Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 28

Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 28
daglegtlíf Rýmingarsala vegna flutnings – Mikill afsláttur Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Invita eldhúsinnréttingar – baðinnréttingar – fataskápar – heimilistæki o.fl. Opið laugardag og sunnudag kl. 10–14 Við flytjum í næstu viku ... og ýmsar aðrar gerðir Sý ni ng ar in nr ét tin g til í h vít u Ég hef tekið á móti nokkurhundruð börnum á þeimtólf árum sem ég vannsem ljósmóðir en núna er ég í fimmtíu prósent starfi sem hjúkr- unarfræðingur á Sjúkrahótelinu. Þegar ég er ekki að sinna sjúklingum þá er ég annaðhvort að vinna í leir eða mála, þannig að mér fellur sjald- an verk úr hendi,“ segir Helga Birg- isdóttir, Gegga, sem er ein af þeim sextíu sem taka þátt í sölusýningunni Handverk og hönnun sem opnuð var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og verður áfram nú um helgina. Listamennirnir ætla sjálfir að kynna og selja vörur sínar og markaðsstemningin mun ráða ríkjum. Helga útskrifaðist úr leirlistadeild Listaháskóla Íslands fyrir fimm árum og hún notar leir og önnur efni við listsköpunina en auk þess málar hún myndir. Helga segist fyrst og fremst nýta frítíma sinn til að hitta vini sína. „Mér finnst gaman að vera í góðra vina hóp og ég er dugleg að hitta vini mína og spjalla við þá um skemmtileg málefni. Ég er mikil kaffihúsakerling og það má eiginlega ekki líða dagur án þess að ég fái einn góðan kaffi latte. Ég legg mikla áherslu á að kaffið líti vel út, það þarf að vera hjarta eða annað fallegt munstur í því. Ég á fullt af kaffihúsavinkonum sem eru sama sinnis og því er alltaf einhver sem kallar í mig í kaffi- húsahitting. Mér finnst líka voða gaman og rómantískt að borða góðan mat og þá helst með manninum mín- um af því að allra skemmtilegast finnst mér að eiga góðar stundir með honum. Hann er duglegur að elda fyrir mig og það finnst mér æðislegt. En mér finnst líka gaman að fara út að borða með vinum mínum.“ » 30 Morgunblaðið/Eyþór Á vinnustofunni Helga nýtur þess að vinna að list sinni, hvort sem það er leir eða málun, en allra bestar eru góðu stundirnar með manninum. Kaffihúsakerling Málar Helga grípur í pensilinn og skapar listaverk á striga. Kaffihús: Kaffi Tár og Súfistinn, af því þar er besta og fallegasta kaffið. Kvikmynd: Gaukshreiðrið með Jack Nicholson og allar góðar breskar glæpamyndir. Borg: Prag, af því hún er fallegust og þar var ég í listaháskóla um tíma. Hef handsalað að fara til Japans innan tuttugu ára með vinkonu minni. Veitingastaður: Carúsó, býður upp á allt sem þarf. Sunnudagsmorgunverður: Humar með hvítlaukssmjöri, af því hann er svo léttur í maga og ótrúlega góður. Helga mælir með: Stofnendur Miramax-kvik- myndafyrirtækisins ætla að berjast gegn reykingum í kvik- myndum og setja varnaðarorð á DVD-diska þeirra kvikmynda sem reykt er í. » 31 heilsa Það virðist auðvelt að nota vín í matargerð en Hanna Friðriks- dóttir segir að það sé alls ekki svo einfalt. Hún gefur uppskrift að sannkölluðum dekurrétti. » 32 vín Tískuteymi Samtaka iðnaðar- ins tók sig til og greiddi, farðaði og klæddi upp níu konur í ís- lenskum stjórnmálum. Þær sýndu afraksturinn á tískusýn- ingu. » 34 tíska Hundaeigendur í Berlín þurfa að taka sig á því talið er að um 400.000 skítahrúgur lendi á götum borgarinnar hvern dag. og eigendur hirði ekki upp stykkin eftir hundana. » 29 gæludýr Ætli börnum finnist ekki skemmtilegt að borða andlits- pitsu eða hjartaspagettí. Sól- veig Eiríksdóttir matarhönn- uður töfrar fram alls konar barnagóðgæti. » 30 matur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.