Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 49 MINNINGAR ✝ Elínborg Gísla-dóttir fæddist á Arnarnesi við Dýrafjörð hinn 15. ágúst 1914. Hún lést á hjartadeild Landspítala há- skólasjúkrahúss sunnudaginn 15. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gísli Þ. Gilsson óðals- bóndi á Arnarnesi, f. 13. febr. 1884, d. 29. mars 1962, og kona hans Sigrún Guðlaugs- dóttir húsfrú, f. á Þröm í Eyj- arfirði 4. febr. 1881, d. 27. mars 1960. Systkini Elínborgar eru Guðrún, f. 6. febr. 1916, d. 1. nóv. 2003; Friðdóra, f. 24. sept. 1917; Höskuldur, f. 26. nóv. 1918, d. 25. nóv. 1931; Svan- fríður, f. 4. júlí 1923, gift Páli Eiríkssyni, f. 16. júlí 1921; og Þórlaug, f. 6. nóv. 1922, d. 5. mars 1925. Eiginmaður Elínborgar var Einar Þórir Steindórsson, f. 9. okt. 1916, d. 19. apríl 1991. For- Elínborg barðist við berkla á sínum unglingsárum og dvaldi þá fjarri heimahögunum á Krist- neshælinu í Eyjafirði en nálægt móðurættingjum sínum. Vann hún fullnaðarsigur í þeirri bar- áttu og flutti til Reykjavíkur og hóf þar störf við saumaskap og verslunarstörf. Eftir giftingu hélt hún heimili að Sölvhólsgötu 10 fyrir sig og stórfjölskyldu eiginmanns síns. Upp úr 1963 hóf hún störf hjá Landsíma Ís- lands sem matráðskona og starf- aði þar í fjölmörg ár. Byggði hún mötuneytið upp frá því að vera kaffi- og súpueldhús í að verða fullkomið mötuneyti fyrir fjölda starfsmanna fyrirtækisins. Elínborg var alla tíð mjög músíkölsk og unni góðri tónlist í hvaða formi sem hún var. Söng hún í fjölda kóra undir stjórn þekktra aðila. Má þar telja Sam- kór Reykjavíkur, Alþýðukórinn, kirkjukór Óháða safnaðarins, kirkjukór Bústaðakirkju, kirkju- kór Áskirkju og nú síðast, eða allt þar til hún veiktist, í kór eldri borgara í Reykjavík. El- ínborg og Einar fluttu í Álfta- mýri 56 árið 1965 og bjuggu þar síðan. Útför Elínborgar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. eldrar hans voru Steindór Björnsson frá Gröf, f. 3. maí 1885, d. 14. febr. 1972, og Guðrún Guðnadóttir frá Keldum, f. 13. okt. 1891, d. 1.nóv. 1925. Börn Elínborgar og Einars eru: 1) Sig- rún Björk, hennar maður var Knútur Hákonarson, d. 13. sept. 2004, og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. 2) Þórlaug Erla, gift Erling Þór Hermannssyni og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Höskuldur Haukur, kvæntur Sig- ríði R. Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Einar átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þau eru: Gunnar Helgi, f. 15. ágúst 1936, d. 25. júlí 1999, kvæntur Málfríði Erlu Lorange, f. 5. júlí 1936, d. 21. des 2002, og áttu þau þrjú börn saman; Guðrún, gift Kristjáni Sæmundssyni og eiga þau fimm börn. Elsku amma-Ella. Ég á svo bágt með að byrja þetta. Áttum held ég öll von á því að þú yrðir með okkur lengur en raun bar vitni. En þinn tími var víst kominn. Þú slasaðir þig illa í sumar og áttu læknarnir ekki von á góðu en þú sýndir þeim og öllum í tvo heimana, en ekki hvað. Ótrúleg barátta sem þú háðir þá. En það var erfitt að sjá þig þá. Amma Ella, sem alltaf var svo frísk – gaf allavega ekki annað upp – og til í allt. Amma Ella sem gjör- samlega hafði „mann“ í stigahlaup- um í Álftamýrinni, bjó á 4. hæð og varla blés úr nös við að hlaupa þær. Amma Ella sem fannst fátt skemmtilegra en að kíkja í Kringl- una, skoða falleg föt og spá í tískuna. Var nú orðin veikburða og allt í einu svolítið gömul að manni fannst. Það átti ekki við þig að vera öðrum háð, vildir geta farið þínar eigin leiðir og gert það sem þig langaði þegar þig langaði. Minningarnar eru svo margar enda varstu alltaf dugleg að sinna okkur barnabörnunum. Allar úti- legurnar sem ég fékk að fara í með þér og afa, kirkjuferðirnar á sunnudögum og kaffi í safnaðar- heimilinu á eftir, næturpassanirnar þar sem ég fékk að vaka aðeins lengur, fékk snakk í skál með hag- anlega röðuðu súkkulaði ofan á, Tjarnarferðirnar, Kringluferðirn- ar, bæjarferðirnar, ömmu-Ellu-úti- legurnar sem við fjölskyldan byrj- uðum á að fara í fyrir nokkrum árum, þú lést sko aldeilis ekki ald- urinn né þrek stoppa þig í að fara í þær og svo margt margt fleira. Þú varst alltaf með puttann á púlsinum, varst alltaf með allt á hreinu um okkur barnabörnin og langömmubörnin sem að sjálfsögðu löðuðust að þér sem og önnur börn. Þrátt fyrir aldur leistu alltaf vel út, þér fannst gaman að hafa þig til og vera fín, notaðir hvert tækifæri sem gafst til að klæða þig upp og varst alltaf flott. Sjúkrabeðurinn stoppaði þig ekki einu sinni í því, elsku amma mín. Á skoðunum þín- um lástu aldrei, hvort sem það var í sambandi við klæðaburð okkar eða annað, og er mér mjög minn- isstætt eitt skipti þegar ég kom heim úr skóla sem unglingur í rifn- um gallabuxum sem voru í tísku þá og þú hreinlega áttir ekki til orð, gallabuxur voru nú aldrei hátt skrifaðar hjá þér og hvað þá rifnar. Það var svo gaman að hlusta á þig rifja upp og segja sögur frá því í gamla daga. Sögur frá Arnarnes- inu sem þér þótti svo vænt um, ég hef ekki enn heimsótt Arnarnesið og þykir mér það mjög miður að hafa ekki náð því á meðan þú varst meðal okkar en ég kem til með að gera það með þig í hjarta. Elsku amma-Ella, það er mikið og stórt skarð sem þú skilur eftir, skarð sem erfitt verður að fylla. Mér þótti svo vænt um þig og kem til með að sakna þín. Ég veit að þér líður vel núna og átt eftir að fylgjast með okkur. Þín Elínborg (Ella „litla“). Komin er kveðjustund. Ammella ákvað að nú væri gott komið og er farin til hans afa. Ég veit ekki hvenær ég man fyrst eftir Ömmellu, í huga mínum hefur hún bara alltaf verið. Amma hafði lag á að fylla umhverfi sitt enda bar hún af hvað varðar glæsi- leika og stolt. Stærstu minningar mínar um hana Ömmellu eru auðvitað ná- tengdar afa og ferðalögunum en þau höfðu unun af því að ferðast um landið og voru dugleg við það. Á hverju sumri var farið eitthvað út í buskann en ávallt var upphafs- punkturinn eða lokaáningin á Vest- fjörðunum, Dýrafirðinum. Dýrafjörðurinn er fallegasti og besti staðurinn í öllum heiminum, sagði amma og á hverju sumri var stefnt vestur að Arnarnesi, þar sem amma var fædd og uppalin. Þar naut hún sín einna best, þekkti hverja þúfu, hverja laut og hvern stein. Það er því stórkostlegt að hafa farið þangað síðastliðið sumar og að hún hafi getað komið til okk- ar og dvalið með okkur. Snemma síðasta vor fór hún að tala um að vestur þyrfti hún að komast, svona í síðasta sinn til að laga legsteina í kirkjugarðinum á Þingeyri, skoða Skrúð og auðvitað að kveðja Arn- arnesið. Við gistum á Núpi enda bærinn hennar ekki í íbúðarhæfu ástandi miðað við kröfur dagsins, en við eyddum heilum degi á Arn- arnesinu þar sem amma gekk létt- fætt um jörðina með dóttur sinni og tengdasyni, barnabörnum, tengdabörnum og barnabarnabörn- um og sagði þeim frá því hvað hefði verið í hverju húsi og hverri tóft og hvernig lífið hafði verið þarna á hennar uppvaxtarárum. Hún mundi þetta eins og gerst hefði í gær, enda var hugurinn allt- af á Arnarnesi. Það var ekki að sjá að þarna færi kona á tíræðisaldri þegar hún gekk um túnið teinrétt og tíguleg og niður í fjöru til að ná sér í stein. Hún kvaddi Arnarnesið á steininum innan við hlið, stein- inum sem regnið hafði slípað í skál og vatnið sem safnaðist þar var lífsvatnið. Ég er viss um að frá þessum steini og úr þessu vatni hafi Ammella fengið orku sína, styrk og úthald. Ammella var ótrúlega sterk og mikil kona og ég held að við höfum stundum ekki alveg gert okkur grein fyrir því hve vel henni fórst öll stjórnun úr hendi en einhvern veginn endaði allt samkvæmt hennar höfði. Ammella var alls ekkert á því að dagur væri að kveldi kominn í hennar lífi enda fannst henni hún ekki vera orðin neitt tiltölulega gömul. Hún fór enn allra sinna ferða sjálf, hún passaði enn upp á að neglur væri lakkaðar og hárið nýlagt, fötin lýtalaus og allir skart- gripirnir á sínum stað. Þrátt fyrir að hún kvartaði stundum yfir að sjónin mætti vera ögn skarpari, fór ekkert fram hjá henni hvað varðaði „setteringar“ og fatastíl og hún lá ekki á skoðunum sínum með það. Auðvitað saknaði hún afa og talaði oft um hann, en henni fannst bara að hún ætti svo margt eftir ógert og það var ekki ömmu siður að ganga frá hálfkláruðu verki. Ég er viss um að afi var orðinn óþreyjufullur og ég veit að hann bíður við leiðarenda Ömmellu og tekur á móti henni með glampa í brúnu augunum sínum og geislandi brosi, enda búinn að bíða í rúm fimmtán ár. Ég efast ekki um að hann er ferðbúinn, útilegukassinn kominn á sinn stað og saman munu þau finna sitt Arnarnes og þegar tími er kominn munum við öll hitt- ast þar, setjast við vegginn, undir stofugluggann og drekka saman kaffi í sólskininu. Elsku Ammella, nú þegar þú leggur upp í þína síðustu ferð héð- an, óskum við Maggi og Arnar Snær þér góðrar ferðar. Ástar- þakkir fyrir allar stundirnar, allar ferðirnar og allar minningarnar sem þú hefur gefið mér og okkur öllum. Ammella, takk fyrir allt. Þín Elín. Elsku amma Ella mín, nú ertu farin, ég var hjá þér rétt áður, ég vissi í hvað stefndi, þekkti öll ein- kenni, þú varst ekki kvalin og ég veit að nú líður þér vel og ert eng- um háð. Þvílík barátta sem þú háð- ir í sumar þegar þú dast, ég gerði ekki ráð fyrir að þú myndir ganga á ný en það var nú öðru nær. Spít- alalífið átti ekki við þig, þú gast ekki hugsað þér að vera innilokuð, varðst að finna fríska loftið og hreyfa þig. Þú varst svo dugleg að bjarga þér og fylgdist með öllu. Vildir vita allt um okkur, hvað við værum að gera og hvert við værum að fara og þú varst alltaf svo glöð að heyra í okkur þegar við komum heim úr ferðalögum. Það var eins og þér væri létt að við værum kom- in heim heil á húfi en þú skildir samt svo vel að okkur langaði til að ferðast, því það var líf þitt og yndi. Við barnabörnin munum eftir ferðalögum með ykkur afa í tjald- vagninum í gamla daga og á hverju ári fórstu með okkur öllum í fjöl- skylduútilegu. Tíska og útlit var nokkuð sem þú spáðir mikið í og fyrir mörgum ár- um sagðir þú mér að þegar þú myndir hætta að fylgjast með tísk- unni gætir þú alveg eins kvatt þennan heim. Ég man þegar þú varst að sauma kjóla á okkur syst- urnar, man líka eftir jólunum þeg- ar þú keyptir þér kjól í Vero Moda eins og við systurnar. Alveg fram á það síðasta hugsaðir þú um útlitið, gast til dæmis ekki verið í spít- alasokkum undir sænginni (þó að enginn sæi þá) af því að þeir eru svo ljótir, greiðan varð að vera þar sem þú náðir í hana strax og þú vaknaðir og mjög mikilvægt var að naglalakkið væri í lagi, þó að súr- efnismettunin væri ekki í lagi. Dætur mínar, Þórunn Björk og Rakel Þöll, hafa misst mikið og sakna þín sárt, þú og Þórunn Björk mín voruð góðar vinkonur, þið gát- uð talað um svo margt og ekki þótti ykkur leiðinlegt að spjalla um Arnarnesið þar sem þú ólst upp og við heimsækjum á hverju ári og njótum einstakrar náttúrufegurðar og berum heim steina úr fjörunni til að færa þér. Við munum sakna þess að geta ekki hringt í þig af „blettinum“. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég og fjöl- skylda mín höfum átt með þér og þakklát fyrir að dætur mínar fengu að njóta nærveru þinnar, því þrátt fyrir háan aldur varstu svo skýr og það gladdi þig svo mikið að vera með okkur. Þú munt alltaf eiga stóran hlut af okkar hjarta. Elsku amma, guð geymi þig og varðveiti, við elskum þig og mun- um alltaf sakna þín. Þín Elsa Björk og fjölskylda. Fregnin um andlát frænku minn- ar Elínborgar kom ekki alveg á óvart. Hún náði háum aldri þrátt fyrir ýmiss konar veikindi fyrr á ævinni. Elínborg fæddist og ólst upp á Arnarnesi við Dýrafjörð. Gísli Gils- son faðir hennar var bróðir ömmu minnar í móðurætt og Sigrún Guð- laugsdóttir móðir hennar var systir afa míns í föðurætt. Samskipti fjöl- skyldna okkar voru því mikil og margvísleg. Landslag á Arnarnesi er stór- brotið, fagurt en einnig hrikalegt. Þar hef ég séð kvöldsól að sum- arlagi hvað fegursta á Íslandi og heyrt stormgnýinn í Óþolanum mikilfenglegri en almennt gerist. – Þar getur einnig ríkt alger kyrrð. Ég nefni landslag á Arnarnesi vegna þess að mér finnst það hafa á einhvern hátt mótað skapgerð frænku minnar. Hún var stórbrot- inn persónuleiki. Ég man fyrst eftir henni rúm- lega tvítugri, dáðist auðvitað að henni. Hún var fínleg og fallega vaxin og hélt þessari tígulegu og miklu reisn alla ævi. Hún var mikil hannyrðakona og bráðdugleg til allra verka. Tónlist var henni í blóð borin eins og öllu hennar fólki, enda söng hún í fjöldamörgum kórum á sinni löngu og farsælu ævi. Allt sem hún gerði virtist leika í höndum hennar. Afburða góð greind, gæfa og gjörvuleiki ein- kenndu dagfarið. Hún var vel hag- mælt en fór dult með. Hún unni ljóðum, tónlist og öllu sem fagurt má teljast. Söngröddin var há sópranrödd sem hún beitti af smekkvísi. Hún vandist tónlist frá barn- æsku. Gísli faðir hennar lék vel á harmoniku og stofuorgel. Nær daglega var leikið á hljóðfæri eða sungið á æskuheimili hennar. Ég hef sennilega verið 11 ára gamall þegar ég var eitt sinn send- ur út að Arnarnesi. Veður var milt og gott. Kyrrð og friður ríkti þarna í sveitinni er ég kom út fyrir Hrygginn. Það var hljóðbært og því ánægjulegt að heyra óminn af rödduðum söng frá Arnarnesbæn- um. Ég fór mér hægt síðasta spöl- inn og naut þess að heyra heim- ilisfólkið æfa söng fyrir messu. Eftir nokkra stund áræddi ég að trufla söngfólkið, berja að dyrum og skila bréfi sem ég var sendur með. Í endurminningunni er þetta dýrmæt helgistund. – Það var vel tekið á móti litlum sendiboða og vel gert við hann í mat og drykk. Tíminn leið. Elínborg fór að vinna í Reykjavík. Hún kynntist Einari og þau hófu búskap. Þau komu vestur í Dýrafjörð á hverju sumri, oftast akandi á Willys-jeppa sem Einar hafði alltaf í góðu lagi. Þessar heimsóknir voru alltaf kær- komnar. Þar voru góðir gestir á ferð. Enn leið tíminn. Ég fluttist til Reykjavíkur, fékkst við margvísleg störf og gerðist m.a. organisti í Ás- kirkju í Reykjavík. Alltaf var gott samband við frændfólkið. Nokkru eftir 1980 gengu þau Einar til liðs við okkur í Kór Áskirkju. Það var góður liðsauki. Einari entist ekki aldur en Elínborg starfaði til 2001 er ég hætti störfum. Við Sigrún kona mín þökkum henni fyrir alla hlýju og elskusemi. Kórfélagar biðja fyrir kveðjur og þakka innilega fyrir samstarfið. Öllum ástvinum vottum við inni- lega samúð. Minningin um góða konu gleður okkur. Vertu Guði falin. Hann verndi okkur öll. Kristján Sigtryggsson, fv. organisti Áskirkju. Ég varð glaður er menn sögðu við mig, Göngum í hús Drottins. Sálm. 122. Þessi orð úr Davíðssálmum komu í huga minn, er ég kveð góða vinkonu og söngsystur, Elínborgu Gísladóttur. Mér er ljúft að minnast hennar en leiðir okkar lágu saman í kirkju- kór Áskirkju fyrir um 25 árum. Maðurinn hennar, Einar Stein- dórsson, kom líka í kórinn og var með okkur til dánardægurs. Hann lést árið 1991. Blessuð sé minning hans. Þá voru þau búin að vera mörg ár í kór Bústaðakirkju, og fleiri kórum, en síðast var Ella einn af stofnendum Kórs eldri borgara í Reykjavík og starfaði þar af krafti, þar til hún veiktist í ágústmánuði sl. Ég minnist sumarferða okkar um landið, og kóramóta í Skálholti, sem voru einstaklega uppbyggileg og skemmtileg. Í öllum þessum ferðum var Ella hrókur alls fagn- aðar, og ekki vantaði húmorinn. Öll hennar framkoma var fáguð og það var svo mikill innileiki í túlkun hennar í söngnum. Ég er viss um að kirkjan og kirkjusöngurinn voru hennar hjartans mál. Hún trúði af einlægni á frelsara sinn og fól hon- um líf sitt og sinna nánustu. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu Elínborgar innilegar samúðar- kveðjur. Það var gefandi að fá að þekkja og starfa með Ellu okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Petrína Kristín Steindórsdóttir. Þegar Elínborg, glæsilega konan frá Arnarnesi í Dýrafirði, er fallin frá, þjöppum við kórfélagarnir okkur saman og hugsum okkar ráð. Það var dýrmætt að fá að kynn- ast Elínborgu. Hún hafði yndi af söng og var einn af stofnfélögum Kórs Félags eldri borgara í Reykjavík árið 1986, sat í fyrstu stjórn og var ritari kórsins í 15 ár. Þegar Elínborg var níræð skrif- aði hún, fyrir heimildasafnið, sögu kórsins fyrstu starfsárin. Allt sem hún gerði var unnið af vandvirkni og samviskusemi. Þess naut kórinn öll árin. Elínborg hafði líka gaman af að dansa, flott á gólfi og steig ekki feilspor, enda hafði hún taktinn. Við söknum Elínborg- ar, en hvað segir ekki Tómas Guð- mundsson: En kannske á upprisunnar mikla morgni við mœtumst öll á nýju götuhorni? Og þá verður sungið og dansað. Elínborg er kvödd með virðingu og þakklæti. Kór Félags eldri borgara í Reykjavík. Elínborg Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.