Morgunblaðið - 03.11.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 61
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
C-1000
FRÁ
www.nowfoods.com
NNFA QUALITY
APÓTEK
OG HEILSUBÚÐIR
Pistill þessi stökk alskapaðurúr hausnum á mér eftir aðég hafði því miður horft á
eitt innslag í Innlit/Útlit, í þætti
sem sýndur var nú á þriðjudaginn
(31. október). Sjónvarpsdagskráin
í Þýskalandi, þaðan sem ég er ný-
fluttur, er það slæm að maður
„datt“ ekki inn í eitt né neitt þar.
Alltaf er maður þó að detta inn í
þætti hér, eitthvað sem virðist
bæði til bölvunar og blessunar.
Maður spyr oftast sjálfan sig af
hverju maður sé að horfa; ástæð-
an virðist oftar en ekki vera
frumstæð þörf til að hneykslast á
einhverju og pústa þannig ræki-
lega út með því að velta sér upp
úr því sem fram fer, og þá helst
með einhverjum samáhorfanda.
Blessunin er þó falin í því, að oft
verða þessir þættir til að kveikja
á verðugum vangaveltum um lífið
og tilveruna. Svo var með umrætt
innslag.
Þarna voru þeir saman komnir,nafni minn Gauti og hinn
kunni útvarps- og sjónvarpsmaður
Ásgeir Kolbeinsson. Málið var, að
Ásgeir hafði keypt sér íbúð, og
hafði, eins og lög gera ráð fyrir í
dag, tekið hana algerlega í gegn.
Gott og vel, en þeir félagar virt-
ust hins vegar pikkfastir í Innlits/
Útlitsvæðingu þessa blessaða sam-
félags eins og svo margir aðrir.
Það er engu líkara en fólk sé ekki
með sjálfu sér lengur í þessu til-
liti. Nafni minn tönglaðist á því
hversu viðbjóðsleg þessi sakleys-
islega íbúð væri, og Ásgeir tiltók
að félagi sinn hefði kastað upp á
gólfið er hann sá það, svo forljótt
var það. Ég ætla innilega að vona
að fyrri eigendur hafi ekki þurft
að berja þessar svívirðingar aug-
um.
Innslagið var annars öðrum
þræði lítt dulbúin Byko-auglýsing.
Þetta er orðið svo augljóst – svo
yfirgengilegt – þessi auglýs-
ingavæðing að fólk er hætt að
nenna að breiða eitthvað sér-
staklega yfir hana. Sem er auðvit-
að mun heiðarlegra, ef út í það er
farið.
Svo fóru menn mikinn yfir því
að lýsa öllu veseninu í kringum
framkvæmdirnar. Valkvíða við að
finna gólfefni, hinni stóru spurn-
ingu um hvar ætti að koma græj-
usnúrum fyrir og öllu brasinu við
það að fræsa gólfið. Já, þetta er
hrikalegt. Og á meðan deyja
börnin í Afríku.
Hvað er eiginlega að gerasthérna? Einhvern tíma
byggði fólk sér annaðhvort hús,
eða keypti sér íbúð/hús. Þetta
gengur ekki í dag. Nú kaupir þú
íbúð, og engu skiptir hvort hún er
í fínu standi eður ei. Þú „rífur allt
út úr henni, þar til hún er fok-
held“ og umturnar henni svo. Því
meira sem þú rústar, því meiri
peningum sem þú eyðir í „yf-
irhalninguna“, því betra. Ég verð
að viðurkenna, að ég hættur að
botna í þessum ósköpum. Það er
eins og þetta sé eingöngu í tísku,
praktíska hliðin er hætt að skipta
máli. Fólk rífur allt út, því að það
á að rífa allt út. Ég keypti mér
íbúð fyrir stuttu, og breytti
ENGU, ég endurtek ENGU. Mér
finnst hún stórfín eins og hún er.
En auðvitað myndi mér ekki detta
í hug að bjóða þeim Arnari og Ás-
geiri inn í viðbjóðinn.
Og hvernig leit íbúðin svo úteftir allar þessar stórkost-
legu breytingar? Öll hlýja horfin,
eftir stóð svört/hvít skurðstofa,
nákvæmlega eins og önnur hver
íbúð virðist vera í dag. Já, annar
hver maður dansar í dag meðvit-
undarlaus eftir taktföstu inn-
gangsstefi Innlits/Útlits. Firring
segi ég, tandurhrein firring.
Veruleikafirring
Innlit/Útlit Innslag í þættinum síðastliðinn þriðjudag vakti Arnar Eggert til umhugsunar.
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
»Nafni minn töngl-aðist á því hversu
viðbjóðsleg þessi sak-
leysislega íbúð væri, og
Ásgeir tiltók að félagi
sinn hefði kastað upp á
gólfið er hann sá það,
svo forljótt var það. Ég
ætla innilega að vona að
fyrri eigendur hafi ekki
þurft að berja þessar
svívirðingar augum.
arnareggert@gmail.com
SVOKALLAÐIR krimmar hafa
margvíslegar birtingarmyndir.
Glæpasögurnar sem hafa orðið mest
áberandi hér á landi á undanförnum
árum eiga þó flestar það sammerkt
að gera annaðhvort lögreglumenn að
söguhetjum eða einhvern sem á
óbeinan hátt heldur uppi merkjum
réttvísinnar. Í nýjustu bók Jökuls
Valssonar, Skuldadögum, horfir þó
annars konar veruleiki við. Í bók
þessari eru það glæpamenn og alls
kyns óþjóðalýður sem skiptast á um
að vera vitundarmiðjur frásagn-
arinnar og lífinu í undirheimum
Reykjavíkur er lýst frá sjónarhorni
þeirra sem lifa og hrærast þar. Þetta
er svo sem ekki nýtt. Stefán Máni lék
ekki ósvipaðan leik í Svartur á leik
sem kom út árið 2004 en hún var ein-
mitt tilnefnd fyrir hönd Íslands til
Glerlykilsins, verðlauna norrænna
glæpasagnahöfunda. Skáldsögur eins
og Svartur á leik og Skuldadagar eru
þó að mörgu leyti ólíkar hinum hefð-
bundna rannsóknarreyfara og er í
raun óhætt að segja að allt öðruvísi
heimssýn einkenni þessar bækur.
Því hefur verið haldið fram að lesa
megi íslensku glæpasögurnar sem
nýjustu birtingarmynd raunsæis-
stefnunnar. Verkin sem hvað vinsæl-
ust hafa verið undanfarin ár hafa jú
gjarnan beint sjónum að skuggahlið-
um mannlífsins og gera það jafnan á
nokkuð beinskeyttan hátt. Viðfangs-
efnin eru í vissum skilningi jarð-
bundin, enda þótt Ísland hafi nú
lengst af ekki þótt mikið glæpaland,
og ákveðin tegund af raunsæi er
nauðsynleg áhrifamætti bókanna,
einkum raunsæi
sem lýtur að um-
hverfi, persónu-
sköpun og sam-
tölum. Sú
einsleita söguúr-
vinnsla sem gerir
þó jafnan vart við
sig, þ.e. að glæpa-
mál eru leyst og
sökudólgum er
komið fyrir á bak við lás og slá, á þó
meira skylt við fantasíur um vel
smurt og auðskiljanlegt samfélags-
gangvirki en raunsæi í bókmenntum
eins og það hugtak er almennt skilið.
Slíkar sögur eru hughreystandi og
bjóða lesendum að staðfesta trú sína
og traust á þeim stofnunum sem
samfélagið gerir út af örkinni til að
hafa stjórn á óþægilegum fé-
lagslegum frávikum. Það sem Jökull
sýnir hins vegar ágætlega fram á í
sinni bók er að glæpahugtakið sjálft
getur verið ansi flókið, stigskipt og
uppfullt af gráum svæðum, og að
glæpir eru aldrei afmarkað fyrirbæri
heldur eiga sér stað í flóknu sam-
skipta- og samfélagsneti þar sem ein-
staklingurinn skiptir sjaldnast öllu
máli.
En hér segir sem sagt frá Matta,
„vinalega fíkniefnadjöflinum“, rétt
rúmlega tvítugum strák sem er á kafi
í dópsölu og neyslu en er þó ansi klár,
vel máli farinn og strangheiðarlegur
innan þeirra marka sem viðgangast í
bransanum. Sagan á sér stað frá
föstudegi til sunnudags og lýsir, má
segja, algjörri martraðarhelgi í lífi
dópsalans þar sem hröð atburðarás
hleður hverju óhappinu á fætur öðru
inn í líf hins unga manns. Matti reyn-
ist hornsteinn og miðja verksins þar
sem lesendur kynnast söguveröldinni
fyrst og fremst í gegnum reynslu
hans, hugsanir og skynjun á um-
hverfi sínu. Drjúgan þátt í áreynslu-
lausu flæði sögunnar á síðan sú stað-
reynd að Matti reynist hinn mætasti
leiðsögumaður. Þrátt fyrir að vera
stöðugt að „fá sér í nebbann“ á hann í
sæmilegum tengslum við veruleikann
og á það til að horfa á samfélagið úr
óvæntum áttum og koma með athygl-
isverðar athugasemdir, sbr. þessar
hugleiðingar um ímynd dópsalans í
þjóðfélaginu: „Fíkniefnaneysla er
staðreynd sem samfélagið neitar að
horfast í augu við og þá þarf að finna
einhvern blóraböggul, og það liggur
beint við að skella skuldinni á götu-
salana. Við erum útmálaðir sem rót
alls ills þegar við erum í rauninni
bara að gefa fólki það sem það vill. Í
áróðursmyndunum sem sýndar eru í
skólum keyrir svartklæddur gaur
með sólgleraugu upp að saklausum
skólakrökkum og býður þeim fíkni-
efni, en í veruleikanum er það díler-
inn sjálfur sem er hundeltur af fólki
allan liðlangan daginn og má ekki
vera að því að leita að nýjum kúnn-
um.“ Þetta segir Matti í aðdragand-
anum að föstudagsgósentíðinni en við
fylgjumst með honum annasamt
kvöld þar sem keyrt er út um allan
bæ og svo á milli partía.
Þegar fram í sækir og frásögnin
tekur að verða ansi æsileg á köflum á
höfundur heilmikið hrós skilið fyrir
að halda atburðarásinni innan
ramma þess sem lesandi getur
ímyndað sér að myndi geta átt sér
stað ef allt fer á versta veg í lífi smá-
peðs í dópheiminum, þ.e.a.s. ef maður
týnir kókinu sem maður á að selja, ef
maður er síðan böstaður af löggunni
og peningarnir sem maður ætlaði að
nota til að borga fyrir týnda dópið
eru gerðir upptækir, ef maður lendir
svo í því að vera að djamma með kol-
rangri stelpu að ekki sé talað um ef
æskuvinirnir snúast gegn manni
o.s.frv. Þetta eru í öllu falli nokkur af
kennileitum söguþráðar sem vindur
sífellt upp á sig og verður æ flóknari,
einkum þegar frásögnin hverfur frá
Matta og fleiri persónur taka að sér
hlutverk vitundarmiðju, án þess þó
að krafturinn sem einkennir söguna
tapist nokkru sinni. Þetta er nefni-
lega bráðskemmtileg bók sem heldur
fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og
húmors en gerir samt aldrei lítið úr
hrottaskapnum og siðleysinu sem
einkennir veruleika fíkniefnaheims-
ins. Raunar má nefna nokkur bestu
atriði bókarinnar sem dæmi um þann
alvöruþunga sem höfundur nær að
framkalla þegar hann lýsir bláköld-
um veruleika og vonleysi dópistans
sem er búinn að brenna allar brýr að
baki sér, t.d. atvikinu þegar Matti sit-
ur í bíl á milli tveggja handrukkara
og reynir í örvæntingu að galdra
fram einhvers konar lausnir á sínum
málum úr gemsanum. Þetta er vel út-
fært atriði vegna þess að neyðin
verður bókstaflega áþreifanleg þar
sem Matti reynir árangurslaust að
hringja í hvern skuldunautinn og svo-
kallaðan vininn á fætur öðrum en
jafnframt er lesanda ljóst að tilraunir
hans eru vonlausar. Bæði Matta og
lesandanum er síðan fulljóst að þeir,
sitjandi fastir í bíl með ótömdum geð-
sjúklingum, eru í verulega vondum
málum. Það er síðan einn af kostum
sögunnar að höfundur lætur persón-
urnar horfast í augu við afleiðingar
gjörða sinna, enda verður bókin ansi
hrottaleg á köflum, en honum hefur
líka tekist að búa til það margslung-
inn heim sem er búinn það mörgum
minnisstæðum persónum að lesandi á
sér eiginlega engra annarra kosta völ
en taka þátt í lífi og líferni á helj-
arþröm og, þótt það sé næstum synd
að segja það, njóta þess til hins ýtr-
asta.
Vinalegi fíkniefnadjöfullinn
BÆKUR
Skáldsaga
Jökull Valsson
Bjartur. Reykjavík 2006. 314 bls.
Skuldadagar
Björn Þór Vilhjálmsson
Jökull Valsson
Fréttir
í tölvupósti