Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anna Sigurðar-dóttir Strange
fæddist í Hafnar-
firði 13. nóvember
1931. Hún andaðist
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 12. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
þau Sigurður Þor-
láksson húsasmið-
ur og Ólöf Rós-
mundsdóttir hús-
móðir. Hún var
næstyngst níu
systkina.
Anna giftist 9. desember 1950
Agli Ólafi Strange módelsmið, f.
22. september 1927. Þau hjónin
eignuðust sex börn. Þau eru: 1)
Greta, f. 1951, gift George
Hunter Young. Börn þeirra eru
Gunnar Sv., f. 1969, Davíð
Kristófer, f. 1980, og Gerorge
Kristófer, f. 1984.
2) Sæunn, f. 1954,
gift Brian Doc-
herty, f. 1944. 3)
Victor, f. 1956,
kvæntur Önnu
Berglindi Arnar-
dóttur, f. 1964.
Börn þeirra eru
Anna Sigríður, f.
1985, Erna, f. 1992,
og Örn Óli, f. 1995.
4) Egill, f. 1959,
kvæntur Svein-
björgu Bergs-
dóttur, f. 1963.
Börn þeirra eru Sæunn Hrund,
f. 1985, og Atli Þór, f. 1989. 5)
Ómar, f. 1960. Börn hans eru
Birgitta, f. 1980, Egill Ólafur, f.
1986, og Finnbogi, f. 1996. 6)
María, f. 1967.
Útför Önnu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Þú lást bara þarna
hvít sem snjór
köld sem klaki.
Ég horfði bara á þig,
þú lást þarna bara.
Ég fékk tár í augun,
sár í hjartað og ég hugsaði
„þú ert komin í betri heim“.
Ég kyssti þig á kinnina
og ég vissi þá að þetta
var tíminn til að segja bless.
Ég elska þig.
Elsku amma mín, hvíldu í friði.
Ég sakna þín svo.
Erna Strange.
Ég kveð þig, elsku amma. Amma,
þú sem alltaf varst svo kát og hress.
Þú sem varst hrókur alls fagnaðar,
hvar sem þú komst.
Þú varst hin fullkomna amma og
ekki hægt að óska sér betri. Ég
minnist þess er þú tókst á móti okk-
ur barnabörnunum, alltaf af svo
mikilli hlýju og með opnum örmum,
sama hversu mikið var að gera hjá
þér. Þú gafst þér alltaf tíma til að
sinna okkur og finna eitthvað
skemmtilegt fyrir okkur að gera. Ég
minnist þess þegar þú spilaðir við
okkur barnabörnin fram á rauðar
nætur, alltaf með bros á vör. Ég
minnist allra góðu stundanna sem
við áttum saman. Þú áttir þínar erf-
iðu stundir, en yfirvannst þær með
styrk þínum og góðri lundu. Nú ertu
horfin okkur um stund en minning-
arnar ljúfar lofa góðan endurfund.
Þín,
Birgitta.
Amma, ég hef alltaf getað leitað
til þín og þú hefur alltaf stutt mig í
öllu sem ég hef tekið mér fyrir hend-
ur. Ég gæti talið upp endalaust af
ánægjustundum sem við höfum átt
saman og ég mun varðveita alla tíð.
Þú hefur kennt mér svo margt og
verið mér svo góð að ég trúi ekki
ennþá hvernig ein kona getur gefið
svona mikið af sér. Ég vona bara að
ég geti gefið mínum börnum og
barnabörnum jafn mikið og þú hefur
gefið mér.
Minningu þína mun ég alltaf
geyma og ef ég mætti tala við þig
einu sinni enn mundi ég minna þig á
hvað þú hefur verið mér mikils virði
og hvað mér þykir ótrúlega vænt um
þig.
Amma, ég elska þig.
Egill Ólafur Strange, yngri.
Nú ertu heimsins laus úr leik
því lokið stríði er.
Ég veit þú hugi allra átt
sem eitthvað kynntust þér.
En kærleiksgeislar krýna þig
við kvöldsins sólarlag
og barni sínu er moldin mild,
við minnumst þess í dag.
(Elías Þórarinsson.)
Mig langar að minnast Önnu föð-
ursystur minnar sem lést 12. des. sl.
Það er erfitt að sætta sig við að hitta
ekki þessa glaðværu og glæsilegu
konu framar. Anna var ein af þess-
um frábæru perlum sem ég hef
kynnst, það var sama hvar hún var,
það geislaði alltaf af henni. Ég man
þegar ég var lítil og fékk að vera hjá
þér og Agli smátíma þegar foreldrar
mínir voru erlendis. Ég geymi þenn-
an tíma alltaf í minningunni, þið ný-
farin að búa og allt svo flott og fínt
hjá ykkur. Alltaf var gott að koma í
heimsókn á ykkar fallega heimili
þar sem snyrtimennska og reglu-
semi voru í fyrirrúmi.
Þú varst ekki bara frænka í mín-
um huga, einnig líka mikil vinkona.
Það var alltaf hægt að koma til þín
og spjalla um alla hluti. Það er
margt sem þú hefur kennt mér og
verður í minningunni vel varðveitt.
Þú þekktir vel Pollýönnu og fórst oft
í hlutverk hennar, það er eitt af því
sem ég lærði af þér og nýti mér það
gjarnan. Það er mér ómetanlegt að
hafa fengið að tilheyra og umgang-
ast þessa frábæru föðurfjölskyldu
mína sem einkennist af mikilli sam-
heldni og kærleika.
Ég sendi Agli, fjölskyldu og
systkinum Önnu samúðarkveðju.
Megi minningin um dýrmæta perlu
veita ykkur styrk og létta ykkur
þungbær skref.
Kæra frænka.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðrún Júlíusdóttir (Rúrý).
Það er mikil eftirsjá að konu eins
og Önnu. Ég hef þekkt Önnu alla
mína ævi. Hún passaði mig og bróð-
ur minn þegar við vorum smá og var
hún einnig hjálparhönd foreldra
minna við hin ýmsu störf á heim-
ilinu. Anna var falleg, góð kona,
björt yfirlitum og hafði mikla reisn.
Hún giftist ung Agli sínum. Voru
þau samstíga við hvert fótmál og
samhent hjón. Þau höfðu verið gift í
56 ár.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja þau á þeirra fallega og list-
ræna heimili.
Ég var í miklu návígi við Önnu
alla tíð. Um nokkurra ára skeið
bjuggu þau hjónin ásamt Grétu,
elstu dótturinni, á Álfaskeiðinu,
niðri hjá okkur fjölskyldunni. Á
þeim tíma fæddust þeim Sæunn og
Victor. Eins og gefur að skilja var
mikill og góður samgangur milli
hæða. Síðan fluttu þau í fjölskyldu-
húsið við Skerseyrarveg, þar sem
heiðurshjónin Ólöf og Sigurður, for-
eldrar Önnu, bjuggu ásamt börnum
og fjölskyldum þeirra. Á þeim ár-
unum bættust í hópinn
synirnir Egill og Ómar. Þar á bæ
var mikið um börn og var alltaf gam-
an að koma á Skerseyrarveginn.
Þótt fjarlægðin væri meiri voru allt-
af sömu sterku tengslin, órjúfanleg
bönd, milli fjölskyldnanna. Síðan
byggðu þau fallegt hús við Þrast-
arhraun, sem Egill nánast byggði
frá grunni. Þá kom
að því að María, sjötta barnið,
fæddist.
Anna var sú mesta reglumann-
eskja, sem ég hef kynnst. Hún hafði
röð og reglu á öllum hlutum og ber
fallega heimilið þess merki, enda
hjónin miklir fagurkerar. Margt hef
ég lært af Önnu og eru margar upp-
skriftirnar nefndar í höfuðið á
henni. Anna var mjög trygg við
móður mína og vitjaði hennar oft.
Við systkinin þökkum Önnu fyrir
alla tryggðina, sem hún sýndi móður
okkar alla tíð.
Anna vann á Sólvangi í 25 ár við
umönnunarstörf, var hún mikils
metin við störf sín þar. Hún gekk
alltaf til vinnu.
Það var eitt af mörgu, sem hún
hafði að leiðarljósi, að hugsa vel um
sál og líkama. Reglulegir göngu-
túrar, jóga, sund og gufubað var lífs-
munstur, sem ekki var brugðið út af.
Hún var hreinlega upptekin. Mikill
er missir systranna Ingu og Röggu.
Þær hafa alla tíð verið mjög sam-
heldnar og miklar vinkonur.
Um leið og ég þakka þér sam-
fylgdina, elsku Anna mín, sendi ég
kærar kveðjur og þakklæti frá fjöl-
skyldu minni, einnig frá bróður mín-
um Kristjáni og fjölskyldu.
Megi Guð styrkja Egil, börn og
fjölskyldur þeirra.
Hvíl þú í friði, elsku vinkona.
Birna Loftsdóttir.
Fyrir 34 árum stofnuðu konurnar
í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði
saumaklúbb sem hefur starfað af
miklum krafti síðan, bæði til gagns
og gamans, nýir félagar bæst við og
aðrir horfið eins og gengur.
Í annað sinn á þessu hausti kom
skarð í hópinn okkar þegar hún
Anna Sigurðardóttir vinkona okkar
og skátasystir lést hinn 12. desem-
ber sl. eftir erfið veikindi sem hún
tókst á við af kjarki og æðruleysi,
studd af sinni stóru góðu fjölskyldu.
Anna var góður félagi, glaðleg og
fús til starfa og oft glögg að finna
ráð sem dugðu ef á þurfti að halda.
Við vorum talsvert margar í þessum
hópi og höfðum oft talað um að gam-
an væri nú að fara saman í alvöru
ferðalag og gista á góðum stað og í
haust í byrjun september fórum við
svo 23 saman í þetta fyrirhugaða
ferðalag, fengum hið besta veður og
nutum þess að stoppa og skoða okk-
ur um á leiðinni.
Við gistum á Hótel Heklu og eftir
kvöldverðinn fengum við afnot af
litlum notalegum sal þar sem við
vorum með okkar eigin kvöldvöku
og höfðum allar mikla ánægju af. Á
heimleiðinni daginn eftir skoðuðum
við ýmislegt, meðal annars sérstaka
rósaræktarstöð og fórum því allar
heim með yndislegar rósir í farangr-
inum.
Já, hún er eftirminnileg þessi ferð
og við eigum eftir að muna hana
lengi og fagna því að hafa farið
hana. Nú eru tvær af þessum hópi
„farnar heim“. Við söknum þeirra
en gleðjumst við minningarnar um
þær.
Elsku Egill og fjölskylda, ykkar
missir er mikill. Við biðjum þess að
allar góðu minningarnar um hana
Önnu, brosmilda og glaða sem henni
var svo eiginlegt, verði ykkur hugg-
un í harmi og gleðji ykkur. Við fé-
lagar hennar kveðjum hana með
virðingu og þökkum fyrir liðna tíð.
Saumaklúbburinn.
Elsku Anna. Nú er komið að
kveðjustund, stund sem er svo sár
og endanleg. Þú háðir þína baráttu
við hinn illvíga sjúkdóm á sama hátt
og þú lifðir lífi þínu, af æðruleysi og
með mikilli reisn. Það er sárt til þess
að hugsa að heyra ekki lengur hlát-
ur þinn eða þín skemmtilegu og
hnyttnu tilsvör sem aldrei vöfðust
fyrir þér. Á svona stundu er ómet-
anlegt að eiga góðar minningar að
ylja sér við. Það hefur verið ómet-
anlegt og forréttindi að fá að alast
upp í návist þinni og deila með þér
og fjölskyldu þinni gleði og sorg.
Minningabrotin eru mörg, hvort
heldur það er dvöl með ykkur í sum-
arbústað sem barn, fjölskylduferða-
lög, kaffibolli á Þrastó eða samvera í
sólinni á Spáni. Sú minning sem er
skærust og ég þakka Guði fyrir að
eiga er „stelpu“ferðin okkar fjög-
urra til Ítalíu í vor. Í þeirri ferð var
mikið hlegið, talað og spilað á spil –
ekki alveg á hreinu hvaða spil var í
gangi hverju sinni en það var auka-
atriði, við nutum hverrar mínútu
sem við áttum – við hefðum bara átt
að gera þetta fyrr.
Elsku Anna mín, ég bið góðan
Guð að halda utan um Eila þinn,
börnin þín, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn og veita þeim
styrk á þessari erfiðu stundu. Hvíl
þú í friði og takk fyrir að vera besta
ská-mamma sem hægt er að hugsa
sér.
Sigríður V.
Nú kveðjum við hana Önnu okkar.
Við systurnar höfum ávallt verið
nánar og miklar vinkonur. Við eig-
um eftir að sakna Önnu mjög mikið
en við erum þakklátar fyrir að hafa
átt hana að.
Elsku Anna systir, guð geymi þig
og gefi Agli, börnum ykkar og fjöl-
skyldu styrk á þessari stundu.
Með klökkum hug á kveðju stund
ég kyssi minnig þína.
Þú bauðst mér varma vinar mund,
það vermdi sálu mína.
Í ættarhóp er höggvið skarð,
því hrynja tár um vanga.
Að kveðja mæta móður varð
svo mörgum erfið ganga,
og vinafjöld og frænda lið
þér fylgja og sakna
því langa tryggð um lífsins svið
þú lést af hendi rakna.
(Ingibj. Sumarliðad. frá Valshamri.)
Systrakveðja.
Ingibjörg og Ragnheiður
Sigurðardætur.
Anna Sigurðardóttir
Strange
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN NORÐMANN,
Barðaströnd 37,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn
21. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Oddbjörg Jóhannsdóttir Norðmann,
Sigríður Norðmann,
Óskar Norðmann,
Elín Norðmann, Börkur Hrafnsson,
Snædís, Tinna,
Jón Hrafn og Óskar Árni.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BERGÞÓRA VÍGLUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
10. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 19. desember kl. 11.00.
Sólveig Þórisdóttir, Jan Arneberg,
Snorri Þórisson, Anna Snædís Sigmarsdóttir,
Edda Jansdóttir Arneberg,
Egill Jansson Arneberg,
Þóra Eir Jansdóttir Arneberg,
Anna Sólveig Snorradóttir,
Rebekka Flink Arneberg.
Við kynntumst
Magga og Sellu fyrir tæpum 10 ár-
um þegar við hjónin hófum bygg-
ingu á sumarbústað okkar. Maggi og
Sella höfðu þá nýlokið byggingu á
Sesselja Björg
Helgadóttir
✝ Sesselja BjörgHelgadóttir
fæddist á Hjallhóli á
Borgarfirði eystri
18. júní 1944. Hún
lést á heimili sínu,
Vesturvangi 38 í
Hafnarfirði, hinn
13. desember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 18. des-
ember.
sumarbústað sínum.
Strax við fyrstu kynni
sáum við hversu sam-
hent þau hjónin voru.
Einu sinni þegar við
komum í heimsókn,
sat Sella við að prjóna
sokka, og sögðum við
þá að Fjóla Ósk ætti
ekki ömmu sem gæti
prjónað á hana. Sella
sagði þá að hún skyldi
vera „Amma á ská“ og
stóð hún svo sannar-
lega við það. Um jólin
kom alltaf pakki
merktur frá „Ömmu á ská“. Þar sem
það þróaðist svo að við fórum að
safna beljum í sumarbústaðinn, kom
Sella margar ferðir færandi hendi
með beljur sem bæði hún og Maggi
höfðu keypt innan- og utanlands.
Þegar Sella fór svo einnig að safna í
búið sitt, sem var blandað bú, gáfum
við henni einnig dýr í búið alls staðar
að. Þegar Sella greindist með ill-
kynja sjúkdóm í vor stóð hún sig
eins og hetja með Magga sinn sér við
hlið. Í síðustu ferðinni sinni austur í
bústað, þá orðin sárlasin, dró Sella
upp pakka sem hún vildi endilega
færa okkur. Þannig er Sellu rétt
lýst, alltaf að hugsa um aðra en
sjálfa sig.
Margt skemmtilegt var brallað í
sveitinni og munum við minnast þess
um ókomna tíð. Þetta er búinn að
vera yndislegur tími, að vera sam-
ferða þér og Magga. Elsku Sella
okkar, hafðu hjartans þökk fyrir að
leyfa okkur að kynnast jafn yndis-
legri manneskju og þú varst. Einnig
sendum við þér Maggi minn og allri
fjölskyldunni þinni innilegar samúð-
arkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt.
Fjóla, Guðmundur
og fjölskylda.