Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku mamma, þú
ert farin, ótrúlegt. Þú
varst mér allt, við
vorum saman, unnum saman og
skemmtum okkur saman. Í sept-
ember 2005 kom í ljós að krabbinn
hafði tekið sig upp aftur og ekkert
væri hægt að gera nema lyfjameð-
ferðir og geislar. Það var sagt við
mig þá: „Njóttu hvers dags með
mömmu þinni.“ Það var Kristjana
Dúfa Kristjánsdóttir
✝ Dúfa Kristjáns-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 29. nóv-
ember 1934. Hún
lést á Landspít-
alanum aðfaranótt
6. október síðastlið-
ins og var jarð-
sungin í kyrrþey frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 12.
október.
frænka sem sagði
það, og ég gerði það
og við saman, við
vissum að hverju
stefndi og við vorum
saman, fórum á kaffi-
hús eftir meðferðir,
og unnum saman
meðan þú gast. Þú
vildir koma pabba í
örugga höfn hérna
hjá okkur, og þú varst
mjög ánægð þegar við
öll fluttum að Eski-
völlum 3, þá vissir þú
að pabbi væri í góðum
höndum. Þú elskaðir börnin þín, þú
naust þess að heyra í Lísu systur
og varst svo stolt af Sigurjóni bróð-
ur. Um leið og Lísa kom til þín frá
Noregi þá knúsaðir þú hana og
varst svo ánægð að sjá hana, svo
um kvöldið þá fórst þú að sofa og
vaknaðir ekki aftur, þér leið vel um-
kringd þinni fjölskyldu. Við vorum
hjá þér á fimmtudeginum áður en
þú kvaddir, ég og pabbi, Sigurjón
og Bogga og Lísa, og þegar þú
kvaddir þá vorum við Lísa við hlið-
ina á þér og héldum í hendur þínar.
Þú varst ekki ein, þegar þú fórst,
og það fannst mér gott.
Núna tekur við nýr kafli, eitthvað
sem ég og pabbi, ásamt okkur
systkinunum þurfum að takast á
við, það verður erfitt.
Elsku mamma, ég elska þig og ég
sakna þín svo mikið. Ég bið algóðan
guð að taka þig í sinn faðm og
hugsa um þig þangað til ég kem til
að hugsa um þig.
Ég elska þig.
Þín dóttir
Jóhanna.
Ég man ekki eftir Herði stóra
bróður mínum öðruvísi en með
Dúfu sér við hlið. Aldrei var nein
ládeyða í kringum Dúfu, hún var
hrein og bein, gekk rakleitt til allra
verka, ákveðin en hlý með blik í
augum og spaugsyrði á vör. Af
henni geislaði einstök orka og lífs-
gleði sem ósjálfrátt hreif alla með
sér.
Dúfa og Hörður reistu sér hús á
Móabarðinu í Hafnarfirði, börnin
urðu þrjú og unnið var dag og nótt
enda þekktu hvorugt þeirra annað.
Þegar mig á unglingsaldri vantaði
húsaskjól sumarlangt voru það auð-
vitað Dúfa og Hörður sem hlupu
undir bagga, þar var alltaf nægur
tími til alls og nóg pláss. Dúfa
saumaði heima, vann hjá Ragnari
Björnssyni bólstrara og sá um
heimilið. Hörður var hjá Rafveit-
unni og keyrði sjúkrabíl á nóttunni
og einhvern veginn varð ég aldrei
vör við að þau svæfu. Mikill gesta-
gangur var ávallt og engin logn-
molla á heimilinu enda langt frá því
að heimilisfólkið væri skaplaust.
Skemmtilegar umræður skópust oft
í eldhúskróknum, þar sem allt var
rætt milli himins og jarðar og á
meðan sinnti Dúfa verkum sínum á
fleygiferð þó að hún tæki fullan
þátt í umræðunum. Heimilishaldið
var undir styrkri stjórn Dúfu. Hún
laðaði að sér fólk og hafði einstakt
lag á að láta öllum líða vel í kring-
um sig. Keypt var kakómalt sér-
staklega handa ungu, ofdekruðu
mágkonunni, fram úr saumavélinni
spruttu flíkur til að reyna að halda
henni í móðnum og eins og fyrir til-
viljun fóru frænkur á svipuðum
aldri að leggja leið sína á Móabarð-
ið.
Í Vestmannaeyjagosinu 1973
skutu Dúfa og Hörður skjólshúsi
yfir Dóru systur okkar Harðar
ásamt tveimur ættliðum. Eins og
venjulega var þar nóg pláss. Síðar
áttu báðar ömmurnar líka skjól hjá
þeim um tíma. Hjartahlýjan var
ávallt svo mikil að enginn minnist
þess að nokkur sérstök þrengsli
hafi verið á heimilinu.
Dúfa rak saumastofuna Saum-
sprettuna við Ingólfstorg ásamt Jó-
hönnu dóttur sinni og þar var gott
að líta við í erli dagsins, fá sér smá
kaupstaðarkaffi og heyra nýjustu
fjölskyldufréttirnar. Minnti það
óneitanlega á eldhúshornið á Móa-
barðinu forðum, Dúfa á þönum við
afgreiðslu og saumaskap og hald-
andi uppi hrókasamræðum um leið.
Fjölskyldan, börnin og barnabörnin
voru Dúfu mjög mikilvæg. Eftir að
Lísa dóttir þeirra stofnaði fjöl-
skyldu í Noregi þurfti að sjálfsögðu
að prjóna lopapeysur á allt liðið og
síðan að sauma íslenskan upphlut á
Steinunni og Hildi svo að upprun-
inn gleymdist nú ekki. Hún gladdist
mjög þegar Steinunn ákvað að
vinna um tíma á Íslandi og var
hrærð og stolt þegar yngsta dóttir
Sigurjóns sonar þeirra var skírð í
höfuðið á henni og taldi það til mik-
illa forréttinda að fá að kynnast
henni betur þegar hún passaði hana
um tíma.
Þó að Dúfa væri mikill vinnufork-
ur kunni hún líka að skemmta sér
og njóta þess sem lífið hafði að
bjóða. Dansinn var henni mikil
ástríða og stiginn við hvert tæki-
færi sem gafst. Hún sló upp balli á
sextugsafmæli sínu, sjötugsafmælið
var haldið af myndarskap heima hjá
Sigurjóni og Boggu og auðvitað var
harmonikuleikari fenginn og stigin
nokkur spor. Þar geislaði hún af
lífsorku og gleði sem aldrei fyrr þó
að hún hefði skömmu áður unnið
fyrstu orrustuna í erfiðu veikinda-
stríði.
Dúfa naut þess að ferðast og fara
í sólarlandaferðir og fóru þau Hörð-
ur síðast í eina slíka í lok júní.
Einnig fóru þau nokkrum sinnum
til Lísu til Noregs, m.a. með Herj-
ólfi í slippferð. Lokakvöldið um
borð var slegið upp veislu. Sjáv-
arguðirnir vildu ólmir líka taka þátt
og gaf vel á bátinn. Dúfa var ekki
aldeilis á því að missa af góðri
veislu, sveif um tignarleg að vanda
með litskrúðugt glas í hendi og
saman stigu þau Hörður dansinn
fimlega og öruggt hvort sem skipið
stakk sér í öldudal eða reisti sig
upp á ölduna. Þannig dönsuðu þau
einnig saman í gegnum lífsins ólgu-
sjó. Oft gaf á bátinn en þau voru
samhent og náðu einstökum takti
sem entist þeim í meira en hálfa
öld.
Dúfa tókst á við veikindi sín fjas-
laust af sama krafti og einurð og
önnur verk. Þegar styttast tók á
milli orrustna ákváðu þau Hörður
að slá saman búi með Jóhönnu,
Tony og sonum þeirra á Eskivöllum
og bjuggu þar síðustu vikurnar.
Elsku Hörður, Lísa, Sigurjón og
Jóhanna, ég votta ykkur og fjöl-
skyldum ykkar mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Dúfu Krist-
jánsdóttur.
Helga Hallbergsdóttir.
Að eiga góða að er stórkostlegt,
að eiga góða móður að er enn betra,
en að hafa átt hana Dúfu að er eitt
það besta sem hefur komið fyrir
mig um ævina. Og ég er þess full-
viss að ég er ekki ein um þá skoð-
un. Það var svo margt hægt að læra
af henni Dúfu hvað varðaði lífsgleði
og dugnað og eljusemi, myndarskap
og svona mætti lengi telja. Dúfa var
mér sem önnur móðir. Það vildi svo
vel til að foreldrar mínir og Hörður
og Dúfa byggðu húsin sín á Hval-
eyrarholtinu í Hafnarfirði, hlið við
hlið, og ég var líka svo heppin að
Jóhanna dóttir þeirra fæddist árinu
á eftir mér og þegar ég var tveggja
ára og hún eins árs fórum við að
leika okkur saman og við leikum
okkur enn saman í dag. Þannig
voru mín fyrstu kynni af þessari
yndislegu fjölskyldu og ekki síst
henni Dúfu minni. Mér fannst Dúfa
alltaf svo falleg og smart enda var
hún há og tíguleg kona, hún var
áberandi hvar sem hún kom og ekki
bara fyrir útlitið heldur líka þennan
stórkostlega karakter sem hún
hafði, hún var alltaf svo glaðvær og
gefandi að manni leið helst þannig
að ekkert illt hefði nokkru sinni
hent hana en auðvitað gat það ekki
staðist, heldur var það bara þannig
sem hún tók á hlutunum og þeim
sem hún gat ekki breytt lifði hún
bara með, hún hafði þetta æðruleysi
sjálfkrafa innbyggt í sig sem svo
margir eru að reyna að læra í dag,
hún hefði getað kennt mörgum þá
listina án þess að finna fyrir því,
maður þurfti bara að vera í kring-
um hana í nokkra daga og þá fór
maður að átta sig á því hvernig
þetta virkaði, og ef einhver hefur
kennt mér þá list, þá er það hún
Dúfa mín. Hún kenndi mér líka að
sauma, ég hafði nú svo sem fengið
ágætis einkunnir í skóla hvað það
varðaði en það vildi nú þannig til að
það vantaði hjálp á Saumsprettuna
(saumastofuna sem Dúfa stofnaði)
fyrir jólin eitt árið og Dúfa hafði
óbilandi trú á því að ég gæti nú
hjálpað til svo það endaði þannig að
Jóhanna vinkona hringir í mig og
ég slæ til. Ég fékk nú ekkert að
sauma til að byrja með enda sjálf-
sagt ágætt fyrir viðskiptavinina.
Dúfa vissi vel hvað hún var að gera,
hún lét mig rekja upp heilu tonnin
af flíkum í marga mánuði og sagði
að maður lærði mest á því. Enda
kom það á daginn, eftir þessa mán-
uði af upprakningu setti hún mig
bak við saumavélina og viti menn,
mér leið bara næstum því eins og
ég kynni þetta. Ég gleymi heldur
ekki hvað mér fannst hún þolinmóð
þegar litla öskubuskan hennar
þurfti aðstoð, sem gerðist nokkuð
oft, en ég er svo þakklát henni að
hafa ekki gefist upp á mér. Og það
sem mér fannst alltaf var að hún
leyfði manni að finna að hún naut
þess að vera í samfélagi við mann,
jafnvel þó svo ég væri eins og dóttir
hennar. Hún var alltaf svo mikill
vinur minn og ég gat alltaf leitað til
hennar með alla hluti, bæði góða og
slæma og hún var alltaf þarna fyrir
mig, rétt eins og hún ætti mig. Ég
hef nú svo sem alltaf litið þannig á
það að Hörður og Dúfa væru eins
og mínir aðrir foreldrar, það er nú
bara þannig. Og þannig er það
ennþá. Ég gæti setið hér og skrifað
og rifjað upp hundruð minninga
sem í minni mínu búa, en ég hef
ákveðið að gera það ekki. Það eina
sem ætlun mín er með þessum
skrifum er að heiðra þessa miklu og
stórkostlegu konu sem hún Dúfa
var og þakka henni fyrir allt og allt.
Ég vil líka senda mínar innilegustu
samúðarkveðjur til allra í fjölskyld-
unni og bið um styrk þeim til handa
þar sem skarðið sem Dúfa skilur
eftir sig er einstaklega stórt og
sorgin og söknuðurinn mikill.
Ég sakna þín, yndislega Dúfa
mín.
Ég elska þig.
Þín
Sólveig.
Með nokkrum orð-
um vil ég minnast
hinnar öldnu vinkonu minnar. Jó-
hönnu kynntist ég fyrst er ég kom
sem barn í Aðalstræti 32 til Jóns
Pálssonar móðurbróður míns og
Jóhanna Þóra Jónsdóttir
✝ Jóhanna ÞóraJónsdóttir fædd-
ist á Illugastöðum í
Fnjóskadal 12. febr-
úar árið 1900. Hún
andaðist á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 26. sept-
ember síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Akureyr-
arkirkju 8. október.
konu hans Kristínar
Ólafsdóttur. Var ég
þá að fara til augn-
læknis og dvaldi hjá
þeim á meðan. Jó-
hanna bjó þá í húsi
þeirra ásamt Birgi
syni sínum og föður
Jóni Kristjánssyni,
„afa“ eins og hann
var kallaður af flest-
um í húsinu og gerði
ég það líka. Síðan eru
liðin tæp 70 ár og
okkar kynni urðu
nánari eftir því sem
árin liðu.
Eftir að ég fluttist til Akureyrar
urðu ferðirnar fleiri í Aðalstrætið
bæði á loftið til Jóhönnu og í eld-
húsið til Kristínar í kaffi og heima-
bakaðir kökur og brauð. Margt var
þá rifjað upp frá gömlum dögum
og stundum gripið í spil, þegar
Bergþóra dóttir Kristínar kom
líka. Þær nutu þess á síðustu árum
þeirra í Aðalstræti 32. Eftir að Jó-
hanna var komin til dvalar á Dval-
arheimilið Hlíð urðu kynni okkar
nánari. Hún var minnug og rædd-
um við margt bæði um nútíð og
fortíð.
Nú er Jóhanna búin að kveðja
og ferðunum fækkar til Hlíðar.
Margs er að minnast og margs að
sakna. Þakka þér, Jóhanna, fyrir
allar samverustundirnar og vin-
áttu liðinna ára.
Blessuð sé minning þín.
Borghildur Einarsdóttir.
V i n n i n g a s k r á
26. útdráttur 26. október 2006
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 6 5 8 4
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 8 2 7 8 4 0 9 4 7 3 0 5 7 1 4 3 7
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2107 17697 44255 55283 63643 71394
7574 19720 53964 59596 66901 73049
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
1 3 9 2 8 3 2 0 4 1 2 3 2 8 0 7 4 3 9 1 1 5 4 0 9 5 6 1 5 4 4 6 9 7 4 4
6 2 1 0 0 2 9 2 1 3 1 3 3 3 0 6 9 4 4 2 2 2 5 4 5 3 3 6 1 7 1 1 7 0 2 1 0
1 2 1 9 1 0 4 4 2 2 2 3 9 7 3 3 3 1 9 4 4 2 3 1 5 5 2 0 7 6 2 6 1 7 7 1 0 7 0
4 3 3 2 1 1 6 2 8 2 2 8 9 1 3 6 3 4 6 4 4 8 5 4 5 5 2 3 6 6 2 9 5 2 7 1 2 8 8
4 6 5 2 1 2 8 3 6 2 3 4 2 6 3 7 1 5 8 4 4 9 9 0 5 5 5 8 3 6 3 5 5 0 7 2 1 5 6
4 6 8 3 1 3 9 1 5 2 3 7 1 4 3 9 6 3 1 4 6 1 3 9 5 6 0 9 6 6 5 5 9 4 7 6 2 1 9
7 4 0 6 1 6 2 6 6 2 5 9 3 0 4 0 1 0 9 4 7 1 7 2 5 6 6 7 8 6 6 7 6 3 7 7 4 0 3
7 6 7 9 1 6 5 4 6 2 6 4 1 0 4 2 2 8 0 4 7 1 9 7 5 7 4 5 8 6 7 3 8 9 7 8 7 7 5
8 3 3 0 1 7 2 6 4 2 9 1 0 7 4 2 6 1 7 4 7 8 6 4 5 8 1 8 8 6 7 5 6 9 7 9 8 4 1
8 3 8 1 1 7 7 3 6 2 9 9 0 8 4 2 8 4 4 4 7 8 9 5 5 9 1 4 1 6 7 8 4 1
8 6 1 3 1 8 7 4 8 3 0 0 1 3 4 2 9 8 9 5 1 0 0 3 5 9 2 1 2 6 8 3 5 8
8 8 5 5 1 9 0 4 0 3 1 9 2 3 4 3 3 8 2 5 3 8 5 0 5 9 7 2 7 6 8 9 7 5
9 0 8 3 1 9 1 3 2 3 2 0 4 7 4 3 7 0 2 5 4 0 1 6 6 1 4 2 6 6 9 7 0 0
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
7 3 8 1 1 1 3 6 2 3 0 0 2 3 1 1 3 8 4 2 5 1 9 5 1 6 9 4 6 0 6 5 9 7 1 9 0 8
7 4 1 1 1 4 0 4 2 3 3 5 7 3 1 2 7 1 4 2 7 9 9 5 1 7 1 1 6 0 6 6 2 7 2 0 8 5
2 3 5 5 1 1 6 8 3 2 3 6 6 2 3 1 2 9 3 4 2 9 9 2 5 1 7 1 5 6 0 6 6 6 7 2 0 9 3
2 3 5 6 1 2 7 5 0 2 4 1 2 7 3 1 3 2 8 4 3 0 1 1 5 2 0 2 4 6 0 8 4 8 7 2 1 1 8
2 7 6 9 1 2 8 5 4 2 4 7 3 4 3 1 6 1 4 4 3 5 2 9 5 2 5 1 4 6 1 0 0 7 7 2 1 6 9
3 0 1 4 1 3 7 1 1 2 4 8 0 7 3 1 9 1 4 4 3 6 1 1 5 2 8 9 9 6 1 1 0 3 7 3 4 9 6
3 1 9 7 1 3 9 4 2 2 4 8 7 7 3 2 0 1 4 4 3 7 8 7 5 3 6 9 2 6 2 6 1 0 7 3 7 1 5
3 2 3 3 1 3 9 6 4 2 5 1 9 4 3 2 2 4 5 4 3 8 0 0 5 3 7 6 0 6 3 0 0 6 7 4 2 1 1
3 8 1 9 1 4 6 3 6 2 5 2 4 5 3 2 2 6 8 4 3 9 2 4 5 3 7 8 6 6 3 2 2 8 7 4 3 0 5
4 1 8 7 1 4 7 2 8 2 5 5 2 1 3 4 0 5 1 4 3 9 9 3 5 3 8 2 6 6 3 5 1 5 7 4 3 1 2
4 4 2 1 1 5 5 7 5 2 5 5 8 1 3 4 1 8 7 4 4 2 0 1 5 4 0 3 1 6 4 3 8 1 7 4 6 6 3
4 9 0 6 1 5 5 8 4 2 5 6 8 3 3 4 3 3 5 4 4 4 2 6 5 5 3 8 3 6 4 4 4 3 7 6 7 9 9
5 0 0 3 1 5 8 4 2 2 6 2 7 4 3 5 2 2 4 4 4 4 3 1 5 5 8 9 1 6 4 6 4 8 7 6 8 4 2
5 1 4 6 1 7 1 6 4 2 6 3 5 1 3 5 6 0 6 4 4 4 6 1 5 6 1 7 5 6 4 8 2 5 7 6 8 9 8
5 5 0 1 1 7 8 5 7 2 7 0 1 8 3 5 9 2 0 4 5 5 2 3 5 6 4 3 4 6 4 8 7 8 7 6 9 4 6
5 9 6 9 1 7 9 9 5 2 7 0 6 7 3 6 4 3 9 4 5 7 1 6 5 6 5 0 5 6 5 5 5 2 7 7 1 3 2
6 3 6 5 1 8 0 1 8 2 7 2 5 6 3 6 5 6 8 4 6 0 2 9 5 6 5 1 4 6 5 6 5 8 7 7 1 6 5
6 7 2 3 1 8 1 2 7 2 7 8 2 7 3 6 7 3 5 4 7 0 1 6 5 6 5 2 4 6 6 6 9 5 7 7 2 1 2
7 0 3 5 1 8 9 7 9 2 7 8 5 9 3 7 0 5 0 4 7 1 6 9 5 6 9 0 1 6 7 1 4 7 7 7 4 0 2
8 1 2 6 1 9 0 7 9 2 7 8 6 6 3 7 3 1 4 4 7 7 2 7 5 7 0 9 0 6 7 3 0 1 7 7 5 0 2
8 9 3 2 1 9 9 0 0 2 8 4 2 7 3 7 8 5 1 4 8 2 1 1 5 7 1 7 5 6 7 3 8 4 7 7 8 5 3
8 9 3 7 2 0 0 5 5 2 8 5 0 4 3 8 1 4 6 4 8 2 7 9 5 7 2 3 3 6 7 3 9 2 7 8 7 0 5
9 1 6 0 2 0 0 8 0 2 8 6 9 9 3 8 7 3 9 4 8 4 0 3 5 7 3 1 1 6 7 5 0 2 7 8 8 2 2
9 3 1 3 2 0 2 7 4 2 8 8 9 1 3 8 7 8 5 4 8 4 3 0 5 7 4 6 2 6 7 5 4 8 7 9 4 0 4
9 5 5 9 2 0 7 5 0 2 8 9 6 1 3 8 9 8 7 4 8 5 1 9 5 7 6 3 8 6 7 9 4 2 7 9 8 4 6
1 0 1 2 8 2 0 7 9 9 2 9 2 9 4 3 9 0 7 5 4 8 9 2 6 5 7 8 3 1 6 9 0 7 0 7 9 9 1 5
1 0 1 6 1 2 0 8 8 9 2 9 4 9 4 3 9 2 8 4 4 9 3 6 8 5 8 0 0 0 6 9 2 2 5
1 0 4 3 7 2 1 4 0 3 2 9 5 8 0 3 9 2 8 5 4 9 4 6 8 5 8 2 4 3 6 9 4 4 8
1 0 6 4 3 2 2 2 6 5 3 0 7 6 0 3 9 8 8 3 4 9 4 9 3 5 8 4 4 8 7 0 2 1 6
1 0 8 3 3 2 2 3 2 4 3 0 8 2 6 3 9 9 9 3 5 0 1 3 1 5 9 3 3 3 7 0 9 4 4
1 0 8 9 8 2 2 4 4 7 3 1 0 2 0 4 0 8 6 4 5 0 2 1 2 6 0 2 7 4 7 1 0 5 2
1 1 0 2 9 2 2 9 8 5 3 1 0 9 6 4 0 8 9 9 5 0 2 3 8 6 0 4 7 3 7 1 1 9 4
Næsti útdráttur fer fram 2. nóv 2006
Heimasíða á Interneti: www.das.is