Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING WILLIAM Styron, höfundur Sop- hie’s Choice, er látinn, 81 árs að aldri. Styron hlaut Pulitzer- verðlaunin fyrir bókina The Confes- sions of Nat Turner en margir urðu til þess að andmæla því og benda á að bókin lyktaði af kynþáttahatri og frásögnin auk þess ónákvæm. Hann var af mörgum talinn leiðandi rithöf- undur sinnar kynslóðar í Bandaríkj- unum ásamt Norman Mailer og Kurt Vonnegut. Önnur verk eftir Styron eru t.d. A Tidewater Morn- ing, sem er safn smásagna, ritgerða- safnið This Quiet Dust og met- sölubókin Darkness Visible, endurminningar Styrons, þar sem hann fjallar meðal annars um hversu nálægt hann var því að svipta sig lífi í kjölfar þunglyndis sem hann þjáð- ist af og inntöku geðlyfsins Halcion. Lipur í tungumálinu Síðastliðin 15 ár liggur lítið sem ekkert eftir hann. Hann var sagður hafa verið að skrifa skáldsögu um stríðsátök síðustu árin en engin stór skáldsaga kom út eftir hann frá því Sophie’s Choice var gefin út 1979. Kurt Vonnegut minntist Styrons sem skemmtilegs vinar sem mikið kvað að. „Hann var sterkur og stolt- ur og sérlega lipur í tungumálinu.“ Styron var frjálslyndur og tók virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni heima fyrir og út fyrir landsteinana. Hann lét sig m.a. varða mannrétt- indi gyðinga í Sovétríkjunum og á níunda áratug síðustu aldar var hann í fararbroddi rithöfunda og sagnfræðinga sem komu í veg fyrir að reistur yrði Disney World skemmtigarður í Norður-Virginíu, þar sem hann fæddist. Hann gekk í sjóherinn í síðari heimsstyrjöldinni og var sendur til Okinawa í Japan 1945. Gagnrýndur harðlega Eftir stríð útskrifaðist Styron frá Duke University og fluttist til New York. Þar lauk hann við Lie Down in Darkness sem fjallar um niðurbrot fjölskyldu í suðurríkjunum vegna drykkjusýki, löngunar til sifjaspells, vitskerðingar og sjálfsmorðs. Sagan er sögð í þriðju persónu að und- anskildu eintali dótturinnar, Peyton Loftis, undir lok sögunnar, rétt áður en hún fremur sjálfsmorð. Styron gegndi á ný herskyldu árið 1951 og fór í framhaldi af því í langt ferðalag um Evrópu. Þar kynntist hann eig- inkonu sinni, Rosu Burgunder. Sty- ron var kynþáttamisrétti í suðurríkj- unum hugleikið eins og bók hans Confessions of Nat Turner er til vitnis um. Hann var samt harðlega gagnrýndur fyrir bókina og sagt var að hann sem hvítur suðurríkjamaður gæti ekki sett sig inn í hugsanaferli svartra þræla. Svipaða gagnrýni fékk hann fyrir Sophie’s Choice. William Styron látinn Umdeildur höfundur Sophie’s Choice AP Styron Umdeildur rithöfundur. PETER Anderson dansari og danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen dansari og Björn Ingi Hilmarsson leikari skipa dansleikhúshópinn Watch My Back. Meðlimirnir leiða saman hesta sína í kvöld klukkan 20.10 í nýrri tegund afþreyingarlistar: dansleik- hússporti. Dansleikhússport fer þannig fram að áhorfendur gefa leik- urum/dönsurum stikkorð til að spinna úrfrá. Leikið verður í forsal Borgarleikhússins og fer allur leikur fram á ensku. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Skemmtun Dansleikhússport í Borgarleikhúsinu Björn Ingi Hilmarsson Í TILEFNI þess að hljóm- platan Magga Stína syngur Megas er komin út verða haldnir útgáfutónleikar í Saln- um á morgun, laugardag. Á tónleikunum flytur Magga Stína ellefu lög eftir meistara Megas, þar af þrjú ný og er um fyrsta opinbera flutning þeirra að ræða. Þau heita: „Flökku- saga ferðalangs“, „Óskin“ og „Degla“. Með Möggu Stínu koma fram Kristinn H. Árna- son, Guðni Finnsson, Hörður Bragason og Sig- tryggur Baldursson. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Útgáfutónleikar Magga Stína syngur Megas Magga Stína JPV ÚTGÁFA sendir í dag frá sér bókina Ballaðan um Bubba Morthens eftir Jón Atla Jón- asson. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um einn ástsælasta og mest áberandi tónlistarmanns landsins um árabil. Er skrautlegur lífsferill Bubba rakinn og textum tón- listarmannsins fléttað inn í. Jón Atli Jónasson hefur áður gefið út skáldsögu, smásögur og skrifað kvik- myndahandrit. Hann er ekki síst þekktur fyrir leikrit sín, en hann var valinn leikskáld ársins árið 2004 fyrir leikritið Brim sem sett var upp af leik- hópnum Vesturporti. Bókaútgáfa Ballaðan um Bubba Morthens komin út Bubbi Morthens Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is TVEGGJA daga hugvísindaþing hefst í dag kl. 13 í aðalbyggingu Há- skóla Íslands. Þingið nefnist einfald- lega Hugvísindaþing en ber undirtit- ilinn Von úr viti sem hverjum og einum er falið að skilja á sinn hátt. Eins og segir á heimasíðu þings- ins er um að ræða ráðstefnu hugvís- indafólks sem fyrst var haldin í heimspekideild árið 1996. Saga þess er svo samfelld frá 1999, en síðan þá hefur þingið verið árviss viðburður. Sú hefð hefur skapast að Hugvís- indastofnun og guðfræðideild standi saman að þinginu en í ár tekur Reykjavíkurakademían þátt í því í annað sinn. Ekkert mannlegt óviðkomandi Verkefnisstjóri Hugvísindaþings í ár er Margrét Guðmundsdóttir mál- fræðingur. Segir hún að farið verði yfir breitt svið á þinginu eins og á fyrri þingum. „Þarna verða fjölmargar mál- stofur sem munu fjalla um bók- menntir, málfræði, sagnfræði, heim- speki, guðfræði, erlend tungumál, menningu og samfélag, svo eitthvað sé nefnt. Hugvísindum er ekkert mannlegt óviðkomandi og það sést best á breidd þingsins.“ Tilgangur með þingi sem þessu segir Margrét að sé aðallega tví- þættur: „Hann er bæði að skapa umræðu innan fræðasamfélagsins og þar með gefa fræðimönnum kost á að kynna rannsóknir sínar en hann er líka að kynna hugvísindin út á við til al- mennings sem er alveg jafnmik- ilvægt. Það er ekki síst þess vegna sem við látum þingið ná fram á laug- ardag.“ Hlaðborð líðandi stundar Aðspurð út í þátttöku almennings á þingi sem þessu segir Margrét að hún sé yfirleitt nokkuð góð. „Á þinginu ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi, það dugir að hafa áhuga á hugvísindum. Við þetta má líka bæta að fyrirlesararnir eru ekki aðeins fólk héðan úr háskólanum og Reykjavíkurakademíunni, heldur koma þeir víðar að.“ Þar að auki seg- ir Margrét að á þinginu verði mál- stofur sem hafi skýra vísun út í sam- félagið. Nefnir hún meðal annars málstofur um íslensku í nútímanum og Hlaðborð líðandi stundar en þar verður fjallað um símhleranir, ís- lenska náttúru og umhverfisvernd svo eitthvað sé nefnt. Hver er staða hugvísinda í ís- lensku samfélagi í dag? „Ef maður tekur stöðu hugvísind- anna innan fræðasamfélagsins þá er hún góð. Fræðimenn hér á landi eru öflugir og eiga til dæmis í góðu sam- starfi við erlenda rannsóknarhópa sem starfa þvert á lönd og álfur.“ Nefnir Margrét þar bæði sagnfræði og málfræði sem dæmi. „Íslenskir fræðimenn eru mjög duglegir í sam- starfi við nágrannaþjóðir okkar og það stendur svo sannarlega ekki á þeim hvað það varðar. Ef ég á hins vegar að líta yfir samfélagið í heild held ég að hugvísindin eigi að vissu leyti undir högg að sækja. Ákveðna efnishyggju er að finna í samfélag- inu og það getur vissulega verið erf- itt að sýna fram á gróða af hugvís- indum í krónum og aurum. En ég held líka að þau séu mjög mikilvæg í augum almennings. Ef við lítum á al- þjóðavæðinguna er fólk til dæmis meðvitað um mikilvægi góðrar tungumálakunnáttu og menning- arlæsis, ekki síður en að rækt sé lögð við íslenska tungu. Þekking af hinu góða Margrét segir enn fremur að hug- vísindin hlúi að menningunni og menningarverðmætum; tungunni, sögunni og öðru sem eigi þátt í að gera okkur að þjóð. Í hugvísind- unum liggi líka hæfni okkar og þjálf- un til að takast á við siðrænar spurn- ingar. Hver getur uppskeran af svona þingi verið? „Uppskera af svona þingum er fyrst og fremst sú að þekkingu er komið á framfæri innan fræðanna og út til samfélagsins. Á svona þingum fá fræðimenn fyrirspurnir um sínar rannsóknir og endurgjöf á þær. Þekkingin er af hinu góða sem og samskipti, hvort sem það er innan fræðasamfélagsins eða út á við. Og við viljum að fólk kynnist því sem hér er að gerast.“ Hlúa að verðmætum Vísindi | Hugvísindaþing í aðalbyggingu HÍ hefst í dag Morgunblaðið/Kristinn HÍ Hugvísindaþing er ráðstefna hugvísindafólks sem fyrst var haldin í heimspekideild árið 1996. Um 110 fyrirlestrar verða í boði í ár. Á HUGVÍSINDAÞINGI sem hefst í dag í Að- albyggingu Háskóla Íslands og stendur til kl. 17 á morgun verða um 110 fyrirlestrar fluttir í yfir 30 málstofum. Efni fyrirlestranna er býsna fjöl- breytt, eins og sést á dagskránni sem hægt er að skoða á heimasíðu þingsins (sjá ramma) en hér verða nokkrir taldir upp: Hlaðborð fornra fræða Einar Sigmarsson: Flím eða fagurgali? Kveðið um Hákon Sigurðarson Hlaðajarl Kristján Árnason: Form og fræði í Háttatali Snorra Sturlusonar Ingunn Ásdísardóttir: Mátturinn og dýrðin gyðj- unnar Hlaðborð úr heimi skáldskapar og veruleika Jón Karl Helgason: Sjálfgetnar bókmenntir? Vangaveltur um bókmenntahugtök. Oddný Sverrisdóttir: Af lauk og leðurstígvélum. Viðbrögð við ævisögu Günter Grass. Ásdís R. Magnúsdóttir: Samtíminn og smásagan í Québec. Hvað er heimspekisaga? Páll Skúlason: Hjálpar heimspekisagan okkur að skilja heimspeking? Róbert H. Haraldsson: Um gagn og ógagn sögu- legra heimspekinga. Sigríður Þorgeirsdóttir: Með heimspeki gegn einhliða hansspeki. Svavar Hrafn Svavarsson: Heimspeki heimspeki- sögunnar. Úr sögu íslenskunnar Þórhallur Eyþórsson: Bylting á vinstra vængn- um: Um brottfall norrænna sagnarforskeyta. Katrín Axelsdóttir: Kannk-a ek til þess meiri ráð en lítil: Neitunarviðskeytin –a og –(a)t í óbundnu máli. Margrét Jónsdóttir: Viðskeytið –dómur í ís- lensku. Frá litklæðum til tertubotna. Nauðsynjar og óþarfi í neyslusögu Íslendinga Gísli Gunnarsson: Um óheyrilega brennivíns- drykkju íslenskra karla fyrr á öldum. Anna Agnarsdóttir: „Svartur fílthattur, dökkir kjólar og silkiklæði“. Nauðsynjar kvenna á stríðsárunum 1807–1814. Halldór Bjarnason: Óspilunarmenn og eyðslu- seggir: Korn og kaffi, sykur og súkkulaði á Íslandi 1850–1900. Guðmundur Jónsson: Sigur tertubotnagreifanna! Sögur úr stríðinu um innflutningsfrelsi á ár- unum 1960–1980. Af tertubotnum og leðurstígvélum www.hugvis.hi.is/2006

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.