Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurHaukdal Andr- ésson (Deild- artunguætt) fæddist á Sveinseyri við Dýrafjörð 14. des- ember 1920. Hann lést í Reykjavík 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Guðmunds- son, bóndi á Sveins- eyri, f. 24.8. 1884, d. 26.7. 1962, og Ólafía Jónsdóttir, hús- freyja, f. 19.7. 1882, d. 15.7. 1979. Föðurforeldrar: Guð- mundur Eggertsson, f. í Höll 1848, d. 1922, og Elínborg Jónsdóttir, f. á Sveinseyri 1846, d. 1937. Móð- urforeldrar: Jón Friðrik Ólafsson, f. í Haukadal 1855, drukknaði 1882, og Sigríður Gísladóttir, f. á Gemlufalli í Dýrafirði 1852, d. 1938. Guðmundur Haukdal var sinna, eins og títt var í þá daga, en strax á 17. ári hóf hann sjó- mennsku, fyrst á haust- og vetr- arvertíðum en tveim árum síðar varð hann háseti á strand- ferðaskipum Ríkisskipa, lengst af á „Súðinni“. Rétt fyrir stríðslok og um 15 ára skeið þar á eftir stund- aði hann millilandasiglingar. Hann lauk farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum árið 1949. Eftir komuna í land stundaði hann um tíma trilluútgerð, bæði hér syðra og fyrir vestan. Að sjóvolkinu loknu sinnti Guðmundur rekstri fiskbúðar, sem hann rak í tveimur hverfum borgarinnar um margra ára skeið. Síðustu tvo áratugi starfsævinnar vann Guðmundur við verkstjórn og síðar vakt- mennsku í vöruskemmum Eim- skips. Útför Guðmundar var gerð frá Fossvogskapellu 13. október – í kyrrþey að ósk hins látna. næstyngstur sjö systkina en þau voru: Sigurjón, f. 1912, d. sama ár; Sigríður Haukdal, f. 1914, d. 2004; Sigurjón Hákon Haukdal, f. 1916, d. 1996; Sólveig Stein- unn Haukdal, f. 1917, d. 1939; Páll Haukdal, f. 1919, d. 1987; og Björg Haukdal, f. 1922, d. 1926. Guðmundur hefur verið í staðfestri sam- búð með Ingibjörgu Júlíusdóttur, f. 1.3. 1922, í röska fimm áratugi. Foreldrar hennar voru Júlíus Pálsson og Brynhildur Jónsdóttir, bæði af skagfirskum ættum. Þeim Guðmundi og Ingi- björgu varð ekki barna auðið. Guðmundur óx úr grasi á óðali feðra sinna, sótti barnaskólanám í Haukadal, vann á búi foreldra Fréttin um andlát frænda míns, Guðmundar Andréssonar frá Sveinseyri við Dýrafjörð, kom mér nokkuð á óvart. Ég hafði nokkrum vikum áður heimsótt þau Ingibjörgu og hann í fallegri íbúð þeirra við Kirkjusand í Reykjavík og hitti hann fyrir eldhressan að vanda. Að vísu var hann að verða 86 ára gamall en var í fínu líkamlegu og andlegu formi, stálminnugur, léttur í spori og sí-syngjandi um allar trissur með kórnum sínum, karlakórnum „Kátir karlar“, en söngur var hans líf og yndi og hafði svo verið, allt frá því að hann komst úr mútum. Andlát hans bar ekki að á sóttarsæng, nei, hann hné niður við íþróttaæfingar í „ræktinni“. Samleið okkar er búin að vara næstum alla mína ævi. Á áttunda ári vorið 1940 var ég sendur í sveit að Eyri með m/b Fróða, sem var á leið heim til Þingeyrar að vetrarvertíð lokinni. Á Sveinseyri bjuggu for- eldrar Mumma, Andrés ömmubróð- ir minn og kona hans Ólafía. Þetta var fyrsta sumarið mitt af fjórum, sem ég naut atlætis og uppeldis hjá þessum yndislegu hjónum; blessuð sé minning þeirra. Þegar þetta var, var Mummi háseti á Súðinni en kom alltaf heim í frí um sláttinn öll sumr- in, sem ég var þarna; hann birtist árvisst á Nasanum (leiti á milli Haukadals og Sveinseyrar) í byrjun heyskapartíðar. Þetta sýndi hug hans til æskuheimilisins og þá vænt- umþykju sem ríkti meðal alls þessa ágæta skylduliðs míns í Dýrafirði. Mummi, en svo var hann jafnan kallaður innan stórfjölskyldunnar, var skírður í höfuðið á langafa mín- um, Guðmundar Eggertssonar í Höll í Haukadal. Fleiri sveinar í þessum ættlið báru nafn þessa höfð- ingja, sem rétt fyrir aldamótin 1900 varð þeirra gæfu aðnjótandi – vegna árvekni sinnar og fljótra og fum- lausra viðbragða og aðgerða – að bjarga giftusamlega frá bráðum bana þeim Hannesi Hafstein, sýslu- manni Ísfirðinga, og tveimur aðstoð- armönnum hans, er sýslumaður hugðist taka skipstjórann á togar- anum Royalist fastan vegna ólög- legra veiða innfjarðar í Dýrafirði. Fúlmennið, skipstjórinn, beitti yfir- valdið og aðstoðarmenn hans fanta- brögðum, sem leiddu til láts þriggja aðstoðarmanna hans. Í raun var ég þeirrar trúar, að Mummi ætti sér níu líf, því hann var búinn að ganga í gegnum óteljandi hættur á lífsleiðinni. Hann slapp með heilli há frá miskunnarleysi berklanna á æsku- og ungdómsárum sínum, þessa hræðilega sjúkdóms sem herjaði hvað ákafast og af mikl- um þunga í flestum byggðum Vest- fjarða, og um land allt og tók gríð- arlegan toll, m.a. hjá fjölskyldunni á Sveinseyri, því tvær systur sínar, þá yngstu og næstyngstu, missti hann af völdum „hvíta dauðans“, auk þess sem bróðir hans Páll, varð hálfur maður að afli eftir átakamikla bar- áttu við þennan vágest. Mummi naut mikillar giftu öll ár sín á sjó og fleytti hún honum fram hjá hættum stríðsáranna, sem lúrðu í hafdjúp- unum, bæði við strendur landsins og í úthafinu í fisksöluferðum hans til Bretlands, og í háloftunum. Það sem hrjáði hann hins vegar mest og tók stærstan tollinn var viðvarandi magasár, sem hann skilgreindi svo: „það bara sprakk í mér maginn en þeir „læknararnir“ (vestfirska) þarna á Landakoti skáru obbann af honum burt, skildu eftir lítinn sepa, sem hefur dugað mér hingað til, en ég verð svakalega fljótt saddur.“ Já, hann var léttur á fóðrunum, hann frændi minn. Vorið 1943, um miðjan sauðburð- inn, veiktist allt heimilisfólkið á Sveinseyri af mislingum, nema Andrés frændi, sem stóð einn uppi og sárvantaði því aðstoð við vor- störfin. Súðin var í Reykjavík á leið vestur og norður (í hálfa hringferð) og bjóst Mummi við því að geta fengið mann í sinn stað, svo hann gæti farið af skipinu á Þingeyri og orðið fólkinu sínu að liði þá strax og vera heima fram yfir slátt. Ég fór líka vestur með þessari ferð Súð- arinnar, allt var fullt og ekkert svefnpláss og naut ég frænda míns þá og svaf í koju hans. Þetta var fjórða sumarið mitt fyrir vestan. Ég hafði fram að þessu farið vestur með línuveiðurum, fyrst með Fróða, svo með Sæhrímni og síðast með Fjölni en núna með sjálfu strandferðaskip- inu. Þessi ferð gleymist mér aldrei, því viðkomustaðirnir voru svo marg- ir. Við lögðum af stað frá Reykjavík um 25. maí og komum við á Hellis- andi, Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðar- dal, Flatey, Breiðavík, Patró, Tálknafirði, Bíldudal og þaðan til Þingeyrar og höfðum verið þrjá daga á leiðinni. Ekki tókst Mumma að fá mann fyrir sig þar frekar en á fyrri viðkomustöðum og hélt hann áfram með skipinu til Flateyrar, Suðureyrar, Bolungarvíkur og Ísa- fjarðar. Þar tókst það loks og kom Mummi snarhendis til baka með áætlunarbíl til Gemlufalls, með ferj- unni yfir til Þingeyrar og fótgang- andi þaðan og út eftir til Sveins- eyrar. Allt ástandið á bænum breyttist mjög til batnaðar við komu hans, því meðan við Andrés biðum komu Mumma, áttum við tveir fullt í fangi með að hjúkra þeim veiku, sér- staklega þeim elstu, sem voru fár- veikir, og jafnframt að sinna ný- fæddum lömbunum, bera á túnin og sinna öðrum nauðsynlegum vor- verkum. Einhverjar frænkur úr Haukadal komu út eftir og hjálpuðu okkur við matseldina. Allt gekk þetta þó einhvern veginn og smátt og smátt rénaði sóttin og fólkið tók að braggast og fór að hafa fótaferð. Ég hafði verið sendur inn í Með- aldal (þar var vatnsaflsstöð), til að sækja nýhlaðið „water-battery“, svo unnt væri að hlusta á útvarp, því ekki hafði gefist tími að sækja það þangað inn eftir. Þetta var 16. júní 1943. Þegar ég kom til baka var við- tækið strax tengt við batteríið og allir biðu svo kvöldfréttanna í bað- stofunni uppi á lofti. Aldrei, svo lengi sem ég lifi, mun ég gleyma sársaukanum, sem skein úr augum Mumma og táraflaumnum, sem fylgdi, er helfregnin um árásina á Súðina barst á öldum ljósvakans og þulurinn skýrði frá því, að Súðin hefði orðið fyrir árás þýskrar orr- ustuflugvélar, sem næstum sökkti skipinu og særði sjö skipverja, tvo þeirra mjög hættulega og tvo til ólíf- is. Annar þeirra, sem létust af sár- um sínum, var maðurinn sem hafði leyst Mumma af, hann átti stýris- vaktina og stóð við stýrið, þegar skothríðin reið yfir skipið. Atvik þetta setti mark sitt á Mumma og hann kenndi sér um afdrif þessa manns. Í nafni Mumma og skyldu- liðs hans blessum við minningu þessa manns. Sumrin á Eyri og samverustund- irnar með frænda mínum Mumma líða mér seint úr minni. Hann var tólf árum eldri en ég og ég leit mjög upp til hans. Hann fór með mér fram á Eyrardal, þegar ég hóf að sitja yfir ám sjö ára gamall, kenndi mér öll örnefnin í dalnum, svo ég gæti sagt frá því í kvíunum um kvöldið, hvar við, ærnar og ég, hefð- um verið. Þetta var síðasta fráfæ- rusumarið á Eyri. Ég sé enn frænda minn fyrir mér, þar sem hann stóð í mógröfunum, í vatni upp að mitti, þeytandi stórum mókögglum með gaffli upp á bakkann. Sömuleiðis úti á túni, þar sem hann keikur og kraftmikill sveiflaði orfinu svo söng í ljánum og grasið féll í múga við hlið hans. Guðmundur hafði mikla og bjarta rödd, var afbragðs tenór, hann var lagviss og fljótur að til- einka sér þau lög, sem heyrðust í út- varpinu á þessum árum og söng þau svo fullum hálsi við sláttinn og söng- urinn bergmálaði í hamrabeltum Nóntinds og Eyrarfjalls, sem rísa brött og hnarreist ofan Sveinseyrar, og heyrðist söngur hans um allan fjörð – að mér fannst. Ég er ekki í neinum vafa um, að hefði Mummi snúið sér að námi í söng, hefði hann náð langt á söngbrautinni. Þegar leiðir okkar skildi þarna forðum hélt Mummi sjómennskunni áfram, hún átti, þrátt fyrir allt, hug hans allan. Hann var í utanlands- siglingum um árabil, náði sér í sigl- ingatíma og fór í Sjómannaskólann og lauk farmannaprófi um 1950 og hélt áfram siglingum enn um nokk- ur ár, ýmist sem háseti eða stýri- maður, en erfitt var á þessum árum að vinna sig upp, því réttindamenn voru nánast í öllum plássum um borð í far- og varðskipum á þessum árum og því samkeppni mikil. Um þetta leyti, í kringum 1950, kynnist hann lífsförunaut sínum, henni Ingibjörgu Júlíusdóttur og hafa þau verið óaðskiljanleg allar götur síðan. Ekki varð þeim Ingi- björgu barna auðið en væntumþykja þeirra í garð frændsystkina sinna var heil og sönn og stóð hús þeirra þeim öllum opið, ávallt. Gestrisni þeirra hjóna var viðbrugðið og manni leið vel innan veggja glæsi- legs heimilis þeirra. Þau hafa verið mjög samrýnd og gert alla hluti sameiginlega og að vel yfirlögðu ráði, byrjuðu búskap í litlu plássi en juku smátt og smátt við sig og hafa ávallt búið vel. Að siglingum loknum stundaði Guðmundur trilluútgerð um tíma en seldi hana og hóf í framhaldi af því rekstur fiskbúðar, sem þau hjónin ráku um árabil í Reykjavík. Maga- vesenið var alltaf, þrátt fyrir upp- skurðinn forðum, af og til að hrjá frænda og tók hann þá til þess ráðs, af heilsufarsástæðum, að selja fisk- búðina og réð sig til starfa í vöru- skemmum Eimskipafélags Íslands, fyrst við verkstjórn en svo við næt- urvörslu og starfaði þar óslitið til sjötugs, er hann settist í helgan stein. Frændi lét sér ekki leiðast, þegar á eftirlaunaldurinn kom, því þá hófst skemmtilegasta tímabil ævi hans. Hann gerðist félagi í hinum ýmsu kirkjukórum á höfuðborgarsvæðinu, var á tímabili í karlakórnum Þröst- um í Hafnarfirði og hin allra síðust ár söng hann með karlakórnum Kát- ir karlar. Hópur félaga hans úr þessum kórum kvöddu sinn gamla góða félaga með söng við útför hans, sem fram fór í kyrrþey hinn 13. október sl. Guðmundur var jarðsett- ur í Gufuneskirkjugarði. Ég sendi Ingibjörgu og nánustu ættingjum Mumma hugheilar sorg- ar- og saknaðarkveðjur frá okkur, niðjum Þorbjargar Guðmundsdótt- ur, föðursystur Mumma. Blessuð sé minning frænda míns, Mumma Andrésar frá Sveinseyri. Gylfi Guðmundsson. Sumarið er senn á enda runnið samkvæmt tímatali, haustið að koma. Litbrigði jarðarinnar svo undurfögur. Fjallatoppar að fá á sig hvíta hulu. Berjabrekkurnar skarta sínu fegursta og vel þroskuð berin, sem beðið hafa eftir að fimir fingur kæmu að tína, hafa hopað fyrir fyrstu frostnóttum. Fuglar himins svífa yfir landi, heillaðir af fegurð- inni, meðvitaðir um að brátt styttist í ákvörðunartöku um að dvelja hér eða ekki. Það er erfið ákvörðun á fögrum haustdegi að yfirgefa landið sitt og fljúga til framandi stranda. Þannig er því nú líka varið með okk- ur mennina þegar við ákveðum breytingar á okkar högum. Sú ákvörðun verður okkur mörgum erf- ið. En ákvörðuninni verður ekki breytt þegar kemur að kalli frá æðri máttarvöldum, þeim hlýðum við. Fréttin af andláti frænda míns og föðurbróður, Guðmundar H. Andr- éssonar, var mér erfið. Vissulega var hann orðinn fullorðinn maður, tæplega 86 ára að aldri, en gam- almenni var hann samt aldrei. Þessi höfðingi bar aldurinn einstaklega vel. Eftir situr minning um góðan, glaðan og gáskafullan mann, sem alltaf geislaði af. Teinréttur og grannur, kvikur í hreyfingum, góð- um gáfum gæddur. Fróður var hann mjög, enda nutum við sem yngri vorum þess að fræðast um fyrri tíma. Oft var hlegið og spaugað með strákapörin sem þeir bræður og frændur brugðu fyrir sig. Hann var mjög söngelskur, naut þess að vera í góðra vina hópi, syngjandi, enda var hann félagi í nokkrum kórum, bæði karlakórum og kirkjukórum. Margar eru minningarnar sem sækja á hugann þegar ég sit og pára þessar línur. Mummi frændi, eins og ég kallaði hann alltaf, var mjög barngóður maður. Við bræðrabörn- in hans sem bjuggum vestur í Dýra- firði hlökkuðum alltaf til þegar von var á frænda í heimsókn. Vel man ég eftir einni af fyrstu heimsóknum hans til Sveinseyrar, með kærust- unni sinni, henni Ingibjörgu. Ég var búin að heyra hjá ömmu að hún væri smávaxin kona. Ég var spenntust fyrir því að geta kannski fengið að máta fínu skóna hennar. Ég, stelpu- tátan, heillaðist mjög af fínum skóm með háum hælum. Í mínum huga voru þeir alltaf svo flottir. Ingibjörg eða Inga, eins og hún var alltaf kölluð af öllum, varð lífs- förunautur hans alla tíð. Þau eign- uðust mjög fallegt heimili, voru sam- taka um að fegra og prýða umhverfið í kringum sig. Heimili þeirra stóð alltaf opið öllum og var mjög gaman að koma til þeirra, gestrisnin ávallt í fyrirrúmi. Mummi frændi var af þeirri kyn- slóð Íslendinga sem upplifðu þær gríðarlegu breytingar sem urðu á ís- lensku þjóðfélagi og kjörum alþýð- unnar á fyrri hluta 20. aldarinnar. Þessar breytingar mótuðu hann og hans skoðanir. Ég ætla nú ekki að rifja upp lífs- göngu frænda míns, en eitt veit ég að hvar sem hann var við vinnu geislaði af honum gleði og dugnaður. Hann var úrræðagóður og leysti mörg vandamálin. Nú er samferðin á enda í þessu lífi og Mummi frændi kominn á annað tilverustig. Hann skilur eftir sig skýra mynd og dýr- mætar minningar sem munu lifa meðal okkar. Hann miðlaði sínum skerf til þroska og uppbyggingar, þeim sem lánaðist að vera í sam- félagi við hann í lengri eða skemmri tíma. Hann stóð jafnframt þétt með þeim sem þurftu hans með og veitti þeim dýrmætan stuðning. Það stendur upp úr við þessa kveðju- stund og er okkur öllum hugleikið og þakkarvert að leiðarlokum. Elsku Ingibjörg, ég bið góðan Guð að styrkja þig og leiða áfram á lífsins braut ásamt öllum ykkar ást- vinum. Að leiðarlokum vil ég þakka mínum kæra föðurbróður samfylgd- ina í rúm 55 ár. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóh. frá Brautarholti) Hinsta kveðja. Ólafía Sigríður Sigurjónsdóttir og fjölskylda. Guðmundur Haukdal Andrésson Elsku afi minn, mér þykir svo sárt að hafa ekki náð í tæka tíð til að knúsa þig og kveðja þig. Ég var á leiðinni heim með tvær stuttar par- ísardömur. Við vorum einnig með fallegt bréf sem Stéphane skrifaði þér, sem þú hefðir léttilega skilið, þú varst svo góður í frönsku. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa verið afi minn. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu og það var svo gott að tala við þig. Minningarnar eru fallegar og skemmtilegar. Þegar við barnabörn- in vorum lítil tókst þú okkur á Litlu Jörp, en aðalfjörið var náttúrlega á Stóru Jörp. Þú varst nú voðalega stríðinn. Þú Hallgrímur Steinarsson ✝ HallgrímurSteinarsson fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1927. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kapellu 6. sept- ember. spáðir mikið í alla skapaða hluti og hafðir alltaf svo mikið fyrir stafni. Þú varst mikill ferðamaður og ég veit ekki töluna á hringun- um sem þið amma fór- uð um Ísland! Ég minnist þess alltaf þegar þú sagðir við mig: „Veistu það, Sigrún mín, að ég er svo skotinn í henni ömmu þinni.“ Þú minntir mig á lítinn skólastrák. Þið amma voruð svo sæt saman. Þú stóðst þig eins og hetja í baráttunni við sjúk- dóminn og ég er mjög stolt af þér. Ég sakna þín sárt, en eins og þú sagðir við mig þá megum við ekki vera eigingjörn, mestu máli skiptir að þér líði betur þar sem þú ert núna og að þú hafir verið sáttur við að fara. Ég trúi því að þú sért hérna hjá okkur þó svo við sjáum þig ekki. Elsku afi minn, þú ert og verður alltaf í hjarta okkar. Hvíl í friði. Þín Sigrún Halla, Stéphane, Snædís Inga Nicole og Sóley Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.