Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 14

Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Á ÞEIM fjórum áratugum sem kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands hefur verið starfrækt nema gjafir deildarinnar hundruðum milljóna króna. Stærst- ur hluti gjafanna hefur farið til stóru sjúkrahúsanna í formi lækninga- og rannsóknartækja, en einnig hefur deildin árlega styrkt hin ýmsu fé- laga- og líknarsamtök. Þannig má sem dæmi nefna að á þessu ári hefur stjórn kvennadeildarinnar ákveðið að styrkja fötluð börn á Íslandi með 7–8 milljóna króna framlagi og allur ágóði af hinum árlega jólabasar deildarinnar, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum nk. sunnudag milli kl. 14 og 17, rennur að þessu sinni til CP-félagsins á Íslandi sem er fé- lagsskapur hreyfihamlaðra barna og aðstandenda þeirra. „Það er afar góð tilfinning að leggja góðu málefni lið og njóta í leiðinni ánægjulegra samvista við fé- lagana í starfinu,“ segir Sigríður María Sigurjónsdóttir, formaður kvennadeildar RRKÍ, þegar hún er innt eftir því hvers vegna hún hafi kosið að starfa sem sjálfboðaliði á vegum kvennadeildarinnar sl. tvo áratugi. Að sögn Auðar Kristjáns- dóttur, starfsmanns kvennadeildar RRKÍ og sjálfboðaliða til margra ára, hefur markmið kvennadeild- arinnar allt frá stofnun verið að bæta líðan sjúkra og aldraðra, stuðla að bættri læknisþjónustu við al- menning t.d. með kaupum á full- komnum tækjum til rannsókna og aðgerða. „Þetta höfum við m.a. gert með því að reka sölubúðir á LSH við Hringbraut og í Fossvogi, en sölu- búðirnar eru helsta tekjulind kvennadeildarinnar,“ segir Auður og Sigríður bendir á að öll starfsemi deildarinnar sé rekin með endur- gjaldslausu vinnuframlagi sjálf- boðaliða. „Nú um stundir starfa um 220 sjálfboðaliðar hjá deildinni og voru vinnustundir þeirra rúmar 10 þúsund klukkustundir á síðasta ári,“ segir Sigríður og tekur fram að nýir sjálfboðaliðar séu ávallt velkomnir til starfa enda fremur vöntun á sjálf- boðaliðum heldur en hitt. Auk þess að standa vaktina í sölu- búðunum hafa sjálfboðaliðar m.a. séð um sjúkrabókasöfn sjúkrahús- anna síðan 1968 með því að kaupa bækur og sjá um rekstur safnanna. Heimsóknarþjónusta hefur, að sögn Auðar, einnig verið mikilvægur þátt- ur í starfi kvennadeildarinnar og segir hún markmiðið með því verk- efni að rjúfa einangrun sjúkra og aldraðra með félagslegum stuðningi. Afar góð tilfinn- ing að láta gott af sér leiða Fórnfúst starf Alls starfa um 220 sjálfboðaliðar á vegum kvennadeildar RRKÍ og meðal verkefna þeirra eru að sjá um bókasöfn sjúkrahúsanna. Vinnustundir sjálfboðaliðanna námu rúmum 10 þúsund klukkustundum í fyrra. Morgunblaðið/Ómar Sigríður María Sigurjónsdóttir, formaður kvennadeildar Reykjavík- urdeildar RKÍ, og Auður Kristjánsdóttir, starfsmaður deildarinnar. Í HNOTSKURN » Kvennadeild Reykjavík-urdeildar Rauða kross Ís- lands var stofnuð 12. desember 1966 að frumkvæði Ragnheiðar Guðmundsdóttur augnlæknis sem kynnst hafði sjálfboðaliða- störfum kvenna í Rauða kross starfi í Bandaríkjunum og Bret- landi. » Gjafir kvennadeildarinnarnema frá stofnun hundruðum milljóna króna. » Á þessu ári styrkir kvenna-deildin fötluð börn á Íslandi með 7–8 milljóna króna framlagi. Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 –www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar erumeð nýrri tromlumeð vaxkökumynstri semferbeturmeðþvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ ÞvottavélW2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður Laugardaginn28. október FUS í suðvesturkjördæmi heldur framboðsfund fyrir unga kjósendur laugardaginn 28. október í Sjálf- stæðisheimilinu í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Fundartíminn er frá kl. 10-12. Morgunkaffi með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Frambjóðendur kynna sig og svara fyrirspurnum. Sjálfstæðismenn fjölmennum á fundinn. Allir hjartanlega velkomnir. Félög ungra sjálfstæðismanna í kjördæminu FÉLAG íslenskra fótaaðgerðafræð- inga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er harðlega „þeirri aðför sem Snyrtiakademían gerir að fagi þeirra um þessar mundir.“ Í yfirlýsingunni segir: „Snyrtiaka- demían hyggur á kennslu í fótaað- gerðafræðum án þess að hafa leyfi yfirvalda. Eins og fram kom í svör- um menntamálaráðherra við fyrir- spurn sem sett var fram á Alþingi miðvikudaginn 18. október sl. hefur Snyrtiakademían ekki fengið leyfi til að hefja kennslu í fótaaðgerðum við skólann. Snyrtiakademían er snyrtiskóli sem útskrifar iðnaðarmenn. Fótaað- gerðafræði er löggilt heilbrigðisfag. „Fótaaðgerðafræðingur vinnur við að bæta og fyrirbyggja fótamein og viðhalda heilbrigði fótanna“. Það er stefna Alþjóðasamtaka fótaaðgerðafræðinga, FIP, að sam- ræma námið á háskólastigi. Nefnd á vegum Evrópusambandsins er að vinna að reglum sem miða að því að nám í fótaaðgerðafræði verði þrjú ár eftir stúdentspróf. Á sama tíma stefnir Snyrtiakademían að því að námið hér taki eitt og hálft ár í snyrtiskóla. Nemendur þurfa að greiða 1,6 milljónir í skólagjöld nú í nóvember. Það væri stórslys fyrir fagið ef af þessu námi yrði í þeirri mynd sem Snyrtiakademían stefnir að.“ Mótmæli fóta- aðgerðafræðinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.