Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OPNUNARTILBOÐ GILDA ÚT HELGINA EINNIG Í SMÁRALIND OPNUM AFTUR EFTIR BREYTINGAR Í KRINGLUNNI Eftir Andra Karl andri@mbl.is SMÁVÆGILEG tölvubilun varð til þess að flugstjóri Continental gat ekki reitt sig á mæla flugvélar sinn- ar og óskaði eftir öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli. Með slökkt á öðrum af tveimur hreyflum vélar- innar lýsti flugstjórinn yfir neyðar- ástandi og viðbrögðin létu ekki á sér standa á jörðu niðri. Viðbragðsáætlunin náði til á ann- að þúsund manna sem tilbúnir voru að leggja sitt af mörkum ef illa færi en samkvæmt fyrstu fregnum var jafnvel búist við að flugvélin næði ekki að Keflavíkurflugvelli og myndi þá hafna í sjónum. Um borð voru 172 farþegar og átta manna áhöfn. „Af því að hann gat ekki reitt sig á mælana tekur hann þessa ákvörð- un,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórn- ar. „Þær upplýsingar sem flugmála- stjórn fær frá flugstjóranum eru á þá leið að hann viti ekki hvað gangi að mælunum, þannig að viðbúnaður- inn var til fyrirmyndar.“ Hjördís segir að í þessu tilfelli, þar sem flugvél með 180 manns inn- anborðs flýgur á öðrum hreyfli, sé vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. „Það leikur sér aldrei neinn að því að kalla eftir slíkum viðbúnaði og ég held að rétt hafi verið að hafa ör- yggið á oddinum.“ Tregða myndaðist í boðkerfi Símans Um tíu mínútum áður en flugvélin átti að koma til lendingar var ljóst að flugstjórinn hafði gangsett hreyf- ilinn sem slökkt var á og gat lent á fullu afli, heilu og höldnu. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni eru það 1.056 boð sem hvíla á bakvið flugslysaáætlun á Keflavíkurflugvelli og eru boðin send með sms-skilaboðum í gegnum gáttir Símans eða Vodafone. Þau mistök áttu sér stað þegar fréttist af ástandi flugvélar Continental að Neyðarlínan sendi út röng boð og varð nokkur ruglingur um lending- arstað flugvélarinnar og hættustig. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitarmanni var fyrst boðað að flugvélin myndi lenda á Reykjavíkurflugvelli og næst var boðað bæði hættustig tvö og þrjú en mikill munur er á þeim. Allt í allt fékk þessi eini björgunarsveitar- maður tólf sms-skilaboð frá Neyð- arlínunni. Níu þeirra voru um útkall og þrjú um afturköllun. „Engin skýring hefur komið í ljós á þeim töfum sem vart varð við í nokkrum af fjölmörgum boðum,“ segir m.a. í tilkynningu frá Síman- um, Neyðarlínunni og Slysavarna- félagsins Landsbjargar. „En Kefla- víkurflugvöllur var allur virkjaður á fyrstu mínútunum, það eina var að björgunarsveitirnar voru ekki inni í þeirri áætlun. Að öðru leyti gekk þetta vel,“ segir Kristján Hoffmann, gæðastjóri hjá Neyðarlínunni. „Þannig er að þegar sendar eru út svona stórar sendingar þá verður til ákveðin biðröð í boðkerfinu, þannig að þetta er sambland af því að álagi sem skapast og að einhver tregða er í kerfinu,“ segir Kristján og tekur fram að ítarlega verði skoðað hvað hafi farið úrskeiðis. Í tilkynningunni segir einnig að sms-kerfið sé ekki hannað sem neyðarkerfi, en þrátt fyrir það hafi viðbragðsaðilar notað kerfið til þess að einfalda boðanir með góðum ár- angri. Í gær voru kerfin yfirfarin og álag skoðað. Kerfin verða álagspróf- uð á næstu dögum, ásamt því að ein- staka tilfelli verða skoðuð nánar. Þegar ljóst varð að tregða var í kerfinu var brugðið á það ráð að senda boð í gegnum kerfi Vodafone og gekk það áreynslulaust fyrir sig. Átta mínútur liðu frá því að björg- unarsveitarmenn fengu boð um að flugvélin myndi lenda á Reykjavík- urflugvelli þar til boðið var aftur- kallað og rétt sent. Allur spítalinn gangsettur „Það var allt sett í gang og við- búnaðurinn náði frá forstjóra spít- alans og alveg í gegnum allt kerfið,“ segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hann segir spítalann fyrst hafa farið á grænt stig en um klukkan þrjú var hættustigið hækk- Vel heppnuð viðbragðsæfing Fréttaskýring | Viðbúnaður vegna öryggislendingar Boeing 757 flugvélar bandaríska flugfélagsins Cont- inental á miðvikudag var gríðarlegur og teygði anga sína víða. Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli án þess að nokkurn sakaði. Úr því að allt fór vel er mál manna hjá viðbragðsaðilum að hægt sé að tala um vel heppn- aða æfingu. Allt í góðu Farþegar flugvélar Continental biðu rólegir í sætum sínum á meðan gert var við tölvubilunina. Ekki varð vart við óróleika meðal far- þega þrátt fyrir að hættuástand hefði skapast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.