Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 53
MINNINGAR
✝ Rose EvelynHalldórsson
fæddist í Kolding á
Jótlandi 16. ágúst
1907. Hún lést á
heimili sínu Reyni-
mel 61 þriðjudag-
inn 17. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Svend Georg Holm
Rasmussen versl-
unarmaður frá Lá-
landi, f. 28. októ-
ber 1877, d. 5.
mars 1955, og
Anna Marie Kristine Jensine
Rasmussen frá Vejle, f. 16. maí
1881, d. 10. febrúar 1854. Rose
var fjórða í röð átta systkina
sem upp komust.
Hinn 10. júlí 1928 kom Rose
til Íslands og bjó hér á landi eft-
ir það. Hún giftist 20. maí 1933
Nikulási Marel Halldórssyni
járnsmið og síðar verkstjóra í
vélsmiðjunni Hamri, f. 23. júní
1907, d. 2. júní 1987. Foreldrar
hans voru hjónin Halldór Eiríks-
son ættaður frá Markaskarði í
Rangárvallasýslu, f. 29. ágúst
1861, d. 23. maí 1936, og Mar-
grét Þorsteinsdóttir frá Högna-
stöðum í Borgarfirði, f. 28.
ágúst 1868, d. 19. janúar 1938.
Fósturforeldrar Nikulásar Mar-
els voru Haldor
Martin Haldorsen,
f. 17. apríl 1870, d.
28. apríl 1956, og
Berta Helene Hal-
dorsen, f. 21. októ-
ber 1871, d. 12.
nóvember 1948.
Voru þau hjón
bæði ættuð frá
Bremnesi á eyjunni
Bömlo við Bergen.
Börn Rose og
Nikulásar Marels
eru: 1) Frank Mart-
in Halldórsson,
fyrrverandi sóknarprestur í Ne-
sprestakalli í Reykjavík, f. 23.
febrúar 1934. 2) Betsy Ragnhild
Halldórsson, fyrrverandi kenn-
ari við Breiðagerðisskóla í
Reykjavík, f. 4. október 1936. 3)
Georg Snævar Halldórsson,
húsasmíðameistari í Reykjavík,
f. 11. júlí 1942, kvæntur Stef-
aníu Guðmundsdóttur banka-
starfsmanni, f. 13. ágúst 1945.
Börn þeirra eru: a) Eva Aldís,
en hún á dæturnar Viktoríu
Stefaníu og Eleanor Tessu, b)
Ragnar Marel, en hann á Diljá
Hrund, Oliviu Sophiu og Nikulás
Marel.
Útför Rose verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Það telst vart fréttnæmt að 99
ára gömul kona kveðji þetta jarðlíf,
en í huga ástvinanna er tómarúm
sem verður vandfyllt.
Ung kom mamma til Íslands og
átti heima hér upp frá því. Fyrsta
minning hennar af landssýn er frá
Vestmannaeyjum, en þar kom milli-
landaskipið við á leið til Reykjavík-
ur. Frá þilfarinu sá hún litla hvíta
depla í bröttum brekkum eyjanna
og velti fyrir sér hvað þetta væri.
Einn skipverja kom til hennar og
sagði að hvítu deplarnir væru ær
með lömb í sumarhaga. Undarlegt
þótti henni hvernig lömbin fótuðu
sig í brattri hlíðinni, en fjöll þekkti
hún ekki frá Danmörku.
Til Reykjavíkur var komið á sól-
björtum júlídegi árið 1928 og fagn-
aði bærinn nýjum borgara með
birtu og yl. Fyrstu sumarnæturnar
var hún andvaka, enda ekki vön svo
björtum nóttum. Hún saknaði skóg-
anna í Danmörku, en heillaðist
fljótt af víðáttu Íslands og tærum
litum náttúrunnar.
Mamma unni Íslandi, talaði alltaf
íslensku og gerðist mikill Íslend-
ingur, en eitt sinn komst hún í
vanda. Hún hafði mikinn áhuga á
boltaleikjum og allt til hins síðasta
fylgdist hún með landsleikjum Ís-
lendinga og annarra þjóða í sjón-
varpinu, enda þótt sjónin væri farin
að gefa sig. Stuttu eftir heimsstyrj-
öldina var landsleikur í knatt-
spyrnu milli Íslendinga og Dana.
Mamma dreif sig á völlinn. Eftir
leikinn spurðum við hana með
hverjum hún hefði haldið. Hún
svaraði ekki strax, en að lokum
sagði hún, að hún hefði orðið að
halda með Dönum, þar sem á vell-
inum hefðu verið miklu fleiri sem
héldu með Íslendingum.
Aldrei sáum við börnin mömmu
sitja auðum höndum meðan hún
hafði fulla sjón. Hún prjónaði á
okkur og barnabörnin. Einnig
prjónaði hún fyrir konur sem höfðu
séð okkur í fallegu peysunum henn-
ar. Auk vinnuseminnar var glað-
lyndi og nægjusemi einkenni
mömmu.
Hún var mikil trúkona og naut
sín best í samfélagi trúaðra vina.
Við vissum að hún bað fyrir okkur
daglega, auk allra annarra bæn-
arefna og gaf það styrk í daglegu
amstri.
Hún var hamingjubarn allt frá
fyrstu stund, ólst upp í samheldinni
söngelskri fjölskyldu og lærði þar
guðsótta og góða siði. Veganestið
sem hún hafði með sér úr foreldra-
húsum entist henni ævina á enda.
Þegar hún rifjaði upp ævi sína fyrir
nokkrum árum var mjög bjart yfir
minningunum, því hún sagðist að-
eins hafa átt samleið með góðu
fólki.
Mestan hluta ævi sinnar bjó hún
á Íslandi eða í nær 80 ár. Á þeim
tíma fylgdist hún með ótrúlegum
breytingum á högum Íslendinga og
gladdist yfir velgengni þjóðarinnar.
Að leiðarlokum þakka ástvinir
hennar öllum sem reyndust henni
vel á vegferðinni, en mest Guði sem
hefur nú tekið hana til sín.
Guði séu þakkir, sem gefur oss
sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú
Krist.
Betsy.
Þegar litið er yfir farinn veg
minnumst við ótal margra ánægju-
stunda á heimili tengdamóður
minnar, þar sem gestrisni og
hjartahlýja var í fyrirrúmi og
kristileg gildi í hávegum höfð.
Við Georg hófum okkar búskap
eins og svo margir aðrir í kjall-
aranum hjá tengdaforeldrum með-
an verið var að koma sér upp eigin
húsnæði. Í rúm 42 ár hafa leiðir
okkar Rose legið saman. Vil ég
nota tækifærið og minnast með
innilegu þakklæti alls sem hún hef-
ur gert fyrir okkur og börnin, ekki
síst bænanna.
Þau hjónin Rose og Marel voru
ótrúlega natin og samhent við að
rækta garða sína af þvílíkri list,
sama hvort það var á Tómasarhaga,
Reynimel eða Árskógum, allt gaf
ávöxt í höndunum á þeim. Síðsum-
ars var alltaf komið með hinar
ýmsu grænmetistegundir í búið til
okkar. Hvernig sem ég reyndi tókst
mér aldrei að komast nálægt því að
rækta neitt í líkingu við afurðirnar
hjá þeim. Snillingur var hún í mat-
argerð og nutum við þess að fá
heimalagaða svínasultu, lifrarkæfu
o.fl. upp á ekta danskan máta.
Fáum hef ég kynnst eins iðjusöm-
um eða meðan hún hélt sjóninni.
Rose var heimavinnandi húsmóðir
alla tíð eftir að hún giftist Marel.
Féll henni aldrei verk úr hendi. Í
fjölda ára prjónaði hún listafallegar
útprjónaðar peysur á barnabörnin
auk þess sem hún prjónaði ógrynni
sjala úr íslensku eingirni, sokka og
sérlega fallega útprjónaða vett-
linga. Var þetta bæði notað til gjafa
og til styrktar hinum ýmsum mál-
efnum á árlegum jólabösurum í
kirkjunni og víðar, en mannúðar-
mál voru einlægt áhugamál hennar.
Alveg til hins síðasta var Rose
svo minnug að ef lesið var úr ritn-
ingargrein fyrir hana þá þuldi hún
með og kunni margar utanbókar.
Söngelsk var hún og afar minnug
á texta. Gaman var að hlusta á þær
saman í ágúst síðastliðnum, Viktor-
iu og Eleanor barnabarnabörnin
hennar syngja fyrir hana á frönsku
og síðan söng langamma fyrir þær
lag á dönsku frá sinni barnæsku.
Undi hún sér margan daginn við að
hlusta á plötur með norskum og
dönskum sálmalögum og taka lagið
með.
Svo lánsöm var Rose að eiga
Betsy dóttur sína að, hin síðari ár,
en hún lét af störfum sem kennari í
Breiðagerðisskóla til að annast
móður sína. Kunnum við henni
miklar þakkir fyrir.
Það er svo ótal margs að minnast
og af svo mörgu að taka, en upp úr
stendur að það hafa verið sérstök
forréttindi að njóta samvista og
fengið að vera þér samferða öll
þessi ár.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
(Psálmur 121)
Þín tengdadóttir
Stefanía Guðmundsdóttir.
Elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikindaviðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þökkum allar þínar bænir, ást og
umhyggju.
Eva og Ragnar.
Síminn hringdi miðvikudags-
morgun 17. október og mér var til-
kynnt að Drottinn hefði kallað heim
til sín okkar ástkæru herkonu Rose
Halldórsson og er mér ljúft að
minnast hennar með nokkrum orð-
um.
Ég sá hana fyrst þegar ég var
ung stúlka og átti heima á Ak-
ureyri, þá kom hún með lúðrasveit
Hjálpræðishersins frá Reykjavík og
heyrði ég hana spila á hornið sitt,
svo hafði hún fallega söngrödd og
gaman var að hlýða á hana syngja.
Hún kom sem ung herkona frá
Danmörku til Reykjavíkur og var
ötul í starfinu hér á landi. Hún
kynntist manni sínum Marel Hall-
dórssyni sem einnig var með í
hernum og var gaman að sjá ham-
ingju þeirra og kærleika. Heimili
þeirra var fallegt, þar ríkti kær-
leikur og friður og var mikið sungið
og beðið.
Heimilið var á bjargi byggt sem
er Jesús Kristur sjálfur. Rose var
dugleg að sækja samkomur og
Heimilasamband hersins, svo marg-
ir munu sakna hennar. Marel var
kallaður heim til Drottins fyrir
mörgum árum og hans var sárt
saknað. Rose hafði gaman af söng
og söng oft raddað og þrátt fyrir
háan aldur kunni hún fjölda af
söngvum og söng fram í andlátið.
Ég talaði oft við hana um gömlu
söngvana. Eitt sinn spurði ég hana
um einn söng í söngbók okkar í
hernum sem ég var ekki klár á en
Róse mundi bæði lag og texta, og
mig langar að láta síðasta versið
fylgja hér:
Sjá það sólarland, sjálfur Jesú vann.
Fyrir mig er krossinn hér bar hann.
Blessuð Drottins borg, bráðum fyrir mig
perluhlið þín himnesk opna sig.
Ó, það yndisland er Guðs vina land.
Já, mitt eigið ástkært föðurland.
Rose hefur náð takmarkinu og
varðveitt trúna.
Guð styrki börnin og fjölskyldu
þeirra.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Jónsdóttir (Imma)
Rose Evelyn
Halldórsson
Útfararþjónusta
Davíðs ehf.
Vaktsími 896 6988
Davíð Ósvaldsson
útfararstjóri
Óli Pétur Friðþjófsson
framkvæmdastjóri
✝ Jarþrúður Guð-mundsdóttir
fæddist á Þór-
isstöðum í Ölfusi 19.
apríl 1925. Hún lést
á Vífilsstöðum 16.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðmundur Guð-
mundsson Breiðdal,
f. 15. júlí 1895, d. 18.
júní 1962, og Helga
Gísladóttir, f. 30.
júní 1895, d. 7. apríl
1943. Bróðir Jar-
þrúðar var Guðmundur, f. 5. júní
1930, d. 21. mars 1984.
Jarþrúður giftist 22. desember
1946 Einari Árnasyni, f. 27. nóv-
ember 1924 í Vík í Mýrdal. For-
eldrar hans voru hjónin Árni Ein-
arsson, f. 9. ágúst 1896, d. 18.
ágúst 1976, og Arnbjörg Sigurð-
ardóttir, f. 1. september 1897, d.
8. maí 1964. Dætur Jarþrúðar og
Einars eru: 1) Helga, f. 1. apríl
1949, gift Karli Magnúsi Krist-
jánssyni, f. 30. apríl 1948. Börn
þeirra eru: a) Guð-
rún, f. 27. apríl
1969, gift Einari
Erni Sveinbjörns-
syni, f. 19. maí 1964.
Dóttir Guðrúnar er
Hólmfríður Frosta-
dóttir, f. 5. apríl
1992. b) Erla, f. 17.
febrúar 1972. Sonur
Erlu er Óðinn Karl
Skúlason, f. 30.
mars 1999. c) Jar-
þrúður, f. 19. mars
1979. Sonur Jar-
þrúðar er Kristján
Gabríel Þórhallsson, f. 5. febrúar
2001. d) Einar, f. 5. nóvember
1981, d. 21. ágúst 2001. 2) Arna, f.
11. desember 1957, d. 12. ágúst
1960. 3) Arna, f. 6. apríl 1963, gift
Konráð Konráðssyni, f. 19. febr-
úar 1963. Börn Örnu og Konráðs
eru: Salóme, f. 12. október 1991,
Árni, f. 1. júní 1993, og Einar, f.
16. febrúar 1996.
Útför Jarþrúðar var gerð frá
Hjallakirkju í Kópavogi miðviku-
daginn 25. október.
Það kemur víst að því að hin
ódauðlegu deyja líka. Amma var að-
eins rúmlega fertug þegar ég fædd-
ist og hún átti sjálf unga dóttur.
Þannig að amma var alltaf til staðar,
kannski var hún svolítið eins og auka
mamma. Amma var ströng kona og
við vorum langt því frá alltaf sam-
mála. Sérstaklega var það áberandi
á unglingsárum mínum. En eitt var
það sem ömmu alltaf tókst og ég hef
ávallt metið mikils, hún lét mér alltaf
líða eins og ég væri alveg einstök
manneskja. Þegar ég var barn kall-
aði hún mig „gullið“ sitt. Ég vissi að
gull var það verðmætasta sem til var
og þar af leiðandi hlaut ég að vera
það verðmætasta sem var til. Henni
fannst ég alltaf dugleg í skólanum,
klár að spila á píanó og jafnvel þegar
illa gekk tókst henni alltaf að hrósa
mér. Ég held að við þurfum öll að
hafa eina svona manneskju í kring-
um okkur sem hjálpar við að byggja
upp sjálfsmyndina.
Amma var ekki gömul þegar hún
varð langamma. Árið 1992 fæddist
Hólmfríður dóttir mín og þá var hún
amma stolt. Hún, þessi klára handa-
vinnukona, prjónaði og saumaði á
barnið. Það skorti aldrei vettlinga og
ullarsokka og fyrir ein jólin saumaði
hún fínan hvítan pífukjól með und-
irpilsi. Henni tókst nú aldrei að gera
mig að handavinnukonu, en hún
reyndi mikið. Hinum konunum í fjöl-
skyldunni tókst betur upp. Ég naut
hins vegar góðs af færni hennar.
Síðust ár hrakaði heilsu hennar
mikið. Verst var þegar sjónin fór að
hverfa. Þá varð erfiðara að prjóna og
sauma í en hún lét það ekki stoppa
sig lengi vel. Hún fann aðferðir til að
halda áfram að prjóna og sauma
milliverk og dúka svo eitthvað sé
nefnt. Við hin aðstoðuðum hana bara
við að taka upp lykkjurnar sem féllu
af prjónunum. Nokkrum dögum áð-
ur en hún lést byrjaði hún að sauma
milliverk í sængurver handa ófæddu
barnabarnabarni sínu. Mamma fékk
það hlutverk að ljúka því.
Þrátt fyrir mikil veikindi síðust ár-
in fylgdist hún alltaf vel með allri
fjölskyldunni. Hún reyndi ítrekað að
koma í heimsókn til mín til Gauta-
borgar en alltaf stoppuðu læknarnir
hana. Þá tók hún upp símann í stað-
inn og þannig héldum við samskipt-
unum gangandi allt þar til hún lést.
Ég er stolt af því að hafa átt svona
hæfileikaríka, glæsilega og hlýja
ömmu og það er tómlegt að geta ekki
heimsótt Dúŕömmu lengur. En það
er víst þannig að hin ódauðlegu
deyja líka.
Guðrún.
Jarþrúður
Guðmundsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar