Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 13

Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● RÁÐGJÖF og efnahagsspár, sem er meðal stofnenda og hlutahafa í fjárfestingarbankanum Askar Capi- tal, verður hluti af bankanum sem hefja mun starfsemi strax á nýju ári. Sverrir Sverrisson hjá Ráðgjöf og efnahagsspám mun stýra eign- astýringarsviði Askar Capital og Yngvi Harðarson, sem einnig starf- ar hjá Ráðgjöf og efnahagsspám, mun stýra ráðgjafarsviði bankans. Undir eignastýringu fellur m.a. stýring gjaldeyris- og vogunar- sjóða en undir ráðgjöf fellur áhættu-, skulda- og gjaldeyrisstýr- ing. Ráðgjöf og efnahagsspár hafa starfað við fjármálaráðgjöf frá árinu 1993 en fyrirtækið hefur sér- hæft sig í fjárfestingaráðgjöf, áhættustýringu og spám um fram- vindu efnahagsmála en sex sér- fræðingar starfa hjá fyrirtækinu. Ráðgjöf og efna- hagsspár inn í Askar Capital              "#   $%%& '( )*+ *) 0% 2#!3 "40% % 20% # #25 # " 5 #" 3 "40% 6!/ 3 "40% -3 "40% 3#  7 0% 8% 94%1   (4& 7 0% - 7  0% , 0% ,"2 0" 0% #  :6  $ $ % 7 0% ; 0% , (-./  9<#0%  3 "40% =2   3 "48" 0% =2  23 "40% >?0 0% @,A6 B C0% B C   #/  0% D #/  0% 0 /  / 1 $# %1    !% 2345  / 863  0% 84  0% 6/        #        #   #                                                             8  : ! 4#    B7" ." E (4                                                     : :     : : : : :                                       :      D 4#. +  B8 F#0   # / ! 4#              : :  : : : : : . # !  ! >G H5   $# $# I I B9 JA   $# %# I I KK @,A#"0   $# %# I I @,A(0/% >    %# %# I I =K9A J"LM"    $# # I I ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði um 0,3% í gær og er lokagildi hennar 6.431 stig. Mest lækkun varð á gengi hlutabréfa Marels, eða 1,3% og Alfesca og Eim- skipafélagsins, 1,0%. Mest hækkun varð hins vegar á gengi bréfa Ice- landic Group sem hækkaði um 2,6%. Úrvalsvísitala lækkar ● VELTA í dag- vöruverslun minnkaði um rúm 2% á milli október og nóvember á þessu ári. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fyrir nóvember. Vísitala dagvöruverslunar hækk- aði um 10% á árinu 2005 á föstu verðlagi. Árshækkun vísitölunnar á fyrri helmingi þessa árs var um 7%, um 4% á þriðja ársfjórðungi og um 3% það sem af er fjórða ársfjórðungi. „Þessi hagvísir virðist því staðfesta minni vöxt einkaneyslu,“ segir í Veg- vísi greiningardeildar Landsbank- ans. Minni dagvöruvelta ● LÍTILL vöxtur hefur verið í korta- veltu heimilanna á undanförnum mánuðum. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Seðlabanka Íslands. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis kemur fram að kreditkortavelta í nóvember hafi aukist um 8,1% að raunvirði frá sama tíma í fyrra. Það sé næstminnsti raunvöxtur á árs- grundvelli frá miðju ári 2005. Þetta gefi þó ekki heildarmyndina af kortanotkun heimilanna því de- betkortavelta hafi á sama tíma minnkað um ríflega 3% á sama tímabili. Segir Greining Glitnis að saman myndi debet- og kreditkortavelta í verslunum gagnlegan kvarða fyrir þróun einkaneyslu í landinu. Sam- anlagt hafi raunvöxtur debet- og kreditkortaveltu verið 2,7% í nóv- ember milli ára og að hann hafi ekki verið minni frá árslokum 2002. Minni kortavelta sé því vís- bending um hægari vöxt einka- neyslu í landinu eftir mjög hraðan vöxt undanfarin misseri. Dregur úr kortaveltu ALCAN Inc., móðurfélag álversins í Straumsvík og annar stærsti álfram- leiðandi í heimi, ætlar að fjárfesta fyrir um 1,8 milljarða Bandaríkja- dollara, eða liðlega 120 milljarða ís- lenskra króna, í álframleiðslu í Que- bec-fylki í Kanada. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta fyrirtækisins í Quebec muni aukast um 450 þúsund tonn við þessar fjárfestingar. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef Bloomberg-fréttastofunnar. Segir í fréttinni að fylkisstjórnin í Quebec muni útvega Alca 30 ára vaxtalaust lán að fjárhæð 400 millj- ónir Kanadadollara, um 24 milljarða íslenskra króna, til að styðja við bygginga nýrra álvera. Fyrirtækið muni jafnframt njóta 112 milljóna Kanadadollara skattaívilnunar, lið- lega 6 milljarða króna. Þá segir að samningar milli fylkisstjórnarinnar og Alcan geri ráð fyrir að þessar ívilnanir falli niður ef fyrirtækið flytur höfuðstöðvar sínar frá Que- bec, eða ef það verður yfirtekið af öðru fyrirtæki. Hátt verð á áli Í frétt Bloomberg segir að hátt verð á áli að undanförnu eigi stærstan þátt í því að Alcan hafi ákveðið að auka framleiðslugetu sína í Quebec. Verðið hefur verið yfir 2.000 Banda- ríkjadalir fyrir tonnið í rúmt ár á málmmarkaðnum í Lundúnum. Verðið hefur verið í kringum 2.800 dollarar að undanförnu. Eins og fram hefur komið hefur Alcan lýst áhuga á að stækka álver fyrirtækisins í Straumsvík. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Alcan fjárfestir í álverum í Kanada Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s metur horfur á lánshæf- ismati íslensku bankanna stöðugar en horfur vegna fjárhagslegs styrk- leika þeirra eru sem fyrr neikvæðar þar sem Moody’s telur líkur á að ís- lensku bankarnir muni þurfa að glíma við erfiðara rekstrarumhverfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Moody’s um íslenska bankakerfið sem birt er í dag. Í henni staðfestir Moody’s bæði langtíma- og skammtímahæfi ís- lensku bankanna, einkum á þeirri forsendu að það er mat Moody’s að til hækkunar vaxta og veikingar krónunnar, haft í för með sér veik- ingu á gæðum eigna bankanna sem aftur myndi hafa neikvæð áhrif á hagnað þeirra.“ Í skýrslu Moody’s er hins vegar líka bent á það að verulegur hluti af lánum bankanna sé utan Íslands sem geri þá ekki eins næma fyrir hagskellum á Íslandi. „Lausafjár- staða viðskiptabankanna ætti enn- fremur að gera þeim kleift að þola sveiflur á lánsfjármörkuðum. Með hliðsjón af því höfðu íslensku bank- arnir lokið við endurfjármögnun sína vegna ársins 2007 við lok þriðja ársfjórðungs og eru þegar farnir að vinna að því að lengja í lánakörfum sínum.“ vegna mikilvægis bankanna í ís- lensku efnahagslífi sé líklegt að ís- lenska ríkið myndi styðja við bakið á bönkunum ef til erfiðleika eða kerfislægs skells kæmi. „Hætta er á að versnandi rekstr- arumhverfi [íslensku] bankanna muni leiða til aukins fjármögnunar- kostnaðar þeirra og draga þannig úr hagnaði. Enn verra er að það gæti leitt til vandræða við endur- fjármögnun lána sem aftur gæti hugsanlega skapað lausafjárvand- ræði,“ segir Lynn Valkenaar, sér- fræðingur Moody’s og höfundur skýrslunnar. „Ennfremur gæti ójafnvægið í ís- lensku efnahagslífi, sem leitt hefur Bankarnir glíma við erf- iðara rekstrarumhverfi Ný skýrsla Moody’s um íslenska bankakerfið NORSKA olíufélagið Statoil og olíu- og gasframleiðsluhluti Norsk Hydro verða sameinuð í nýju félagi. Stjórn- ir beggja félaganna og norsk stjórn- völd hafa samþykkt samrunann. Frá þessu var greint í tilkynningu frá fé- lögunum í gær. Þar kemur jafn- framt fram að stefnt sé að því að sameiningu félaganna verði lokið á þriðja ársfjórðungi 2007. Sameinað félag mun framleiða um 1,9 milljónir tunna af olíu á dag. Hluthafar í Statoil munu eignast 67,3% hlut í nýja félaginu en hlut- hafar í Norsk Hyro 32,7%. Norska ríkið á 70,9% í Statoil en 43,8% í Norsk Hydro. Norska ríkið mun eiga 62,5% hlut í nýja félaginu en frá því var greint í gær að það muni auka hlut sinn í félaginu upp í 67%. Í tilkynningu frá stjórnendum Statoil og Norsk Hydro segir að eft- ir sameininguna muni félagið eiga auðveldara með að komast yfir ný verkefni. Félagið verði því sterkara í samkeppninni við önnur stór olíu- félög á alþjóðamarkaði. Noregur er þriðja stærsta olíu- útflutningsland í heimi á eftir Rúss- landi og Sádi-Arabíu. Hið sameinaða félag Statoil og Norsk Hydro verður með starfsemi í 40 löndum og starfs- mennirnir verða 31 þúsund talsins. Norsk Hydro mun halda áfram starfsemi í áliðnaði undir eigin nafni. Reuters Forstjórar Eivind Reiten hjá Norsk Hydro og Helge Lund hjá Statoil. Samruni olíufyr- irtækja í Noregi LJÓST ER að FL Group seldi 22,6% hluta sinn í Straumi-Burðarási í síð- ustu viku með nokkru tapi. Áætlað kaupverð FL Group í sumar var 18,75 á hlut en sölugengið 18 krónur. Samkvæmt því var sölutapið 1,75 milljarðar. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að svo virðist sem áætlanir FL Group varðandi fjárfestinguna í Straumi-Burðarási hafi ekki gengið eftir. Talsmenn FL Group benda á að hluturinn hafi verið það stór að fáir hafi haft burði til að kaupa hann; af þeim ástæðum hafa menn talið að rétt væri að selja. „Við erum þokka- lega sáttir við þetta allt, enda voru kaupin á bréfunum í Straumi aflvaki þess á sínum tíma að hægt var að sækja 35 milljarða í nýtt hlutafé. Það skiptir líka miklu máli,“ segir Krist- ján Kristjánsson hjá FL Group. Þokkalega sáttir við söluverðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.