Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 27

Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 27
Friðgeirs. „Og það er mikilvæg- ast,“ bætir hann við. „Hann hefur hjá sér fjölskyldu sína, yndislegu börnin sín, íbúðin hans er nálægt eldhúsinu og við höfum skipulagt það þannig að það sé sem líkast eldhúsinu í keppninni. Hann hefur allan mat sem hann þarf í Frakk- landi til að æfa sig. Núna þarf ég bara að hvetja hann áfram og geri það óspart.“ Girardon er mjög bjartsýnn fyrir hönd Friðgeirs. Kræsingar töfraðar fram á fimm klukkustundum Undirbúningur fyrir keppnina þarf að vera mjög góður og tekur marga mánuði. Friðgeir var á hvolfi í þrjá daga við undirbúning máltíðarinnar sem boðið var til á Hótel Holti en hann þarf að töfra kræsingarnar fram á fimm klukku- stundum þegar á hólminn er komið og eins og áður segir hefur hann einn aðstoðarmann. „Ég vinn á mjög góðum veitingastað,“ segir Friðgeir, „og þar er frábær mat- seðill, þannig að auðvitað einbeiti ég mér að vinnunni. Ég hugsa samt mikið um Bocuse d’Or, óhjákvæmi- lega. En það má gera fleira en eitt samtímis,“ segir hann glettnislega. Þegar Friðgeir hélt af landi brott á sínum tíma til að starfa með Gir- ardon var ætlunin að koma heim aftur eftir eitt ár. Nú eru fimm ár liðin og hann er ekkert á heimleið. Hvað skyldi koma til? „Ja, ég skal ekki segja,“ er svarið, „ég get ekki hugsað mér að koma aftur heim. Þegar ég setti mér það takmark að keppa á Bocuse d’Or var ljóst að ég gæti ekki verið á betri stað en á Domaine de Clairemont.“ Með hverju árinu sem líður verð- ur keppnin sterkari. „Það er í raun ótrúlegt hvað þessir gæjar eru að gera á fimm tímum,“ segir Frið- geir. Pælingarnar sem liggja á bak við matreiðsluna eru þvílíkar að varla er hægt að gera sér það í hug- arlund og Friðgeir nefnir dæmi. „Maður fer á grænmetismarkað og hefur hendurnar á gulrót. Hugsar strax, nei, þessi verður ekki tilbúin á 40 sekúndum, hún er alltof trén- uð. Maður er þá orðinn svo æfður í þessu að maður finnur það með fingrunum hvernig hlutirnir eiga að vera til að allt gangi upp á rétt- um tíma.“ Hann nefnir líka að eftir margar tilraunir og æfingar hafi hann áttað sig á bestu aðferðinni við að úrbeina kjúkling og nú sé hann mínútu fljótari að úrbeina fjóra kjúklinga en áður. „Nú næ ég að úrbeina fjóra kjúklinga á innan við tveimur mínútum,“ segir Frið- geir og brosir breitt. Njósnarar alls staðar Mikil leynd hvílir yfir réttunum sem Friðgeir mun elda í keppninni. Ekki má birta myndir af þeim enn sem komið er og ekki segja frá innihaldinu. „Það má ekki tala mik- ið um þetta utan Íslands,“ segir Girardon. „Við viljum að uppskrift- irnar séu leyndarmál. Í alvöru, Ís- land á að koma á óvart í þetta sinn,“ leggur hann áherslu á. „Það njósna allir,“ bætir Frið- geir við. „Menn eru að fara inn á heimasíður hjá öllum löndunum og athuga hvort það séu komnar myndir og annað. Það er hringt út um allt Frakkland til að vita: hvar er þessi, hver er þessi? Það hafa verið kandídatar að æfa í mat- reiðsluskóla í Lyon og þangað fara margir til að taka myndir fyrir aðr- ar þjóðir. Á Íslandi eru norskir og sænskir matreiðslumeistarar og ef við myndum birta eina mynd yrði það ekki lengi að berast til viðkom- andi landa,“ klykkir Friðgeir út með. Handagangur Þau er ófá handtökin sem liggja að baki þátttöku í Bocuse d’Or-matreiðslukeppninni. Friðgeir Ingi í eldhúsinu á Hótel Holti. Philippe Girardon á og rekur hót- elið og veitingastaðinn Domaine de Clairefontaine. Chemin des Fontanettes, 38121 Chonas l’Amballan. Sími: +33(0) 474588152. Fax: +33(0) 474588093. netfang: domainedeclairefontai- ne@yahoo.fr. www.domaine-de-clairefon- taine.fr. sia@mbl.is tíska MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 27 Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Suðurströnd 4 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 Bestu dekkin átta ár í röð! Í átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. Steikt lúða „Grenobles“ Fyrir 4 640 g lúða, hreinsuð 2 msk kapers 2 sítrónur 100 g smjör 1–2 msk ólífuolía salt & pipar 3 fransbrauðsneiðar 8 meðalstórar kartöflur 20 blöð ítölsk steinselja Kartöflur soðnar með hýði og stappaðar létt með gaffli eftir suðu ásamt ólífuolíu og saxaðri steinselju. Skorpan skorin af brauðinu og af- gangurinn skorinn í fallega teninga og steiktir á pönnu með smjöri og smá salti. Næst eru þeir teknir af pönnunni og settir á eldhúsrúllu þegar, þeir eru orðnir fallega gylltir, til þerringar. Fiskurinn er smjör- steiktur á pönnu u.þ.b. 3 mínútur á annarri hlið og 2–3 sek. á hinni hlið- inni og lagður ofan á stöppuðu kart- öflurnar og smjörið látið vera áfram á pönnunni. Sítrónan skorin í lauf og sett út í smjörið á pönnunni ásamt kapers og brauðteningum. Í lokin er smjörinu svo hellt yfir fiskinn. Peru crumble Fyrir 4 100 g smjör 100 g möndlumjöl (malaðar möndluflögur) 100 g flórsykur 4 stk. perur 10 stk. valhnetur 2 msk. hunang Smjörið skorið í ten- inga og því blandað saman við möndlumjölið og flórsykurinn með höndunum í skál í um 3 mínútur. Af- hýðið perurnar og skerið niður í ten- inga og léttsteikið uppúr hunangi, brjótið hneturnar í höndunum og blandið saman við. Setjið í 4 lítil eld- föst mót eða eitt stórt. Dreifið crumble yfir og bakið í ofni í ca. 15 mínútur. Hægt er að gera þetta crumble með fleiri tegundum af ávöxtum. Borið fram með góðum ís. Máltíð meistarans HEFUR þig einhvern tímann dreymt um að heilsa upp á Mars- búa? Eða stökkva til tunglsins? Þegar jarðarbúar eru endanlega orðnir alþjóðavæddir munu þeir áreiðanlega stefna að algeimsvæð- ingu af fullum krafti. Ferðalög um geiminn munu verða að hversdags- legu fyrirbæri – einhvern tímann í framtíðinni. Og eins meðvitaðir og jarðarbúar eru nú um kjóla og klæði þá kemur það engum á óvart að þeir eru þegar farnir að gera sér í hugarlund hvernig framtíð- arferðafatnaðurinn kemur til með að líta út. Í Tókýó í Japan var í gær haldin stór og mikil hönn- unarsýning, Hyper Space Couture Design Contest, þar sem frumlegir hönnuðir sýndu draumafatnaðinn sinn. Samkvæmt sýningunni verður ævintýralegt að horfa yfir geim- flaugabiðsali framtíðarinnar. Ein- staka manneskja verður vænt- anlega svo gamaldags að mæta í geimbúningi eins og Neil Arms- trong klæddist 1969 en flestir fylgja straumnum og verða í ýktum fatnaði þar sem formin eru kúpt og silfurliturinn áberandi. Setjum geimflaugaferðaáætlunina í gang! Reuters Kúpt Ýkt form eins og á þessum höfuðfatnaði voru áberandi. Hefðbundinn Þessi búningur var í hefðbundnari kantinum. Áfram til framtíðar Útgeislun Hönnunin hafði sérstaka útgeislun enda fyrir geimferðalög. Glans Áferð sem svo gjarnan er tengd við geiminn og geimferðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.