Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 46

Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Gests-dóttir fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 23. október sl. Ingibjörg var dóttir hjónanna Ástu Marteins- dóttur, f. 16. febr- úar 1925, d. 1. maí 1988, og Gests Vig- fússonar, f. 8. mars 1925. Áttu þau hjón- in þrjá syni fyrir utan Ingibjörgu; Svan Martein, f. 24. júní 1948, Valgeir, f. 19. september 1954, og Vilberg Vigfús, f. 12. ágúst 1964. Samfeðra er Anna María Gests- dóttir. Ingibjörg kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sævari Braga Arnarsyni, árið 1967. Þau gengu í hjónaband hinn 11. mars 1972. Eignuðust þau fjögur börn, þau eru: a) Ásta Ingunn, f. 15. júlí 1972, gift Garðari Gunnari Ásgeirs- syni, eiga þau tvær dætur, Ingibjörgu Erlu og Írisi Eddu. b) María, f. 4. júní 1976, gift Jóni Ólafi Kjartanssyni og eiga þau þrjú börn, Ástu Sigríði, Gunn- ar Alexander og Kjartan Braga. c) Jónína Edda, f. 10. ágúst 1979, gift Guðlaugi Ottesen Karlssyni og eiga þau þrjár dætur, Eygló Önnu, Elvu Sól og Agnesi Ingu. d) Gest- ur Örn, f. 20. nóvember 1981, í sambúð með Þórdísi Jóhanns- dóttur og eiga þau son, Sævar Má. Ingibjörg starfaði við ýmis þjónustu- og verslunarstörf. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi KFUM og K frá unga aldri. Ingibjörg verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.00. Elsku mamma. Takk fyrir að vera mamma okkar. Við systkinin erum mjög þakklát fyrir að hafa haft þig sem hluta af okkar lífi. Þú varst okk- ur ótrúlega mikil stoð og stytta í gegnum árin. Það var alveg yndisleg stund þegar þú varst viðstödd fæð- ingu Ingibjargar Erlu nöfnu þinnar. Þú varst yndisleg amma og varst mjög stolt af þínum englum eins og þú kallaðir þau. Þau tala mikið um þig og segjast geyma þig í hjartanu sínu. Þau munu fá að þekkja þig og verðum við dugleg að viðhalda þín- um hefðum og viðhalda minningu þinni. Við höfðum alltaf sömu trú og þú sem var að þú myndir læknast og geta verið viðstödd fermingar barna okkar að minnsta kosti. Það hefur alltaf verið mjög gott að tala við þig mamma og þú hefur hjálpað okkur að skilja hina ýmsu hluti og við get- að treyst á þig 100%. Þú varst alveg yndisleg í einu og öllu. Maður upp- götvar það ekki fyrr en þú ert horfin á braut hve mikið við treystum á þig og þörfnumst þín. En við vitum að þú fylgist með okkur og hjálpar okk- ur í sorginni. „Fel drottni vegu þínu og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Sálmur 37,5.) Þín börn að eilífu. Ásta, María og Gestur Örn. Elsku besta mamma mín. Í dag er komið að kveðjustund. Eftir tæpleg fimm ára hetjulega baráttu við krabbamein varstu að þrotum kom- in. En þú barðist fram til loka og fékkst svo að fara í friði og ró, alger- lega laus við sársauka umkringd þeim sem þú elskaðir mest og elsk- uðu þig mest. Það sem hefur verið áberandi í gegnum árin var að þú varst alltaf svo sterk og gafst aldrei upp vonina á því að þér myndi batna og leyfðir okkur ekki að gera það heldur. En við vitum þó að þú varst kraftaverk- ið okkar eins og Sigurður læknir kallaði þig alltaf. Þegar kom að því að fá hjálp við uppeldi dætranna varstu alltaf tilbú- in að hjálpa mér og varst glöð að gefa manni heilræði, þegar maður þurfti á þeim að halda. Því veit ég, að ömmustelpurnar þínar sakna þín mikið, en ég veit að þú munt vaka yf- ir okkur öllum og barnabörnunum á góðum stað. Þú varst alltaf ákaflega stolt af gullmolunum þínum níu og fannst ekkert betra en að vera um- kringd þeim öllum í einu, þó svo há- vaðinn í þeim gat nú verið alveg meira en nóg á tímum en það var eitthvað sem þú lést aldrei fara í taugarnar á þér og það vil ég þakka þér. Það skipti þig þó ávallt miklu að við systkinin myndum mennta okkur á einhvern hátt og því þykir mér það leitt að þú getir ekki fylgt mér þegar ég tek við skírteininu mínu frá KHÍ næsta sumar, en ég veit að þú verð- ur mér við hlið með bros á vör. Að lokum vil bara þakka þér og pabba fyrir að hafa verið bestu for- eldrar sem nokkuð barn gæti óskað sér, þið stóðuð ykkur eins og hetjur og voruð ávallt samstíga í því sem þið tókuð ykkur fyrir hendur, þann- ig að ef ég er jafn gott foreldri til hálfs eins og þið voruð tel ég mig bara vera nokkuð góða. Og, elsku mamma, ég lofaði þér því að passa pabba fyrir þig og það mun ég reyna að gera eins vel og ég get. Þangað til við hittumst á ný. Góða nótt yndislegust, elska þig ávallt. Þín Jónína Edda. Elsku Inga mín. Það er erfitt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur, en það sem þú skildir eftir þig situr fast í minningunni. En það er gott að vita af traustum engli á himni sem gætir litlu barna- barnanna þinna, því ég veit að þú gerir það af mikilli alúð líkt og þú gerðir alltaf. Við sem eldri erum verðum dugleg að segja þeim frá þér og sýna þeim myndir af þér til að minning þeirra verði sem sterkust. Við Sævar Már tölum mikið um þig og hann segir af einlægni að nú líði ömmu Ingu vel á himnum og það efast ég ekki um. Það koma upp í hugann þær góðu minningar um það sem við gerðum saman og þegar við bjuggum hjá ykkur. Þegar við sátum og prjón- uðum saman, slíkar minningar sitja eftir í huga mínum. Takk fyrir að hafa leyft mér að njóta þess. Guð geymi þig. Þín Þórdís. Það var á Valentínusardaginn um miðjan febrúar árið 1998 sem að ég hitti hana Ingibjörgu fyrst. Þá höfð- um við Ásta, elsta dóttir hennar, verið ný byrjuð saman og fannst Ástu vera kominn tími á að ég fengi að kynnast foreldrum sínum. Frá fyrstu stundu tóku hún og Sævar vel á móti mér. Alltaf þegar ég hef kom- ið í Engjaselið hefur mér verið tekið rosalega vel, alltaf fundið mikla hlýju og mér hefur alltaf fundist ég eiga samastað hjá þeim. Mér hefur alltaf fundist Inga vera mjög sérstök kona. Hún var fjögurra barna móðir og alltaf mikið tengd sínum börnum og hafa þau öll verið bestu vinir. Hún hefur séð um manninn sinn, pabba sinn, heimilið og unnið með þessu öllu. Samt hafði hún einhvern veginn alltaf tíma til að sinna börn- unum sínum, þó þau væru flogin úr hreiðrinu. Var alltaf til í að hjálpa þegar mann vantaði hjálpina og þurfti maður oft ekki að leita til hennar heldur kom hún að fyrra bragði og bauð fram aðstoð sína. Of- an á þetta allt saman hefur hún eign- ast níu barnabörn og hefur hún ver- ið þeim öllum afar góð amma. Var greinilegt á henni að henni líkaði ömmuhlutverkið ákaflega vel enda var hún mjög góð í því. Það var sárt að sjá hana veikjast, að kona sem hafði aldrei bragðað dropa af áfengi og aldrei reykt skyldi fá krabbamein í lungað er mjög sorglegt. Hún barðist við það og manni fannst hún vera að hafa betur þegar hún veiktist aftur og meira. Það var mjög erfitt að horfa upp á hana síðustu dagana berjast fyrir lífi sínu. En hún á svo marga góða að, að það voru margir sem voru tilbúnir, þó erfitt væri, að fylgja henni síðustu andartökin. En það er alveg ljóst að hún er kominn á einhvern betri stað og mun fylgja okkur og passa í þeirri ferð sem við eigum eftir ólifað. Við munum alltaf sakna þín og þá sérstaklega á jól- unum því þú unnir þeim svo mikið. Elsku Sævar, Ásta, María, Jónína, Gestur, Gestur afi, tengdabörn og barnabörn og öll systkini hennar, ég votta ykkur samúð mína því ég veit hversu mikill missirinn er. En, Inga, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. 56 ára er enginn ald- ur, ég var að vonast til þess að hafa þig hjá okkur næstu 40 ár að minnsta kosti. En þú ert komin á góðan stað og hafðu það sem best. Saknaðarkveðja. Garðar Gunnar Ásgeirsson. Elsku amma. Þú varst besta amma í heimi, þú varst skemmtileg við okkur og gerðir margt skemmti- legt með okkur. Við vitum að þú saknar okkar og við krakkarnir þínir elskum þig og þú varst langbesta amma í heimi. Ástarkveðja Eygló Anna, Elva Sól og Agnes Inga. Fallin er frá elskuleg frænka mín Ingibjörg Gestsdóttir sem barðist svo hetjulega við sjúkdóm sinn fram á síðasta dag. Í þessum töluðu orðum var ég að horfa viðtal við þig í sjónvarpinu sem var tekið við þig örfáum dögum áður en þú lést og var engan bilbug að sjá á þér og hafðir þú trú á því all- an tímann að þér myndi batna með hjálp Guðs og trú þín hefur hjálpað þér mikið í veikindum þínum. Þú varst mjög trúuð og tókst virk- an þátt í starfi KFUM og K og varst þar starfsmaður í seinni tíð. Ávallt var skemmtilegt að koma á heimili ykkar Sævars í Engjaselið og var þar ávallt tekið vel á móti manni. Nú seinast kom ég þangað í mars þar sem við samglöddumst afa sem var áttræður og áttir þú stærstan þátt í því enda hugsaðir þú vel um afa og er mér minnisstætt að í veik- indum þínum hafðir þú meiri áhyggjur af þeim gamla heldur en eigin heilsu. Það sýndi hversu ynd- islega manneskju þú hafðir að geyma. Fjölskyldan var þér kærust eins og hjá ömmu Ástu og lagðir þú hart að þér að fjölskyldan væri sem nán- ust og núna í seinni tíð var gaman að sjá þig í kringum barnabörnin þín þar sem það sást langa leið hvað þú varst stolt amma og er missir þeirra mikill að fá ekki að hafa ömmu sína lengur hjá sér. En, elsku Ingibjörg, nú ertu farin og er erfitt að kveðja þig en ég hugga mér við það að amma mun taka vel á móti þér og veit ég að þér er ætlað annað stærra hlutverk hjá Guði. Elsku Sævar, börn og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þinn frændi Gestur Valur. Elsku Ingibjörg, þú varst kona með stórt hjarta og hafðir mikið að gefa. Við viljum þakka þér fyrir allt og þá sérstaklega fyrir alla þá umönnun sem þú veittir afa. Við er- um lánsöm að hafa átt þig hér að en við trúum því að þín bíði æðri verk- efni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Sævar, afi, Ásta, María, Jónína, Gestur, tengdabörn og barnabörn, megi guð vaka yfir ykk- ur og veita ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um alla framtíð. Megi ljós og friður fylgja þér, elsku Ingibjörg. Thelma, Guðrún Benný og Elvar Már. Látin er Ingibjörg Gestsdóttir. Við höfum notið ljúfra og fagurra haustdaga undanfarnar vikur. Þær eru einnig ljúfar og fagrar minning- arnar sem við eigum um vinkonu okkar er við kveðjum nú hér í dag. Elskulegheit og jafnvægi einkenndu Ingibjörgu okkar. Hún fóstraði og gætti elstu sona okkar. Yndisleg ung stúlka, full af ábyrgð og elsku. Við urðum einnig vináttu allrar fjöl- skyldu Ingibjargar aðnjótandi, sem nágranna um tíma. Samband okkar hélst í áratugi. Tryggð Ingibjargar verður seint fullþökkuð. Öldruðum föður hennar og fjölskyldunni allri vottum við einlæga samúð og biðjum Guð að blessa þau öll. Edda Sigrún og fjölskylda. Þegar hringt var í mig og mér sögð þau hræðilegu tíðindi að hún Ingibjörg væri farin þá ætlaði ég ekki að trúa því. Það streymdi alltaf svo mikil hlýja frá þér. Nú fæ ég aldrei að sjá þig framar, elsku Ingi- björg mín. Þú varst alltaf svo glöð að sjá. Ég hafði ekki séð þig í langan tíma. Og ég vissi ekki af þessum veikindum þínum. Ég hafði reyndar heyrt að þú værir með krabbamein en eitthvað hefði gengið til baka. Og því komu þessi tíðindi á óvart. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Allar stundirnar sem við áttum sam- an. Þú áttir þetta ekki skilið. Ég bjóst ekki við því að skrifa þér hinstu kveðju strax, ekki fyrr en eft- ir mörg ár. Lífið er svo óréttlátt. Ég veit að þér líður betur núna. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig strax. Þú varst mér svo kær. Þetta er hræðilegur sjúkdómur. Þú varst alltaf brosandi og það var allavega sama hvað kom upp á, alltaf tókstu á móti nýjum degi með hlýju, gleði, já- kvæðni og bjartsýnni. Elsku hjartans Ingibjörg mín, ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég veit að þín er sárt saknað af svo mörgum. Ég vil votta aðstandendum henn- ar mína dýpstu samúð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Ég sakna þín, Ingibjörg. Jenný Bára Sigurðardóttir. Ingibjörg vinkona okkar er fallin frá langt fyrir aldur fram. Hún laut loks í lægra haldi fyrir hinum illvíga sjúkdómi, krabbameini, eftir hetju- lega baráttu. Við kynntumst í Kristi- legum skólasamtökum á unglingsár- um og vinátta okkar hefur haldist allar götur síðan. Ingibjörg var mjög virk í KFUK og sat meðal annars í stjórn félagsins. Við stöllurnar tók- um að okkur að sjá um unglinga- deild KFUK á Maríubakka þegar það starf stóð sem hæst. Margt var brallað í þá daga. Fórum við tvær ferðir með 40 unglingsstelpur bæði til Danmerkur og Finnlands á mót, auk annarra ferða innanlands. Þar kom persónuleiki Ingibjargar vel í ljós. Hún bar velferð stelpnanna fyr- ir brjósti. Ingibjörg var mjög félagslynd og trygglynd kona. Ófáar stundir dvöldum við saman í Vindáshlíð og söknuðum hennar nú í októberbyrj- un þegar fyrsti fundur KFUK var haldinn þar. Hún vildi svo gjarnan vera með en heilsan leyfði það ekki. Fjölskyldan var henni allt. Yndislegt heimili bjó hún manni sínum og börnum og lifði fyrir þau. Á þessari stundu sitjum við hnípnar en yljum okkur við minningarnar, sem eru margar, og allar góðar. Við skiljum ekki alla hluti en við vitum að nú er helstríðinu lokið og hún hefur fengið hvíldina. Elsku Sævar, Ásta, Maja, Jónína, Gestur og fjölskyldur, við biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja í sorginni. Hann blessi minninguna um góða vinkonu. Elín og María. Kær félagskona í KFUM og KFUK, Ingibjörg Gestsdóttir, er fallin frá eftir langvarandi veikindi. Ingibjörg kynnist starfi KFUK snemma á ævinni og tók þátt í barna- og unglingastarfi félagsins í KFUK-deildinni í Langagerði 1. Á unglingsárunum lá leiðin í Kristileg skólasamtök. Ingibjörg var fús að leggja hönd á plóg í félagsstarfinu og var í mörg ár leiðtogi í öflugri unglingadeild í Maríubakka í Breið- holti. Fór hún meðal annars með unglingana sína á Norræn unglinga- mót KFUM og KFUK sem eru mik- ið ævintýri að taka þátt í. Þegar byggingarframkvæmdir stóðu yfir við aðalstöðvar félagsins við Holtaveg 28 var Ingibjörg í fjár- öflunarnefnd og var í fararbroddi fyrir kaffisölum á 17. júní meðan húsið var í byggingu. Hún sat í stjórn KFUK um tíma og þá naut sín þjónustulund hennar og alúð við þau verkefni sem hún tók að sér. Sá hún meðal annars um sjúkrasjóð fé- lagsins. Um tíma sinnti hún vinnu fyrir Biblíuskólann við Holtaveg og tók oft að sér eldamennsku fyrir námskeið á vegum skólans. Frá árinu 1998 var Ingibjörg launaður starfsmaður félaganna þegar hún sinnti afgreiðslu á sameiginlegri skrifstofu KFUM og KFUK og Kristniboðssambandsins. Síðustu þrjú árin var hún meira og minna frá vegna veikinda en kom eins og hún gat meðan heilsa og kraftar leyfðu. Fyrir rúmu ári var hún með okkur í kvennaflokki í Vindáshlíð og naut þess ríkulega að dvelja á þeim ynd- islega stað í systrahópi. Við höfum fylgst með hetjulegri baráttu henn- ar við skæðan sjúkdóm og staðið saman í bæn fyrir henni og fjöl- skyldu hennar. Ingibjörg Gestsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÁLL G. GUÐJÓNSSON fyrrverandi kaupmaður, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Miðvangi 16, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 31. október síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Sigurjón Pálsson, Þuríður Gunnarsdóttir, Jóhanna I. Pálsdóttir Lund, Axel Lund, Kjartan Pálsson, Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, Rannveig Pálsdóttir, Sumarliði Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.