Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞESSA dagana eru haldin prófkjör víða um land til und- irbúnings þingkosninga næsta vor. Það er gleðilegt hversu mikil og góð þátttaka er í þeim, og frábært að sjá þar fullt af flottum konum. Konur af ýmsum gerðum og af öllum sviðum þjóðlífsins, reynslubolta og efnilega nýliða í bland. Allar vilja þessar konur hafa áhrif og margar tilbúnar og afar vel búnar til að taka forystu í landsstjórninni. Prófkjörsúrslitin sem nú liggja fyrir boða þó ekki sérlega sterka stöðu kvenna við mótun ríkisstjórnar í vor, hvar sem þær í flokki standa. Í Samfylk- ingunni eru horfur kvenna ekki góðar. Eins og staðan er í dag er að- eins ein kona, formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, örugg í fyrsta sæti síns kjör- dæmis. Í prófkjöri flokksins í norð- vesturkjördæmi sl. helgi hafnaði nafna mín í 3. sæti, sem hljóta að teljast mikil vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að á yfirstand- andi kjörtímabili er Anna Krist- ín eina þingkona kjördæmisins. Margrét Frímannsdóttir sem hefur leitt listann í suður- kjördæmi verður ekki í kjöri nú, og þar takast á tveir sitj- andi þingmenn. Í norðausturkjördæmi hefur flokkurinn tvo þingmenn, karla, sem báðir gefa kost á sér á ný. Í suðvesturkjördæmi eygjum við þá von að sjá öfluga konu, Þórunni Sveinbjarnardóttur, í fyrsta sæti. Það þarf að jafna hlut karla og kvenna í stjórn landsins og þangað stefnum við Samfylking- arfólk. Ég skora á flokksbræður mína og – systur að huga að því og kjósa konur í fyrsta sæti lista í þeim prófkjörum sem nú fara í hönd. Anna Kristín Ólafsdóttir Konur og Samfylking Höfundur er skrifstofustjóri LHÍ og fyrrverandi aðstoðarkona borg- arstjóra. ÞANN 17. febrúar 2005 und- irritaði ég sem borgarstjóri vilja- yfirlýsingu um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Lands- virkjun til ríkisins. Í kjölfar nýrra raforkulaga sem skapa skilyrði til samkeppni á raforkumarkaði fer það einfaldlega ekki saman að Reykjavík eigi bæði Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun og sé þannig í samkeppni við sig sjálfa. Því er það sannfæring mín að nauðsynlegt sé að borgin losi sinn hlut í Landsvirkjun, en að sjálfsögðu á sanngjörnu verði. Í kjölfar viljayfirlýsingarinnar hófust samningaviðræður um þær forsendur sem hafa áhrif á verðmat fyrirtækisins. Þar var m.a. litið til þróunar álverðs, gengis, raforkumarkaðarins og ekki síst þeirrar ávöxtunarkröfu sem gera má til fyrirtækisins. Eðlilega voru skoðanir samnings- aðila skiptar og sigldu viðræður í strand i upphafi árs 2006. Borg- arráð var þá á einu máli um að það verð sem þá var uppi á borð- um, 56–58 milljarðar, væri of lágt og aðeins mun hærri upphæð væri ásættanlegt. Um þetta voru allir sammála þá. Nú ber svo við að borgarstjóri hefur undirritað samning um sölu á hlut borg- arinnar í fyrirtækinu, sem byggir á ríflega 60 milljarða mati. Hlutur borgarinnar er þá 27 milljarðar og er gert ráð fyrir að 24 millj- arðar fari til greiðslu lífeyr- isskuldbindinga en 3 milljarðar verði greiddir í peningum til borgarsjóðs þann 1. janúar 2007. Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta verð sé of lágt. Í ljósi þess sem gerðist þegar Landssíminn var seldur eftir einkavæðingu á mun hærra verði en verðmat hafði gefið til kynna, lagði ég alla tíð áherslu á það í fyrri viðræðum að settir væru inn einhvers konar fyrirvarar ef ríkið ákveddi síðar að selja sinn hlut til þriðja aðila. Áður en upp úr slitnaði var m.a. tekist á um þetta atriði. Nú ber svo við að inn í söluna er kominn fyrirvari um að verði fyrirtækið selt þriðja aðila fyrir 1. janúar 2012 þá fái Reykjavíkurborg hagnað eða beri tap á vegna þess mismunar sem kunni að myndast. Fimm ár í lífi fyrirtækis eins og Landsvirkjunar er hins vegar af- ar stuttur tími og því þörf á lengri tíma í fyrirvaranum. Það má meira að segja telja það líklegra að fyrirtækið verði „söluvæn- legra“ að þessum tíma liðnum þegar miklar fjárskuldbindingar vegna stórra framkvæmda eru að baki. Því læðist að mér sá grunur að borgin sé að semja af sér. Sporin hræða þegar litið er til sölu Landssímans. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Landsvirkjun á útsölu ? Höfundur er í stjórn Landsvirkjunar LAUNAMUNUR kynjanna hef- ur ekkert breyst í heil 12 ár sam- kvæmt athyglisverðri könnun sem unnin var fyrir Félagsmálaráðu- neytið. Það er með ólík- indum að ekki skuli hafa tekist að þoka neitt við launamuninum þrátt fyrir alla þá um- ræðu sem hefur farið fram. Fæðingarorlofs- löggjöfin sem við bund- um svo miklar vonir við að myndu hafa jákvæð áhrif á þróun launa, virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri, þ.e. hvað varð- ar launaþróun. Vitaskuld voru lög um fæðingar- og foreldraorlof mjög af hinu góða, þó að þau hafi, að minnsta kosti enn sem komið er, haft lítil áhrif á kynbundinn launamun. Ábyrgðin liggur hjá atvinnurekanda Ábyrgð stjórnvalda er nokkur og það er vitaskuld einnig á ábyrgð atvinnurekenda að mis- muna ekki launþegum á grundvelli kynferðis. Stundum heyrist það sjónarmið að konur biðji bara um lægri laun en karlar, en ábyrgðin liggur auð- vitað alfarið hjá þeim sem greiða launin, enda er það svo að launþegar vita oft ekki hver kjör vinnufélaganna vegna launaleyndar. Launasamningar eru því oft á tíðum samningar þar sem annar aðilinn hefur mun meiri vitneskju um það hver eru eðlileg og sanngjörn kjör. Og það er auðvitað sá sem greiðir launin. Skattastefnan kemur niður á konum Athyglisverðar greinar Stefáns Ólafssonar prófessors þar sem hann hefur með skilmerkilegum hætti sýnt fram á aukna skatt- byrði þeirra sem lægstar hafa tekjurnar má einnig setja í sam- hengi við stöðu kvenna. Það er því miður staðreynd að konur eru að jafnaði með lægri laun en karlar og það er einnig staðreynd að konur eru fleiri en karlar í hópi þeirra sem lægst hafa launin. Í því samhengi má halda fram að skattastefna ríkisstjórnarinnar komi harkalega niður á konum, því hún hefur óbeint haft þau áhrif að þyngja skattbyrði kvenna. Það er mikilvægt að hafa það að leiðarljósi í allri umræðu að staða kynjanna er ólík og stefna sem í eðli sínu virðist kynhlutlaus getur komið með ólíkum hætti niður á kynjunum. Hér er komið dæmi um það, en sú stefna ríkisstjórnarinnar að þyngja skattbyrði á launalægstu hópanna kemur með áþreif- anlegum hætti niður á konum. Aukin skattbyrði kvenna Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um launamun kynjanna » Stundum heyristþað sjónarmið að konur biðji bara um lægri laun en karlar, en ábyrgðin liggur auðvitað alfarið hjá þeim sem greiða launin … Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. SIGURBJÖRG Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur varpaði fram spurningu um hvort valfrelsi í heil- brigðisþjónustu væri mögulegt í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 1. októ- ber sl. Ég vil hér grípa bolt- ann og svara spurn- ingu Sigurbjargar ját- andi. Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu er mögulegt og það er eft- irsóknarvert. Hins veg- ar hamlar núverandi skipulag heilbrigð- isþjónustu að svo sé. Þessu þarf að breyta. Lykillinn felst í að koma á samkeppni um gæði innan heilbrigðisþjónustunnar. Kröfur um gæði Heilbrigðisþjónusta hér á landi er og verður samfélagsleg þjónusta sem að mestu er greidd úr opinber- um sjóðum. Um það er almenn sam- staða hér á landi og því vill enginn íslenskur stjórnmálaflokkur breyta. Þetta þýðir að verð þjónustu er og verður ekki ráðandi þáttur þegar sjúklingar taka ákvörðun um hvert þeir leita aðstoðar vegna heilbrigð- isvanda. Hins vegar gera þeir kröfu um gæði þjónustu og það getur ráð- ið vali þeirra. Það er eftirsóknarvert að koma á samkeppni um gæði milli þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Samkeppni í grunnþjónustunni Hér vil ég ræða um slíka útfærslu innan grunnþjónustunnar, í heilsu- gæslunni. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónust- unni og á að vísa veginn ef frekari þjónustu er þörf innan heilbrigð- iskerfisins. Þar á fólk að geta gert kröfu um greiðan aðgang að þjón- ustu og upplýsingum; um úrlausnir og eftirlit með heilsu- fari og sjúkdómum og leiðsögn um leiðir til bættrar heilsu. Hér er vettvangur til að keppa um gæði þjón- ustu við skjólstæðinga. Það ætti að vera keppikefli heilbrigð- isstarfsmanna, ríkisins sem greiðanda þjón- ustu og skjólstæðinga sem njóta þjónust- unnar. Ég vil taka skipulag heilsugæslu í Reykja- vík sem dæmi, en þessar hugmyndir er auðvelt að yfirfæra á fleiri þætti í heilbrigðisþjónustu og annarri al- mannaþjónustu. Miðstýrð nærþjónusta Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er heilsugæslan undir einni yfirstjórn og rekin af ríkinu. Heilsugæsla er nærþjónusta, sem þýðir að hún má ekki vera miðstýrð og stöðluð. Hún þarf að vera persónuleg og taka mið af þörfum þeirra sem hana sækja. Annars staðnar hún, verður þung- lamaleg og fjarlæg. Starfsánægja, metnaður og sköpunargleði starfs- manna er lykillinn að góðri þjónustu og grunnurinn að því að gera betur. Sjálfstæð heilsugæsla Það þarf að losa heilsugæsluna undan miðstýrðu ríkiskerfi. Það þarf að gera heilsugæslustöðvar sjálfstæðar og bjóða upp á ólík rekstrarform. Það þarf að færa val í hendur fjölskyldna og einstaklinga þar sem þeir velja hvert þeir leita eftir þjónustu heilsugæslunnar, óháð hverfum. Í valinu felst að grunngreiðsla ríkisins fyrir þjón- ustu heilsugæslunnar fer til þeirrar heilsugæslustöðvar sem viðkomandi kýs að leita til. Góð reynsla Ein nýjasta heilsugæslustöð landsins er í Salahverfinu í Kópa- vogi. Hún er rekin af einkaaðilum skv. samningi við heilbrigðisráðu- neytið og eru læknar stöðvarinnar meðal eigenda. Stöðin er ekki hluti af kerfi heilsugæslunnar í Reykjavík og skjólstæðingar þurfa ekki að búa í Kópavogi til að fá þjónustu. Fjár- mögnun stöðvarinnar byggist á því að fjármagn fylgir sjúklingi eins og lýst er hér að framan og greiðslu fyrir þjónustu, en ekki á föstum framlögum eins og hjá öðrum heilsugæslustöðvum. Bið eftir þjón- ustu er nánast engin og í nýrri þjón- ustukönnun heilsugæslunnar í Reykjavík kemur fram að heilsu- gæslan í Salahverfi fær hæstu ein- kunn allra heilsugæslustöðva á Samkeppni um gæði Ásta Möller fjallar um heilbrigðismál » Valfrelsi í heilbrigð-isþjónustu er mögu- legt og það er eftirsókn- arvert. Hins vegar hamlar núverandi skipulag heilbrigð- isþjónustu að svo sé. Þessu þarf að breyta. Ásta Möller Vi› sty›jum Steinunni Valdísi ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.