Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 24

Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HLJÓMSVEITIRNAR Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn koma fram á sameiginlegum tónleikum í Kaupmannahöfn síðasta vetrardag á næsta ári, miðvikudaginn 18. apríl 2007. Skemmtunin fer fram í Cirkus-byggingunni í mið- borg Kaupmannahafnar og er þetta í fyrsta sinn sem sveitirnar koma saman með þessum hætti. Sala aðgöngumiða hefst á næstunni en nán- ari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.islendingaslodir.dk. Tónleikar Stuðmenn og Sálin leika saman Egill Ólafsson Í DAG er fyrsti alþjóðadagur UNESCO sem helgaður er hljóð- og myndrænum menn- ingararfi. Hér á landi er í und- irbúningi stofnun Miðstöðvar munnlegrar sögu sem mun ein- beita sér að varðveislu þess hluta menningararfsins sem varðveittur er á hljóð- og myndupptökum. Stefnt er að formlegri opnun Miðstöðv- arinnar 25. janúar næstkomandi en að henni standa Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Rann- sóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Kenn- araháskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn. Miðstöð Hljóð- og myndupp- tökur varðveittar Segulband. SAFN kynnir gjörning mynd- listarmannsins Magnúsar Pálssonar í kvöld klukkan 20. Gjörningurinn er hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík Magnús Pálsson (f. 1929) hóf feril sinn í samtíma- myndlist snemma á 7. ára- tugnum en starfaði áður að gerð leikmynda í leikhúsi. Áberandi miðill í listferli Magnúsar er gjörninga- formið og vinnur hann mikið með tungumálið; hljóð og texta. Magnús hlaut nýverið heiðursorðu Sjónlistar fyrir einstakt æviframlag sitt til sjón- listanna. Gjörningur Magnús Pálsson í SAFNI Magnús Pálsson Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Ítalski rithöfundurinn DaciaMaraini er staddur hér álandi í tilefni af viku ítalskrartungu sem nú er haldin hátíð- leg í sjöunda sinn. Hápunktur vik- unnar var ráðstefna sem fór fram í gærkvöldi í Norræna húsinu en að ráðstefnunni komu ítalska sendiráð- ið í Ósló, Háskóli Íslands og Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur. Þegar Morgunblaðið ræddi við Maraini í gærmorgun hugðist hún á ráðstefnunni ræða um Ítalíu, bók- menntir og „allt þar á milli,“ eins og hún orðaði það sjálf. Hvað þýðir femínismi? „Allt þar á milli“ er líklega ekki orðum aukið því auk þess að vera einn vinsælasti kvenkyns rithöf- undur Ítalíu – og einn sá ötulasti, því hún hefur gefið út um 13 skáld- sögur, sjö smásagnahefti og 30 leik- rit – þá skrifar hún hálfsmán- aðarlega pistil í eitt víðlesnasta dagblað Ítalíu, auk þess sem hún sendir frá sér ritgerðir og greina- söfn með reglulegu millibili um Ítal- íu, bókmenntir og „allt þar á milli“. Meðal þekktustu verka Maraini er skáldsagan Donna in guerra (Kona í stríði) sem kom út árið 1975 en þar er umfjöllunarefnið öðrum þræði ítalska femínistahreyfingin og það er ef til vill vegna þeirrar skáldsögu sem Maraini hefur verið sett undir hatt femínískra rithöf- unda. Maraini vill þó alls ekki gangast við því. „Ég er á móti öllum vörumerkj- um og þar á meðal hinu femíníska. Hugtakið femínismi hefur þróast mikið og merking þess hefur breyst frá því það varð fyrst til. Ég held að mér sé ekki greiði gerður með því að vera skilgreind sem rithöfundur og persóna út frá hugtaki sem hefur óljósa merkingu. Ég er hins vegar á bandi kvenna, málsvari þeirra og málpípa, vegna þeirrar einföldu staðreyndar að ég er kona. En fyrst og fremst læt ég mig óréttlæti varða og þá kúgun sem „minni- hlutahópar“ verða fyrir. Þar kemur líf kvenna oft við sögu en líka líf fá- tæks fólks, atvinnuleysingja og fanga sem ég hef mikið skrifað um.“ Tungumál listarinnar Talið berst aftur að viku ítalskrar tungu og ég spyr Maraini hvort það sé ekki kreppumerki að haldin sé sérstök vika fyrir tungumál sem á að heita eitt merkasta tungumál Evrópu. „Nei, það held ég ekki. Ítalska er að sækja í sig veðrið um allan heim, að mér skilst, þ.e.a.s. fleira og fleira fólk lærir ítölsku. Enskan er í dag eins og latínan var áður, alþjóðlegt tungumál viðskipta, lögfræði og stjórnmála, en svo eru önnur tungu- mál, eins og ítalska, franska og þýska, sem eru bundin bók- menntum, tónlist og öðrum list- greinum órjúfanlegum böndum. “ Heldurðu þá að fólk sé að verða menningarlegra en áður? „Ég trúi því að það sé meiri eft- irspurn eftir menningu en áður. Á hinn bóginn er ástæðuna einnig að finna í því að afkomendur brott- fluttra Ítala í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og annars staðar eru að leita upprunans og þar er tungumálið jafnmikilvægt og sag- an.“ En hvað hefur ítalskan upp á að bjóða sem önnur tungumál hafa ef til vill ekki? „Ítalskan er fornt tungumál og músíkalskt mál en eins og með allar tungur þá er ítalskan samtvinnuð ítalskri menningu og sem slík er hún einstök. Í henni er að finna allt sem við eigum, sögu okkar þjóðar, allt frá Dante og Bocaccio til Calv- ino, Eco og mín.“ Bókmenntir | Dacia Maraini á Íslandi í tengslum við viku ítalskrar tungu Forn og músíkölsk tunga »Ítalska er rómanskt tungumálog fyrsta mál um 70 milljóna manna um heim allan. Hún er töl- uð á Ítalíu, Möltu, í Sviss, San Marínó, Argentínu, Sómalíu, Brasilíu, Mexíkó, Venesúela, Líb- íu, Erítreu, Eþíópíu, Króatíu, Slóveníu o.fl. löndum. »Dante Allighieri er oft nefnd-ur faðir nútímaítölsku og skáldverk hans, Gamanleikurinn guðdómlegi, breiddi út þá mál- lýsku sem síðar varð ofan á á Ítal- íuskaganum. » Dacia Maraini fæddist í Flór-ens 1936 og er einn af virt- ustu núlifandi rithöfundum heimalands síns. Í HNOTSKURN Dacia Maraini er ótrúlega afkastamikill rithöfundur og eftir hana liggja bæði skáldsögur, ljóð, greinar, ritgerðir og kvikmyndir. Skáldverk hennar hafa verið þýdd á yfir tuttugu og tvö tungumál um allan heim. Morgunblaðið/RAX Rithöfundurinn GÍTARLEIKARI Duran Duran, Andy Taylor, er hættur í sveit- inni, sem er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem hljómsveitin sendi frá sér kemur fram að ekki hefði verið hægt að vinna með Taylor og að enga lausn væri að finna á þeim vanda sem kominn væri upp. Hljómsveitin var ein stærsta hljómsveit níunda áratugar síðustu aldar. Hún kom aftur saman fyrir fimm árum. Talsmaður Duran Duran sagði að sveitin héldi tónleikaferðalag- inu áfram en annar gítarleikari hefði verið fenginn til þess að fylla upp í skarð Taylors. Fréttirnar komu aðeins nokkr- um klukkustundum áður en sveitin átti að halda tónleika í Chicago. Fram kemur í yfirlýsingunni sem þeir Simon Le Bon, Nick Rho- des, John Taylor og Roger Taylor sendu frá sér að „gjá“ hefði mynd- ast á milli þeirra sem einfaldlega þýddi að þeir gætu ekki starfað lengur saman. Duran Duran var stofnuð í Birmingham árið 1978 og hefur selt tugi milljóna platna um allan heim. Andy Taylor hættur í Duran Duran Myndast hafði „gjá“ milli Taylors og hinna Andy Taylor HÁTÍÐARDAGSKRÁ 20 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju hófst í gær þegar borgarstjórinn í Reykjavík opnaði í forkirkjunni sýningu um tilurð og sögu Hall- grímskirkju. Í kvöld kl. 20 verður haldin hátíð- armesssa þar sem sungin verður messa með svipuðum messusöng og tíðkaðist á tímum Hallgríms Pét- urssonar. Það er Mótettukór Hall- grímskirkju sem syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Á morgun efnir svo Listvinafélag Hallgrímskirkju til málþings í suð- ursal kirkjunnar í samstarfi við Árnastofnun. Fyrirlesarar eru með- al annarra Wilhelm Friese, Einar Sigurbjörnsson, Erik A. Nielsen, Hubert Seelow og Þórunn Sigurð- ardóttir. Hátíðardagskránni lýkur síðan á sunnudaginn með hátíðarmessu og barnastarfi kl. 11 en kl. 14 verður ensk messa. Um kvöldið verður svo boðið til fjáröflunarkvöldverðar í gyllta salnum á Hótel Borg þar sem boðið verður upp á kræsingar fyrir tungu, eyru og augu. Heið- ursgestur er frú Vigdís Finn- bogadóttir. 20 ára vígslu- afmæli Hall- grímskirkju DOGMA-LEIKHÓPUR Borgarleik- hússins mun opna dyrnar fyrir al- menningi á morgun kl. 17.00, á þriðju hæð. Síðastliðnar fjórar vikur hefur hópurinn velt fyrir sér hlutverki leik- arans þegar unnið er að uppsetningu leikverks. „Vettvangur“ rannsókn- arinnar hefur verið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Leikararnir hafa kastað á milli sín hugmyndum að úrlausnum og leikaðferðum, án til- komu leikstjóra eða útlitshönnuða. Þeir hafa velt fyrir sér ábyrgð leik- arans í vinnuferlinu og prófað mis- munandi vinnuaðferðir og er ætlunin að leyfa öllu leikhúsáhugafólki að sjá útkomuna á morgun, segir í frétta- tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Dogma er röð af styttri verkefnum sem hafa það að markmiði að skoða vinnuaðferðir innan leikhússins. Í þessu fyrsta Dogma-verkefni Borg- arleikhússins er hlutverk leikarans skoðað. Hlutverk leikarans Morgunblaðið/Ómar Dogma Hlutverk leikarans verður skoðað hjá Dogma-leikhópnum í Borgarleikhúsinu á morgun. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.