Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 43
✝ Guðlaug Klem-enzdóttir fædd-
ist 5. janúar 1918.
Hún andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Víðinesi aðfaranótt
9. desember síðast-
liðins. Foreldrar
hennar voru Auð-
björg Jónsdóttir
húsfreyja, f. 5.5.
1888, d. 14.12. 1977,
og Klemenz Jónsson
bóndi, skólastjóri og
oddviti Vestri-
Skógtjörn, f. 1.4.
1876, d. 16.8. 1955. Systkini Guð-
laugar eru: Jón sjómaður í Reykja-
vík, f. 31.12. 1907, d. 23.6. 1936,
Eggert skipstjóri á Skógtjörn, f.
19.9. 1909, d. 24.5. 1987, Guðjón
læknir í Keflavíkurhéraði, f. 4.1.
1911, d. 26.8. 1987, Guðný Þor-
björg húsfreyja á Hofi á Álftanesi,
f. 8.2. 1912, d. 23.9. 1991, Svein-
björn vélstjóri á Sólbarði á Álfta-
nesi, f. 1.10. 1913, d. 14.9. 1978,
Sigurfinnur bóndi, f. 9.10. 1914, d.
22.1. 1998, Gunnar stýrimaður í
Bjarni Jóhannsson, f. 4.3. 1971,
börn þeirra eru: Sophie Hanna
Goring, f. 11.7. 2000, Svanhvít Líf,
f. 17.2. 2005, 2) Jón Gunnar, f. 9.8.
1949, d. 10.2. 1960, 3) Ólafur Rún-
ar Gunnarsson, f. 20.11. 1953, maki
Steingerður Steingrímsdóttir, f.
16.9. 1955, börn: a) Guðrún Lauga
Ólafsdóttir, f. 27.6. 1976, sambýlis-
maður Guðmundur Hannesson, f.
9.8. 1973, barn þeirra: Bjartur
Gabríel, f. 13.4. 2002, b) Ásta Birna
Ólafsdóttir, f. 29.7. 1979, maki Örn
Eyjólfsson, f. 4.5. 1974, börn þeirra
eru: Arnór Freyr, f. 23.4. 1999,
Aníta Ósk, f. 18.12. 2003, c) Ingi-
björg, f. 22.2. 1984, d) Gerður Rún,
f. 10.1. 1989, sambýlismaður Matt-
hías Örn Friðriksson f. 9.9. 1986, e)
Ingunn Vilhelmína, f. 26.7. 1991, 4)
Guðlaugur Gunnarsson, sambýlis-
kona Guðný Rósa Magnúsdóttir, f.
27.12. 1963, börn: a) Edda Eir, f.
12.9. 1994, Jón Gunnar, f. 8.12.
1995, börn Guðnýjar: Jóna Björg
Ólafsdóttir, f. 9.5. 1983, sambýlis-
maður Birgir Kristján Guðmunds-
son f. 31.3. 1978, börn þeirra eru:
Hafdís Björg, f. 12.9. 2003, Sandra
Ósk, f. 1.1. 2005, Arna Rut Ragn-
arsdóttir, f. 12.9. 1987, sambýlis-
maður Davíð Freyr Kristjánsson, f.
11.1. 1982.
Útför Guðlaugar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Reykjavík, f. 28.1.
1916, d. 2.12. 1941,
Sveinn Helgi bóndi á
Tjarnarbakka á
Álftanesi, f. 29.11.
1921, og Sigurður
múrari á Búðarflöt á
Álftanesi, f. 31.8.
1926. Guðlaug giftist
Gunnari Kristjáns-
syni tækniteiknara, f.
14.7. 1913, d. 21.2.
1986. Foreldrar hans
voru Kristján
Jóhannesson skó-
smiður, f. 4.2. 1878, d.
18.12. 1967, og Ingibjörg Jóns-
dóttir húsfreyja, f. 2.12. 1885, d.
8.7. 1955. Börn Guðlaugar og
Gunnars eru: 1) Kristján, f. 11.12.
1947, maki Áslaug Jóhanna Guð-
jónsdóttir, f. 10.6. 1950, börn: a)
Elsa Dögg Gunnarsdóttir, f. 13.3.
1969, maki Jósef Gunnar Sigþórs-
son, f. 5.5. 1964, börn þeirra eru:
Guðjón Þór, f. 18.6. 2000, Sólrún
Dögg, f. 12.4. 2003, b) Guðlaug
Helga, f. 10.7. 1974, c) Sæunn
Harpa, f. 4.6. 1977, sambýlismaður
Ótrúlega þótti okkur systrum
skemmtilegt að ferðast til Reykja-
víkur. Við lágum andvaka langt fram
eftir nóttu því spenningurinn var svo
mikill. Loks, þegar á áfangastað var
komið beið þarna kunnuleg kona
með bros á vör og tók á móti okkur,
opnum örmum. Allt mátti nú gera
heima hjá ömmu, hún skammaði
mann sárasjaldan, þá kannski mest
fyrir að káma út píanóið sem við vor-
um duglegar að glamra á. En á gang-
inum máttum við leika allskonar list-
ir og hlaupa okkur til skemmtunar.
Svo var alltaf til eitthvað gott að
borða heima hjá ömmu, út úr því
húsi fór maður aldrei svangur. Kókó-
maltið, kókópuffsið, og að ekki sé nú
talað um sjálfan kandísinn sem mað-
ur var alltaf að stelast í. Eftir að þú
fluttir í Víðines var öðruvísi að koma
til Reykjavíkur. Enginn Bjössi til að
príla á eða stór garður til að leika sér
í. Það var samt alltaf sama góða
amman okkar sem tók á móti okkur
með fallega brosinu sínu. En við
héldum góðu sambandi í gegnum
bréfaskriftir sem Gerður var dugleg
að pára niður og segja hvað við vær-
um að gera af okkur hérna fyrir
austan. Amma var dugleg að spyrja
okkur hvernig okkur gengi í skólan-
um og svo var hún alltaf að spyrja
Ingunni hvort hún færi nú ekki að
birtast í Idol Stjörnuleitinni.
Í okkar sterkustu minningum um
ömmu einkennir hana mikið bros og
gleði í kringum hana, enda ein af
bestu ömmum þar á ferð.
Við kveðjum þig, elsku amma, og
hittumst þegar okkar tími kemur.
Gerður Rún og
Ingunn Vilhelmína.
Elsku amma, ein af fyrstu minn-
ingunum mínum um þig er þegar þú
hossaðir mér á hné þér þegar ég var
lítil og raulaðir fyrir mig á þinn ein-
staka hátt
Stígur hún við stokkinn,
stuttan á hún sokkinn,
ljósan ber hún lokkinn
litli telpuhnokkinn.
(Jónas Hallgrímsson.)
Hjá þér var alltaf hlýju og öryggi
að finna.
Ég naut þeirra forréttinda að fá að
búa með þér síðustu sex árin sem þú
bjóst heima í Langagerðinu. Þú
hugsaðir ofsalega vel um mig og var
mikið umhugað um að ég fengi holl-
an og góðan mat að borða og það
færi vel um mig hjá þér. Skarst oft
niður fyrir mig epli, gulrætur eða
rófur og passaðir alltaf að ég fengi
nóg af grænmeti með öllum mat. Þú
varst líka alveg til í að læra að gera
mat sem mér fannst góður eins og
ýmsa pastarétti, pizzur og fleira sem
þú hafðir sjaldan eða aldrei eldað áð-
ur en ég kom til þín. Ég man líka
hvað þér fannst gaman þegar ég kom
og horfði með þér á uppáhalds þátt-
inn þinn Guiding light eða þegar við
keyptum okkur smá nammi um helg-
ar og horfðum á eitthvað skemmti-
legt í sjónvarpinu saman. Eftir að þú
fluttir í Víðines þá sáumst við því
miður ekki eins oft, þó ég reyndi að
koma til þín eins oft og ég gat. Fyrir
jólin kom ég alltaf til þín með pip-
arkökur og öl eins og þú kallaðir
malt og appelsín og við gerðum jóla-
kortin þín saman. Það voru mjög
góðar stundir hjá okkur. Síðasta árið
hjá þér er búið að vera mjög erfitt.
Þó ég sakni þín mikið þá veit ég að
þér líður vel núna og þú ert komin á
góðan stað. Þín
Guðrún Lauga.
Ég grét í drauma dúrum,
í draumi þú varst mér hjá.
Þá hrökk ég upp og aldrei
mér aftur þornar brá.
Guð blessi þig, elsku amma mín.
Þinn
Jón Gunnar.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg;
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
Lágt þótt þeir hafi, heyri eg allt
sem hvísla þeir í eyra mér;
segja þeir: „Verða svipur skalt
þú sjálfur líkt og vér.
Kvöldroði lífsins kenni þér
að kemur skjótt
en svala nótt
og svefn í skauti ber.“
Í æsku fram á lífsins leið
vér lítum, en ei annað neitt,
vonandi að breiða gatan greið
grænum sé blómum skreytt;
en – aftur horfir ellin grá.
Sólarlag
liðinn dag
laugar í gulli þá.
(Grímur Thomsen.)
Ég sendi stjúpa mínum, Kristjáni,
bræðrum hans, tengdadætrum
Laugu, barnabörnunum og barna-
barnabörnum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Megi minning Guðlaugar Klem-
enzdóttur lifa.
Elsa Dögg Gunnarsdóttir.
Með þessum orðum langar mig að
minnast ömmu minnar Guðlaugar
Klemenzdóttur. Amma eða amma í
Langagerði, var mér alltaf einstak-
lega kær og þær eru ófáar góðu
minningarnar sem nú fylla hugann.
Það var mikið tilhlökkunarefni að
heimsækja ömmu til Reykjavíkur.
Eftir margra klukkutíma akstur frá
Vopnafirði magnaðist spennan sem
náði hámarki á bílastæðinu í Langa-
gerðinu. Amma var þá ýmist komin
út í glugga eða mætti okkur í dyra-
gættinni með opinn faðminn. Ég
gleymi aldrei brosinu og gleðinni hjá
ömmu þegar við komum og það fór
aldrei á milli mála hvað henni þótti
gaman að sjá okkur.
Amma átti fallegt heimili í Langa-
gerðinu og þar var alltaf gott að
vera. Alltaf var nóg að gera, ýmist
inni eða úti í garði. Amma átti marga
fallega hluti sem við lékum okkur
gjarnan með og síðan var glamrað á
píanóið daginn út og inn, þá var nú
amma heppin að vera farin að heyra
illa. Á sumrin tjölduðum við með
teppum og dýnum úti á veröndinni
og amma færði okkur hressingu. Það
var klifrað í trjánum og uppi á hon-
um Bjössa, ísbirninum sem afi bjó til.
Ég man þegar við sátum við sjón-
varpið á kvöldin og amma var búin
að útbúa kvöldkaffi sem borið var
fram á bakka og sett á þar til gerð
lítil borð í gömlu stofunni. Það var
svo sniðugt að horfa á textaðar
myndir með ömmu því hún hafði
þann vana að þylja textann upp í
hálfum hljóðum, sem kom sér vel
þegar ég var ekki farin að lesa text-
ann sjálf.
Ég minnist búðarferðanna með
ömmu, við röltum ýmist í Kron eða
Hagkaup í Skeifunni. Það var alltaf
gaman að versla með ömmu. Það var
ekki bara það að úrvalið væri betra
og meira spennandi en ég þekkti frá
Vopnafirði, heldur var amma sér-
staklega örlát og keypti alltaf eitt-
hvað gott og spennandi.
Það var alltaf svo gott að tala við
ömmu og hún var vel að sér um
margt. Þegar ég var orðin fullorðin
gátum við spjallað um allt milli him-
ins og jarðar, gleði og sorgir. Amma
samgladdist með mér á stórum
stundum í lífinu og tók það nærri sér
ef á móti blés.
Mér hefur alltaf þótt hún amma
stórmerkileg manneskja. Hún var
hógvær, stundum skemmtilega sér-
vitur og vildi ekki láta mikið á sér
bera. Ég dáðist oft að myndum af
ömmu minni þegar hún var ung því
mér fannst hún svo falleg. Amma var
nú fljót að eyða því og sagði að hún
hefði verið ósköp ófríð. Ég óskaði
mér þess samt alltaf að líkjast henni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
því veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma, með þessu orðum
kveð ég þig, minningin um þig mun
alltaf lifa með mér.
Ásta Birna Ólafsdóttir.
Guðlaug
Klemenzdóttir
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 20. desember kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán R. Jónsson, Anna Þ. Bjarnadóttir,
Ragnhildur Jónsdóttir, Lárus Kjartansson,
Anna Björk Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BJÖRG HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
áður Safamýri 11,
er lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð mánudaginn
4. desember sl., verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 15.00.
Ólafur Pálsson,
Sigríður Ásthildur Pálsdóttir, Leifur Benediktsson,
Lovísa Leifsdóttir, Ársæll K. Ársælsson,
María Leifsdóttir, Sigurður Guðmarsson,
Fríða Björg Leifsdóttir,
Viktor Már Sigurðsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
RAGNHILDUR INGVARSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugar-
daginn 16. desember.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn
22. desember kl. 11.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hafsteinn Þorvaldsson.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir og tengdafaðir,
ALMAR GUÐLAUGUR JÓNSSON,
dvalarheimilinu Dalbæ,
Dalvík,
lést fimmtudaginn 14. desember.
Jarðsett verður frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn
20. desember kl. 13.30.
Valrós Árnadóttir,
Alfreð Almarsson, Helga Haraldsdóttir,
Halldór Almarsson, Helena Jónasdóttir,
Sigfús Almarsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Pálmi Almarsson, Vilborg Sverrisdóttir,
Sveindís Almarsdóttir, Kjartan Snorrason,
Vignir Almarsson, Inga Yngvadóttir,
Dagbjört Almarsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.