Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BRESKA lögreglan handtók í gær
37 ára karlmann sem grunaður er
um að hafa myrt fimm vændiskonur í
Ipswich.
Maðurinn var handtekinn
snemma í gærmorgun á heimili sínu í
þorpinu Trimley St Martin, nálægt
hafnarbænum Felixstowe. „Hann
var handtekinn vegna gruns um að
hann hefði myrt allar konurnar
fimm,“ sagði Steward Gull sem
stjórnar rannsókn lögreglunnar.
Trimley St. Martin er þrettán
kílómetra suðaustan við Ipswich.
Lögreglan nafngreindi ekki
manninn sem var handtekinn en
breskir fjölmiðlar höfðu eftir heim-
ildarmönnum sínum að hann héti
Tom Stephens og starfaði í matvöru-
verslun. Hermt er að hann hafi einn-
ig ekið leigubíl í aukavinnu.
Blaðið Sunday Mirror birti viðtal
við Stephens á sunnudag. Hann
kvaðst hafa þekkt konurnar vel og
lögreglan hefði yfirheyrt hann fjór-
um sinnum.
„Ég var vinur allra stúlkn-
anna … en ég er ekki með fjarvist-
arsönnun,“ sagði Stephens. Hann
kvaðst hafa orðið „verndari“
kvennanna. „Ég hafði tækifæri til að
fremja morðin vegna þess að þær
treystu mér svo mikið.“
Sunday Mirror hafði einnig eftir
Stephens að hann hefði ekki áhyggj-
ur af því að hann yrði ákærður vegna
þess að hann væri saklaus.
Stephens hefur búið einn í nýju
íbúðarhúsi nálægt Felixstowe og
fluttist þangað fyrir þremur mánuð-
um. Lík tveggja síðustu fórnarlamba
raðmorðingjans fundust um þrjá
kílómetra frá heimili Stephens.
Hann kvaðst hafa byrjað að venja
komur sínar til vændiskvenna fyrir
einu og hálfu ári eftir að það slitnaði
upp úr átta ára hjónabandi hans.
„Ekki hættulegur“
Fréttavefur Times hafði eftir
vændiskonu, sem kynntist Stephens
fyrir einu og hálfu ári, að hann hefði
heimsótt hana á föstudaginn var og
verið miður sín vegna morðanna.
„Hann er ekki hættulegur eða of-
beldishneigður og var vanur gæta
stúlknanna, keyra þeim um til að út-
vega þeim fíkniefni. Ég svaf nokkr-
um sinnum í rúminu hans vegna þess
að ég var á götunni og hann leyfði
mér að gista í húsinu sínu en við
höfðum aldrei kynmök.“
Fréttavefur The Daily Telegraph
hafði eftir nágrönnum Stephens að
hann væri „einfari“. Lögreglan hefði
fyrst leitað í húsi hans 22. nóvember,
eftir að tvö fyrstu fórnarlömbin
hurfu, og meðal annars notað málm-
leitartæki í garðinum.
Nær 500 lögreglumenn hafa tekið
þátt í rannsókn morðmálsins í Ips-
wich og er hún ein af viðamestu
morðrannsóknum í sögu Bretlands.
Um 350 lögreglumenn voru sendir til
Ipswich frá um það bil 30 lögreglu-
stöðvum víða um landið. Rannsókn-
arhópurinn hefur fengið nær 10.000
ábendingar frá almenningi. Lög-
reglumennirnir hafa einnig skoðað
um 10.000 klukkustunda upptökur
úr eftirlitsmyndavélum til að grafast
fyrir um síðustu ferðir allra
kvennanna fimm.
Trimley St. Martin var síðast í
kastljósi breskra fjölmiðla þegar
sautján ára stúlka, Vicky Hall, hvarf
á leiðinni heim til sín af skemmtistað
í Felixstowe árið 1999. Lík hennar
fannst í skurði, fullum af vatni, um 40
km frá Felixstowe. Talið var að hún
hefði verið kæfð en það var ekki
staðfest við krufningu. Lögreglan
hefur ekki tengt þetta mál við dauða
vændiskvennanna í Ipswich og vildi
ekki staðfesta að Stephens yrði einn-
ig yfirheyrður um morðið á Hall.
Meintur morðingi kvaðst
hafa verið vinur kvennanna
Handtekinn fyrir
morð á vændis-
konum í Ipswich
Reuters
Raðmorðingi? Tom Stephens á mynd sem birt var á vefsíðu. Hann neitaði
því í viðtali við breskt blað að hann hefði myrt vændiskonurnar í Ipswich.
Í HNOTSKURN
» Raðmorðunum í Ipswich hef-ur verið líkt við mál Peters
Sutcliffe, sem hefur verið nefnd-
ur „Yorkshire Ripper“ og var
dæmdur fyrir morð á þrettán
konum á árunum 1975 til 1980.
» Málinu hefur einnig veriðlíkt við morð „Kobba kvið-
ristu“, eða „Jack the Ripper“,
sem myrti fimm vændiskonur í
London árið 1888.
» Öll líkin fundust nakin ígrennd við Ipswich á tíu dög-
um frá 2. desember. Konurnar
fimm voru á aldrinum 19–29 ára.
Washington. AP, AFP. | Robert Gates
sór embættiseið sem nýr varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna við at-
höfn í Hvíta húsinu í Washington í
gær en opinber innsetningarathöfn
var haldin síðar í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu, Pentagon. Don-
ald Rumsfeld, fyrirrennari Gates, til-
kynnti um afsögn sína í síðasta
mánuði.
Gates er 63 ára. Hann sagði er
hann kom nýlega fyrir nefnd öld-
ungadeildarþingmanna að hann teldi
Bandaríkjamenn ekki vera að sigra í
stríðinu í Írak og að hann væri opinn
fyrir nýrri stefnu. Rumsfeld sagði af
sér í kjölfar harðrar gagnrýni á
stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak. Þá
hefur George W. Bush Bandaríkja-
forseti, sagt að hann muni kynna
breytingar á stefnu stjórnarinnar í
Íraksmálinu í upphafi næsta árs.
Gates var yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunnar, CIA, á árunum
1991 til 1993.
Gates sver
embættiseið
Opinn fyrir nýrri
stefnu í Írak
Hugsi Robert Gates, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna.
Reuters
SUÐUR-kóreskur vísindamaður,
Lee Byeong-chun, fullyrti í gær að
honum hefði tekist að klóna þrjár
tíkur. Lee var áður samstarfs-
maður Hwang Woo-suk en Hwang
varð í fyrra uppvís að því að hafa
logið því að honum hefði tekist að
búa til stofnfrumulínu úr einrækt-
uðum mannsfósturvísi.
Allar helstu niðurstöður stofn-
frumurannsókna Hwangs reyndust
hreinn tilbúningur en honum tókst
þó að einrækta hund á síðasta ári.
Lee mun hafa haft forystu í því
verkefni og nú segist hann hafa
endurtekið afrekið. Bona, sem er af
afgönsku kyni, var gotið 18. júní og
tvær tíkur til viðbótar komu tveim-
ur dögum síðar. Lee er fyrir miðju
á myndinni og heldur hann á tíkinni
Von. Tíkin Bona er til vinstri og
Friður til hægri. AP
Klónuðu
þrjár
tíkur
Kaupmannahöfn. AP. | Danskur dóm-
stóll dæmdi í gær þrjá menn í gæslu-
varðhald vegna óeirðanna á Norð-
urbrú í Kaupmannahöfn á
laugardaginn var þegar lögreglan
handtók um 270 manns.
Þremenningarnir – 27 ára ítalskur
karlmaður, 33 ára danskur karlmað-
ur og 25 ára portúgölsk kona – voru
dæmdir í fjögurra vikna fangelsi, að
sögn talsmanns lögreglunnar.
Hinir sem voru handteknir, þar af
84 útlendingar, verða látnir lausir en
eiga samt ákæru yfir höfði sér.
Mótmælendur köstuðu götustein-
um, málmstöngum og flugeldum á
lögreglumenn sem beitti táragasi til
að reyna að dreifa mótmælendunum.
Fjórir lögreglumenn urðu fyrir
minniháttar meiðslum í átökunum.
Einn mótmælendanna missti nokkra
fingur þegar flugeldur sprakk í
höndum hans og annar varð fyrir
meiðslum í andliti.
Mótmæltu útburðarúrskurði
Óeirðirnar blossuðu upp eftir að
hundruð manna söfnuðust saman í
Kaupmannahöfn til að mótmæla
dómsúrskurði um að bera ætti út
hústökumenn í Ungdomshuset, fé-
lagsmiðstöð í Kaupmannahöfn. Hús-
tökumennirnir hafa búið þar frá
árinu 1982 en borgin seldi kristnum
söfnuði húsið árið 2001.
Danskir dómstólar hafa fyrirskip-
að hústökumönnunum að fara úr
Ungdomshuset en þeir hafa neitað
því og segja að borgin hafi ekki haft
rétt til að selja húsið.
Yfirvöld segja að húsið hafi oft
verið notað til að hefja mótmæli sem
endað hafi með átökum við lögreglu.
Þrír í
haldi
vegna
óeirðanna
Aþena. AP. | Múslímar í ríkjum Evrópusambands-
ins mega þola vaxandi fordóma og þeir taka á sig
alls kyns birtingarmyndir, allt frá því að múslímar
sæti árásum og til þess að þeim sé mismunað þeg-
ar kemur að atvinnu- og húsnæðismálum.
Þetta er niðurstaða skýrslu sem stofnun á veg-
um Evrópusambandsins hefur gert. Er hvatt til
þess í skýrslunni að meira kapp verði lagt á sam-
ræður múslíma og þeirra samfélaga, sem þeir búa
í, enda muni múslímar eiga erfitt með að finnast
þeir vera hluti af þeim samfélögum sem þeir búa í
ef þeir sæta þar sívaxandi fordómum.
Í skýrslunni er hins vegar einnig vakin athygli á
því að múslímar verði sjálfir að leggja meira kapp
á að losa sig undan neikvæðri ímynd, sem ekki síst
tengist ótta fólks um að múslímar hljóti að tengj-
ast hryðjuverkastarfsemi eða séu líklegir til að
vera öfgamenn, sbr. viðbrögðin við birtingu skop-
myndanna af Múhameð spámanni fyrir tæpu ári.
Eru nú um 3,5% þegna ESB
Talið er að um þrettán milljónir múslíma búi í
ESB-ríkjunum, þ.e. að þeir séu nú um 3,5% þegna
ESB. Í skýrslu Evrópskrar eftirlitsstofnunar með
rasisma og útlendingahatri (EUMC), sem starf-
rækt er í Vínarborg, eru rakin mörg og marg-
vísleg dæmi um fordóma gagnvart múslímum og
íslam síðustu tvö ár. Þ.á m. ræðir um skemmd-
arverk á moskum múslíma, konur sem nota hefð-
bundna höfuðklúta múslímakvenna sæta ofsókn-
um og einnig er rifjað upp að ráðist var á
sómalska fjölskyldu í Danmörku, en árásarmenn-
irnir beittu kylfum sem á höfðu verið teiknaðir
hakakrossar.
„Múslímum finnst sem í æ ríkari mæli sé gerð
sú krafa að til að þeir verði viðurkenndir sem
þegnar tiltekins samfélags verði þeir að „aðlag-
ast“ og kasta sjálfsmynd sinni sem múslímar,“
segir Beate Winkler, framkvæmdastjóri EUMC,
og bætir því við að eftir 11. september 2001 finnist
mörgum múslímum sem þeir liggi í reynd allir
undir grun um aðild að hryðjuverkum.
Í skýrslunni er m.a. vitnað til rannsóknar sem
gerð var við Parísarháskóla 2004 en hún leiddi í
ljós að þegar sótt væri um atvinnu þá hefði um-
sækjandi af norður-afrískum uppruna fimm sinn-
um minni líkur á því að hljóta jákvætt svar en aðr-
ir sem sendu inn umsókn.
Múslímar sæta vaxandi fordómum