Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 23

Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 23 kjölfar dylgna frá vinnufélögum um að spilið og vírinn sem notað var við Bessastaðaá væri í eigu fyrirtækisins, en reyndist fyrir löngu komið í eigu Þórhalls sjálfs. Hann segir einnig að maður er hafði að embætti að til- kynna straumleysi í sveitum hafi gert sig að umræðuefni sem stórhættu- legan einstakling sem bæri að víkja úr starfi. „Ég er alveg viss um að eng- inn hefði hringt ef ég hefði misþyrmt manni á dansleik. Það sem er kannski sárast af öllu saman er að þetta við- horf ríkti hjá samstarfsmönnum mín- um, um það að ég væri að vinna gegn hagsmunum RARIK og það gæti ekki gengið að ég væri í vinnu hjá fyr- irtækinu. Þetta hefur þó rénað og sumir sem gengu harðast fram rætt þetta við mig síðar. Á þessum sama tíma var þess krafist á fundi hér fyrir austan að Ómar Ragnarsson yrði rek- inn úr starfi fréttamanns og vinnu- brögð hans rannsökuð.“ Hann minn- ist þess að um svipað leyti lokuðu einhverjir Keflavíkurveginum um tíma til að vekja athygli á hversu hættulegur hann væri. „Ég var kall- aður í yfirheyrslu og sektaður. Kefla- víkurfólkið var látið afskiptalaust. Af hverju stafar þessi munur á máls- meðferð í sams konar málum?“ Gamlir vinir hættu að heilsa Karen Erla var um skeið starfs- maður hreindýraráðs og segist vita til að þáverandi ráðherra ættaður úr Skagafirði hafi lagst gegn ráðningu hennar en ekki haft erindi sem erfiði. „Það er leyfilegt að skjóta mann í kaf og ráðast á mann persónulega hafi maður þessa skoðun,“ segir hún og tiltekur dæmi þar sem hún hefur orð- ið fyrir grófu aðkasti. „Það gerist jafnvel að gamlir vinir hætta að heilsa, svo mjög skipa menn sér í fylkingar og eru hatrammir.“ Þau rifja upp vefinn STAR, sem rekinn var af Staðarvalsnefnd fyrir stóriðju á Austurlandi og borgaður af iðnaðarráðuneyti, Landsvirkjun, Sambandi sveitarfélaga á Austur- landi og Fjarðabyggð. „Á tímabili voru þar tveir ritstjórar sem höfðu það meginhlutverk að svara, snúa út úr og tortryggja skrif náttúruvernd- arfólks. Það er líklega einsdæmi að notað skuli vera almannafé og op- inbert til að dreifa óhróðri um sína samborgara eins og þar var gert,“ segja þau og minnast ýmissa niðrandi sendinga til sín sem finna mátti á vefnum. Honum var svo lokað. „Virkjunarsinnar nota „Við Aust- firðingar“ og „Austfirðingum finnst“ í sínum málflutningi og gleyma því að hér er fólk sem hefur stórkostlegar efasemdir um réttmæti virkjunar og um samfélagslegar afleiðingar þess- ara framkvæmda fyrir Austurland,“ segir Karen Erla. Skarphéðinn bend- ir á að Félag um verndun hálendis Austurlands hafi haft að meginmark- miði að fyrirhugaðar framkvæmdir um virkjun væru ítarlega kynntar al- menningi svo að fólk gæti myndað sér skoðun á grunni þekkingar. Slík kynning hafi aldrei verið að neinu marki og tiltekur hann m.a. opinn kynningarfund á Eiðum sem hafi ekki verið opnari en svo að Karenu Erlu og bróður hennar hafi verið hent út af honum. Þá hafi tekið fleiri mán- uði að fá Samband sveitarfélaga á Austurlandi til að halda kynning- arfund og loks þegar til kom var slík- ur fundur haldinn á sauðburði, í miðri viku og um miðjan dag, nákvæmlega þegar fæst vinnandi fólk komst frá. Þar hafi virkjunarsinnar verið nánast einir um hituna og Skarphéðinn einn framsögumanna um að hafa ein- hverjar efasemdir. 101 Reykjavík í sigtinu Þórhallur var til margra ára for- maður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, sem m.a. rekur Snæfellsskála. Hann segir Landsvirkjun hafa ákveðið að styrkja rekstur skálans uns honum yrði fundið nýtt hlutverk, hugsanlega í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð. Samningurinn datt upp fyrir á miðri leið og hefur Þórhallur það eftir sveit- arstjórnarmanni af Jökuldal að Landsvirkjun sæi enga ástæðu til að styrkja félag með formanni sem ekk- ert ætlaði að vitkast. „Þarna álít ég að átt hafi að kaupa þögn mína. Þar sem ég hafði ekki verið þægur í þeirra augum var hætt við,“ segir Þórhallur og segist heldur ekki geta orða bund- ist vegna allra Kárahnjúkakynning- arskilta Landsvirkjunar sem blasi við alls staðar þar sem ekið sé inn á há- lendi Austurlands. „Síðan segja þeir að andstæðingum virkjunarinnar sé gert hærra undir höfði í allri umfjöll- un. Ég er ekki viss um að Vegagerð ríkisins myndi leyfa náttúruvernd- arsamtökum að reisa tveggja fer- metra skilti við hlið Landsvirkj- unarskiltanna þar sem væri tilgreint og sýnt það sem verið er að sökkva.“ Þau undrast orðræðu um „fólkið fyrir sunnan, listamennina í 101 Reykjavík“, sem ekkert viti og hafi varla komið á svæðið skv. virkj- unarsinnum. „Það hafa nú líklega fleiri úr þeim hóp komið á virkj- unarsvæðið en fólk úr Fjarðabyggð,“ segir Karen Erla. „Andstaðan gegn virkjunum kemur fyrst héðan að heiman, frá fólki sem stofnar Félag um verndun hálendis Austurlands. Allt það fólk þekkti áhrifasvæði áætl- aðra virkjana og hafði ferðast um það í áratugi. Allt tal um að andstaðan gegn þessu sé frá fólki sem ekkert veit um svæðið er úr lausu lofti gripið og ósatt. Það skýtur skökku við að menn mega vera hlynntir fram- kvæmdinni án þess að hafa nokkru sinni komið á svæðið, en ekki á móti henni. Virkjunin er gengin í gegn og fólk situr eftir með að hafa ekki feng- ið upplýsingar sem það þurfti. Þetta skynjum við vel í kringum okkur.“ Frægt varð þegar austfirskir virkj- unarsinnar undir formerkjum Afls fyrir Austurland komu í hóp á aðal- fund Náttúruverndarsamtaka Aust- urlands í Snæfellsskála til að ganga í félagið og fá í skjóli meirihluta sam- þykktar ályktanir með virkjun. „Frjáls félagasamtök sem ekki voru þæg máttu ekki vinna á svæðinu, það þurfti að gera út af við þau,“ segir Þórhallur. „Með þessari hörðu and- stöðu gegn okkur og öðrum virkj- unarandstæðingum tókst þeim ætl- unarverk sitt hér fyrir austan, að kveða niður þá aðila sem stóðu í fylk- ingarbrjósti mótmæla við virkjunar- áformum Landsvirkjunar. Við hætt- um öll að tjá okkur með sama hætti og við hefðum gert, ef hér ríkti eitt- hvert lýðræði í raun. Segja má að við höfum tapað þessari orrustu. Kannski var hún alltaf töpuð. Það al- varlegasta við Kárahnjúkavirkjun og framkvæmd hennar eru þær viðvar- andi deilur sem skapast hafa í þjóð- félaginu og eru að mínu mati rétt að byrja, því í framhaldinu verður deilt um afleiðingarnar. Halldór Ásgríms- son sagði á fundi í sal Framsókn- arfélagsins á Egilsstöðum að í raun væri allt í lagi ef aðeins einhver lítill hópur hér fyrir austan væri að malda í móinn, þetta mætti bara alls ekki fara suður.“ Skarphéðinn segir að hefði vægi frjálsra félagasamtaka verið meira og menn haft meiri möguleika og fjármagn til að gera eitthvað myndi umræðan hafa verið á jafnréttisgrundvelli. „Ég trúi því einnig að hefði framkvæmdin verið kynnt betur í upphafi væri hún ekki orðin svo óvægin sem raun ber vitni.“ steinunn@mbl.is » Virkjunin er gengin í gegn og fólk situr eftir með að hafa ekki fengið upplýsingar sem það þurfti. Ske mmt ilegas ta jó lahla bor i í bæn um! Sjonni og Jói skemmta matar- gestum og flytja brot úr Bítlinu. Bestu Bítlalögin í bland vi allskyns grín, glens og óvæntar uppákomur. Brot úr BÍTLINU! Pantanir og upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is SÚL NAS ALU R Ver 6. 900 kr. á ma nn, f öst uda ga Ver 7.4 00 kr. á ma nn, la uga rdag a Mat ur, s kem mtu n og dan sleik ur me hljó msv eitin ni S aga Cla ss. SÉR SALUR FYRIR HÓPA Hópar sem vilja vera út af fyrir sig geta panta sér sal fyrir jólahla bor , ver 5.900 kr. á mann. Einnig er hægt a panta skemmti- atri i í sér sal. Jólahla bor i í Súlnasal Hótel Sögu sameinar ljúffengan mat og gó a skemmtun. ú gæ ir ér á girnilegu hla bor i, skemmtir ér undir i andi BÍTLI og skellir ér svo út á gólfi og tekur nokkur létt spor. P IP A R • S ÍA • 6 0 5 6 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.