Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 38

Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRAMUNDAN er prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík og ég hef gefið kost á mér í 6. sæti. Ég gef kost á mér því ég tel mig eiga erindi á þennan vettvang. Það er ekki ein- göngu vegna þeirrar menntunar sem ég hef aflað mér og reynslu sem sálfræðingur og kennari heldur einnig vegna þess að mig langar að láta gott af mér leiða og þoka mál- um í rétta átt. Efst á lista stefnu- mála minna eru þau mál sem lúta að vellíð- an fólks á öllum aldri og ekki síst hags- munum barna. Meðal málefna sem ég set í forgang eru forvarnir. Hvaða grunn þurfum við að leggja til að sporna við umferðarslysum, sjálfsvígum ungs fólks og vímuefnaneyslu? Ef for- varnir eiga að skila árangri þurfa þær að hefjast innan veggja heim- ilisins og með fræðslu snemma á grunnskólastiginu. Vissulega er for- eldraábyrgðin veigamest, en for- eldrum sem þurfa aðstoð þurfum við að geta boðið fjölbreytt meðferð- arúrræði án biðlista. Það er einnig nauðsynlegt að geta boðið börnum sem hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi viðeigandi úrræði. Hvernig getum við sem samfélag séð til þess að þessi börn og aðstandendur þeirra fái þá þjónustu sem þau þarfnast eins lengi og þörf þykir? Margt hefur áunnist í þessum geira bæði á lagagrundvelli, við greiningu og með- ferð. Barnahús er gott dæmi um úrræði sem hefur tekist með prýði. Ungt fjölskyldufólk hefur ítrekað leitað til mín sökum þess að þau hafa áhyggjur af skuldastöðu sinni. Ungu fólki sem er á leið út í lífið þarf að leið- beina og kenna að fara vel með fjármuni, bæði sína eigin og annarra. Til að geta lagt grunn að tryggri framtíð er nauðsynlegt að átta sig sem fyrst á gildi sparnaðar. Valfrelsi á að vera ríkur þáttur í samfélagi okkar. Enda þótt margt hafi færst til betri vegar vantar enn upp á að einstaklingar hafi fullt val innan heilbrigðiskerfisins og að fag- stéttir sem sinna heilbrigðisþjón- ustu sitji við sama borð. Hér er nær- tækast að nefna að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki enn gengið til samninga við sálfræðinga um þátttöku í niðurgreiðslu eins og við aðrar sambærilegar heilbrigð- isstéttir. Síðast en ekki síst langar mig að nefna fyrirtækin og atvinnumálin. Í atvinnurekstri er víða að finna óþarflega íþyngjandi eftirlit og flók- in leyfisferli. Einföldun og gegnsæi stuðlar að frjórri hugsun meðal ein- staklinga og er hvetjandi fyrir ný- sköpun. Huga ber að smáum ein- ingum, svo sem litlum fyrirtækjum. Til að geta stutt betur við bakið á þessum einingum þarf að ríkja við- varandi efnahagslegur stöðugleiki. Það verður verkefni stjórnvalda á komandi misserum. Kæru sjálfstæðismenn og -konur í Reykjavík. Nú er komið að því að þið gerið upp hug ykkar og veljið á listann þá frambjóðendur sem þið treystið best til að standa vörð um hagsmuni ykkar. Samkennd, staðfesta og stöðugleiki Kolbrún Baldursdóttir fjallar um þjóðmál »Einföldun oggegnsæi stuðlar að frjórri hugsun meðal einstaklinga og er hvetj- andi fyrir nýsköpun. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÞAÐ eru senn liðnir þrír áratugir frá því að Ingólfur heitinn Jónsson hvarf af þingi. Þótt sífellt sé sagt, að maður komi manns í stað, þá hefur Suðurlands- kjördæmi verið forystulaust síðan. Það hefur enginn af þingmönnum kjördæmisins, ekki úr neinum flokki, getað tekið við merkinu. Þing- mannahópur Suður- lands hefur því verið dugminnsti þing- mannahópur landsins allar götur síðan. Verk- in sýna merkin. Þetta eru lifandi staðreyndir, sem ég varpa hér fram, sem ýmsum, sem hafa fyllt þennan hóp, þykir erf- itt að kyngja, en þyrftu þó í alvöru að gera sér ljósar. Í tíð Ingólfs sannaðist hið forn- kveðna, að fari einn fyrir, fylgja hin- ir. Tekin skulu hér tvö dæmi af mönnum, sem talið hafa sig öðrum færari að leiða Suðurland. Hvernig var sú leiðsögn? Þorsteinn Pálsson tók sér fyrir hendur að reka Albert Guðmunds- son frá ráðherradómi fyrir litlar sak- ir. Með þeirri ákvörðun sinni klauf hann Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Þorsteinn bjó til Borg- araflokkinn, sem fékk 7 þingsæti í alþingiskosningunum 1987. Var þetta í anda Ingólfs Jónssonar? Og til að efla Sjálfstæðisflokkinn og Suðurland? Ég og fleiri mótmæltum þessu á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks- ins, en það þýddi lítt. Síðan átti Þorsteinn Pálsson eftir að verða forsætisráðherra, en eftir 13 mánaða ráðherradóm var rík- isstjórn hans slitið í beinni útsend- ingu, þar sem hann réð ekki við verkefnið. Hverju skilaði margra ára ráð- herradómur Þorsteins fyrir Suður- land og þjóðina? Vegna starfa sinna sem þingmaður, tókst Árna Johnsen að stela nokkrum milljónum, og ætl- aði ekki að láta komast upp um sig, en var svo óheppinn að vera staðinn að verki, og varð því að segja af sér þingmennsku. Hafa nefnd vinnubrögð þessara alþingismanna orðið Suðurlandi til framdráttar? Eru verk þessara þingmanna í anda Ingólfs heitins Jónssonar? Í framhaldi af því sem hér að framan er rakið, má hugsa til þess, að brytu menn af sér á fyrri öldum, þurftu þeir að sigla um úfið haf á litlum skipum og brjótast svo gegnum alla Evrópu til páfans í Róm til að fá syndaaf- lausn. Hér er mikil breyting á orðin. Nú geta þingmenn og aðrir stolið öllu steini léttara, og þurfa þá ekki annað en bregða sér í kaffisopa að Bessa- stöðum hjá Ólafi Ragnari og Dorrit og biðja um aflátsbréf, eftir að hafa tekið út smádóm. Það vakti hins vegar athygli á dögunum, að Árni Johnsen sneri sér til svonefndra handhafa forseta- valds. (Þess skal getið, að ég hef nú á 8 árum verið dæmdur 7 sinnum í héraðsdómi og í Hæstarétti fyrir að stela kr. 500.000,00. Hér er um að ræða upplognar og falsaðar sakir, sem engin sönnun er fyrir. Þó hefur dómunum ekki verið breytt.) Ég fékk samþykkta á Alþingi 1987 þingsályktunartillögu um lýsingu Hellisheiðar. Af því að ég flutti þessa tillögu, voru báðir félagar mínir, Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen, á móti henni. Það kom vel á vondan, að við upp- röðun í kosningunum 1987 lenti Árni Johnsen í þriðja sæti. Hann féll því í Alþingiskosningunum 1987, úr 3. sæti, í tilefni af því, að Þorsteinn bjó til stórtap fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma, með því að reka Albert. Þegar atkvæði voru greidd í þing- sal 29. febrúar 1987 um lýsingu Hellisheiðar, þá gengu báðir félagar mínir úr þingsalnum og tóku ekki þátt í ákvörðunartökunni. Áhuginn var ekki meiri en þetta. Einungis annar, Árni, hafði atkvæðisrétt, sem varamaður Þorsteins Pálssonar. Ekki hefði verið óeðlilegt, að Þor- steinn, sem forsætisráðherra, hefði beitt sér fyrir aukafjárveitingu í til- efni af samþykkt tillögu um lýsingu Hellisheiðar, og sem 1. þingmaður Suðurlands, haft forgöngu um slíkt. Og þá jafnframt um að hefjast handa um lagningu fjögurra akreina vegar yfir Hellisheiði, ásamt með lýsing- unni. Nú um árabil hefur verið algjört framkvæmdaleysi í málefnum vega- gerðar á Hellisheiði. Ekki vantar, að margir hafa kvatt sér hljóðs í blöð- um um þetta aðgerðaleysi. Má þar nefna „Vini Hellisheiðar“ og fleiri. Merkasta grein, sem um þessi mál hefur verið rituð, birtist í Morg- unblaðinu í vetur, „Hellisheiði í hers höndum“, eftir Árna Gunnarsson. Nokkuð er umliðið síðan fréttir bárust af því, að Orkuveita Reykja- víkur og Bæjarstjórn Ölfuss hefðu tekið höndum saman um lagfæringu og lýsingu Þrengslavegar. Og fyrir skömmu bárust og fréttir af því, að Sjóvá og stærstu sveitarfélögin á Suðurlandi hefðu bundist samtökum um sams konar aðgerðir með fjög- urra akreina vegi um Hellisheiði austur í Flóa og lýsingu hans. Framundan eru alþingiskosn- ingar á vori komanda. Af því sem að framan er sagt, er skiljanlegt, að Sunnlendingar geta tæplega vonað á þingmenn Suðurlands í vega- og lýs- ingarmálum Hellisheiðar. Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa Eggert Haukdal skrifar um Suðurlandskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. » ÞingmannahópurSuðurlands hefur því verið dugminnsti þingmannahópur lands- ins allar götur síðan. Eggert Haukdal Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. ÞANN 18. október var haldið afar fjölsótt málþing við Landbúnaðarhá- skóla Íslands (LbhÍ) sem bar yfir- skriftina: „Skipulag og búsetuþróun í dreifbýli“. Að ráðstefnunni stóðu Skipulagsstofnun, Fasteignamat rík- isins og Samband íslenskra sveitarfé- laga auk LbhÍ. Það er ljóst að þetta málefni og núverandi búsetuþróun brennur mjög á dreif- býlinu. Rektor LbhÍ hefur lýst ástandinu sem eins konar nýrri „landnámsöld, því það kann að vera að mestu eignaumskipti Íslands- sögunnar frá landnáms- tíð eigi sér nú stað í dreifbýli landsins. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um stöðu og þróun bújarð- arinnar. Meðal spurn- inga sem varpað hefur verið fram á almennum vettvangi má nefna eftirfarandi: Hve miklar eru breytingarnar? Hefur jarð- næði hækkað ört í verði? Hafa breyt- ingarnar áhrif á matvælaframleiðslu á Íslandi í framtíðinni? Er lagarammi á Íslandi um ábúð, jarðasölur, landskipti og skipulag nógu skýr? Er verið að spilla náttúru landsins? Minnkar að- gengi að landi til útivistar? Eru jarðir að safnast á hendur fárra auðmanna? Á málþinginu fengust nokkur svör við mörgum þessara spurninga, en jafn- framt komu upp ný álitamál sem brýnt er að kanna frekar sem fyrst. Á málþinginu kom skýrt í ljós að verðlag á eignum hefur hækkað gríð- arlega, sérstaklega á Suðurlandi og Vesturlandi, en áhrif hækkunarinnar á byggðaþróun eru margslungin. Eignaverðmæti bænda aukast víða en að sama skapi getur verið erfitt fyrir ungt fólk að höndla jarðnæði til að hefja búskap. En fleira en eignaverð- mæti þarfnast skoðunar. Nú hefur verið skipulagður mikill fjöldi frí- stundalóða á bújörðum og að mati skipulagsstjóra þurfa sveitarfélög mun meiri stuðning og leiðarljós við stefnumörkun og framkvæmt skipu- lagsmála. Skipulagsstjóri og sam- starfsmenn hans hafa slegið á það að það landnæði sem tekið hefur verið frá til búgarða og frístundabyggðar frá árinu 1995 sé jafnvel um 35.000 ha á Suðurlandi og Vesturlandi á um 510 jörðum. Á svæðinu eru alls um 2100 jarðir. Til samanburðar má geta þess að tún og ræktarland á Íslandi öllu er nú talið um 130.000 ha. Þetta verða að teljast ansi stórfelldar breytingar á landnotkun á Íslandi. Lög um jarðaumsýslu eru að margra mati óskýr og Atli Már Ing- ólfsson, lögfræðingur landbúnaðar- ráðuneytis telur að jarðalögum sé í raun ekki framfylgt að öllu leyti, en þar eru m.a. að finna ákvæði sem tryggja eiga verndun lands sem vel er fallið til búvöruframleiðslu og umsögn landbúnaðarráðuneytis er varðar land sem leyst er undan landbúnaðarnotk- un. Spyrja má hvort önnur verndunar- sjónarmið ættu ekki að vera tilgreind í jarðalög- um eða er þau að finna annars staðar? En á það hefur einnig verið bent að þótt frístundalóðir séu skipulagðar á bújörðum þarf það síður en svo að skerða framleiðslugetu jarðanna, sérstaklega í mjólkuriðnaði, en frístundabyggð getur þvert á móti aukið fjöl- breytni í búsetu og at- vinnu í sveitum, eins og Torfi Jóhannesson, formaður skipu- lags og byggingarnefndar Borg- arbyggðar gat um á málþinginu. Hins vegar, ef þessar frístundabyggðir þróast í hverfi þar sem fólk hefur fasta búsetu koma upp mörg skipu- lags- og umhverfisvandamál svo sem varðandi sorphirðu, skólaakstur, snjó- mokstur og veitukerfi? Samkvæmt jarðalögum ber land- búnaðarráðherra að staðfesta land- skipti, en eftir því hefur ekki verið far- ið, eins og fram hefur komið í fréttum. En það má líka velta því fyrir sér hvort þetta sé rökrétt aðferð. Þá hefur afgreiðsla sveitarfélaga í þessum mál- um verið gagnrýnd fyrir það að vera of sjálfvirk og jafnvel óvönduð að því leyti að faglegar forsendur séu ekki hafðar til hliðsjónar. En þar má aftur benda á skort á skýru lagaumhverfi og faglegum stuðningi. Það er einnig ljóst að lög er varða eignaumskipti og skipulag á bújörðum á Íslandi eru með því frjálslegasta sem þekkist í Evrópu. Fram kom í máli Atla Más að víða í nágrannalöndunum er söfnun bújarða á eina hendi bönnuð með lög- um. Einni eru þekktar strangar kvað- ir um búsetu á bújörðum, skipulag þeirra og landnýtingu, eins og kom fram í máli Sölve Bærug, norsks fyr- irlesara á málþinginu. Það er ein meginiðurstaða mál- þingsins að þörf er á stefnumótun um skipulag og eignaumsýslu í dreifbýli, sem hefur hag lands og þjóðar til framtíðar að leiðarljósi. Til þess að svo megi vera þarf að auka faglegt starf, rannsóknir og upplýsingaöflun á þessu sviði til að auðvelda stefnumót- un stjórnsýslu til framtíðar. Ljóst er að það þarf að bæta samhljóm í fram- kvæmd laga er heyra undir hin ýmsu ráðuneyti og samspil þeirra við skipu- lagslög, fasteignaskráningu og um- sýslu, um leið og litið er til stórauk- innar fjölbreytni í atvinnuháttum í dreifbýli. Ólafur Arnalds fjallar um Málþing um búsetuþróun » Það er ein meginið-urstaða málþingsins að þörf er á stefnumót- un um skipulag og eignaumsýslu í dreif- býli, sem hefur hag lands og þjóðar til fram- tíðar að leiðarljósi. Ólafur Arnalds Höfundur er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hlutfall seldra jarða frá ársbyrjun 2002 til september 2006 sem af heild- arfjölda jarðanna. Notuð eru gömlu hreppamörkin (1975). Er íslensku bújörðinni ógnað?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.