Morgunblaðið - 19.12.2006, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HVERNIG VARÐST ÞÚ
MINNISLAUS ELLEN?
HÚN MAN
ÞAÐ EKKI?
ÉG HEF
HEYRT AÐ
ÞAÐ FYLGI
HEIMSKI
FLUGDREKI!
ÉG KREM
ÞIG!
ÉG TÆTI ÞIG! ÉG SPARKA ÞÉR Í
BURTU!!
HANN
FLÝGUR!
EKKI SKÝ
Á LOFTI.
SJÁÐU ALLAR
STJÖRNURNAR!
JÁ, VIÐ ERUM BARA
LITLIR DEPLAR Á SMÁUM
HNETTI SEM ER UMVAFINN
AF MYRKRI
DRÍFUM
OKKUR INN
OG KVEIKJUM
ÖLL LJÓSIN
HEIMA
HVERT
ERT ÞÚ AÐ
FARA?
ÉG ER AÐ FARA
TIL ENGLANDS
AÐ RUPLA
OG RÆNA!!
GÓÐA
FERÐ! TAKK!
HONUM
ÞYKIR SVO
GAMAN AÐ
FERÐAST
HUNDARNIR Í
HVERFINU VORU AÐ
BJÓÐA OKKUR Í
BRÆÐRALAG FYRIR
HUNDA
OG HVAÐ ÆTLIÐ
ÞIÐ AÐ GERA Í
ÞESSU FÉLAGI?
ELTA Á YKKUR
SKOTTIÐ?
NEI, VIÐ
ÆTLUM AÐ
BORÐA
KEX!
KEX? ÉG VILDIFREKAR FÁ AÐ
NAGA BEIN, EN
ÞEIR LOFUÐU AÐ
HUNDAKEXIÐ
VÆRI Í LAGINU
EINS OG BEIN
AAAAAAH!!
DAGURINN HEFUR EKKI VERIÐ GÓÐUR
HJÁ J. JONAH...
SÍÐAN AÐ PARKER
FÓR ÞÁ HÖFUM VIÐ
EKKI FENGIÐ EINA GÓÐA
MYND Í BLAÐIÐ
VERST AÐ ÞÚ
GAFST HONUM
EKKI ÞAÐ SEM
HANN ÁTTI SKILIÐ
ÞÚ FÆRÐ TÆKIFÆRI TIL
ÞESS AÐ BÆTA MÉR ÞAÐ
PARKER! EINS OG GJÖF
FRÁ HIMNUM
Frá árinu 2000 hefur Land-spítali –háskólasjúkrahúsboðið ófaglærðum erlend-um starfsmönnum upp á
starfstengd íslenskunámskeið.
Námskeiðin hafa gefið mjög góða
raun að sögn Þórleifar Drífu Jóns-
dóttur, deildarstjóra deildar
starfsþróunar og fræðslu á skrif-
stofu starfsmannamála LSH: „Upp-
haflega var um að ræða til-
raunaverkefni í samstarfi við
félagsmálaráðuneyti og mennta-
málaráðuneyti. Það kom í ljós að
nám af þessu tagi var mjög þarft og
mikil ánægja meðal starfsfólks með
námskeiðin,“ segir Þórleif Drífa, en
námskeiðin fara fram á launuðum
vinnutíma og er námskostnaður
greiddur af menntamálaráðuneyti
og stéttarfélögum.
Kennt er í þremur hópum: einum
fyrir byrjendur og tveimur fyrir
lengra komna. Hver hópur sækir
námskeið í 60 kennslustundir í senn,
tvo daga í viku, tvo klukkutíma í
hvert skipti. „Námstíma er hagað
þannig að falli vel að starfsemi spít-
alans, og þannig hentar ræst-
ingafólkinu iðulega betur að sitja
námskeið að morgni til, frá 9 til 11, á
meðan aðrir starfsmenn eiga auð-
veldara með að sækja námskeið í lok
vinnudags,“ segir Þórleif Drífa.
„Eins og við er að búast er mæting
mjög góð og góður andi í tímum.“
Námið er starfstengt þannig að
lögð er rík áhersla á málþekkingu
sem nýtist í vinnuumhverfi starfs-
manna á Landspítalanum til við-
bótar við almennt samræðumál.
Í dag starfa rösklega 250 erlendir
starfsmenn frá 39 þjóðlöndum við
LSH: „Þessi tala segir þó ekki alla
söguna um þann fjölda sem hefur
takmarkað vald á íslensku því fjöldi
starfsmanna hefur íslenskan rík-
isborgararétt þótt þeir eigi erfitt
með að nota málið,“ segir Þórleif
Drífa og tekur undir að Landspítali
– háskólasjúkrahús standi sann-
arlega undir nafni sem fjölþjóðlegur
vinnustaður: „Þó að tungumálið geti
stundum verið hindrun kemur óneit-
anlega fjölskrúðugra yfirbragð á
mannlífið á spítalanum með erlendu
starfsmönnunum. Hins vegar er ár-
íðandi að veita erlendum starfs-
mönnum sem mestan og bestan
stuðning við að læra íslensku,“ segir
Þórleif. „Því stærsti hlutinn af skjól-
stæðingum spítalans er íslenskur og
rétt að þeim starfsmönnum sem ekki
tala málið sé gert kleift að bæta
þekkingu sína í íslensku. Bæði verða
einstaklingarnir öruggari í þeim
störfum sem þeir fást við ef þeir
geta tjáð sig á íslensku, öll samskipti
batna og við fyrirbyggjum hættu á
óhöppum eða misskilningi sem orðið
getur vegna samskiptaörðugleika,“
segir Þórleif Drífa. „Hins vegar er
þetta hópur fólks sem oft, eftir lang-
an og erfiðan vinnudag, hefur ekki
tíma eða þrek til að stunda nám auk-
reitis við fulla vinnu, eða á hreinlega
erfitt með að standa straum af
námskostnaði. Með námskeiðunum
höfum við komið til móts við þennan
hóp og er óhætt að fullyrða að ár-
angurinn hefur skilað sér í ham-
ingjusamara starfsfólki og betri
þjónustu.“
Menntun | Landspítalinn býður starfsmönn-
um upp á starfstengd íslenskunámskeið
Þarft nám og
árangursríkt
Þórleif Drífa
Jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1951. Hún lauk
kennaraprófi frá
Kennaraskóla Ís-
lands 1972, námi
í handlistum frá
framhaldsdeild
KHÍ 1983, námi í
uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ
1984, stundaði nám við MHÍ 1994–
1995 og lauk árið 2001 diplóm-
anámi í uppeldis- og mennt-
unarfræði með áherslu á stjórnun.
Þórleif Drífa var kennari um langt
skeið, starfaði á Fræðsluskrifstofu
Reykjaness og síðar Skólaskrif-
stofu Hafnarfjarðar. Hún hóf störf
hjá LSH árið 2000. Þórleif Drífa er
gift Finnboga B. Ólasyni tækni-
manni og eiga þau þrjá syni.
Kvikmyndin Jingle All The Wayþykir versta jólamynd allra
tíma, en í henni fór vöðvatröllið og
ríkisstjórinn Arnold Schwarzeneg-
ger með aðalhlutverkið. Schwarze-
negger leikur þar föður í leit að jóla-
gjöf handa syni sínum en leitin
reynist honum hreinasta martröð.
Könnun um hvaða jólamynd væri
verst fór fram á síðu fyrirtækisins
Pearl and Dean sem sér um auglýs-
ingar í kvikmyndahúsum og tóku
3.000 kvikmyndaáhugamenn þátt í
henni.
Næstversta myndin þótti B-
myndin Santa Conquers The Marti-
ans, eða Jóli sigrar Marsbúana. Þar
er jólasveininum rænt og hann flutt-
ur til Mars þar sem hann hittir ung-
viði plánetunnar. Leikarinn Tim Al-
len afrekaði það að hafa leikið í
tveimur kvikmyndum á lista yfir
þær tíu verstu, Christmas With The
Kranks og The Santa Clause. List-
inn er á þessa leið:
1. Jingle All The Way (1996)
2. Santa Conquers The Martians
(1964)
3. Christmas With The Kranks
(2004)
4. National Lampoon’s Christmas
Vacation (1987)
5. Santa Claus: The Movie (1985)
6. Miracle on 34th Street (1994)
7. Home Alone (1990)
8. Bad Santa (2003)
9. The Santa Clause (1994)
10. The Family Man (2000)
Fólk folk@mbl.is