Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRESKA tíma- ritið The Eco- nomist fjallar um fjórar erlendar sakamálasögur í nýjasta hefti sínu og er Grafarþögn Arnalds Indriða- sonar nefnd fyrst til sögunnar. Sagt er að um afar drungalega sögu sé að ræða en hefð sé fyrir því meðal norrænna höfunda að sýna dökka hlið velferðarsamfélagsins. Reykjavík sé lýst sem stað þögullar örvæntingar. „Vettvangur Erlends Sveinssonar er ekki túristaborg hvera og ný- tískulegra listamanna heldur þröngsýnt þorp sem veldur innilok- unarkennd. Æskufólk hennar, þ.á m. Eva Lind, dóttir Erlends, leitar fróunar í eiturlyfjum,“ segir m.a. í dómnum. Sagt er að ekki sé erfitt að sjá endinn fyrir en stíllinn sé svo kraftmikill að bókin haldi lesandanum hugföngnum. „Líklega verður þetta ekki ferðaþjónustu Reykjavíkur mjög til framdráttar en sagan er heillandi gluggi að ann- ars konar Íslandi.“ Arnaldur Indriðason Economist hælir Grafarþögn HAGKAUP hafa fært Sjónarhóli ráð- gjafarmiðstöð 1,2 milljónir króna sem er ágóði af sölu tuskudýrsins Engil- ráðar. Að sögn Evu Þengilsdóttur, höfundar Engilráðar, gefur samstarf Sjónarhóls við Hagkaup gert félaginu kleift að efla ráðgjöf við foreldra barna með sérþarfir. Eva segir and- arungann Engilráð hafa farið í fjölda heimsókna í skóla og leikskóla í des- ember og aðstoðað kennara við að segja sögur af jólunum og baka. Ljósmynd/Matthías Ingimarsson Vinamörg Engilráð gefur knús. 1,2 milljónir vegna Engilráðar ÞAÐ FER lítið fyrir jólastressinu hjá börnunum í Snælandsskóla sem voru í gær að skreyta fyrir jólin og föndra. Voru þau m.a. að hengja upp listaverk sem þau höfðu unnið úr perlum. Þrátt fyrir slagviðrið utandyra ríkti ró og friður í skólastofunni. Jólin hafa þó eflaust verið börnunum ofarlega í huga, enda líður senn að stóru stundinni. Líklega getur fullorðna fólkið lært töluvert af börnunum þegar kemur að því að njóta aðdraganda jólanna í rólegheitunum. Morgunblaðið/Ásdís Beðið í rólegheitum eftir jólum Eftir Silja Björk Huldudóttur silja@mbl.is FJARVISTARDAGAR starfs- manna, bæði vegna eigin veikinda og slysa sem og vegna fjölskyldumeð- lima, voru að meðaltali 9,8 árið 2005 og fjölgaði um 1,5 daga frá árinu áð- ur. Starfsmannavelta fyrirtækja á árinu 2005 var 14,2%. Það jafngildir því að sjöundi hver starfsmaður hafi skipt um starf á árinu. Þetta kemur fram í tölum sem ráð- gjafarfyrirtækið ParX hefur tekið saman fyrir Samtök atvinnulífsins (SA). Í gagnasafni ParX um veik- indafjarvistir og starfsmannaveltu, sem nær aftur til ársins 2002, eru upplýsingar frá 110 þátttakendum sem ná til rúmlega 50 þúsund starfs- manna, sem er um 31% allra starfs- manna á íslenskum vinnumarkaði. Dulinn kostnaður fyrirtækja Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, segir greini- lega náið samband milli starfs- mannaveltu og þenslu á vinnumarkaði. Bendir hann þannig á að árið 2002 hafi starfsmannavelta mælst 14,8% sem skýrist af mikilli þenslu á vinnu- markaði árin þar á undan. Veltan hafi síðan minnk- að verulega árið á eftir eða í 9,4%, en þá ríkti meira jafnvægi. Segir Hannes ákjósan- legt að starfs- mannavelta fari ekki upp fyrir 10% á ári. Aðspurður segir Hannes mikil- vægt að fá þessar upplýsingar fram, því bæði veikindafjarvistir og ekki síður starfsmannavelta sé dulinn kostnaður hjá fyrirtækjum. Í samantektinni kemur fram að veikindahlutfall, þ.e. hlutfall veik- indadaga á ári af vinnudögum ársins, jókst úr 3,7% árið 2004 í 4,3% árið 2005. Veikindahlutfallið varð hæst árið 2002 þegar það náði 4,8%. Í út- reikningum sem nálgast má á vef SA má sjá að miðað við þessar forsendur má áætla að veikindalaunagreiðslur hafi numið 25 milljörðum króna á árinu 2005. Fjarvistardagar að meðal- tali tæplega 10 á síðasta ári Áætla má að veikindalaunagreiðslur hafi numið 25 milljörðum króna árið 2005 Hannes G. Sigurðsson eignarstofnunar til að gefa henni kost á að fjalla um málið gagnvart okkur.“ Aðspurður segist Magnús líta svo á að þau málefni sem hafa verið til umfjöllunar séu alvarlegs eðlis. Því sé mikilvægt að fá viðbrögð frá Byrginu og gefa stjórnarmönnum tækifæri til að gera okkur grein fyr- MAGNÚS Stefánsson félagsmála- ráðherra hefur óskað eftir fundi með stjórn Byrgisins í ljósi þeirrar opinberu umræðu sem fram hefur að undanförnu farið um málefni Byrgisins. Þar hafa ásakanir verið bornar á forstöðumann Byrgisins um fjármálaóreiðu og að misnota aðstöðu sína gagnvart kvenkyns skjólstæðingum. Byrgið er líknarfélag og sjálfs- eignarstofnun sem er viðskiptaaðili félagsmálaráðuneytisins og segir Magnús að gengið hafi verið frá yf- irlýsingu árið 2003 um að Byrgið fengi árlega styrki skv. fjárlögum. „En öll fagleg og rekstrarleg mál stofnunarinnar eru á ábyrgð Byrg- isins sjálfs,“ bendir Magnús á. „Við óskuðum hins vegar eftir því fyrir rúmum mánuði að Ríkisendurskoð- un gerði úttekt á Byrginu og sú vinna er hafin. Ég vonast til að nið- urstöður úttektarinnar liggi fyrir fljótlega. Síðan hef ég í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur óskað eftir fundi með stjórn þessarar sjálfs- ir málinu. Spurður segir Magnús þessa umfjöllun eina og sér þó ekki gefa tilefni til þess að fara ofan í saum- ana hjá öðrum áþekkum stofn- unum. „Ríkisend- urskoðun er allt- af að gera úttektir af og til á stofnunum og öðrum sem höndla með opinbert fé. Þessi umfjöllun núna gefur ekki tilefni til að fara af stað með neina herferð á því sviði.“ Magnús segir æskilegt að haft sé reglulegt eftirlit að þessu leyti, ekki eingöngu gagnvart Byrginu, heldur öðrum einnig. Spurður hvort gagnrýni hafi kom- ið fram í ráðuneytinu eða ríkisstjórn á fyrirkomulagið með Byrgið segist Magnús ekki hafa orðið var við slíkt. Hann segir ekki um þjónustusamn- ing að ræða við Byrgið heldur yf- irlýsingu um að Byrgið fái styrki. Spurður hvort ekki hefði verið betra að gera þjónustusamning segist Magnús ekki geta svarað slíkri spurningu enda hafi hann ekki verið í ráðherraembætti á þeim tíma. Fjármálastjórn áfátt Varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins fór þess á leit við Að- alstein Sigfússon sálfræðing árið 2001 að hann gerði úttekt á starf- semi og fjármálum Byrgisins en það var þá starfrækt í Rockville sem er á varnarsvæðinu, samkvæmt samn- ingi. Við úttektina var bókhald Byrgisins skoðað og lagt mat á rekstrarkostnað og gildi starfsem- innar. Almennt kom fram það álit viðmælenda að þörf væri fyrir Byrg- ið. Hins vegar leiddi úttektin í ljós að fjármálastjórn Byrgisins væri verulega áfátt. Var mælt með því að ríkið héldi áfram að veita Byrginu fjárhagsstuðning en að uppfylltum skilyrðum um að bæta úr annmörk- um sem bent var á. Magnús Stefánsson Í HNOTSKURN »Árið 2002 fór vinnuhópur,skipaður aðstoðarmönnum heilbrigðis-, félagsmála- og ut- anríkisráðherra yfir mál Byrgisins og komst að þeirri niðurstöðu að finna ætti annað húsnæði fyrir Byrgið og er það nú starfrækt í Grímsnesi. »Jafnframt var lagt til aðríkið gerði samning um rekstur Byrgisins sem væri háður þeim fyrirvara að rekstri félagsins væri komið í eðlilegt horf. Kallar stjórnendur Byrgisins fyrir STJÓRN með- ferðarheimilisins Byrgisins hefur ákveðið að fara í meiðyrðamál vegna umfjöllun- ar fréttaskýr- ingaþáttarins Kompáss sem sýndur var í sjón- varpi í fyrradag. Þar var því haldið fram að forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, hefði átt í kyn- ferðislegum samböndum við skjól- stæðinga sína. Hefur Guðmundur látið tímabundið af störfum meðan á rannsókn málsins stendur. Hilmar Baldursson, lögfræðingur Byrgisins, sagði í gær að kæran gegn Kompási, fréttaskýringaþætti Stöðvar 2, yrði vonandi lögð fram í dag fyrir hönd Guðmundar Jónsson- ar fyrir grófar ærumeiðingar. Byrgið kærir fyrir meiðyrði Guðmundur Jónsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.