Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hjónarúm
Barnarúm
RÚM Í ÚRVALI
OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18
Unglingarúm
Komið og gerið góð kaup
Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
STARFSEMI Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands (ÞSSÍ) í Ník-
aragva í Mið-Ameríku er í uppnámi
eftir að þing landsins samþykkti lög
sem banna fóstureyðingar með öllu.
Þetta stangast á við jafnréttisáætlun
ÞSSÍ, sem hefur nýlega hafið starf-
semi í Níkaragva.
„Þetta hefur enn ekki haft áhrif á
starfsemi okkar, þetta er svo nýskeð.
Við erum hins vegar aðilar að því
með öðrum þróunarsamvinnustofn-
unum sem starfa í landinu að senda
mjög harkaleg mótmæli,“ segir Sig-
hvatur Björgvinsson, framkvæmda-
stjóri ÞSSÍ.
„Umdæmisstjóri okkar í Ník-
aragva hefur komið þessum málum á
framfæri við utanríkisráðuneytið og
honum hefur verið falið að fylgjast
mjög náið með framvindunni og gefa
um það skýrslur heim. Svo verður
væntanlega tekin ákvörðun um
framhaldið ef þetta verður niður-
staðan,“ segir Sighvatur.
Ákvörðun um frekari viðbrögð
verður tekin í náinni samvinnu við
utanríkisráðuneytið, enda pólitísk
ákvörðun og því á forræði ráðherra.
Í jafnréttisáætlun ÞSSÍ kemur fram
að séu alþjóðlegir sáttmálar um
kynjajafnrétti að engu hafðir í sam-
starfslöndum muni stofnunin hvetja
til aukins vægis jafnréttissjónar-
miða. Ef slík viðleitni beri ekki ár-
angur þýði það að ÞSSÍ dragi sig út
úr samstarfinu nema í vel rökstudd-
um undantekningartilvikum.
Forsetakosningar á sunnudag
Sighvatur bendir á að pólitískt
ástand í Níkaragva sé mjög erfitt,
þingið og ríkisstjórnin hafi ekki verið
samstiga. Forsetakosningar verða í
landinu á sunnudaginn.
Starfsemi ÞSSÍ í Níkaragva er ný-
hafin, þar er einn starfsmaður á veg-
um stofnunarinnar. Eina verkefnið
sem hefur þegar verið sett af stað
tengist vinnslu jarðhita og haldin
ráðstefna með íslenskum vísinda-
mönnum um það málefni.
Einnig hefur verið í burðarliðnum
stofnun heimilis fyrir konur sem eiga
í vanda meðan á meðgöngu stendur
en ólíklegt er að það verði að veru-
leika við óbreytt ástand.
Þróunaraðstoð við
Níkaragva í uppnámi
Alvarlegar afleið-
ingar banns við
fóstureyðingum
Í HNOTSKURN
» Þing Níkaragva bannaði ísíðustu viku fóstureyð-
ingar með öllu, jafnvel þótt
konur hafi orðið fyrir nauðg-
un eða líf þeirra sé í hættu.
» Læknar sem framkvæmafóstureyðingu og konur
sem gangast undir hana eiga
fjögurra til átta ára fangels-
isdóm yfir höfði sér.
» Talsmenn mannréttinda-samtaka fordæma bannið.
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti í gær fyrirheit um lóðir til
trúfélaga, annars vegar Ásatrúar-
félagsins og hins vegar Trúfélags
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar
á Íslandi (Safnaðar Moskvu-
Patríarksins).
Að sögn Björns Inga Hrafns-
sonar, formanns borgarráðs, fékk
Söfnuður Moskvu-Patríarksins fyr-
irheit um lóð á svonefndum Ný-
lendureit, milli Nýlendugötu og
nýrrar Mýrargötu. Hugmyndin er
að lóðin verði nálægt gatnamótum
Mýrargötu og fyrirhugaðrar fram-
lengingar Bræðraborgarstígs.
Fyrirheitið er bundið fyrirvara
um að deiliskipulag sem gerir ráð
fyrir slíkri kirkjubyggingu verði
samþykkt og öðlist gildi. Þegar það
liggur fyrir verður lóðinni úthlutað
formlega.
Söfnuður Moskvu-Patríarksins
hefur leitað eftir lóð til kirkjubygg-
ingar í Reykjavík um alllangt skeið.
Ýmsir möguleikar hafa verið kann-
aðir í því skyni og fékk trúfélagið
tímabundið fyrirheit í desember
2004 um lóð í
Leynimýri, en
ekki kom til út-
hlutunar þar.
Ásatrúarmenn
í Leynimýri
Ásatrúarsöfn-
uðurinn fékk fyr-
irheit um lóð fyr-
ir hof, með eða
án safnaðarheim-
ilis, í Leynimýri í sunnanverðri
Öskjuhlíð, ofan við fyrirhugaðan
duftkirkjugarð. Aðkoma að lóðinni
verður um veginn að Perlunni. Fyr-
irheitið, sem gildir í tvö ár, er bund-
ið því að deiliskipulag sem gerir
ráð fyrir slíkri starfsemi og bygg-
ingu verði samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar í borg-
arráði spurðu hvað liði vinnu sem
hófst á síðasta kjörtímabili við að
útvega Félagi múslíma lóð undir
mosku.
Björn Ingi sagði í samtali við
Morgunblaðið að unnið væri að því
máli innan borgarinnar.
Tvö trúfélög fá
fyrirheit um lóðir
Björn Ingi Hrafns-
son
Tilbeiðsla í Öskjuhlíð og Nýlendureit
ARI Edwald, forstjóri 365 miðla,
segir að sameining Skjásins og 365
sé ekki í spilunum eins og málin
standa. Þetta stangast á við fullyrð-
ingar Steingríms Sævarrs Ólafsson-
ar blaðamanns og fyrrverandi frétta-
manns á Stöð 2, sem fullyrðir á
bloggi sínu að leynilegar viðræður
hafi átt sér stað á milli fyrirtækj-
anna.
Ari segir að engar slíkar viðræður
hafi átt sér stað, en að sameining fyr-
irtækjanna geti hins vegar verið
mjög skynsamleg leið, þó örugglega
séu mörg ljón í veginum. Hugmynd-
in sé að mörgu leyti áhugaverð.
Steingrímur svarar Ara á bloggi
sínu, og segir þetta rangt, en Ari tali
þó ekki gegn betri vitund af þeirri
einföldu ástæðu að hann hafi ekki
tekið þátt í þessum viðræðum, og
hafi ekki fengið að heyra af þeim.
Viðræðurnar hafi átt sér stað og sé
ekki lokið, þó frekari fundir hafi ekki
verið ákveðnir.
Sameining
stöðva
skynsamleg
ANNAR mótorhjólamaðurinn í röð
var sýknaður af ákæru um utanvega-
akstur í gær þegar héraðsdómur
dæmdi í máli hans vegna aksturs í
hlíðum Dyrfjalla í Ölfusafrétti. Mað-
urinn var stöðvaður í þyrlueftirliti í
byrjun júní og neitaði sök í málinu.
Hann viðurkenndi að hafa ekið í um-
rætt sinn á vegslóða og hélt því fram
að slóðinn væri gamall og notaður af
bifreiðum, vinnuvélum, fjórhjólum
og torfærutækjum. Ákært var fyrir
utanvegaakstur sem er brot á nátt-
úruverndarlögum en dómurinn til-
tók að engin skilgreining væri í lög-
unum á hugtakinu „utan vega“ eða
„vegur“. Í greinargerðinni með laga-
frumvarpinu væri vísað til 2. gr. um-
ferðarlaga en þar væri vegur skil-
greindur sem vegur, gata, götuslóði,
stígur, húsasund, brú, torg, bifreiða-
stæði eða þess háttar, sem notað er
til almennrar umferðar.
Dómurinn skoðaði ljósmyndir af
svæðinu og fór dómari einnig í vett-
vangsgöngu. Segir í niðurstöðum
dómsins að á myndunum megi
greinilega sjá veg eða slóða sem öku-
tæki hafi farið um í langan tíma.
Möl keyrð í slóðann
Greinilegt væri að ekki væri ein-
göngu um að ræða slóða sem mynd-
ast hefði eftir dýr, svo sem fjárgötu,
heldur slóða sem sums staðar hefði
verið keyrð möl í en sums staðar
hefðu myndast för í jarðveginum eft-
ir ökutæki og þá bifreiðar, traktora
eða annars konar farartæki svo og
væntanlega einnig dýr. Á hluta slóð-
ans mætti einnig sjá að hann hefði
verið ruddur að hluta. Að mati dóms-
ins var um að ræða götuslóða eða veg
og talið var að akstur á honum væri
ekki utanvegaakstur.
Segir í dóminum að hafi það verið
tilgangur löggjafans að útiloka akst-
ur á slíkum slóðum þá yrði verkn-
aðarlýsing í náttúrverndarlögum og
umferðarlögum að vera skýrari. Við
fyrrgreindan slóða hafi engar merk-
ingar verið sem bönnuðu akstur en
full þörf væri á slíkum merkingum ef
banna ætti akstur á honum.
Ástríður Grímsdóttir, dómari við
Héraðsdóm Suðurlands, dæmdi mál-
ið. Verjandi ákærða var Björn Þorri
Viktorsson hrl. og sækjandi var
Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi sýslu-
mannsins á Selfossi.
Sýknað enn á ný í
utanvegaakstursmáli
Tveir mótorhjólamenn sýknaðir eftir akstur á vegslóðum
SÚ HÆTTA sem stafar af síend-
urteknu grjóthruni úr Óshlíð varð
tilefni til fjölmennrar bænastundar
við Óshyrnu á Óshlíðarvegi síðast-
liðið miðvikudagskvöld. Þar var
beðið fyrir þeim sem fara þurfa um
veginn, en ekki síður var beðið fyr-
ir þeim sem taka þurfa ákvörðun
um úrbætur.
Sr. Skírnir Garðarsson, starfandi
sóknarprestur í Bolungarvík, leiddi
bænastundina og lýsti hann miklum
áhyggjum vegna þess hversu
hættulegur vegurinn um Óshlíðina
væri. Hann sagði veginn raunar
einn hættulegasta veg á Íslandi.
Sr. Skírnir fór einnig með kvæði
sem hann hafði ort á leið sinni um
Óshlíðina sl. föstudag, en þá varð –
einu sinni sem oftar – grjóthrun úr
hlíðinni. Eftir að bænastundinni
lauk dreifði sr. Skírnir miðum með
bæn sem fólk var hvatt til að hafa í
bílum sínum.
Mikið hefur verið um grjóthrun
úr Óshlíð undanfarið og lokaðist
t.d. önnur akreinin af þeim sökum
um síðustu helgi, þótt vegurinn
sjálfur lokaðist ekki alveg.
Fyrirbænir vegna grjóthruns
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Bænastund Sr. Skírnir Garðarsson leiddi á miðvikudagskvöld fyrirbænir fyrir þeim sem leið eiga um Óshlíð.