Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMKEPPNI OG EINKAVÆÐING Á ORKUMARKAÐI Reykjavíkurborg og Akureyrarbærhafa nú selt ríkinu hlut sinn íLandsvirkjun. Þessi ráðstöfun er skynsamleg út frá hagsmunum allra, sem í hlut eiga. Nú er komin á samkeppni á raf- orkumarkaði og hún stendur m.a. á milli fyrirtækja, sem ríkið og viðkomandi sveit- arfélög eiga í. Það er t.d. ómöguleg staða að Reykjavíkurborg eigi bæði stærstan hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og stóran hlut í Landsvirkjun þegar þessi tvö fyr- irtæki keppa um virkjunarkosti eða stóra viðskiptavini. Slíkt býður upp á hags- munaárekstra og því er rökrétt að gera þessar breytingar á eignarhaldi. Salan á hlutunum í Landsvirkjun styrkir stöðu bæði Reykjavíkur og Akureyrar og mest af peningunum rennur til þess að standa undir lífeyrisskuldbindingum sveitarfé- laganna. Umræður um hugsanlega einkavæð- ingu Landsvirkjunar í framhaldi af þess- um eignarhaldsbreytingum komu upp á Alþingi vegna klausu í samningi ríkisins og sveitarfélaganna, þar sem fram kemur að selji ríkið öðrum fyrirtækið fyrir árið 2012 fyrir hærri upphæð en fyrirtækið er metið á í dag muni sveitarfélögin tvö njóta þess. Í þessum umræðum sagði Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra mjög skýrt að ekki stæði til að selja fyrirtækið „og allra sízt einkaaðilum“, eins og hann orðaði það. Bæði Jón og Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra hafa lýst því yfir að ekki standi til að selja Landsvirkjun eða breyta henni í hlutafélag á næstunni, heldur verði hún áfram sameignarfélag í eigu ríkisins. Athygli vekur hversu skýrt ráðherrarn- ir kveða að orði um þetta, þar sem það kom fram fyrir aðeins hálfu öðru ári í yf- irlýsingu iðnaðar- og fjármálaráðuneytis að stefnt væri að hlutafélagavæðingu Landsvirkjunar árið 2008 og með henni væru sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu, eins og það var orðað. Hugsanlega er þessi breytti tónn til marks um það að í ríkisstjórninni telji menn að fyrri áform um hlutafélagavæð- ingu innan tveggja ára hafi verið of brött. Og vafalaust er það rétt metið, að orku- markaðurinn hefur ekki náð þeim þroska, að það sé tímabært að ákveða að einka- væða Landsvirkjun. Samkeppnin á raforkumarkaðnum er ófullkomin og lítil reynsla komin á þá nýju löggjöf, sem orkufyrirtækin starfa eftir. Þessi markaður er sömuleiðis ólíkur öðr- um samkeppnismörkuðum að því leyti að fyrirtækin, sem keppa á honum, eru nær eingöngu í eigu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga. Verði Landsvirkjun einka- vædd þarf að vera tryggt að hún starfi í raunverulegu samkeppnisumhverfi. Hins vegar er engin ástæða til að úti- loka að orkufyrirtækin færist í hendur einkaaðila. Ef hér þróast raunverulegur samkeppnismarkaður með framleiðslu og sölu á raforku, af hverju ætti hann að vera öðrum lögmálum undirorpinn en aðrir samkeppnismarkaðir? Það þarf ekki ann- að en að horfa á fjármála- eða fjarskipta- markaðinn hér á landi til að sjá hverju samkeppni og einkavæðing hefur breytt. Sömuleiðis hefur verið bent á að það sé ekki góð staða, m.a. út frá sjónarmiðum náttúruverndar, að ríkið sé bæði eigandi umsvifamesta orkufyrirtækisins og sé eft- irlits- og úrskurðaraðili í málefnum orku- geirans. Tillögur nefndar iðnaðarráðherra um nýtingu auðlinda í jörðu, sem fram komu í síðasta mánuði, skapa forsendur fyrir því að taka skref í átt til einkavæðingar á þessum markaði. Þar er annars vegar kveðið á um uppboð á nýtingarrétti á vatnsafli og jarðhita í almannaeigu og hins vegar um greiðslu auðlindagjalds fyrir nýtingu slíkra réttinda. Opinbert eignar- hald er þar með ekki lengur forsenda þess að almenningur fái eðlilegan arð af eign- um sínum. Fyrsta skrefið í átt til einkavæðingar á raforkumarkaðnum hlýtur að vera hluta- félagavæðing orkufyrirtækjanna. Það hafa t.d. Hitaveita Suðurnesja, Norður- orka og RARIK stigið. Hlutafélagsformið er almennt talið henta betur fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Þótt það sé ekki tímabært að einkavæða Landsvirkjun er líka óþarfi að láta eins og einkaframtakið eigi ekkert erindi í orku- vinnslu og -sölu. MÁLMRÖR, GLER OG BELJA Fyrir nokkru réðst tryggingafélag íauglýsingaherferð þar sem belja féll af himnum ofan og var auglýsingunni ætl- að að sýna að allt gæti gerst. Það hvarfl- aði eflaust að fáum að þetta væri sá veru- leiki sem íslenskir vegfarendur byggju við. Nú er komið á daginn að hætturnar leynast víða. Kæruleysislegur frágangur á málm- rörum varð á þriðjudag til þess að þau féllu af tengivagni flutningabíls þegar honum var ekið inn á hringtorg á Vest- urlandsvegi. Mikil mildi var að rörin runnu beint út af veginum og ollu aðeins skaða á ljósastaur. Stuttu síðar stöðvaði lögreglan í Reykjavík annan vörubíl, þar sem aðeins fjórar stroffur voru notaðar til að festa átta tonna farm. „Um leið og þetta hallast eitthvað fer þetta af bíln- um,“ sagði varðstjóri lögreglunnar. Skemmst er að minnast þess þegar vöruflutningabíll með 20 tonn af gleri valt neðarlega í Ártúnsbrekku um miðjan september, en þá voru sagðar líkur á að frágangi á farmi hefði verið ábótavant. Af því tilefni sagði Einar Magnús Magnús- son, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, að hann hefði heimildir fyrir því að trygg- ingafélög hefðu á árinu 2005 þurft að standa undir tjóni upp á um 60 milljónir vegna þess að farmur hefði fokið af vöru- bílspöllum, s.s. grjót eða möl. Á þessu ári hafa 843 flutningabílstjórar verið kærðir hjá lögreglunni í Reykjavík fyrir að hafa vanrækt skyldur um frágang á farmi og hleðslu. Það liggur fyrir að bílstjórar bera ábyrgð á slíkum farmi, nema þegar fluttir eru innsiglaðir gámar. Þeir eiga því með réttu að neita að flytja farm nema hann sé tryggilega festur og er í gildi reglugerð um hvernig á að standa að því. Það er því alvarlegt sem kom fram hjá Ágústi Mo- gensen, forstöðumanni rannsóknar- nefndar umferðarslysa, að sumir bílstjór- ar sæti afarkostum: „Að það er einfaldlega sagt við menn: Þú ferð þessa ferð eða þú ferð ekki fleiri ferðir fyrir mig.“ Það er algjörlega óþolandi að ekki sé fyllsta öryggis gætt og að vegfarendur séu settir í hættu. Ef ekki er gengið nægi- lega vel frá farmi og af hlýst mannsbani, þá getur ökumaður vænst ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Þegar svo mikið er í húfi kemur fyrir lítið að segja að það sé nóg að festingin „sé á mörkunum að duga“ eins og forstöðumaður hjá Olíu- dreifingu lét hafa eftir sér í blaðinu í gær. Nú hefur rignt gleri og málmrörum yf- ir íslenska vegfarendur. Ekki verður við þetta unað lengur. Hvað næst, – belja? Í tengslum við umræðuna umsímahleranir stjórnvalda á kald-astríðsárunum hefur á síðustuvikum alloft verið vikið að því að Sósíalistaflokkurinn og Þjóðviljinn hafi á þeim árum notið verulegs fjár- hagslegs stuðnings frá Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Sjálfur var ég framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins á síðustu starfsárum hans, 1962–1968, formaður Útgáfufélags Þjóðviljans 1968–1972 og lengi í útgáfustjórninni næstu árin er ég var ritstjóri blaðsins, nær samfellt frá 1972–1983. Margir munu því með réttu geta ætlast til þess að ég leggi hér orð í belg og geri hreint fyrir mín- um dyrum. Þar er þá fyrst til að taka að á þeim árum sem ég var starfandi hjá flokknum og blaðinu, árunum 1962– 1983, varð ég aldrei var við neina slíka óhreina peninga. Árið 1999 birti Jón Ólafsson, nú pró- fessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst, hins vegar niðurstöður af rannsóknum sínum á skjalasöfnum í Moskvu, sjá bók hans Kæru félagar, og þá kom í ljós að formaður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson, hafði á árunum 1950–1966 leitað eftir fjárstuðningi hjá sovéska Kommúnistaflokknum og orðið nokkuð ágengt í þeim efnum. Þær fréttir ollu mér og mörgum öðr- um forystumönnum flokksins, sem aldrei hefðum samþykkt viðtöku slíkra fjármuna, miklum vonbrigðum. Forgöngu um þessar rannsóknir Jóns Ólafssonar hafði Halldór Guðmunds- son, þáverandi útgáfustjóri Máls og menningar. Í bókinni Guldet fra Moskva, sem út var gefin í Ósló árið 2001, koma fram nánari upplýsingar um þessar fjárveitingar. Af því sem þar er dregið fram má einnig ráða hvað varð um þá fjármuni sem hingað bárust með þess- um hætti. Traustar heimildir vísa nú þegar á svarið. Höfundur kaflans um Ísland í nýnefndri bók er Jón Ólafs- son, hinn sami og hér var áður nefnd- ur. Á bls. 291–292 í henni er birt tafla sem sýnir hvaða upphæðir sovéski Kommúnistaflokkurinn veitti til flokka á Norðurlöndum hvert ár á tímabilinu frá 1950 til 1990 og allt sundurgreint eftir löndum. Slíkar fjárveitingar til Íslands voru þessar: þess, að allir þeir 17 sem formaður Sósía hafði forgöngu um a lands frá Moskvu á á ins, hafi farið í einn menningar við Laug mat þeirrar bygging 227.100.000 og hvern hefur öll fjárveitingi aldrei numið nema n stórum að vísu, af ve arinnar. Þetta er ekki sagt framgöngu þeirra E sonar og Kristins E. útvegun fjár frá Mos var og er fordæman ir ættu að leggja á m hæðin var og til hver voru notaðir. Vart þ að þessi fjárútvegun dult og aðeins verið manna. Einar Olgeirsson Andrésson voru báð Þeir voru eldheitir æ líka þvílíkir alþjóðas vart hugsað sér að s ekki hefði allnáin ten hreyfingu. Báðir tók mótun þegar margir manna af þeirra kyn vonir um að rússnes yrði upphaf heimsby ánauðaroki fátæks f heim af herðum þess laust þjóðfélag um a voru miklir trúmenn stundum í ógöngur. var þvílíkur trúmaðu jafnvel geta leitt stjó Moskvu á rétta brau skapur minnti einna inguna sem Gunnar höfundur gaf á samt skömmu eftir hernám merkur árið 1940, en hafa verið að leiðbei um rekstur styrjalda geirsson vildi reynda sjálfstæður gagnvar að öllum líkindum m fyrstur ef til álíka ré komið hér undir erle þeirra sem haldin vo unum 1937 og 1938. Ár Dollarar 1955 ................................... 15.000 1956 ................................... 20.000 1959 ................................... 30.000 1961 ................................... 30.000 1963 ................................... 25.000 1965 ................................... 25.000 1966 ................................... 25.000 Samtals: ......................... 170.000 Hér eru ekki taldar með persónu- legar greiðslur til Kristins E. Andr- éssonar frá árunum 1968 og 1970, 20.000 dollarar í hvort sinn, sjá Guldet fra Moskva, bls. 291 og 293. Auk starfa hjá Máli og menningu hafði Kristinn frá upphafi verið helsti for- ystumaður félagsskaparins MÍR, Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Um 1970 var hann orðinn sjúkur maður og sumar gerðir hans á síðustu ævi- árunum lítt skiljanlegar, nema haft sé í huga að dómgreind hans var orðin alvarlega skert vegna mikillar lyfjanotkunar. Allt fór það á einn stað Þeir 170.000 dollarar sem Einar Olgeirsson hafði forgöngu um að færa til landsins á árunum 1955–1966 svara á núverandi gengi til um það bil 12 milljóna króna en næmu allmiklu hærri upphæð ef reiknað væri út frá gengi dollarans gagnvart íslensku krónunni á fyrrnefndu tíma- bili. En hvað skyldi svo hafa orðið um þessa óhreinu peninga? Svarið við þeirri spurningu er þetta: Í samtali við sendiherra Sovétríkj- anna á Íslandi árið 1962 greindi Einar Olgeirsson frá því að allir þeir pen- ingar sem flokkurinn hefði fengið frá Moskvu á undanförnum árum, það er 95.000 dollarar, hefðu runnið til Máls og menningar, sjá Guldet fra Moskva, bls. 200–201. Þann 3. maí 1962 fór Einar Olgeirs- son fram á við sovéska sendiherrann að flokknum yrðu veittar með sér- stökum hætti 75.000 gullrúblur, sem svaraði til 75.000 dollara, í því skyni að bjarga Máli og menningu úr skuld- um, sjá Guldet fra Moskva, bls. 201. Á næstu fjórum árum fékk Einar nákvæmlega þá upphæð sem þarna var beðið um, hvorki meira né minna, sjá Guldet fra Moskva, bls. 291, og liggur þá beinast við að ætla að hún hafi verið notuð í þeim tilgangi sem kynntur var þegar beiðnin var lögð fram, það er til að bjarga Máli og menningu frá því að missa húsið á Laugavegi 18. Yfirgnæfandi líkur benda því til Hvað varð um pening Kjartan Ólafsson Eftir Kjartan Ólafsson » Þar á engu en leit að s anum að vera miðið. Felulei engum og dylg áróðurskennd ingar eiga ekk Í nýlegri stjórnsýsluúttekt Rík-isendurskoðunar er embættiríkislögreglustjóra gefin ágæteinkunn fyrir að stuðla að margvíslegum fram- förum innan lögregl- unnar. Þar kemur fram að embættið hafi beitt sér fyrir ýmsum nýjungum og lagað skipulag lögreglunnar að breyttum að- stæðum og kröfum sem gerðar eru. Í til- efni af stjórnsýsluút- tektinni verður vikið að nokkrum atriðum sem varpa ljósi á fjöl- breytt viðfangsefni embættis ríkislög- reglustjóra.  Almannavarnir voru færðar undir embættið árið 2003 þegar Almanna- varnir ríkisins voru lagðar niður. Þótt markmið stjórnvalda með þeirri ráð- stöfun hafi fyrst og fremst snúið að hagræðingu í rekstri þá hefur mikil uppbygging átt sér stað í málefnum almannavarna í samstarfi við aðra.  Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra annast samskipti við lögregluyfirvöld í öðrum löndum og hér á landi þjónar deildin öllum lögregluliðum. Fyr- irkomulag embættisins á alþjóða- samskiptum hefur hlotið viðurkenn- ingar í tveimur úttektum sem fram fóru nýlega; annars vegar af hálfu nefndar um fram- kvæmd Schengen- samstarfsins og hins vegar á vegum Interpol. Fleiri viðurkenningar mætti nefna.  Bílamiðstöðin sér um rekstur allra ökutækja lög- reglunnar sem nú eru 160 talsins. Í viðhorfskönnun Ríkisendurskoðunar meðal lögreglustjóra kemur fram að langflestir þeirra telja stofnun bílamiðstöðvarinnar hafa verið framfaraskref í bifreiðamálum lögreglunnar.  Ríkiendurskoðun nefnir fíkniefna- málaflokkinn sem eitt gleggsta dæmi um hvernig embættið hefur unnið að því að samræma aðgerðir lögreglu- embætta.  Fjarskiptamiðstöð ríkislög- reglustjóra gegnir samhæfingarstöðin vakið hefur verðsk innanlands og erle könnun sem Ríkise meðal lögreglustjó mjög jákvæð afsta miðstöðvarinnar og sinnt þjónustu- og arhlutverki sínu. Þ isendurskoðunar a irkomulag hafi stuð og aukið verulega  Vefur ríkislögre sæti af 246 vefjum sveitarfélaga fyrir samkvæmt úttekt s neytið og Samband félaga létu gera á s um eru upplýsinga og uppbyggingu lö Hvað hefur áunnist? Eftir Harald Johannessen » Í tilefni afútt ektin ið að nokkrum sem varpa ljó breytt viðfan ættis ríkislög Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.