaði á sól- arhringsvakt. Um helgar eru vaktirnar tvöfaldaðar og því 40 lögreglumenn á vakt við eftirlit og útkalls- störf. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segist ekki muna til þess að nokkurn tíma hafi nauðgun átt sér stað bak við Menntaskólann í Reykjavík og við þessu þurfi að bregðast með öllum tiltækum ráðum. „Það er alveg nýtt að þessi brot eigi sér stað með þessum hætti og við erum með allt okkar lið á ferð- inni við eftirlit,“ segir hann. Yfirstjórn lögreglunnar hefur farið yfir þessa hrinu nauðgana og segir Geir Jón að lögreglan hafi um nokkra hríð viljað setja upp fleiri eftirlitsmyndavélar og sent borgaryfir- völdum ályktun um málið og borgin síðan ályktað aftur. „En það hefur ekki orðið af framkvæmdum ennþá,“ bendir hann á. „Myndavélarnar hafa oft hjálpað okkur við að finna brotamenn og sjá tengsl þeirra við brotaþola. Þótt við sjáum ekki atburðinn sjálfan getum við séð brotamenn ganga um ákveðin myndavélasvæði og tengt þá við brotaaðila. Það er alveg ljóst að við gerum allt sem í okkar valdi stend- ur til að fylgjast með þessum svæðum. Á meðan myndavélar eru ekki til staðar er hið sjáandi auga lögreglumannsins það eina sem við getum beitt, ásamt því að höfða til borgaranna um að tilkynna brot. Við munum auka eftirlit á svæðum í kringum miðborgina, þar sem fólk er helst á ferðinni út frá veitingastöðum, en ef mikið er um útköll dregur úr getu lögreglunnar til að hafa mikinn mannskap í eftirlitinu.“ Boðar hert eftirlit vegna nauðgunarmála Í HNOTSKURN »Tveimur konum var nauðgað í miðborgReykjavíkur nýlega. »Ekki eru uppi kenningar um að sömumenn hafi verið að verki, að sögn Harð- ar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. »Algjör nýlunda og mjög alvarlegt máler að bláókunnugir menn ráðist á konur á götum úti. »Þriðja konan kærði nauðgun eftir sl.helgi. Litlar sem engar vísbendingar hafa fengist í málunum. ÞESSI áhugasömu börn hlustuðu í gær á nemendur í tónlistarskólanum í Mosfellsbæ flytja tónlist og höfðu gaman af. Nú stendur yfir vetrarfrí í grunnskólum Mosfellsbæjar og af því tilefni býður bærinn upp á svo- kallaða frístundaviku fyrir börn sem skráð eru í dægradvöl eða frístundasel skólanna. Á dagskrá eru ýmsir leikir, fjöruferð, sund, heimsókn í fyrirtæki, listadagur, dagsferðir og ýmislegt fleira. Er þetta í fyrsta skipti sem Mosfellsbær býður upp á slíka starfsemi í vetrarfríi grunnskólanna og er búist við því að þjónustan sé komin til að vera enda eftirspurnin mikil. Morgunblaðið/Eyþór Frístundavika í Mosfellsbæ PÉTUR Kr. Haf- stein var kjörinn nýr forseti kirkjuþings til fjögurra ára á kirkjuþingi sem lauk í gær. Í ræðu sinni þakkaði Pétur fyrir hönd kirkju- þings, Jóni Helgasyni, fráfarandi formanni, fyr- ir að hafa veitt umbótastarfi þjóð- kirkjunnar forystu. Fjallaði Pétur einnig um stöðu þjóðkirkjunnar. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að staða þjóðkirkjunnar væri einstök, bæði sögulega og í lagaskilningi, og yrði að engu leyti jafnað til stöðu annarra trúfélaga, sem ríkisvaldið tryggði fullt frelsi til athafna og skoðana. Fullt samræmi væri í þeirri afstöðu stjórnarskrár- gjafans að tryggja annars vegar fullt trúfrelsi í landinu og tengja á hinn bóginn þjóðkirkjuna við ríkisheildina á sögulegum og guðfræðilegum grunni. Kjörinn forseti kirkjuþings Pétur Kr. Hafstein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.