Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 19 Melaskóli 60 ára Afmælisrit Melaskólans kemur út ummánaðamótin nóv.-des. nk. Enn er hægt að panta bókina í forsölu og skrá sig á heillaóskaskrána. Þeir sem þess óska geta sent tölvupóst á skrudda@skrudda.is eða hringt í síma 5528866. Því miður tókst ekki að senda öllum gömlum nemendum tilkynningu um útgáfuna og eru þeir sem ekki hefur náðst í hvattir til að hafa samband, þó ekki síðar en 8. nóvember nk. Efni bókarinnar: Ágrip af sögu skólans. Ljósmyndir úr skólalífinu í 60 ár. Kennaratal. Skrá yfir alla 12 ára bekki ásamt mynd. Tugir greina eftir gamla nemendur um árin í skólanum. SKRUDDA Eyjarslóð 9 – 101 Reykjavík s. 5528866 – skrudda@skrudda.is TILKYNNT var um tilnefningar til Eddu 2006, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna. Tilnefning- arnar voru í ellefu flokkum. Verð- launaafhending fer fram sunnudag- inn 19. nóvember á Nordica hóteli. Hér á eftir fara tilnefningarnar í þessum ellefu flokkum og útdráttur úr umsögn dómnefndar við einstaka flokka. Kvikmynd ársins Blóðbönd. Framleiðandi Pegasus/ Snorri Þórisson. Leikstjóri Árni Ólafur Ásgeirsson. Handrit Árni Ólafur Ásgeirsson, Jón Atli Jón- asson og Denijal Hasanovic. „Ljúf- sár kvikmynd um erfitt umfjöllunar- efni.“ Börn. Framleiðandi Vesturport. Leikstjóri Ragnar Bragason. Hand- rit Ragnar Bragason, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og leikhópurinn. „Áralöng spuna- samvinna skilar sér á frábæran hátt í einkar trúverðugum og heil- steyptum persónum.“ Mýrin. Framleiðandi Sögn/Agnes Johansen, Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur. Leikstjóri Balt- asar Kormákur. Handrit Baltasar Kormákur. „Í alla staði vel heppnuð kvikmynd eftir vinsælustu spennu- sögu Íslandssögunnar.“ Leikari ársins Gísli Örn Garðarsson fyrir hlut- verk sitt í Börnum. „Meðvitund- arleysi siðblindrar persónu um eigin tilfinningar og annarra og flóttinn frá innri tómleika fær meitlaða birt- ingarmynd í túlkun Gísla Arnar.“ Hilmar Jónsson fyrir hlutverk sitt í Blóðböndum. „Með sparsömu lát- bragði í leik sínum dregur Hilmar áhorfandann með sér í innra ferða- lag inn í mikinn sársauka manns sem missir fótanna í lífi sínu.“ Ingvar E. Sigurðsson fyrir hlut- verk sitt í Mýrinni. „Erkitýpan, hinn íslenski bóndi, klakabrynjaður úr hríðarveðrum lífsins er orðinn rann- sóknarlögreglumaður í high-tech umhverfi. Í meðförum Ingvars E. Sigurðssonar öðlast þessi hugmynd hold og blóð, hún verður að manni.“ Nína Dögg Filippusdóttir fyrir hlutverk sitt í Börnum. „Nína Dögg túlkar örvæntingu móðurinnar sem berst fyrir hversdagslegri tilveru sinni og barna sinna sterkt en þó af svo miklu jafnvægi að aldrei er of eða van.“ Ólafur Darri Ólafsson fyrir hlut- verk sitt í Börnum. „Karakter Ólafs Darra gengur ekki heill til skógar. Án þess að gera lítið úr hryggilegu hlutskipti persónunnar bregður Ólafur Darri yfir það mildandi húm- or.“ Leikari ársins í aukahlutverki Atli Rafn Sigurðsson fyrir hlut- verk sitt í Mýrinni. Halldór Gylfason fyrir hlutverk sitt í Ævintýrum í Stundinni okkar. Laufey Elíasdóttir fyrir hlutverk sitt í Blóðböndum. Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir hlutverk sitt í Börnum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir hlutverk sitt í Allir litir hafsins eru kaldir. Sjónvarpsþáttur ársins Fyrstu skrefin. Framleiðandi er FS production/Hlynur Sigurðsson. Stjórnandi er Haukur Hauksson sem jafnframt gerði handritið ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur og Hlyni Sigurðssyni. Græna herbergið. Framleiðandi er Ríkisútvarpið-Sjónvarp og stjórnandi Egill Eðvarðsson. Innlit/útlit. Framleiðandi Skjár einn. Stjórnandi Hjördís Ýr Jo- hnsson. Kompás. Framleiðandi NFS/Stöð 2. Stjórnandi Marteinn Þórsson. Ritstjóri Jóhannes Kr. Krist- jánsson. Sjálfstætt fólk. Framleiðandi Sagafilm. Stjórnendur Steingrímur Jón Þórðarson og Jón Ársæll Þórð- arson. Heimildamynd ársins Act Normal. Framleiðandi Pop- poli/Ólafur Jóhannesson, Ragnar Santos og Helgi Sverrisson. Leik- stjóri Ólafur Jóhannesson. Ekkert mál. Framleiðandi Goð- sögn. Leikstjóri Steingrímur Jón Þórðarson. Handrit Hjalti Árnason og Steingrímur Þórðarson. Skuggabörn. Framleiðandi Í einni sæng. Leikstjórn Lýður Árna- son og Jóakim Reynisson. Handrit Þórhallur Gunnarsson og Lýður Árnason. Hljóð og tónlist Kjartan Kjartansson fyrir hljóð- vinnslu í Allir litir hafsins eru kald- ir. Mugison fyrir tónlist í Mýrinni og A Little Trip to Heaven. Pétur Þór Benediktsson fyrir tónlist í Börnum. Handrit ársins Anna og skapsveiflurnar. Höf- undur Sjón. Blóðbönd. Höfundar Árni Ólafur Ásgeirsson, Jón Atli Jónasson og Denijal Hasanovic. Börn. Höfundar Ragnar Braga- son, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og leikhópurinn. Skemmtiþáttur ársins Jón Ólafs. Framleiðandi Ríkisút- varpið-Sjónvarp. Stjórnandi Jón Egill Bergþórsson. Umsjón Jón Ólafsson. KF Nörd. Framleiðandi Sagafilm/ Anna Katrín Guðmundsdóttir. Stjórn og handrit Bjarni Haukur Þórsson. Strákarnir. Framleiðandi Saga- film. Stjórnandi Kristófer Dignus. Handrit Strákarnir og Kristófer Dignus. Leikið sjónvarpsefni ársins Allir litir hafsins eru kaldir. Framleiðandi Ax/Ólafur Rögnvalds- son. Leikstjóri Anna Rögnvalds- dóttir. Handrit Anna Rögnvalds- dóttir. Sigtið. Framleiðandi Sigtið. Leik- stjóri Ragnar Hansson. Handrit Friðrik Friðriksson, Gunnar Hans- son, Halldór Gylfason og Ragnar Hansson. Stelpurnar. Framleiðandi Saga- film, Magnús Viðar Sigurðsson, Kristinn Þórðarson og Harpa Elísa Þórsdóttir. Leikstjóri Ragnar Bragason. Handrit Sigurjón Kjart- ansson og fleiri. Stuttmynd ársins Anna og skapsveiflurnar. Fram- leiðandi Chaoz/Hilmar Sigurðsson og Arnar Þórisson. Leikstjóri Gunn- ar Karlsson. Handrit Sjón. Góðir gestir. Framleiðandi No 9 Production/Ísold Uggadóttir, Fura Ösp Jóhannesdóttir og Stephanie Perdomo. Leikstjóri og handrit Ís- old Uggadóttir. Midnight. Framleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur Eyrún Eyjólfs- dóttir. Útlit myndar Gunnar Karlsson fyrir hönnun/ útlit myndarinnar Anna og skap- sveiflurnar. Karl Júlíusson fyrir leikmynd í A Little Trip to Heaven. Óttar Guðnason fyrir kvikmynda- töku í A Little Trip to Heaven. Leikstjóri ársins Árni Ólafur Ásgeirsson fyrir Blóðbönd. Baltasar Kormákur fyrir Mýrina. Ragnar Bragason fyrir Börn. Morgunblaðið/ÞÖK Tilnefndur Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Börn, er til- nefndur leikstjóri ársins og kvikmyndin er tilnefnd sem kvikmynd ársins. Tilnefningar til Eddunnar 2006 Börn, Blóðbönd og Mýrin tilnefnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.