Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 44

Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stofustólar Borðstofustóla SkrifstofEldhússtólar STÓLAR Í ÚRVALI Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Lazyboy Barstólar StaflanlegirHægindastólar Barnastólar Borðstofustólar Lazyboy Plaststólar Kollar OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Einhver sagði: Til föðursins. RÉTT VÆRI: Til föðurins. Gætum tungunnar ÖRYRKJUM hefur farið fjölg- andi í okkar samfélagi undanfarin ár. Eflaust eru fyrir því margar ástæður, svo sem sannanleg örorka vegna fötlunar, örorka vegna geðraskana o.s.frv. Margir hafa haft á orði að geðlyfj- um sé hér óhóflega beitt þegar kemur að sálrænum kvillum, sem svo valda því að fólk endar á örorku. Þetta er vert að skoða og í raun óskiljanlegt hvers vegna aðgengi að sálfræðiþjónustu er ekki fyrsta stigið þegar geðraskanir gera vart við sig. Þeg- ar svo fólk í samfélag- inu rekst á aðila sem ekki vilja fara af örorku vegna þess að þeim finnst það einfaldlega hentugra að vera á henni, fer almannavilji að snúast öryrkjum í óhag og lendir þá auðvitað á þeim sem síst skyldi. Það er því alveg ljóst að það þarf að skoða mat vegna örorku og skoða reglur þar um. Önnur hlið er á þessu sem er öllu ósanngjarnari og það er að ör- yrkjum er beinlínis hegnt með nú- verandi kerfi ef þeir vilja fara út á vinnumarkaðinn að einhverju leyti. Ef þeir kjósa að afla sér einhverra tekna, þá skerðast bætur þeirra svo mikið að í raun borgar sig ekki fyrir þá að fara að vinna. Þarna er sem sagt enginn hvati til þátttöku í samfélaginu. Það er alveg ljóst að öryrki sem vill og getur unnið eitt- hvað og tekið þátt í samfélaginu er væntanlega mun hamingjusamari en sá sem vill en get- ur ekki. Þarna skortir valfrelsi í kerfinu. Ef hins vegar tekjuskerð- ing vegna örorku yrði afnumin færu eðlilega margir út á vinnu- markaðinn og öfluðu sér tekna og borguðu skatta og væru því að leggja eitthvað að mörkum til félagslega kerfisins sem þeir sjálfir sækja í. Ekki má heldur gleyma heilbrigðisþættinum í þessu þar sem félagslega ein- angrað fólk á gjarnan við þung- lyndissjúkdóma sem og aðra sjúk- dóma að stríða. Það má því segja að hugsanlega væri af þessu sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið. Það má svo auðvitað meta það hvort þessi skerðing ætti að vera upp að vissu marki eður ei, enda kannski ekki sanngjarnt að fólk sem komið er yfir meðaltekjur skuli einnig eiga rétt á almanna- bótum. Það má því leiða að því lík- ur að einhverjir mundu hreinlega fara út af örorku með hvatanum til þess að taka þátt í atvinnulífinu með tilheyrandi sparnaði fyrir rík- issjóð og hagsmunum fyrir þá ör- yrkja sem eftir eru. Einnig fælist í þessu ákveðin endurhæfing fyrir þá sem þurfa tímabundið að fara á örorku vegna sjúkdóma. Það er samfélaginu í heild kappsmál, að vel sé búið að þeim sem minna mega sín og hlutur þeirra sé ekki svartur blettur á velferðarkerfinu. Það er hins veg- ar svo að almenningur er ekki tilbúinn að greiða skatta og skyld- ur sem fara í bætur til þeirra sem geta en nenna ekki að bjarga sér sjálfir. Hugsjón Sjálfstæðisstefnunnar er að hjálpa þeim vel sem minna mega sín, en ekki þeim sem geta hjálpað sér sjálfir. Í þessari hug- sjón felst svo almennt valfrelsi og jafnrétti fólks til þess að skapa sér þau lífsgæði sem hver og einn kýs. Tekjuskerðing vegna atvinnuþátttöku öryrkja Vilborg G. Hansen fjallar um málefni öryrkja » Það er samfélaginu íheild kappsmál, að vel sé búið að þeim sem minna mega sín og hlut- ur þeirra sé ekki svartur blettur á velferðar- kerfinu Vilborg G. Hansen Höfundur er landfræðingur og býður sig fram í 7.–8.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. MIG langar að óska börnum, for- eldrum og kennurum í Garðapresta- kalli, þ.e. Garðasókn og Bessastaða- sókn, til hamingju með nýja og spennandi og umfram allt þarfa starfsemi í grunn- skólum prestakallsins. Vinaleið kærleiksþjón- usta í grunnskólum virðist mér vera til þess fallin að auka lík- urnar á farsælli skóla- göngu fyrir fleiri börn. Það er frábært að vita til þess að börnin fái að njóta starfs í skólum sínum, sem byggt er á kenningu Krists. Meginþorri Íslendinga er jú kristinn enda lög okkar og gildi byggð á kristinni siðfræði, og þarna gefst frábært tækifæri til að tileinka sér hin kristnu gildi í daglegu lífi og starfi. Kristin gildi eiga ekki eingöngu við á hátíð- arsamkomum um jól og páska heldur hafa þau fyrst og fremst gildi í hinu daglega lífi. Hvað er meira mann- bætandi fyrir fólk á öllum aldri en að feta í fótspor Frelsarans og nema og iðka kærleika og umburðarlyndi. Þeir sem fylgjast með fréttum komast ekki hjá því að heyra í vaxandi mæli um vandamál í skólum og meðal ungs fólks og í samfélaginu öllu. Vandamál sem e.t.v. eru sprottin úr streitu og agaleysi nútímans þar sem náunga- kærleikur hefur gleymst eða glatast. Boðskapur Krists er í sjálfu sér afar einfaldur og hann er þess eðlis að hann er tímalaus og fellur því aldrei úr gildi. Boðskapur Krists er kær- leiksboðskapur. Nú er ég ekki guð- fræðimenntuð, eingöngu leikmaður kirkjunnar, en ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt eða lesið um að Jesús Kristur boði harðræði, hefnd eða óvild. Þvert á móti boðar hann kærleika, fordómaleysi, um- burðarlyndi og manngæsku. Ef börn- in okkar læra þetta í grunnskólunum og bera með sér inn í framtíðina þurfum við engu að kvíða. En það eru einmitt þessi kristnu gildi sem mætti huga betur að og viðhafa oftar inni á heimilum, í skólum og almennt í samfélaginu. Þegar dætur mínar gengu í grunnskóla Garðapresta- kalls var ekki boðið upp á slíka þjónustu sem Vinaleiðina. Ég vildi þó óska að svo hefði verið. Slík leið hefði gefið þeim tækifæri til að vinna betur úr erfiðum flutningi frá Bandaríkj- unum þar sem fjöl- skyldan bjó í fimm ár. Hugsanlega hefði leið eins og Vinaleiðin hjálpað þeim að aðlag- ast íslensku unglinga- samfélagi sem þeim fannst bæði grimmt og óagað. Ég er þess full- viss að þær og við for- eldrarnir hefðum nýtt okkur slíka leið auk þess að njóta þjónustu annarra fagaðila innan skólans því að það gerðum við svo sann- arlega við undirbúning og aðlögun flutning- anna. Því fagna ég Vinaleiðinni til úr- vinnslu mála fyrir börn sem nú stunda nám í grunnskólum Garða- prestakalls. Fagna því að þau eigi þess kost að fá þjónustu sem grund- vallast á kærleiksboðskap kristinnar kirkju. Páll postuli komst svo snilld- arlega að orði um kærleikann í bréfi sínu til Korintumanna (13:4-8) „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfund- ar ekki. Kærleikurinn er ekki raup- samur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sann- leikanum. Hann breiðir yfir allt, trú- ir öllu, vonar allt, umber allt. Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Kærleikurinn er í einu orði sagt frá- bær. Því getur Vinaleið kærleiks- þjónusta í grunnskólum aldrei verið annað en frábær leið. Vinaleið, frábær leið Helga Bragadóttir skrifar um Vinaleið, kærleiksþjónustu í grunnskólum » Vinaleiðkærleiks- þjónusta í grunnskólum virðist mér vera til þess fallin að auka líkurnar á farsælli skóla- göngu fyrir fleiri börn. Helga Bragadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. HUGMYNDIN að stytta nám í framhaldsskólum til stúdentsprófs um eitt ár, eða um fjórðung, er ekki ný af nálinni. Hún hefur kom- ið fram áður og ekki hlotið braut- argengi. Ráðagerðir um þetta efni hafa mætt mikilli andstöðu kennara og nemenda í framhaldsskólum. Hafa þeir teflt fram veigamiklum rökum gegn fyrirhugaðri breytingu og bent á hættu á, að nám í fram- haldsskólum verði skert með al- varlegum afleiðingum fyrir nem- endur. Sjálf sé ég ekki tilganginn í þessum breytingum og er á móti þeim. Framhaldsskólanám er víða sveigjanlegt og nemendur á því skólastigi eiga kost á því að ljúka námi til stúdentsprófs á skemmri tíma en fjórum árum ef þeir kjósa. Einn alvarlegasti vandinn í málefnum framhaldsskóla er að hlutfallslega fleiri nemendur flosna upp úr námi í íslenskum framhaldsskólum, a.m.k. tímabundið, en í öðrum OECD- ríkjum. Ég tel að í þessum málaflokki þurfi nýja hugsun til að efla skólana og tryggja samkeppnishæfa menntun íslenskra framhaldsskólanema. Nýlega var birt skýrsla frá svo- nefndri starfsnámsnefnd sem menntamálaráðherra skipaði í byrjun þessa árs. Þar er lýst hug- myndum um nýjan framhaldsskóla þar sem starfsnám verði eflt. Lík- legt er að nýtt fyr- irkomulag í þessu efni hjálpi ungmennum til að finna nám við hæfi, ljúka námi og opna nýjar leiðir fyrir þá sem horfið hafa frá námi til að koma aft- ur. Nefndin leggur til að afnumin verði að- greining náms í fram- haldsskólum í starfs- nám og bóknám. Nýr framhaldsskóli verði ein heild með fjölmörgum mismun- andi námsleiðum. Framhalds- skólum verði skapað færi á að skipuleggja og bjóða nám í sam- ræmi við lokamarkmið náms, þarf- ir nemenda og kröfur næsta skóla- stigs eða atvinnulífs. Nemandi ljúki námi á þeim tíma sem nauð- Eflum framhaldsskólann í sam- starfi við nemendur og kennara Dögg Pálsdóttir fjallar um menntamál Dögg Pálsdóttir Í PRÓFKJÖRI okkar sjálfstæð- ismanna í Reykjavík sem fram fer í dag og á laugardag legg ég verk mín sem alþingismaður í dóm sam- herja minna. Fyrir 4 árum hét ég því að vinna ötullega að málefnum, sem snerta allan þorra almennings. Að vera talsmaður hins þögla meirihluta fólks, sem er umhugað um að bæta kjör sín og búa í hag- inn fyrir sig og sína. Vera tals- maður almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Vinna í þágu sjálf- stæðisstefnunnar. Á þessum for- sendum náði ég kjöri í 7. sætið í prófkjörinu fyrir 4 árum eins og ég óskaði eftir. Þessar áherslur og stuðningur sjálfstæðismanna í Reykjavík skiluðu mér sæti á Al- þingi sem þingmaður Reykjavíkur- kjördæmis norður. Ég tók mjög alvar- lega það traust sem mér var sýnt í próf- kjöri flokksins fyrir 4 árum. Ég hef barist af krafti fyrir því að sjónarmið mín og Sjálfstæðisflokksins nái fram að ganga og látið einskis ófreistað í að standa vörð um þau í umræðum á Al- þingi og úti í þjóð- félaginu. Eins og ég lofaði að gera. Ég hef staðið að fjölda mála með meiri- hluta Alþingis sem hafa horft til hagsbóta fyrir almenning í landinu. En ég hef jafnframt átt frumkvæði að fjölda þingmála og stutt frum- kvæði annarra þingmanna í sam- ræmi við þau sjónarmið sem ég stend fyrir. Í stjórnmálum er erfitt að koma öllu til leiðar sem maður trúir á; miðla þarf málum til að ná árangri. En ég geng sáttur við minn hlut til þessa próf- kjörs, því ég veit að ég lagði mig allan fram. Eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið hefur mér hlotnast meiri ábyrgð m.a. með formennsku í mennta- málanefnd þingsins, sem hefur verið ein- staklega ánægjulegt verkefni. En ég tel að á 4 árum hafi ég aflað mér mikilvægrar reynslu til að takast á við vandasöm verkefni á vettvangi stjórnmálanna og aukna ábyrgð á komandi árum. Ég hef fundið mikinn stuðning og velvild í minn garð undanfarnar Kæru sjálfstæðismenn Sigurður Kári Kristjánsson biður um brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Sigurður Kári Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.