Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 51

Morgunblaðið - 27.10.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 51 þau hjónin alltaf til náinna skyld- menna, svo náinn var vinskapurinn. Alltaf var talað um þau í einu. Það var sjaldan sagt Rúnar eða bara Níný heldur Rúnar og Níný, þó svo að rætt væri um annað þeirra. Ég held að þetta segi mikið um það hversu samrýnd þau hjónin voru. Rúnar var mikill mannvinur og vildi allt fyrir alla gera. Ég man þegar ég var unglingur og vantaði vinnu yfir sumar og leitaði þá til Rúnars sem þá rak prjónastofuna Akraprjón. Hann tók mér vel og sjálfsagt að ráða mig í vinnu og allt- af þegar ég rakst á Rúnar þá var alltaf spurt hvort ekki væri allt í lagi og hvernig gengi. Vart var hægt að hugsa sér betri yfirmann. Einnig man ég eftir því þegar ég sat í stjórn handknattleiksdeildar IA og leitaði til Rúnars eftir stuðn- ingi við deildina, þá var vel tekið á móti manni og að sjálfsögðu mynd- arlegur styrkur. Ég veit að á þeim tíma sem Akraprjón var til var Rúnar óspar á stuðning við íþrótta- starfsemina á Akranesi og var mik- ill stuðningsmaður knattspyrnuliðs IA. Rúnar var eftirminnilegur á knattspyrnuleikjum, því þessi ró- legheitamaður tók fullan þátt í leiknum með stuðningsköllum og innlifun í leikinn þannig að eftir var tekið. Rúnar og Níný voru dugleg að fara á útileiki liðsins og komu m.a. til Ólafsfjarðar á leik meðan við hjónin bjuggum þar. Ég vil með þessum fátæklegu orðum minnast þessa mikla fjöl- skylduvinar. Faðir minn hefur nú misst sinn besta vin og veit ég að söknuður hans verður mikill og sár. Ég vil votta Níný mína dýpstu samúð. Nú hefur hún ekki lengur Rúnar sér við hlið til að njóta sam- vista við bæði heimafyrir og í sum- arbústaðnum sem ég veit að þeim þótti svo vænt um. Guðfinnu, Ingi- björgu og fjölskyldum þeirra votta ég einnig samúð mína, því nú er farinn frábær faðir og afi, allt of snemma. Megi minning um Rúnar lifa með okkur um ókomna tíð. Magnús D. Brandsson Kiwaniskveðja Við fráfall Rúnars sjáum við fé- lagarnir í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi á bak einum úr hópi okk- ar, sem sett hefur sterkan svip á til- veruna í leik og starfi. Fyrir nærri fjórum áratugum stofnaði vösk sveit ungra manna til Kiwanisstarfs á Skipaskaga. Á fyrstu árunum bættust fljótt fleiri slíkir í liðið. Margir frumherja hafa enst lengi í Kiwanisstarfinu og var Rúnar gott dæmi þar um. Þrátt fyrir fjarveru við sjómennsku löngum stundum hin síðari ár lét hann það ekki aftra sér frá því sækja fundi og taka þátt í starfinu að öðru leyti. Við alvarleg veikindi undir lokin lét hann ekki deigan síga og stóð meðan stætt var. Þar kom, að sá sem slær með ljánum skildi eftir eitt skarðið enn í röðum okkar. Rúnar gekk í allt, sem gera þurfti í starfsemi Kiwanisklúbbsins Þyrils, m.a. var hann forseti starfsárið 1978–79. Fórnfýsi og eindreginn áhugi á því sem tekist var á við á hverjum tíma var aðalsmerki hans. Rúnar var þéttur fyrir og yfirveg- aður í aðgerðum. Borgfirskur sveitapiltur og sundmaður góður, sem gerðist Skagamaður og fór í iðnnám og lauk síðar vélstjóraprófi. Rúnar fékkst og við löggæslustörf og fyrirtækjarekstur um dagana. Var einnig virkur á öðrum sviðum samfélagsins. Hann var víða heima og gat verið einkar gagnlegt og gaman að eiga við hann samræður um menn og málefni og minnist ég persónulega margra slíkra er við áttum á fundum okkar. Auk þess var ætíð grunnt á góðlátlegum sög- um, sem hann fór ævinlega vel með, enda skopskynið og fyndnin hæglát og oft ómótstæðileg. Hinir marg- víslegu kostir Rúnars nutu sín einkar vel í starfi Þyrils. Við félagar hans þar sjáum nú á bak góðum og traustum vini og munum minnast hans með trega og söknuði. En hugur okkar beinist einkum í því tilliti til eftirlifandi eiginkonu og nánustu aðstandenda. Rúnar og Guðný Jónsdóttir felldu hugi saman ung að árum og gengu í hjónaband, sem varð þeim báðum gæfuríkt. Um margt ólíkir einstaklingar, sem báru gæfu til að standa saman gegnum þykkt og þunnt á lífsleið- inni. Guðný, fermingarsystir mín, hefur nú misst mikið þegar „Rúnar minn“ er allur. Hún var nýbúin að fá hann í land við starfslok og góður tími átti að vera í vændum fyrir þau bæði. Á skömmum tíma heltaka ólæknandi veikindi Rúnar og dauð- inn kallar hann óðara til sín. Hátt er reitt til höggs og vonandi auðn- ast Guðnýju að bera það af sér með því hispursleysi og lífsþrótti, sem ætíð hefur einkennt hana öðru fremur. Við biðjum þann sem öllu ræður að styrkja Guðnýju og fjölskylduna í aðsteðjandi sorg við ótímabært andlát Rúnars Péturssonar og blessa minningu hans um ókomna tíð. Um leið þakka Kiwanisfélagar í Þyrli gott framlag þeirra beggja í þágu sameiginlegra markmiða og varanlegrar vináttu. Guðmundur Vésteinsson Fallinn er frá eftir erfið veikindi Rúnar Pétursson, vélstjóri og fyrr- verandi framkvæmdastjóri. Alla tíð var Rúnar einlægur stuðningsmað- ur og aðdáandi Skagaliðsins í knatt- spyrnu, samhliða því sem hann lét ýmis málefni bæjarfélagsins á Akranesi til sín taka og var m.a. varabæjarfulltrúi um nokkurt skeið. Sérstaklega voru atvinnumálin Rúnari hugleikin og lagði hann sín lóð á vogarskálarnar í þeim efnum bæjarfélaginu til framdráttar. Rúnar stundaði sjómennsku all- mörg ár og á sjómannadaginn í júní sl. var hann heiðraður fyrir þau störf sín. Við það tækifæri mætti hann glaður og kátur þrátt fyrir að hart væri sótt að heilsu hans. Eng- an bilbug var á honum að finna en stundin gripin af léttleika og gleði. Alla tíð var Rúnar og reyndar einnig kona hans Guðný, eða Níní eins og flestir kalla hana, mikið stuðningsfólk íþrótta á Akranesi og þá sérstaklega knattspyrnufélags- ins. Stuðningur þeirra var og er fé- laginu mikilvægur og ávallt veittur af þeirri einlægni að eftir var tekið. Það er því ljúft að fullyrða að fölskvalaus stuðningur Rúnars gerði hann að fyrirmyndar stuðn- ingsmanni þannig að til eftirbreytni er fyrir aðra. Þó svo að eitthvað gengi á í boltanum felldi Rúnar aldrei dóma heldur ræddi málin af hógværð og sá alltaf góðu hliðarnar á málum. Hans verður saknað á vellinum og hans verður saknað í samfélaginu á Skaganum. Fyrir hönd Knattspyrnufélags ÍA og knattspyrnunnar á Akranesi færum við Rúnari þakkir fyrir mikilsvert og óeigingjarnt framlag sitt. Í fátæklegum orðum sendum við hinstu kveðju okkar með þakklæti fyrir liðna tíð og allt það sem Rúnar gerði fyrir félagið sitt, gulur og glaður. Við sendum fjölskyldu Rún- ars innilegar samúðarkveðjur um leið og við biðjum minningarinnar um góðan dreng blessunar. Gunnar Sigurðsson fyrrv. formaður Knattspyrnufélags ÍA. Gísli Gíslason, formaður rekstrarfélags meistaraflokks og 2. flokks ÍA. Það var vorið 1956 sem við Rúnar hófum samstarf. Það var á skurð- gröfu frá Vélasjóði. Við byrjuðum á því í Böðvarshólum í Vestur-Húna- vatnssýslu. Við vorum síðan í þrjú sumur saman á gröfunni. Ég sá það fljótt að ekki var hægt að hugsa sér betri félaga. Við vorum hjá mörgu góðu og skemmtilegu fólki. Þá voru ekki komnir bílar á marga bæi og margir sem ekki höfðu stjórnað bíl- um. Einn gamall einstæður bóndi sem við vorum hjá hafði ekki mikið farið útaf bæ og hafði aldrei haft tækifæri til að aka bíl en hafði lengi átt þá ósk heitasta að aka bíl. Rún- ar lofaði þessum manni að aka jeppa sem við vorum með um túnið á bænum. Þarna naut ég sem oftar góðvildar Rúnars, því gamli mað- urinn blessaði okkur báða og óskaði þess í viðurvist ráðunautarins sem sá um gröftinn að hann gæti haft þessa blessuðu drengi áfram hjá sér. Þetta er lítið dæmi um það að Rúnar reyndi að láta óskir sam- ferðamannanna rætast ef hægt var. Síðan áttum við Rúnar samleið í héraðslögreglunni í Borgarfirði, vél- smiðju á Akranesi, lögreglunni á Akranesi og við prjónastofu. Alls- staðar reyndist Rúnar hinn ágæt- asti félagi og starfskraftur. Rúnar var mikill áhugamaður um margt og má þar til dæmis nefna knattspyrnu og stjórnmál. Hann starfaði mikið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, í Kiwanisklúbbnum Þyrli og fl. Við með fjölskyldum okkar höf- um átt saman ótal gleðistundir. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skyldu hans og vini, þegar hann greindist með ólæknandi sjúkdóm og nú þegar hann er dáinn verður skarð hans ekki fyllt og tíminn læknar ekki sárin, sem sálir hafa hlotið, þótt við verðum að lifa okkar tíma við þær aðstæður. Ég vil hér tala til Rúnars með orðum skáldsins frá Rauðsgili: Í djúpi míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu, þegar mig varir minnst, og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum af þér. (Jón Helgason) Við Íða og fjölskylda okkar vott- um Níný og fjölskyldu og öðrum ástvinum Rúnars innilega samúð og óskum honum alls hins besta á ókunnri braut. Ef annað líf er, væri gaman að eiga á ný samleið með Rúnari, þeim góða dreng. Fróði Við andlát Rúnars Péturssonar vélstjóra leitar hugurinn til baka oglangar okkur skipsfélagana að minnast hans með nokkrum orðum. Rúnar hóf störf sem vélstjóri á Vík- ing Ak 100 árið 1991 og gegndi hann því starfi til æviloka. Þegar Rúnar kom um borð á sínum tíma könnuðust flestir í áhöfninni við hann frá fyrri tíð af Skaganum. Hinir voru fljótir að komast að því að hér var á ferðinni einstaklega þægilegur, góðhjartaður og kurteis maður sem gott var að umgangast. Rúnar reyndist vera mjög traust- ur starfsmaður sem sinnti starfi sínu af miklum áhuga og á ein- staklega samviskusamlegan hátt. Sá háttur var hafður á um borð að vélstjórarnir skiptust á að mæta uppá dekk þegar nótinni var kastað. Rúnar stóð sig einstaklega vel í nót- arkassanum. Þeir voru ófáir að- framkomnu afleysingamennirnir sem litu stórum augum á þennan fílhrausta mann á sjötugsaldri sem gaf ekkert eftir. Ósjaldan heyrðust setningar í kassanum eins og „Mik- ið vildi ég að ég yrði eins hraustur og Rúnar þegar ég verð kominn á hans aldur“. Rúnar hafði gaman af mörgu eins og t.d. fótbolta og öðrum íþróttum. Hans helstu áhugamál voru þó stjórnmál og fréttir. Rúnar hlustaði nánast á alla þá fréttatíma sem hann hafði tök á og tryggði þannig að áhöfnin væri vel upplýst um fréttir dagsins. Athygli Rúnars skerptist þó til muna þegar minnst var á Sjálfstæðisflokkinn enda gall- harður stuðningsmaður flokksins. Rúnar var félagslyndur maður og var eiginlegt að gleðjast með öðr- um. Rúnar tók virkan þátt í fé- lagslífi áhafnarinnar hvort sem það var um borð, í landlegum út á landi eða í skipulögðum samkomum áhafnarinnar. Óhætt er að segja að við skipsfélagarnir eigum margar góðar, skemmtilegar minningar um Rúnar í leik og starfi. Við ferðalok er margs að minnast en minning um góðan dreng mun lifa áfram í hjörtum samstarfs- manna á sjónum. Að lokum viljum við senda Níní og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd áhafnarmeðlima á Víking AK 100 í gegnum tíðina. Karl Óskar Viðarsson Sigurður Villi Guðmundsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÚLFHILDAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Úlfsstöðum, Loðmundarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrun- arheimilinu Skjóli, 3. hæð, fyrir umhyggju og alúð í hennar garð. Ómar Pétursson, Sonia Pétursson, Hlini Pétursson, Anna Lísa Blomsterberg, Guðmundur H. Pétursson, Kristín Kristjánsdóttir, Hólmsteinn Pétursson, Hallfríður Bára Einarsdóttir, Aðalheiður Þóra Sigurðardóttir, Árni Pétursson, Guðveig Einarsdóttir, Logi Pétursson, Sairung Nanghong, Lýður Pétursson, Kristín Jóhanna Hirst, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR ÞORLEIFSDÓTTUR frá Svínhólum í Lóni. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis- ins á Höfn. Hannes Erasmusson, Aðalheiður Hannesdóttir, Rögnvaldur Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TRYGGVA G. BLÖNDAL fyrrv. skipstjóra, Hrafnistu, Hafnarfirði. Benedikt Blöndal, Ragna Blöndal, Sigurður G. Blöndal, Irma Blöndal, Margrét Þ. Blöndal, Sigurjón Finnsson, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÚN BJARNADÓTTIR, Heiðvangi 10, Hellu, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 22. október, verður jarðsungin frá Árbæj- arkirkju í Holtum laugardaginn 28. október kl. 13.00. Valur Haraldsson, Þorsteinn Valsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Elínborg Valsdóttir, Aðalsteinn Hákonarson, Ólafur Valsson, Sigríður Kristín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.