Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 27.10.2006, Síða 64
64 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HÓST... HÓST... HE! HE! HE! HÚN KOM VÍST! ÞAÐ VILDI BARA ÞANNIG TIL AÐ HÚN ER ÓSÝNILEG! HVAÐ? ÉG SAGÐI EKKI NEITT MIG LANGAR TIL ÞESS AÐ HUGSA MEIRA UM FÓLKIÐ Í KRINGUM MIG MEINARÐU AÐ ÞIG LANGI TIL ÞESS AÐ HUGSA BETUR TIL ÞEIRRA SEM ERU EKKI EINS HEPPNIR OG ÞÚ? NEI, MIG LANGAR TIL ÞESS AÐ HUGSA MEIRA UM ÞÁ SEM LÍÐUR BETUR EN MÉR... MIG LANGAR TIL ÞESS AÐ FÆRA ÞÁ NIÐUR Á MITT PLAN PABBI,AF HVERJU SEST SÓLIN? HEITA LOFTIÐ FÆR SÓLINA TIL ÞESS AÐ RÍSA OG ÞESS VEGNA ER HÚN SVONA HÁTT Á LOFTI YFIR MIÐJAN DAGINN ÞVÍ ÞÁ ER SVO HEITT OG SÍÐAN Á KVÖLDIN ÞÁ KÓLNAR HÚN OG SEST EN AF HVERJU FER HÚN FRÁ AUSTRI TIL VESTURS? SÓLAR VINDAR ELSKAN! HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM GOTT, MATURINN ER ALVEG AÐ VERÐA TILBÚINN HVERNIG VAR SVO DAGURINN HJÁ ÞÉR? JÆJA, ÞIÐ TVEIR... HVAÐ ER SVO LEYNDAR- MÁLIÐ? VEISLA HJÁ TEIKNIMYNDUNUM TAKK FYRIR VEISLUNA STRÁKAR, ÉG SENDI YKKUR TÖLVUPÓST FRÁ ÍRAK ALVEG ENDILEGA FARÐU VEL MEÐ ÞIG! GÓÐA FERÐ! GANGI ÞÉR VEL! TAKTU ÞÁ Í BAKARÍIÐ! SNIFF SNIFF SNIFF ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN SÉ AÐ REYNA AÐ STELA KONUNNI HANS PETER ÉG ELSKA ÞAÐ! ÞETTA FER BEINT Á FORSÍÐUNA SAMT, ÉG VORKENNI PETER EKKI ÉG! HANN HÆTTI HJÁ MÉR EF ÞÚ MANST ÞAÐ EKKI NÚNA ER HANN VINNU- LAUS OG KANNSKI KONULAUS ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ HAFA FÆRT MÉR ÞESSA FRÉTT Félagsvísindadeild, við-skipta- og hagfræðideildog lagadeild Háskóla Ís-lands efna í dag, föstudag, til Þjóðarspegils 2006 þar sem boðið er upp á veglega fyrirlestradagskrá. Alþjóðamálastofnun og Rannsókn- arsetur um smáríki efna til málstofu um alþjóðamál sem hluta af dagskrá Þjóðarspegils. Málstofan fer fram milli kl. 9 og 11 og munu fjórir fræði- menn flytja erindi: Michael T. Corgan, dósent við Boston-háskóla og gestakennari í al- þjóðasamskiptanámi við HÍ, mun fjalla um samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Gunnhildur Lilý Magnúsdóttir, doktorsnemi við stjórnmálafræðiskor, fjallar um áhrif Norðurlandaþjóðanna sem aðild eiga að Evrópusambandinu; Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar, á umhverf- isstefnu Evrópusambandsins. Eiríkur Bergman Einarsson, dós- ent við Háskólann á Bifröst, mun fjalla um að hvaða marki Ísland þarf að greiða fyrir stækkun Evrópusam- bandsins og Baldur Þórhallsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, flytur er- indið: Hefur Ísland valið sér nýja stærð í alþjóðakerfinu? Burðug smáþjóð? „Í fyrirlestrinum mun ég fara yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í utanríkissamskiptum Íslands síð- astliðinn áratug og til glöggvunar skýra stöðu Íslands út frá nýjum kenningaramma í smáríkjafræðum sem ég hef verið að þróa sem byggist á þáttum sem ýmist eru mælanlegir eða byggjast á huglægu mati: póli- tískri stærð, skynjaðri stærð og valdastærð,“ útskýrir Baldur. „Út frá þessum kenningaramma má síð- an meta færni Íslands til að móta og framkvæma stefnu á alþjóðavett- vangi og um leið hvaða veikleikum land eins og Ísland stendur frammi fyrir sé vilji til að taka virkan þátt í alþjóðamálum.“ Baldur segir aukinn metnað og nýja forgangsröðun stjórnmála- manna um hlutverk Íslands í al- þjóðakerfinu hafa leitt til aukinnar virkni Íslands á alþjóðavettvangi síð- astliðinn áratug: „Að sama skapi hef- ur alþjóðlegur þrýstingur, bæði frá alþjóðastofnunum og öðrum ríkjum, farið vaxandi um að Ísland láti meira til sín taka, meðal annars vegna auk- innar efnahagslegrar getu þjóð- arinnar og skilvirkrar stjórnsýslu.“ segir Baldur og nefnir sem dæmi kröfur um aukin framlög til þróun- arverkefna og virkari þátttöku í frið- argæsluverkefnum. „Umræðan um stöðu og getu Íslands á alþjóðavett- vangi hefur mjög verið í kastljósinu upp á síðkastið, m.a. vegna framboðs Íslands til öryggisráðs SÞ. Eru menn ekki á einu máli um hvort Ísland sé í stakk búið til að láta til sín taka í al- þjóðakerfinu og hvort við eigum að skipta okkur af fleiri málum en þeim sem einungis varða beina og brýna hagsmuni þjóðarinnar. Þarna getur skipt miklu máli hvaða sýn menn, bæði innan lands og utan, hafa á getu Íslands.“ Nánari upplýsingar um fyrirlestr- ardagskrá Þjóðarspegils 2006 má finna á http://thjodarspegillinn.hi.is. Fræði | Málþing um alþjóðamál meðal við- burða á dagskrá Þjóðarspegils 2006 í HÍ Framtíð Íslands í alþjóðakerfinu  Baldur Þór- hallsson fæddist á Selfossi 1968. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1988, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands 1991, meistaraprófi frá Há- skólanum í Essex 1994 og dokt- orsprófi frá sama skóla 1999. Baldur er prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Alþjóða- málastofnunar og Rannsóknarset- urs um smáríki við Háskóla Íslands. Baldur er giftur Felix Bergssyni leikara og eiga þeir tvö börn. ÞEGAR bóndinn bregður sér af bæ bregða dýrin á leik... ásamt því að syngja og dansa. Þannig er það alla vega í teiknimyndinnni Barnyard eða Bæjarhlaðinu sem er frumsýnd í Sambíóunum og Laugarásbíói í dag. Það eru engir nýgræðingar sem ljá dýrunum í Bæjarhlaðinu raddir sín- ar. Kevin James úr sjónvarpsþátt- unum King of Queens talar fyrir ó- ábyrga ungnautið Otis og Ben Elliot talar fyrir hinn ábyrgðarfulla fóstur- föður hans, Ben. Þá er það rödd vin- arins Cortney Cox sem berst úr barka kýrinnar Daisy. Frumsýning | Barnyard Sveitasæla ERL. DÓMAR: Variety 70/100 Hollyw. Rep. 50/100, NYT 40/100. BRÆÐURNIR Luke Wilson og Owen Wilson leiða saman hesta sína í grín- myndinni The Wendell Baker Story sem verður frumsýnd í Laugarásbíói í dag. Myndin fjallar um Wendell Baker, brjóstgóðan smáglæpamann sem ræður sig til starfa á elliheimili. Wendell nýtur aðstoðar þriggja vistmanna við að vinna aftur hjarta fyrrverandi kærustu sinnar. Hann verður hins vegar að launa greið- ann og veita þeim lið í baráttunni gegn spillingu sem viðgengst innan heimilis- ins af hendi illa innrætts forstöðumanns þess. Meðal annarra leikara eru Kris Kristofferson og Will Farell. Smákrimmi á elliheimili Frumsýning | The Wendell Baker Story Grín Hér er á ferðinni gamanmynd. Dýr Karlkyns beljur eru áberandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.