Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ erum óskaplega þakklát fyrir hvað tónskáldin okkar hafa tekið því vel gegnum árin að semja fyrir okk- ur. Mér finnst ástandið hér betra en í mörgum öðrum löndum, og tónskáld hér eru mjög fús að semja fyrir kóra og aðra hópa af svona tækifærum. Þau eru ekki bara að sinna stóru verkunum. Það sama má segja um tónlistarfólkið. Það er yndislegt hvað allt er persónulegra hér á landi.“ Marteinn Hunger Dómorganisti talar hér, en Tónlistardagar Dómkirkj- unnar standa nú sem hæst, en í ár eru þeir haldnir í 25. sinn. Sú hefð hefur skapast kringum Tónlistardagana að tónskáld séu fengin til að semja verk sérstaklega af því tilefni. Í ár var leit- að til þeirra fjórtán tónskálda sem áð- ur hafa samið tónverk fyrir Tónlist- ardaga og sem búsett eru á landinu. Voru þau beðin um að semja sálm eða stutt kórlag fyrir Dómkórinn. Sjö fal- leg lög bárust að sögn Marteins en þau verða öll frumflutt á tónleikum í Dómkirkjunni annað kvöld kl. 20. Tónskáldin sem eiga ný verk á þess- um tónleikum eru: Þorkell Sig- urbjörnsson, Hróðmar Ingi Sig- urbjörnsson, Jónas Tómasson, Jón Ásgeirsson, Mist Þorkelsdóttir, Tryggvi M. Baldursson og Jórunn Viðar. Auk nýju verkanna verða flutt eldri verk eftir Jón Nordal, Jón Þór- arinsson, Harald Sveinbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson, en öll hafa þessi tónskáld samið fyrir Dómkór- inn. Auk Dómkórsins eru flytjendur stjórnandi kórsins, Marteinn H. Frið- riksson sem leikur á orgel, og Sess- elja Kristjánsdóttir mezzósópran. Hrífandi látleysi Marteinn segir að samstarfið við tónskáldin hafi heppnast óskaplega vel. „Við fengum mjög falleg verk sem eiga mikið erindi í kirkjuna, verk sem við gætum notað jafnt í guðs- þjónustum og á tónleikum.“ Og verk- in eru jafn ólík og tónskáldin. „Hér á Íslandi eru fleiri kórar en í öðrum löndum, og það er kannski þess vegna að oftar er leitað til okkar tón- skálda til að semja,“ segir Marteinn, spurður um hvort nýsköpun í ís- lenskri tónlist sé óvenju gróskumikil einmitt í kórmúsíkinni. Hann nefnir þjóðlagaútsetningar Jóns Ásgeirs- sonar sem í hrífandi látleysi sínu hafi haft mikil áhrif á aðra kórtónlist. „Þetta látleysi hef ég ekki fundið í neinum erlendum þjóðlagaútsetn- ingum. Það hefur líka sitt að segja hvað margir hér hafa sungið í kórum, – líka tónskáld.“ Tónskáld syngja líka í kórum Morgunblaðið/RAX Tónlist Tónlistardagar Dómkirkjunnar standa nú sem hæst en þeir eru haldnir í 25. skipti nú í ár. Verk sjö tónskálda verða frumflutt á morgun. Sjö ný kórverk frumflutt á Tónlistardögum Dómkirkjunnar Hvað segirðu gott? Maður er svona líka eldhress í grárri grenjandi rigningu. Ef þú ættir eina ósk, veistu hvers þú myndir óska þér? Reynd’ að giska á, hvers eðlis þessi ósk þín er … (Spurt af síðustu aðalskonu, Guðrúnu Gunnarsdóttur.) Minni sjálfhverfa og græðgi mann- kyns, meiri samkennd og umburð- arlyndi. Mjög útópísk ósk. Kanntu þjóðsönginn? Að sjálfsögðu! Meira að segja í rödd- um. Áttu þér gælunafn? Unnsan … bara fáir útvaldir kalla mig það. Hvað talarðu mörg tungumál? Aðeins reiprennandi íslensku og ensku, ég er ekki mikil tungumála- manneskja. En ég fékk 10 í hag- fræði, pælið í því! Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Í leikferð til Póllands með Vest- urporti, það var ótrúlega mikið fjör og mjög sérstök menning. Ég er á leiðinni til Þýskalands með sama hópi. Reykjavík eða Akureyri? Reykjavík alla daga umfram Ak- ureyri; betri matur, allir vinirnir og einhvern veginn bara meira að ger- ast. En þegar ég er að sýna Herra Kolbert þá er sko allt vitlaust á Ak- ureyri. Uppáhaldsmaturinn? Núðlusúpan á Asíu með Maríönnu, Sushi með Selmu, Risarækjur með hvítvíni og kærastanum, kjötsúpa hjá foreldrunum og flest allt sem tengdaforeldrarnir elda, snilld- arkokkar þar á ferð. Bragðbesti skyndibitinn? Núðlusúpan á Asíu, hvað annað! Og harðfiskur með smjöri. Hvaða bók lastu síðast? Rokland og Ilminn. Hvaða leikrit sástu síðast? Footloose í Borgarleikhúsinu, sem ég hef reyndar séð vandræðalega oft. Þar á undan sá ég Sitji guðs englar í Þjóðleikhúsinu, frábær sýn- ing sem ég ætla að sjá aftur. Kjartan Guðjónsson er sérstaklega góður í þeirri sýningu. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ampop og Mugison. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Rás 2. Besti sjónvarpsþátturinn? A.N.T.M. og ég er að detta inn í Pri- son Break. Þú ferð á grímuball sem …? Ég fór einu sinni sem útigangs- maður þegar ég var 8 ára, það vakti ekki kátínu hjá mömmu. Helstu kostir þínir? Það er auðvelt að gleðja mig. En gallar? Það er auðvelt að særa mig. Fyrsta ástin? Michael Jackson og Týri. Besta líkamsræktin? Að dansa, hvort heldur sem er í söngleikjauppfærslum eða á Kaffi- barnum, helst með góðum dans- herra. Algengasti ruslpósturinn? Afrískt peningarugl sem segir mér að ég sé orðinn milljónamæringur ef … blabla. Hvaða ilmvatn notar þú? Rush frá Gucci. Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á Íslandi? Í Berlín, Flórens eða New York. Uppáhaldsbloggsíða? Ég les ekki bloggsíður. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Ertu stolt/ur af því að vera Íslend- ingur? Morgunblaðið/Sverrir Hress Unnur Ösp Stefánsdóttir segir bestu líkamsræktina vera að dansa. Michael Jackson fyrsta ástin Íslenskur aðall | Unnur Ösp Stefánsdóttir Mikið hefur borið á aðalskonu vikunnar í íslensku leikhúslífi undanfarin misseri, nú síðast á fjölum leikfélags Akureyrar í leikritinu Herra Kolbert. Aðalskonan heitir Unnur Ösp Stefánsdóttir og hefur séð Footloose vandræðalega oft. GADDAVÍR, nytsamur til sveita, vekur umsvifalaust upp í huga manns ímyndir þjáningar, hörku og mann- vonsku. Gaddavír er beittur og minn- ir á stríð og þyrnikórónu Krists. Það er heldur ekki laust við að skáldsag- an Gaddavír búi að trúarlegum tilvís- unum. Aðalpersóna sögunnar og jafnframt sögumaður enda prest- urinn Hrafn en sagan fjallar um sam- skipti hans við aðra og baráttu klerks við sjálfan sig. Sögusviðið er strjálbýl sveit „undir Múlanum“ en þangað hefur prestur að því er virðist hrökklast undan skrautlegri en óljósri fortíð og drykkjuskap. Syndin er lævís og það hvílir yfir sveitinni, eða í það minnsta í yfir prestssetrinu og næstu bæjum, Stóru-Gröf og Litlu-Gröf, drungi og sorg vegna óhæfu sem tengist bónd- anum á síðarnefnda bænum og dótt- ur hans. Eins og gerist meðal klerka og annarra manna á Hrafn í fullt í fangi með fólið innra með sér og freist- ingar sem að honum steðja. Allt í kringum hann er fremur skuggalegt; hann nær litlum tengslum við fólk og virðist óheill í samskiptum. Það á ef til vill líka við um samskipti hans við lesendur og óvíst að hann sé með öllu ábyggilegur sögumaður. Lesandinn verður að geta í ýmsar eyður: Hverj- ar voru „misgerðir klerksins föður Hrafns við sína nánustu og hvernig var samband þeirra feðga? Hvernig er sambandi Hrafns sjálfs við ungar stúlkur raun- verulega háttað? Er bóndinn á Litlu-Gröf al- farið sekur? Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur til- efni til þess að velta fyrir sér mannlegu (kyn)eðli og glæpum gegn börnum – sifjaspelli og pederastí – hvernig tekið er á slík- um glæpum og hversu vandmeðfarnir þeir eru. Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti, ein- semd mannsins og ástleysi. Eins og má vera nokkuð ljóst af textanum er Gaddavír að nokkru leyti byggð á minninu um Hollend- inginn fljúgandi (með vísunum í óp- eru Wagners, þriggja þátta) og/eða Gyðinginn gangandi, en báðir eru dæmdir til að eigra um jörðina til dómsdags, vegna synda sinna. Spurningin er því: Jafngildir af- hjúpun Hrafns á „gjörðum“ Graf- arbónda, sem leiðir til „krossfest- ingar“ síðarnefnda (sbr. stigmata á höndum hans), háðsglósum Gyðings- ins til Krists á píslargöngunni? Deyr Haraldur fyrir eigin syndir eða synd- ir Hrafns? Fresturinn er ætíð að renna út hjá Hrafni, rétt eins og hjá Hollendingnum fljúgandi. Margt í þessari fjórðu skáldsögu Sigurjóns Magnússonar er lipurlega gert og frásögnin yf- irleitt fumlaus og markviss. Það örlar á því að samtöl séu stirð og kannski helst þar sem síst skyldi, svo sem í samtali Hrafns og Þrúðar í gamla safnaðarheim- ilinu, samræðum þeirra í borginni og svo í afhjúpunarsen- unni heima á Litlu- Gröf, en þessar að- stæður hljóta að vera vandmeðfarnar. Þarna skortir kannski aðeins upp á trúverðugleika. Höfundi tekst með fáum markviss- um dráttum að skapa hæfilega um- gjörð og andrúmsloft í sögunni. Það er ýmist vetur eða haust, hrjóstur og kuldi. Gaddavír, eins og fyrri skáld- sögur höfundar, í það minnsta tvær fyrstu, er fremur myrk og drungaleg eins og hæfir efninu. Höfundur stillir óhikað upp sterkum táknum fyrir freistinguna, syndina, sektina og sem varða frásögnina og styrkja hana. Tengsl Hrafns við aðra, sama gild- ir kannski um alla, haldast svo að segja uppi á syndinni eða mis- gjörðum – rétt eins og girðing- arstaurarnir fyrir ofan prestssetrið „skakkir og skældir“ sem Hrafn „af- vandist aldrei að líta á […] sem lif- andi menn“ en þeir „lafa uppi“ vegna þess að þeir hanga saman á „sama kolryðgaða vírnum“. Freistingar og frestir BÆKUR Skáldsaga Eftir Sigurjón Magnússon. Bjartur. 2006. 147 bls. Gaddavír Geir Svansson Sigurjón Magnússon. Söngkonan Barbra Streisandlenti í því óskemmtilega atviki nýlega að drykk var hent í átt til hennar á miðjum tónleikum þar sem hún gerði grín að George Bush Bandaríkjaforseta. Fullu pappaglasi var hent að söngkonunni uppi á sviði en það hæfði hana ekki. Streisand sagði í framhaldi af þessu að hún byggi í frjálsu landi og að öllum væri frjálst að tjá skoðanir sínar. Atriðið þar sem Streisand segir ýmislegt ljótt við Bush- eftirhermu hefur reitt áhorfendur til reiði víðsvegar í Bandaríkjunum en Streisand hef- ur nýhafið tón- leikaför um landið til styrktar góð- gerðarmálum. Talsmaður Streisand segir atriðið vera grín og hluta af tónleikunum og að það verði ekki tekið út. „Fjölmiðlar hafa fjallað svo mikið um atriðið að það ætti ekki að koma nokkrum Bush-aðdáanda, sem sækir tónleika Streisand, á óvart,“ sagði talsmaður söngkonunnar. Í atriðinu er Bush-eftirherman látin segja ýmislegt heimskulegt, t.d.: „Ég hef áhyggjur af skuldum þjóðarinnar svo ég er að hugsa um að selja Kanada.“ Bush er líka látinn spyrja Streisand hvort hann megi syngja með henni og hún svarar þá: „Hvað með lagið Þetta er meira en nóg?“ Streisand var yfirlýstur stuðn- ingsmaður John Kerry í forseta- kosningunum 2004. Fólk folk@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.