Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Jæja, viðskiptafræðingar, nú er
lag. Auglýst hefur verið staða
sviðsstjóra menntasviðs hjá
Reykjavíkurborg. Menntun á sviði
menntamála er örugglega ekki
skilyrði, sérstaklega
ef þið hafið reynslu af
því að vera fjár-
málastjórar á mennta-
sviði hjá sveitarfélagi.
Kannski sömu mögu-
leikar séu fyrir hendi
er varðar stöðu fram-
kvæmdastjóra Barna-
verndar Reykjavíkur
sem einnig var aug-
lýst nýlega. Það er
aldrei að vita!
Virðast þetta ekki
einkennilegar fullyrð-
ingar? Hvaða rök geta
legið á bak við slíkar
fullyrðingar sem einhver skynsemi
er í?
Í september síðastliðnum var
ráðið í stöðu sviðsstjóra Velferð-
arsviðs hjá Reykjavíkurborg. Var
ég einn umsækjenda og kaus að tjá
mig ekki opinberlega um þetta mál
á þeim tíma, en get nú ekki lengur
orða bundist. Af fimmtán umsækj-
endum voru fimm boðaðir í viðtal.
Sá sem var ráðinn í starfið var við-
skiptafræðingur með framhalds-
menntun í stjórnun og stefnu-
mörkun. Sá umsækjandi sem
ráðinn var hafði starfað sem fjár-
málastjóri á Velferðarsviði Reykja-
víkurborgar og verið um tíma stað-
gengill sviðsstjórans. Þessi aðili
hafði enga menntun á sviði velferð-
armála. Af hinum fjórum umsækj-
endunum sem boðaðir voru í viðtal
er eftirfarandi að segja. Tveir um-
sækjendur hafa lokið meistara-
gráðu, annar þeirra er fé-
lagsráðgjafi með meistaragráðu í
stjórnun og hinn félagsfræðingur.
Báðir þessir aðilar hafa starfað hjá
stofnuninni um langa hríð sem
stjórnendur og verið staðgenglar
þáverandi félagsmálastjóra um
tíma. Hinir tveir umsækjendurnir
eru félagsráðgjafar og hafa lokið
doktorsnámi, annar í opinberri
stjórnsýslu og hinn í félagsráð-
gjöf. Sá sem hafði lokið dokt-
orsnámi í stjórnsýslu hafði um-
talsverða stjórnunarreynslu á
sviði velferðarmála. Hinn aðilinn
hafði lokið doktorsgráðu sem und-
irbýr fólk sérstaklega fyrir
stjórnun og stefnu-
mótun á sviði velferð-
armála annars vegar
og fyrir rannsóknir
og kennslu hins veg-
ar. Sá aðili var einnig
með nokkra stjórn-
unarreynslu. Það er
því augljóst að þessir
fjórir aðilar voru allir
hæfari til að sinna
starfi sviðsstjóra á
velferðarsviði en sá
aðili sem ráðinn var í
starfið.
Fáfræði getur ver-
ið mjög skaðleg en
hún getur haft ennþá verri afleið-
ingar ef fólk er ekki meðvitað um
hana. Þegar borgarfulltrúinn Gísli
Marteinn svaraði fyrir ráðn-
inguna sló hann ryki í augum
fólks með fullyrðingum um að
hæfasti aðilinn hefði verið ráðinn,
án þess að fjalla nokkuð um for-
sendur ráðningarinnar. En afleið-
ingarnar eru rétt að byrja að
koma í ljós. Nú hefur verið aug-
lýst staða framkvæmdastjóra
Barnaverndar Reykjavíkur. Þar
var gerð krafa um háskóla-
menntun sem nýttist í starfi –
hljómar kunnuglega. Skyldi annar
viðskiptafræðingur verða ráðinn?
Um er að ræða stöðu sem krefst
mikillar faglegrar þekkingar á
einum viðkvæmasta málaflokki
velferðarmála sem snertir marga
þá sem eiga hvað sárast um að
binda, og það getur hreinlega
skipt sköpum um líf viðkomandi
barna og foreldra þeirra hvernig
unnið er í málum þeirra. Í rann-
sóknum mínum hefur ítrekað
komið í ljós að skráningu mála hjá
Reykjavíkurborg hefur verið al-
varlega ábótavant og svo virðist
sem afar lítil greiningarvinna sé
unnin til að undirbyggja ákvarð-
anir um framgang mála. Dæmi
eru um að lítið sem ekkert hafi
verið aðhafst í mjög alvarlegum
málum. Ljóst er að mikið álag er
á stofnuninni, en það er einnig í
nágrannasveitarfélögunum, þar
sem skráning og greining hefur
verið mun ítarlegri og faglegri.
Hjá Reykjavíkurborg hefur tals-
vert verið um að ráðið hafi verið
fólk til að sinna starfi á sviði
barnaverndar sem ekki hefur ver-
ið með þá menntun sem eðlilegt
er að gera kröfu um, sem ekki
hefur viðgengist hjá nágranna-
sveitarfélögunum. Og nú virðist
vera opnað fyrir ýmsa möguleika
með sjálfa yfirmannsstöðuna hjá
Barnavernd Reykjavíkur. Eins og
fyrri reynsla sýnir er hægt að
túlka „háskólamenntun sem nýtist
í starfi“ afar vítt. Það er því full
ástæða til þess að vera uggandi
yfir framtíð þessara málaflokka
hjá Reykjavíkurborg, velferð-
armálum almennt sem og barna-
verndarmálunum sérstaklega.
Kannski sér í lagi þar sem svo
virðist sem hægt sé að komast
upp með að ráða í svo mikilvægar
stöður sem hér um ræðir með
eitthvað allt annað í huga en
þekkingu umsækjenda á viðkom-
andi málaflokki. Í ljósi ráðningar
sviðsstjóra velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar verður fróðlegt að
fylgjast með ráðningu í stöðu yf-
irmanns Barnaverndar Reykja-
víkur sem og í stöðu sviðsstjóra
hjá Menntasviði Reykjavík-
urborgar. Í hvaða átt er Reykja-
víkurborg að stefna?
Hvert stefnir
Reykjavíkurborg?
Freydís Jóna Freysteinsdóttir
skrifar um stöðuveitingar hjá
Reykjavíkurborg
» Það er því fullástæða til þess að
vera uggandi yfir fram-
tíð þessara málaflokka
hjá Reykjavíkur-
borg …
Freydís Jóna
Freysteinsdóttir
Höfundur er lektor í
félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi greinargerð frá Jóni
Þ. Hilmarssyni endurskoðanda:
„Að gefnu tilefni vegna einhliða og
rangsnúins fréttaflutnings af máli
Gunnars Arnars Kristjánssonar end-
urskoðanda í fjölmiðlum þykir verða
að gera eftirfarandi athugasemdir.
Ég hef unnið fyrir Gunnar í sam-
bandi við vörn hans gegn ákæru
vegna starfa hans sem endurskoð-
andi Tryggingasjóðs lækna.
Með reglulegu millibili, en alltof
oft fyrir heilbrigt réttarkerfi, er að
finna í fjölmiðlum afsakanir og yf-
irklór ríkislögreglustjórans varðandi
„töpuð“ sakamál sem rekin hafa ver-
ið á vegum embættisins. Í Blaðinu
15/12 er viðtal við Jón Snorrason
saksóknara um mál vegna endur-
skoðunar Tryggingasjóðs lækna.
Þar kvartar Jón yfir pattstöðu í mál-
inu þar sem endurskoðendur hafi
ekki viljað koma að því til rann-
sóknar. Má ráða af fréttinni að þetta
sé það sem málarekstur ríkislög-
reglustjórans líði einna helst fyrir,
þ.e. tregðu endurskoðenda til að
rannsaka mál kollega síns.
Rannsókn ríkislögreglustjóra
Ástæða fyrir þeim málalyktum
sem nú eru uppi í máli Gunnars er af-
ar einföld. Rannsókn ríkislög-
reglustjóraembættisins var frá upp-
hafi því marki brennd að
rannsakarar höfðu fyrirfram tekið
afstöðu í málinu um sekt Gunnars og
málsatvik aðlöguð eftir þörfum að
ákæruatriðum en ekki öfugt. Þessari
fyrirfram gefnu afstöðu varð ekki
haggað þrátt fyrir framlögð gögn og
skýringar og sterk rök væru leidd að
því að rannsókn málsins væri veru-
lega áfátt og á villigötum. Nið-
urstaða undirréttar og Hæstaréttar
var að vonum sú að allur málatilbún-
aður ríkislögreglustjóra væri óá-
sættanlegur og féll sýknudómur í
undirrétti en Hæstiréttur vísaði mál-
inu frá dómi vegna þess að rannsókn
og ákæra voru með þeim hætti að
málið væri ótækt fyrir dóm.
Þessa niðurstöðu tveggja dóm-
stiga virðist ríkislögreglustjóranum
og öðrum sem að komu mega túlka
svo að Gunnar hafi sloppið við dóm
vegna tæknilegra mistaka. Enn virð-
ist litið svo á að enga sök vegna nið-
urstöðunnar sé að finna hjá embætt-
inu þótt ótvírætt sé að lagalega
ábyrgðin liggur þar fyrst og síðast.
Niðurstaðan í málinu er óásætt-
anleg fyrir alla aðila og ekki síst fyrir
Gunnar sem ekki fékk tækifæri til að
verja hendur sínar undir rannsókn
málsins vegna ófagmannlegra og óá-
sættanlegra vinnubragða ríkislög-
reglustjórans. Með því að láta undir
höfuð leggjast að rannsaka það sem
mátti verða Gunnari til sýknu jafnt
því sem mátti vera til sektar, var
vegið að grundvallaratriðum rétt-
arkerfisins.
Ríkislögreglustjórinn lét undir
höfuð leggjast að rannsaka atriði
sem skipta máttu höfuðmáli við úr-
lausn málsins fyrir dómi, þrátt fyrir
ítrekaðar ábendingar þar að lútandi.
Þar má nefna tvær útgáfur af fjár-
hagsbókhaldi Tryggingasjóðsins og
stórfellt skjalafals sem ríkislög-
reglustjóra var ítrekað bent á án ár-
angurs og önnur framlögð gögn sem
ekki hlutu þá skoðun sem þeim bar.
Niðurstaða ríkissaksóknara
Að lokum komst ríkissaksóknari
að þeirri niðurstöðu að brotin hefðu
verið á Gunnari ákvæði mannrétt-
indasáttmála Evrópu sem og stjórn-
arskrá íslenska lýðveldisins. Eitt og
sér er hér um grafalvarlegt mál að
ræða. Eftir tilraun ríkilögreglustjóra
til að réttlæta fyrri gjörðir sínar með
nýrri rannsókn, liggur fyrir það álit
ríkissaksóknara að hann telur að rík-
islögreglustjórinn hafi á sama tíma
gerst sekur um mjög alvarleg mann-
réttindabrot. Er ríkislögreglustjóra,
sem gerist sekur um slík lögbrot,
sætt í starfi?
Þáttur formanns FLE
Í Blaðinu hinn 14/12 sl., er haft eft-
ir Lárusi Finnbogasyni, formanni
Félags löggiltra endurskoðenda,
svohljóðandi:
„Stéttin er ekki fjölmenn og erfitt
að finna menn sem telja sig hæfa til
að fara yfir svona mál. Menn eru
ekkert í þægilegri stöðu að meta
verk aðila innan sama geira vegna
persónulegra tengsla og fámennis í
greininni. … Það verður að vera
óumdeilt að mat sé hlutlaust og það
hefur gert lögreglunni erfitt fyrir að
finna menn. Endurskoðendur hafa
líklega ekki treyst sér í að vinna
verkið og töldu sig ekki hæfa til að
dæma hlutlaust.“
Þessi ummæli formanns FLE eru
athygli verð fyrir margar sakir:
Ekki síst fyrir þann samhljóm,
sem er að finna við afsakanir og
yfirklór ríkislögreglustjórans
og tala tveir einni tungu.
Í þessu tilfelli var alls ekki um
að ræða „mat“ á verkum lög-
gilts endurskoðanda, heldur
áttu löggiltir endurskoðendur
að taka að sér lögreglustörf.
Rannsókn ríkislögreglustjór-
ans var klúður frá upphafi og
áttu endurskoðendur í kjölfarið
að taka að sér „gjörónýtt“ mál-
ið og þar með stunda lög-
reglustörf tímabundið en end-
urskoðendur hafa hvorki
starfsreynslu eða þjálfun til
slíkra starfa né tilsvarandi rétt-
arfarslega stöðu eða reynslu
sem lögreglumenn þurfa eðli
máls samkvæmt að hafa. Eng-
um sögum fer af því hvort end-
urskoðendur geti tekið að sér
umferðarstjórn á götum borg-
arinnar með sama hætti.
Formaður FLE lætur þess
ekki getið að a.m.k. þrír löggilt-
ir endurskoðendur komu að
rannsókn málsins í upphafi svo
ekki skorti endurskoðendur til
að leggja „mat“ á störf annars
endurskoðanda. Dómstólar
hafa fellt úrskurð um störf
þessara endurskoðenda eins og
lesa má í dómsúrskurðum. Að-
koma annarra endurskoðenda
að málinu var því ekki fýsileg
eftir það allsherjar klúður sem
málið er og ekki að undra þótt
endurskoðendur vildu ekki
koma að máli sem rekið var á
þessum nótum. Má ætla að
hroðvirknisleg skoðun endur-
skoðendanna við frumrann-
sókn hafi einnig ráðið mestu
um fyrirfram gefna niðurstöðu
ríkislögreglustjórans. Þeim
endurskoðendum sem til boða
stóð að gerast lögreglumenn í
afleysingum mátti vera ljóst að
þeir voru að ganga gegn „elít-
unni“ í stétt endurskoðenda og
mátti að sama skapi vera ljóst
að þeim yrðu enga þakkir
goldnar fyrir öndverða nið-
urstöðu.
Tveir löggiltir endurskoðendur
sátu í héraðsdómi sem sér-
fróðir meðdómendur og höfðu
þar með alls fimm endurskoð-
endur komið að því að fjalla um
mál kollega síns. Þetta ber ekki
vott um skort á endurskoð-
endum til starfans.
Opinber andstaða við fyr-
irframgefna niðurstöðu rík-
islögreglustjórans var ekki
fýsilegur kostur, enda hafa sér-
fræðingar fengið bágt fyrir
skoðanir sínar ef þær fóru í
bága við opinberar útgáfur
sannleikans. Þeir sérfræðingar
sem deildu á embættið gátu
sparað sér verkefnaleit hjá rík-
islögreglustjóranum. Það er til
Mál Gunnars Arnars Krist-
jánsson endurskoðanda
FJÖLMARGAR rannsóknir sýna
sterk tengsl milli fátæktar og
heilsuleysis. Þar verður ekki um
villst: fátækt stuðlar að heilsuleysi.
Ástæðurnar liggja í
augum uppi þegar
málum er þannig hátt-
að að fólk á hvorki
hnífs né skeiðar.
Skorturinn veldur þá
sjúkdómum. En þar
með er ekki sagan öll.
Á Vesturlöndum, þar
sem sjaldgæft er að
fólk eigi ekki fyrir
brýnustu nauðsynjum,
kemur undantekning-
arlaust fram í öllum
stórum rannsóknum,
en þær skipta þús-
undum, að heilsa fólks
og efnahagur helst í
hendur. Oft er fólki
skipt í fjóra eða fimm
hópa eftir ráðstöf-
unartekjum. Þá lítur
súluritið nánast alltaf
út eins og tröppur: því
hærri ráðstöf-
unartekjur, því betri
heilsa. Oftast er um
þversniðsrannsóknir
að ræða, sem sýna ein-
ungis að samband er
milli tekna og heilsu-
fars, en ekki hver orsökin er, þ.e.
hvort heilsuleysið valdi tekjumissi
eða öfugt. Slíkt verður einungis
fundið með því að fylgja eftir hópi
fólks í mörg ár. Fáeinar slíkar rann-
sóknir hafa verið gerðar og benda
niðurstöður þeirra til þess, að í heild
skiptir mestu máli að fátækt leiðir
til heilsuleysis, þótt augljóslega geti
verulegt heilsuleysi einnig valdið
tekjumissi. Tengslin eru augljós,
hvort sem mælikvarðinn á heilsu
byggir á dánartölum, sjúkdómatíðni
(með örfáum undantekningum) eða
frásögn fólks af sjúkdómum eða ein-
kennum í spurningakönnunum.
Allir þekkja þann mun sem er á
heilsufari fólks í fátækum löndum
og ríkum. Landsframleiðsla á mann
er sá mælikvarði sem hagfræðingar
leggja gjarnan á ríkidæmi þjóða.
Þjóðirnar sem búa í löndunum með
lægstu landsframleiðsl-
una búa jafnframt við
versta heilsufarið.
Heilsufar fer síðan
skánandi í takt við
aukna landsfram-
leiðslu. Þetta gerist
hratt upp að ákveðnu
marki. Þegar því marki
er náð (um það bil 5
þúsund kaupmátt-
arleiðréttir dollarar á
mann á ári) er eins og
frekari aukning lands-
framleiðslunnar hafi
ekki veruleg áhrif til
betra heilsufars. Þá
virðist eitthvað annað
koma til, sem þarf nán-
ari rannsóknar við. Það
er til dæmis betra
heilsufar í Japan en í
Bandaríkjunum og þeir
lifa mun lengur en
Bandaríkjamenn að
jafnaði, þótt landsfram-
leiðsla sé mun hærri í
Bandaríkjunum og að
Bandaríkjamenn verji
tvöfalt hærri upphæð
til heilbrigðisþjónustu
en Japanar gera. Á Kostaríka er
meðalævilengdin nær einu ári lengri
en í Bandaríkjunum, en lands-
framleiðslan á mann er þar er að-
eins um þriðjungur af því sem gerist
í Bandaríkjunum. Sumir telja að sá
þáttur sem þarna skiptir máli sé
jöfnuðurinn í samfélaginu, sam-
kennd fólks, traust þess á stofn-
unum samfélagsins og sú upplifun
að maður geti haft áhrif á sam-
félagið og stöðu sína innan þess.
Höfum þetta í huga.
Tengsl fátæktar
og ójafnaðar
við heilsuleysi
Matthías Halldórsson skrifar
um tengsl efnahags og heilsu
Matthías Halldórsson
» Sumir teljaað sá þáttur
sem þarna
skiptir máli sé
jöfnuðurinn í
samfélaginu,
samkennd fólks,
traust þess á
stofnunum sam-
félagsins …
Höfundur er starfandi landlæknir.