Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 41 Húseignir í Flórída Kynning Hótel Loftleiðum laugardag og sunnudag kl. 13-18 · Húseignir í Flórída eru góður fjárfestingarkostur. · Mjög auðvelt er að leigja út hús í Flórída. · Góðir og ódýrir fjármögnunarmöguleikar. · Óendanlegir afþreyingarmöguleikar. · Ótrúlegt úrval frábærra golfvalla. · Hagstætt verðlag. · Ýmis góð tilboð í gangi - núna. · Skoðunarferðir í skipulagningu. Garðatorg eignamiðlun í samstarfi við Meredith Mahn hjá Domus Pro Realty og Park Square Homes kynna nokkrar af bestu húseignum sem í boði eru á Orlandó-svæðinu. Starfsfólk Garðatorgs, Meredith fasteignasali í Orlandó og Lisa frá Park Square verða á staðnum og veita allar upplýsingar. Lisa verður með sérstök tilboð í pokahorninu. Nánari upplýsingar: Þórhallur hjá Garðatorgi í síma 545 0800/896 8232/thor@gardatorg.is Meredith Mahn livinfl@aol.com/www.livinfl.com Nýttu tækifærið til að hitta fagfólk og fáðu góðar upplýsingar. - NÚ ER RÉTTI TÍMINN DÓMKIRKJAN í Reykjavík á 210 ára vígsluafmæli 30. októ- ber nk. og verður þess minnst með há- tíðarmessu og fleiru sunnudaginn 29. októ- ber. En um þessar mundir eru einnig lið- in 200 ár frá því bisk- up Íslands settist að í kaupstaðnum Reykja- vík. Þótt ástæðurnar fyrir flutningi herra Geirs Vídalín frá Lambastöðum á Sel- tjarnarnesi til Reykjavíkur væru ömurlegar, þá var þetta merkur atburð- ur, sem vert er að minnast. Nærvera biskups Íslands í þessum nýstofnaða höfuðstað hlaut að hafa jákvæð áhrif, bæði á sjálfsmynd staðarins og eins þá ímynd, sem hann hafði út á við. Árið 1770 var sett á stofn sk. Landsnefnd til að gera tillögur um úrbætur í málefnum Íslands. Með- al hugmynda hennar var stofnun fjögurra kaupstaða. Einn þeirra var Reykjavík, sem nefndin taldi, að gæti orðið höfuðstaður lands- ins. Þangað væri þá rétt að flytja bæði biskupsstólinn og skólann frá Skálholti. Bæinn mætti svo nefna Kristjánsvík í heiðursskyni og þakklætis við konunginn. Að því kom, að biskupsstóll og skóli voru fluttir til Reykjavíkur í kjölfar móðuharðindanna 1785. Næsta ár, 1786, varð Reykjavík höfuðstaður landsins, en fékk sem betur fer að halda sínu forna nafni. Geir Vídalín sókn- arprestur í Seltjarn- arnesþingum, og þar með Reykjavíkur, var skipaður biskup, er Hannes Finnsson, síð- asti Skálholtsbisk- upinn, lést 1796, Geir var vígður bisk- upsvígslu heima á Hólum 1797 af herra Sigurði Stefánssyni. Er hann féll frá, var landið allt gert að einu biskupsdæmi 1801. Geir biskup sat áfram á Lamba- stöðum. Hann var manna best að sér, greindur, orðheppinn, ritfær vel og hag- mæltur. Hann þótti frjálslyndur í trú- málum og svo góð- gerðasamur, að efna- hagur var afar bágborinn. Sagt er, að hann hafi einhvern tíma sagt við kunn- ingja sinn um elda- mennskuna á Lambastöðum: „Á tveim stöðum slokknar aldrei eld- ur, – hjá mér og í helvíti.“ Árið 1804 leitaði biskup ásjár stjórn- valda um launahækkun og hjálp í erfiðri skuldastöðu. Svör komu vorið 1806 og voru á þá leið, að Ís- leifur Einarsson á Brekku, dómari í Landsyfirréttinum, Rasmus Frydenberg bæjarfógeti í Reykja- vík og Markús Magnússon stiftsprófastur í Görðum á Álfta- nesi voru skipaðir í nefnd til að gera úttekt á högum biskups. Kom þá í ljós, að hann var gjaldþrota. Þar með voru Lambastaðir teknir af honum, hinu stóra heimili, sem oft taldi 24–30 manns, var sundrað og biskupi gert að flytja á mölina í Reykjavík. Til að fullkomna nið- urlægingu hans var honum gert að búa við þau smánarlegu kjör að taka við vikuskammti í senn af mjöli, smjöri, bleki og tóbaki. Ábú- andanum á Lambastöðum var gert að leggja honum til eitt kýrfóður af heyi árlega, en bústað fékk biskup í húsi því, sem enn stendur að Aðalstræti 10, og nú er verið að gera upp. Raunar átti hann upp- haflega ekki að fá allt húsið, en náði því þó. Um þetta má lesa meira í bók Finns Sigmundssonar Geir biskup góði í vinarbréfum 1790–1823, bls. 66–78, sem út kom í Reykjavík 1966. Þar segist bisk- up eiga að flytja um miðjan sept- ember. Svo virðist sem sú áætlun hafi staðist, því frá 25. september 1806 eru bréf til hans með heim- ilisfanginu Reykjavík. Því eru sannanlega 200 ár um þessar mundir frá því að biskup Íslands settist að í höfuðstað landsins. Aðalstræti 10 gekk lengi undir nafninu Biskupsstofan og þar bjó Geir Vídalín til dauðadags 20. september 1823. Eftirmaður hans, Steingrímur Jónsson, bjó reyndar í Laugarnesi árin 1826–1845. Það var þá enn í Seltjarnarneshreppi, en er á því svæði, sem nú telst til Reykjavíkur, og hefur verið það frá 1894. Reykjavík biskupssetur í 200 ár Þórir Stephensen minnist 210 ára vígsluafmælis Dómkirkj- unnar í Reykjavík og að 200 ár eru liðin frá því biskup Íslands settist að í Reykjavík »Nærverabiskups Ís- lands í þessum nýstofnaða höf- uðstað hlaut að hafa jákvæð áhrif, bæði á sjálfsmynd stað- arins og eins þá ímynd, sem hann hafði út á við. Þórir Stephensen Höfundur er fv. Dómkirkjuprestur og fv. staðarhaldari í Viðey. Morgunblaðið/Rax Aðalstræti 10 gekk lengi undir nafninu Biskupsstofan og þar bjó Geir Vídalín til dauðadags 20. september 1823.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.