Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 39
PRJÓFKJÖR
stjórnmálaflokkana
standa nú yfir og þar
gefst fólki tækifæri á að
hafa áhrif á uppröðun
framboðslista fyrir al-
þingiskosningarnar í
vor. Í síðustu alþing-
iskosningum lækkaði
hlutfall kvenna á þingi
úr 35% í 30% sem er
mikið bakslag. Það
vekur líka athygli að
Ísland er talsvert á eft-
ir hinum Norðurlönd-
unum hvað varðar hlut
kvenna á þingi. Á lista
alþjóðaþingmanna-
sambandsins
(www.ipu.org) raða
Norðurlöndin sér í
efstu sætin fyrir utan
Ísland sem skipar 19.
sætið en þess má geta
að lönd eins og Írak,
Mósambík og Kúba eru
fyrir ofan Ísland á list-
anum. Þessar tölur sýna okkur að það
þarf lítið út af að bera til þess að
myndin skekkist enn
frekar konum í óhag.
Jafnréttisvaktin er ei-
lífðar verkefni og mik-
ilvægt að kjósendur í
prófkjörum taki alvar-
lega, það er í gegnum þá
sem konur komast í
pólitískar stöður. Það er
skylda okkar allra, bæði
kvenna og karla að taka
höndum saman og ein-
beita okkur að því að
fjölga konum á þingi til
jafns við karla.
Ekki er vöntun á
áhugasömum konum til
að gera þá stöðu að
veruleika. Margar dug-
miklar konur hafa nú
gefið sig fram í for-
ystusæti í prófkjörum
allra stjórnmálaflokka.
Nú er því lag. Fólk hvatt
til að taka þátt í próf-
kjörum og tryggja hlut
kvenna í efstu sætum
framboðslistana. Kjós-
endur! það er til mikils
að vinna, því konur vant-
ar á þing!
Konur óskast á þing
Ragnhildur Helga-
dóttir fjallar um
hlut kvenna í
stjórnmálum
Ragnhildur Helgadóttir
» Jafnrétt-isvaktin er
eilífðarverkefni
og mikilvægt að
kjósendur í
prófkjörum taki
alvarlega, það
er í gegnum þá
sem konur kom-
ast í pólitískar
stöður.
Höfundur er formaður Kvennahreyf-
ingar Samfylkingarinnar.
Sagt var: Hluti verksins var unnið í fyrra.
RÉTT VÆRI: Hluti verksins var unninn í fyrra.
Gætum tungunnar
ÞINGMANNINUM Merði
Árnasyni er margt hulið, enda
hefur hann við flest annað að
sýsla en kynna sér staðreyndir.
Hann skilur ekki að spár eða
öllu heldur vangaveltur í svo-
kallaðri Stern-skýrslu, um 5–
20% minnkun einkaneyslu á
næstu 100–200 árum vegna
loftslagsbreytinga, séu sem
dropi í hafið miðað við vænt-
anlegan hagvöxt á sama tíma-
bili. Hagvöxtur undanfarna öld
hefur verið 2–3% árlega. Ekk-
ert bendir til annars, ekki síst
gríðarlegur hagvöxtur í risaríkj-
um Austur-Asíu, en hann haldi
áfram með a.m.k. sama hraða.
Þetta þýðir nálægt sjöföldun
landsframleiðslu á næstu 100
árum og aðra sjöföldun á næstu
100 árum eftir það. Í sam-
anburði við þessar stærðir er
hið hugsanlega tjón vegna lofts-
lagsbreytinga, sem Stern-
skýrslan og Mörður gera svo
mikið úr, auðvitað hverfandi.
Mörður skilur heldur ekki
hvaðan þessi hagvöxtur eigi að
koma. Í því sambandi má benda
honum á að í svartsýnisspám
Stern-skýrslunnar er einmitt
gert ráð fyrir stórauknum út-
blæstri gróðurhúsaloftegunda.
Sú aukning getur auðvitað ekki
átt sér stað nema með hagvexti
eftir svipuðum farvegum og í
fortíðinni. Hitt er annað mál, að
hagvöxtur þróaðra ríkja í seinni
tíð hefur að nokkru snúið af
þessari gömlu braut og leiðir nú
af sé miklu minni umhverf-
isspjöll en áður var. Vonandi er
að sú þróun haldi áfram.
Mengun andrúmsloftsins og
hugsanleg hitnun jarðar er al-
varlegt vandamál. Það er hins
vegar ekki líklegt til árangurs
að rjúka upp til handa og fóta
með kröfum um afskaplega dýr-
ar og vanhugsaðar aðgerðir í
hvert skipti er nægilega krass-
andi skýrsla um málið kemur
út. Væri nú ekki skynsamlegra
að leyfa rykinu að setjast og
gefa hinu vísindalega samfélagi
tækifæri til að vega og meta
innihald þessarar nýju skýrslu?
Í umhverfismálum hefur oft áð-
ur verið hrópað „Úlfur, úlfur“
sem við nánari athugun hefur
ekki reynst vera til staðar.
Með þessu er ekki verið að
gera lítið úr umhverfisvand-
anum. Öðru nær. Það má hins
vegar ekki gleyma því að fyrir
brotabrot af þeim upphæðum
sem Mörður vill verja til að af-
stýra hugsanlegri hitnun jarðar
með mikilli óvissu um árangur
og afleiðingar, væri með nánast
fullri vissu og á örfáum árum
unnt að bægja frá þróunarlönd-
unum sjúkdómum og örbirgð,
sem á degi hverjum leggja
hundruð manna í valinn og
valda miklum raunverulegum
hörmungum. Kemur nú ekki til
greina að leggja meira af mörk-
um til þessa sannanlega brýna
viðfangsefnis áður en ráðist er
til atlögu við hugsanlega hitnun
jarðar?
Ragnar Árnason
Merði Árnasyni
svarað
Höfundur er prófessor í hagfræði
við Háskóla Íslands.
Í GREIN sem birt-
ist í Morgunblaðinu
28. október fjallar
Björn Davíðsson um
margvísleg málefni
sem lúta að Síman-
um. Uppfærsla á
ADSL-kerfi Símans
og nýir áskriftaflokk-
ar netþjónustu Sím-
ans eru kveikjan að greininni og að
Síminn skuli bjóða viðskiptavinum
sínum mismunandi tengihraða.
Síminn er einkafyrirtæki á sam-
keppnismarkaði og þjónusta Símans
hefur ávallt byggst upp í áföngum
bæði fyrir og eftir einka-
væðingu. Talsíminn var
ekki byggður upp á einum
degi, það sama á við um
ADSL-þjónustuna. Það
þýðir ekki að þeir sem
hafa fengið aðgang megi
ekki njóta hans fyrr en
allt landið hefur verið
uppfært.
Síminn mun á næsta ári
hefja annan áfanga í upp-
færslu á ADSL-kerfi sínu.
Það þýðir að fleiri við-
skiptavinir á landsbyggðinni munu,
miðað við núverandi forsendur, hafa
aðgang að hraðara Neti og fleiri sjón-
varpsstöðvum að því loknu. Ekki hef-
ur verið tekin ákvörðun um í hvaða
röð kerfið verður uppfært. Það er
ekki nýtt að Síminn byrji með nýja
þjónustu á einum stað og færi hana
síðan yfir á önnur svæði. Þetta var
t.d. gert þegar Síminn hóf sjónvarps-
útsendingar um ADSL-kerfi sitt og
þá var einmitt byrjað á Bolungarvík!
Þjónusta Símans
byggist upp í áföngum
Eva Magnúsdóttir
fjallar um málefni
Símans
» Síminn er einkafyr-irtæki á samkeppn-
ismarkaði og þjónusta
Símans hefur ávallt
byggst upp í áföngum
bæði fyrir og eftir
einkavæðingu.
Eva Magnúsdóttir
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Símans.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
SUMIR gefa meira en aðrir. Og
þeir gefa mest sem hafa af minnstu
að taka. Láglaunafólk fær ekki sann-
gjörn laun fyrir vinnu sína og er því
sífellt að gefa. Það gefur allan mis-
muninn sem er á sann-
gjörnum launum og
lágu laununum sem það
fær fyrir vinnu sína.
Segjum sem svo að
meðallaun í samfélag-
inu séu 350 þúsund
krónur á mánuði, en
láglaunamaður fái ein-
ungis 200 þúsund krón-
ur í laun, þá gefur hann
eða (oftast) hún 150
þúsund krónur til sam-
félagsins í hverjum ein-
asta mánuði, eða 1,8
milljón króna á ári.
Þetta eru óopinberir skattar sem
samfélagið leggur á láglaunafólk og
færir í vasa hinna efnameiri. Ofan á
þetta bætast svo opinberu skattarnir
sem leggjast þyngst á láglaunafólk,
öryrkja og aldraða. Sú ríkisstjórn
sem nú situr hefur tekið skattleys-
ismörkin úr sambandi við launa-
vísitöluna, þannig að þau eru nú lægri
en nokkur rök eru fyrir. Það kemur
sér verst fyrir þá sem hafa lægstu
tekjurnar og er óþolandi.
Á meðan þessu vindur fram hefur
sama ríkisstjórn lækkað skatta á há-
tekjufólk og fjármagnseigendur
þannig að það fólk greiðir nú mun
minna af tekjum sínum til samfélags-
ins en áður. En stundum stígur fram
einn og einn auðmaður og „gefur“
einhverja fjárhæð til einhvers ákveð-
ins málefnis eða líkn-
arfélags. Og þá er
gjarnan hringt í fjöl-
miðla sem koma og taka
ljósmyndir og birta síð-
an frétt um hina miklu
gjafmildi auðmannsins.
Og það er jafnvel hróp-
að húrra fyrir ölm-
usugjöfinni.
Í því samfélagi sem
ég vil búa í er ekki hróp-
að húrra fyrir ölm-
usugjöfum. Þar eru
ölmusugjafir ekki til
vegna þess að jöfnuður
ríkir og fólk hefur réttindi og þarf því
ekki á þeim að halda. Þar greiðir auð-
maðurinn skatta eins og annað fólk.
Þar fær fólk greidd sanngjörn laun
fyrir vinnu sína og þar er skattkerfið
réttlátt. Þar tekur samfélagið ábyrgð
á því að enginn falli niður á botninn
og liggi þar afskiptur. Þar á fólk rétt
á greiðslum úr sameiginlegum sjóð-
um, ef þær aðstæður skapast að það
þurfi á þeim að halda.
Það eru ekki birtar myndir í blöð-
unum af fólkinu sem gefur mest til
samfélagsins. Það þykir sjálfsagt mál
að það fólk gefi og gefi. Mér finnst
það ekki sjálfsagt mál og það er held-
ur ekki náttúrulögmál að það sé alltaf
sama fólkið sem gefur mest. Við jafn-
aðarmenn viljum breyta þessu
ástandi. Við viljum að allir fái sann-
gjörn laun fyrir vinnu sína og við vilj-
um að það verði sjálfsagt mál að auð-
maðurinn leggi sinn skerf til
samfélagsins þegjandi og hljóðalaust
eins og aðrir.
Nú eru prófkjörin hafin og þau
halda áfram næstu vikur. Á morgun
verður prófkjör Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi. Tökum öll þátt í
að breyta samfélaginu til betri vegar.
Auðmenn og ölmusugjafir
Sonja B. Jónsdóttir fjallar um
misskiptingu og launamun » Sú ríkisstjórn semnú situr hefur tekið
skattleysismörkin úr
sambandi við launa-
vísitöluna, þannig að
þau eru nú lægri en
nokkur rök eru fyrir.
Sonja B. Jónsdóttir
Höfundur sækist eftir 4.–5.
sæti á lista Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi.
TENGLAR
..............................................
www.123.is/sonjab
H L U T H A F A F U N D U R C C P h f .
Hluthafafundur CCP hf., kt. 450697-3469, Grandagarði 8, 101 Reykjavík,
verður haldinn að Grandagarði 8, 101 Reykjavík, þann 10. nóvember 2006
og hefst hann kl. 17:00.
D A G S K R Á
Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum
félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 200.000 að nafnvirði með
útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 1 ár og má einungis nota í tengslum við
kaup á fyrirtækjum. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að
þessum nýju hlutum.
Kosning eins varamanns í stjórn félagsins.
Önnur mál löglega upp borin.
Stjórn CCP hf.
I.
II.
III.