Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● RÁÐGJÖF og efnahagsspár, sem er meðal stofnenda og hlutahafa í fjárfestingarbankanum Askar Capi- tal, verður hluti af bankanum sem hefja mun starfsemi strax á nýju ári. Sverrir Sverrisson hjá Ráðgjöf og efnahagsspám mun stýra eign- astýringarsviði Askar Capital og Yngvi Harðarson, sem einnig starf- ar hjá Ráðgjöf og efnahagsspám, mun stýra ráðgjafarsviði bankans. Undir eignastýringu fellur m.a. stýring gjaldeyris- og vogunar- sjóða en undir ráðgjöf fellur áhættu-, skulda- og gjaldeyrisstýr- ing. Ráðgjöf og efnahagsspár hafa starfað við fjármálaráðgjöf frá árinu 1993 en fyrirtækið hefur sér- hæft sig í fjárfestingaráðgjöf, áhættustýringu og spám um fram- vindu efnahagsmála en sex sér- fræðingar starfa hjá fyrirtækinu. Ráðgjöf og efna- hagsspár inn í Askar Capital              "#   $%%& '( )*+ *) 0% 2#!3 "40% % 20% # #25 # " 5 #" 3 "40% 6!/ 3 "40% -3 "40% 3#  7 0% 8% 94%1   (4& 7 0% - 7  0% , 0% ,"2 0" 0% #  :6  $ $ % 7 0% ; 0% , (-./  9<#0%  3 "40% =2   3 "48" 0% =2  23 "40% >?0 0% @,A6 B C0% B C   #/  0% D #/  0% 0 /  / 1 $# %1    !% 2345  / 863  0% 84  0% 6/        #        #   #                                                             8  : ! 4#    B7" ." E (4                                                     : :     : : : : :                                       :      D 4#. +  B8 F#0   # / ! 4#              : :  : : : : : . # !  ! >G H5   $# $# I I B9 JA   $# %# I I KK @,A#"0   $# %# I I @,A(0/% >    %# %# I I =K9A J"LM"    $# # I I ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði um 0,3% í gær og er lokagildi hennar 6.431 stig. Mest lækkun varð á gengi hlutabréfa Marels, eða 1,3% og Alfesca og Eim- skipafélagsins, 1,0%. Mest hækkun varð hins vegar á gengi bréfa Ice- landic Group sem hækkaði um 2,6%. Úrvalsvísitala lækkar ● VELTA í dag- vöruverslun minnkaði um rúm 2% á milli október og nóvember á þessu ári. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fyrir nóvember. Vísitala dagvöruverslunar hækk- aði um 10% á árinu 2005 á föstu verðlagi. Árshækkun vísitölunnar á fyrri helmingi þessa árs var um 7%, um 4% á þriðja ársfjórðungi og um 3% það sem af er fjórða ársfjórðungi. „Þessi hagvísir virðist því staðfesta minni vöxt einkaneyslu,“ segir í Veg- vísi greiningardeildar Landsbank- ans. Minni dagvöruvelta ● LÍTILL vöxtur hefur verið í korta- veltu heimilanna á undanförnum mánuðum. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Seðlabanka Íslands. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis kemur fram að kreditkortavelta í nóvember hafi aukist um 8,1% að raunvirði frá sama tíma í fyrra. Það sé næstminnsti raunvöxtur á árs- grundvelli frá miðju ári 2005. Þetta gefi þó ekki heildarmyndina af kortanotkun heimilanna því de- betkortavelta hafi á sama tíma minnkað um ríflega 3% á sama tímabili. Segir Greining Glitnis að saman myndi debet- og kreditkortavelta í verslunum gagnlegan kvarða fyrir þróun einkaneyslu í landinu. Sam- anlagt hafi raunvöxtur debet- og kreditkortaveltu verið 2,7% í nóv- ember milli ára og að hann hafi ekki verið minni frá árslokum 2002. Minni kortavelta sé því vís- bending um hægari vöxt einka- neyslu í landinu eftir mjög hraðan vöxt undanfarin misseri. Dregur úr kortaveltu ALCAN Inc., móðurfélag álversins í Straumsvík og annar stærsti álfram- leiðandi í heimi, ætlar að fjárfesta fyrir um 1,8 milljarða Bandaríkja- dollara, eða liðlega 120 milljarða ís- lenskra króna, í álframleiðslu í Que- bec-fylki í Kanada. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta fyrirtækisins í Quebec muni aukast um 450 þúsund tonn við þessar fjárfestingar. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef Bloomberg-fréttastofunnar. Segir í fréttinni að fylkisstjórnin í Quebec muni útvega Alca 30 ára vaxtalaust lán að fjárhæð 400 millj- ónir Kanadadollara, um 24 milljarða íslenskra króna, til að styðja við bygginga nýrra álvera. Fyrirtækið muni jafnframt njóta 112 milljóna Kanadadollara skattaívilnunar, lið- lega 6 milljarða króna. Þá segir að samningar milli fylkisstjórnarinnar og Alcan geri ráð fyrir að þessar ívilnanir falli niður ef fyrirtækið flytur höfuðstöðvar sínar frá Que- bec, eða ef það verður yfirtekið af öðru fyrirtæki. Hátt verð á áli Í frétt Bloomberg segir að hátt verð á áli að undanförnu eigi stærstan þátt í því að Alcan hafi ákveðið að auka framleiðslugetu sína í Quebec. Verðið hefur verið yfir 2.000 Banda- ríkjadalir fyrir tonnið í rúmt ár á málmmarkaðnum í Lundúnum. Verðið hefur verið í kringum 2.800 dollarar að undanförnu. Eins og fram hefur komið hefur Alcan lýst áhuga á að stækka álver fyrirtækisins í Straumsvík. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Alcan fjárfestir í álverum í Kanada Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s metur horfur á lánshæf- ismati íslensku bankanna stöðugar en horfur vegna fjárhagslegs styrk- leika þeirra eru sem fyrr neikvæðar þar sem Moody’s telur líkur á að ís- lensku bankarnir muni þurfa að glíma við erfiðara rekstrarumhverfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Moody’s um íslenska bankakerfið sem birt er í dag. Í henni staðfestir Moody’s bæði langtíma- og skammtímahæfi ís- lensku bankanna, einkum á þeirri forsendu að það er mat Moody’s að til hækkunar vaxta og veikingar krónunnar, haft í för með sér veik- ingu á gæðum eigna bankanna sem aftur myndi hafa neikvæð áhrif á hagnað þeirra.“ Í skýrslu Moody’s er hins vegar líka bent á það að verulegur hluti af lánum bankanna sé utan Íslands sem geri þá ekki eins næma fyrir hagskellum á Íslandi. „Lausafjár- staða viðskiptabankanna ætti enn- fremur að gera þeim kleift að þola sveiflur á lánsfjármörkuðum. Með hliðsjón af því höfðu íslensku bank- arnir lokið við endurfjármögnun sína vegna ársins 2007 við lok þriðja ársfjórðungs og eru þegar farnir að vinna að því að lengja í lánakörfum sínum.“ vegna mikilvægis bankanna í ís- lensku efnahagslífi sé líklegt að ís- lenska ríkið myndi styðja við bakið á bönkunum ef til erfiðleika eða kerfislægs skells kæmi. „Hætta er á að versnandi rekstr- arumhverfi [íslensku] bankanna muni leiða til aukins fjármögnunar- kostnaðar þeirra og draga þannig úr hagnaði. Enn verra er að það gæti leitt til vandræða við endur- fjármögnun lána sem aftur gæti hugsanlega skapað lausafjárvand- ræði,“ segir Lynn Valkenaar, sér- fræðingur Moody’s og höfundur skýrslunnar. „Ennfremur gæti ójafnvægið í ís- lensku efnahagslífi, sem leitt hefur Bankarnir glíma við erf- iðara rekstrarumhverfi Ný skýrsla Moody’s um íslenska bankakerfið NORSKA olíufélagið Statoil og olíu- og gasframleiðsluhluti Norsk Hydro verða sameinuð í nýju félagi. Stjórn- ir beggja félaganna og norsk stjórn- völd hafa samþykkt samrunann. Frá þessu var greint í tilkynningu frá fé- lögunum í gær. Þar kemur jafn- framt fram að stefnt sé að því að sameiningu félaganna verði lokið á þriðja ársfjórðungi 2007. Sameinað félag mun framleiða um 1,9 milljónir tunna af olíu á dag. Hluthafar í Statoil munu eignast 67,3% hlut í nýja félaginu en hlut- hafar í Norsk Hyro 32,7%. Norska ríkið á 70,9% í Statoil en 43,8% í Norsk Hydro. Norska ríkið mun eiga 62,5% hlut í nýja félaginu en frá því var greint í gær að það muni auka hlut sinn í félaginu upp í 67%. Í tilkynningu frá stjórnendum Statoil og Norsk Hydro segir að eft- ir sameininguna muni félagið eiga auðveldara með að komast yfir ný verkefni. Félagið verði því sterkara í samkeppninni við önnur stór olíu- félög á alþjóðamarkaði. Noregur er þriðja stærsta olíu- útflutningsland í heimi á eftir Rúss- landi og Sádi-Arabíu. Hið sameinaða félag Statoil og Norsk Hydro verður með starfsemi í 40 löndum og starfs- mennirnir verða 31 þúsund talsins. Norsk Hydro mun halda áfram starfsemi í áliðnaði undir eigin nafni. Reuters Forstjórar Eivind Reiten hjá Norsk Hydro og Helge Lund hjá Statoil. Samruni olíufyr- irtækja í Noregi LJÓST ER að FL Group seldi 22,6% hluta sinn í Straumi-Burðarási í síð- ustu viku með nokkru tapi. Áætlað kaupverð FL Group í sumar var 18,75 á hlut en sölugengið 18 krónur. Samkvæmt því var sölutapið 1,75 milljarðar. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að svo virðist sem áætlanir FL Group varðandi fjárfestinguna í Straumi-Burðarási hafi ekki gengið eftir. Talsmenn FL Group benda á að hluturinn hafi verið það stór að fáir hafi haft burði til að kaupa hann; af þeim ástæðum hafa menn talið að rétt væri að selja. „Við erum þokka- lega sáttir við þetta allt, enda voru kaupin á bréfunum í Straumi aflvaki þess á sínum tíma að hægt var að sækja 35 milljarða í nýtt hlutafé. Það skiptir líka miklu máli,“ segir Krist- ján Kristjánsson hjá FL Group. Þokkalega sáttir við söluverðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.