Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
föstudagur 29. 12. 2006
bílar mbl.isbílar
Discovery 3 með 32" breytingu » 7
NÝR OUTLANDER
PRÓFAÐUR Í GRENND BARCELONA
FÁANLEGUR 7 SÆTA
EVRÓPURÁÐIÐ í Bruxelles hefur til-
kynnt bílaframleiðendum að þeir skuli
láta viðgerðarverkstæði utan þeirra eig-
in þjónustuneta fá gagnagrunna og
tækniupplýsingar um bílana. Þessar upp-
lýsingar og gagnagrunnar eru nauðsyn-
legir til að „lesa“ tölvur bíla og finna bil-
anir í bílunum. Án þeirra er verkstæðum
illmögulegt að þjónusta bílana. Þetta
kemur fram á vef FÍB, www.fib.is.
„Bílaframleiðendur hafa margir hverj-
ir verið tregir til að láta þessar upplýs-
ingar af hendi og til að fara á svig við
reglur þar um, hafa þeir verðlagt gögnin
svo hátt að frjálsu verkstæðin hafa ein-
faldlega ekki efni á að eignast þau.
Til að skerpa á reglunum og til að ýta
á bílaframleiðendur hefur Evrópuráðið
nú tilkynnt bílaframleiðendum að þeir
sem ekki láta orðalaust af hendi þessar
upplýsingar til þeirra verkstæða sem
þess óska, muni ekki fá nýjar bílagerðir
sínar viðurkenndar innan Evrópska
efnahagssvæðisins.
Þetta hljóta að teljast nokkur tíðindi
fyrir þá sem hingað til hafa talið að bíla-
framleiðendur geti farið sínu fram, hald-
ið þessum upplýsingum fyrir sig og sín
þjónustuverkstæði og verðlagt þjónustu
og viðhald bíla að geðþótta með því að
útiloka samkeppni í þjónustu og viðhaldi.
Búist er við að lagafrumvarp um þetta
efni, sem eru reyndar hluti nýrra Euro-5
mengunarlaga, verði að lögum fyrir ný-
árið og taki að fullu gildi 2009. Automo-
tive News í Bandaríkjunum segir að Evr-
ópuráðið hafi á grundvelli núgildandi
laga þegar höfðað mál gegn Toyota, Fi-
at, GM og Daimler-Chrysler fyrir að hafa
neitað að afhenda verkstæðum utan
þeirra eigin þjónustuneta umræddar
upplýsingar. Blaðið segir að ástæða neit-
unar bílaframleiðenda sé sú að hagnaður
sé enginn af sölu nýrra bíla heldur af því
að þjónusta þá.
Talsmenn bílaframleiðenda eru lítt
kátir með hörku Evrópuráðsins og hafa
sumir þeirra sagt að afskipti Evr-
ópuráðsins af þessum málum séu óþol-
andi.“
Verkstæði fái
gagnagrunna
Á BÍLASÝNINGUNNI í Los
Angeles var sýndur nýr Ford Es-
cape en bíllinn sá hefur notið tals-
verðra vinsælda á Íslandi. Hinn
eldri Escape hefur þótt bjóða mik-
ið fyrir lítið en þó hefur þótt vanta
upp á gæði innréttinganna eins og
títt er í bandarískum bílum. Nú
hefur Ford hins vegar sýnt næstu
kynslóð af Escape og það er full-
ljóst að bíllinn mun hreinlega
valta yfir gamla bílinn – í það
minnsta er hann það kraftalegur
að hann lítur jafnvel út fyrir að
geta það í bókstaflegri merkingu
orðsins.
Fjölskyldusvipurinn
frá Explorer
Bíllinn hefur fengið mun sterk-
ari svip sem flestir ættu að kann-
ast við frá Ford Explorer en það
þýðir skarpari línur, hærri hlið-
arlínu, hvassari framljós og stuð-
ara og almennt verður bíllinn mun
verklegri. Að innan fær bíllinn svo
innréttingu í takt við evrópsku
Ford-bílana sem felast í meiri
gæðum og skemmtilegum útbún-
aði eins og iPod-tengingu, tvöföldu
gleri til hljóðeinangrunar, þægi-
legri blárri lýsingu í mælaborðið
og nýja hönnun mælaborðs þar
sem þeir hnappar sem bílstjórinn
notar hvað oftast eru staðsettir á
bestu stöðunum.
Hinn nýji Ford Escape mun ef-
laust hleypa góðum kipp í söluna á
Íslandi sem annars staðar og
munu aukin þægindi og meira
geymslurými skipta þar miklu
máli ásamt því að reynt er að sam-
eina hörkulegra jeppaútlit með
mun fágaðri bíl. Viðskiptavinir
Ford ættu því að fá meira fyrir
sinn snúð á öllum vígstöðvum. Vél-
arnar verða allt frá 4 strokka 153
hestafla Duratec-vél til 200 hest-
afla V6 Duratec-vélar en einnig
mun fást Hybrid-útgáfa af bílnum
talið að eldsneytissparnaður bíls-
ins geti verið allt að 75% í innan-
bæjarakstri og miðað við dæmi-
gerða notkun jepplings eða
jeppa á Íslandi hlýtur þetta að
teljast nokkuð freistandi fyrir
íbúa höfuðborgarsvæðisins.
sem mun skila svipuðu afli og V6
vélin þrátt fyrir að vera mun spar-
neytnari og umhverfisvænni hvað
útblástur varðar. Hybrid-útgáfa
bílsins mun geta keyrt eingöngu á
rafmagni innanbæjar, eða allt upp
að 50 kílómetra hraða, og er því
Nýr og kraftalegri Escape
Wieck
Verklegur Nýr og mun kraftalegri Escape hefur fengið ættarsvipinn
frástóra bróður, Explorer.
Skarpari Hvassari og skarpari lín-
ur koma í stað mjúkra, en á móti
kemurað bíllinn verður mun fág-
aðri en eldri gerðin hvað inn-
anrými og tæknibúnaðvarðar.
Gæði Mun gæðalegri innréttingar
en innréttingin var einmitt ein
helstigalli gamla Escape.
Ferðafélagi Fullkominn ferða-
félagi fyrir þá sem kjósa jepp-
ling. iPodtengi, glasahaldarar og
hólf og geymslur fyrir ýmislegt
smálegt sem fylgir ferðalögum.
Francesco Totti hefur hug á að ljúka ferlinum hjá Roma >> 3
„Þetta er frábært. Í fyrsta lagi að fá
að tilheyra svona hópi er heiður og í
öðru lagi að fá svona viðurkenningu,
þótt ekki væri nema einu sinni á lífs-
leiðinni, er ekkert nema frábært,“
sagði Guðjón Valur þegar hann hafði
tekið við hinum nýja verðlaunagrip,
en sá gamli, sem afhentur var í 50. og
síðasta sinn um síðustu áramót, var
gefin Þjóðminjasafni Íslands til
varðveislu fyrr í þessum mánuði.
Guðjón Valur, hefur haft í nógu að
snúast, með sínu liði í vetur. Hann
lék með Gummersbach í þýsku deild-
inni í fyrrakvöld, kom síðan fljúgandi
heim í gær og fer aftur út í dag og
leikur síðan síðasta leikinn með
Gummersbach á morgun áður en
hann heldur aftur heim til Íslands til
að halda upp á áramótin. Strax á
nýju ári hefst síðan undirbúningur
landsliðsins fyrir heimsmeistara-
mótið sem fram fer í Þýskalandi síð-
ari hluta janúarmánaðar. En hann
telur það ekki eftir sér að koma til
landsins til að vera viðstaddur verð-
launaafhendinguna, gerði það í fyrra
þegar hann varð í öðru sæti, og aftur
núna. En grunaði hann ekkert?
„Alls ekki, það hafa samt einhverj-
ir verið að skjóta þessu að mér svona
í kringum mann. En mér finnst það
bæði ósanngjarnt og lélegt ef maður
hugsar þannig. Það eru svo margir
frábærir íþróttamenn sem eru til-
nefndir þannig að það á enginn að
geta gengið að þessari viðurkenn-
ingu sem gefinni,“ sagði Guðjón Val-
ur.
Síðasta ár var viðburðaríkt hjá
Guðjóni Vali en lið hans hafnaði í
þriðja sæti úrvalsdeildarinnar þýsku
en það kom þó ekki í veg fyrir að
hann yrði valinn besti leikmaður
deildarinnar af leikmönnum og þjálf-
urum, en venjulegast kemur sá ein-
staklingur úr meistaraliðinu. Aukin-
heldur var Guðjón Valur
markahæsti leikmaður deildarinnar.
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Gummersbach, íþróttamaður ársins 2006
Heiður að tilheyra svona hópi
GUÐJÓN Valur Sigurðsson, hand-
knattleiksmaður hjá þýska liðinu
Gummersbach, var í gær útnefndur
íþróttamaður ársins 2006 af Sam-
tökum íþróttafréttamanna. Guðjón
Valur hlaut 405 atkvæði af 460
mögulegum en íþróttamaður síð-
ustu tveggja ára, Eiður Smári Guð-
johnsen, knattspyrnumaður hjá
Barcelona, varð annar í kjörinu
með 333 atkvæði. Þriðji varð Ólafur
Stefánsson, handknattleiksmaður
hjá Ciudad Real á Spáni, með 188
atkvæði, en hann hampaði titlinum
tvö næstu ár á undan Eiði Smára,
2003 og 2002.
Morgunblaðið/Arnaldur
Íþróttamaður ársins Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Gummersbach í Þýskalandi. » miðopna
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
íþróttir
SÓKN ER BESTA VÖRNIN
WASHINGTON WIZARDS HELDUR UPPTEKNUM HÆTTI Í
NBA-DEILDINNI ÞAR SEM SÓKNIN FÆR AÐ BLÓMSTRA >> 4
föstudagur 29. 12. 2006
íþróttir mbl.is
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 34
Staksteinar 8 Umræðan 32/35
Veður 8 Minningar 36/44
Úr verinu 14 Menning 48/51
Viðskipti 14/15 Leikhús 50
Erlent 16/17 Myndasögur 52
Menning 18/19 Dægradvöl 53
Höfuðborgin 20 Staður og stund 54
Akureyri 20 Bíó 54/57
Suðurnes 21 Víkverji 56
Landið 21 Velvakandi 56
Daglegt líf 22/29 Ljósvakamiðlar 58
* * *
Innlent
Aldrei áður hafa lögregla og toll-
gæsla lagt hald á jafnmikið magn af
kókaíni og amfetamíni og á árinu
sem er að líða. Á þessu ári hefur ver-
ið lagt hald á 12,8 kíló af kókaíni og
46,4 kíló af amfetamíni, sem er
meira magn en lagt var hald á
samanlagt á síðustu sex árum á
undan. » Forsíða
Fasteignamat hækkar um 20% á
atvinnuhúsnæði og atvinnulóðum í
Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnar-
nesi, í Garðabæ og á fleiri stöðum,
samkvæmt ákvörðun yfirfasteigna-
matsnefndar. Matsverð íbúðarhúsa
mun hækka um 10%. » Baksíða
Utanríkisráðuneytið rannsakar
nú hvernig upplýsingum úr afritum
af bréfum sýslumannsins á Keflavík-
urflugvelli til norsku herleyniþjón-
ustunnar var lekið í Blaðið. Sýslu-
maður segir gagnalekann benda til
þess að einhver vilji gera störf hans
tortryggileg.
» Baksíða
Erlent
Hersveitir bráðabirgðastjórnar
Sómalíu og eþíópískir hermenn réð-
ust í gær inn í Mogadishu, höfuð-
borg landsins, án þess að mæta mót-
spyrnu, að sögn forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnarinnar, Moha-
meds Alis Gedis. Nokkrum stundum
áður höfðu leiðtogar hreyfingar, sem
hafði reynt að stofna íslamskt ríki í
Sómalíu, hörfað frá borginni. » 16
Egypsk stjórnvöld hafa sent ör-
yggissveitum Mahmouds Abbas,
forseta Palestínumanna, birgðir af
byssum og skotfærum með sam-
þykki Ísraelsstjórnar, að sögn ísr-
aelskra embættismanna. » 16
John Edwards, varaforsetaefni
demókrata í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum fyrir tveimur árum,
tilkynnti í gær að hann sæktist eftir
því að verða forsetaefni demókrata í
næstu kosningum. » 15
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga
fasteigna stefnir í að verða um
12.000 á þessu ári og heildarviðskipti
með fasteignir um 275 milljarðar
króna. Meðalupphæð á hvern kaup-
samning er um 23 milljónir króna.
Haukur Ingibergsson, forstjóri
Fasteignamats ríkisins, segir að
velta á íslenskum fasteignamarkaði
hafi aðeins einu sinni áður verið
meiri en í ár. Árið verði því mjög við-
unandi hvað fasteignaviðskipti varð-
ar, ekki síst í ljósi mikils róts á fast-
eignamarkaði árin tvö á undan.
Hann sagði að vaxandi fjölda kaup-
samninga hefði verið þinglýst und-
anfarnar vikur.
Árið 2005 var metár í fasteigna-
viðskiptum þegar kaupsamningar
voru tæplega 16.000, heildarupphæð
þeirra nam 312 milljörðum króna, og
meðalupphæð hvers kaupsamnings
tæplega 20 milljónir. Heildarvelta
fasteignaviðskipta hefur því dregist
saman um 12% milli ára og kaup-
samningum fækkað um 25%.
Heildarupphæð þinglýstra kaup-
samninga á höfuðborgarsvæðinu
stefnir í að verða um 200 milljarðar,
fjöldi þeirra um 7.400 og meðalupp-
hæð tæplega 27 milljónir. Heildar-
upphæð þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu 2005 var tæp-
lega 225 milljarðar, fjöldi þeirra um
9.500 og meðalupphæð því tæplega
24 milljónir króna.
Hvað fjölda kaupsamninga varðar
virðist árið í ár ætla að verða mjög
ámóta og árið 2003 þegar tæpum
12.000 kaupsamningum var þinglýst.
Haukur segir fjölda kaupsamninga
einungis hafa verið fleiri árin 2004 og
2005 og árið 1999 voru þeir um
11.600. Fasteignamarkaðurinn hafi
verið í viðunandi ástandi á þessu ári.
Kaupsamningum fækk-
ar um fjórðung milli ára
Árið 2006 annað veltumesta árið í fasteignaviðskiptum
Í HNOTSKURN
» Þinglýstir kaupsamningarfasteigna 2006 verða um
12.000 og heildarviðskipti með
fasteignir um 275 milljarðar
króna. Meðalupphæð á hvern
kaupsamning er um 23 millj-
ónir króna.
» Árið 2005 voru þinglýstirkaupsamningar tæplega
16.000, heildarupphæð þeirra
nam 312 milljörðum króna og
meðalupphæð hvers samnings
tæplega 20 milljónum.
STYRKTARFÉLAGI krabbameinssjúkra barna (SKB)
var afhent ávísun að upphæð 2.476.500 kr. á styrkt-
artónleikum í Háskólabíói í gærkvöldi. Þar kom fram
fjöldi tónlistarmanna og gáfu allir sem að tónleikunum
komu vinnu sína. Þetta var í 8. sinn sem Einar Bárð-
arson skipulagði tónleika til styrktar SKB. Gunnar
Ragnarsson, formaður SKB, og Óskar Örn Guðbrands-
son, framkvæmdastjóri SKB, tóku við ávísuninni úr
hendi Einars Björnssonar, eiganda EB-hljóðkerfa, sem
ávallt hefur lánað tækin sín frítt til tónleikahaldsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fengu aðgangseyrinn óskertan
ÍSLENSKUM flugrekendum var í
gær kynnt viðbúnaðaráætlun sem
Flugmálastjórn Íslands hefur unnið
til að bregðast við því að tæplega 60
flugumferðarstjórar hafa ekki ráðið
sig til starfa hjá Flugstoðum, sem
taka við flugumferðarstjórn í kring-
um landið um áramót.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, segir að
gangi viðbúnaðaráætlunin eftir megi
búast við smávægilegum töfum á
innanlandsflugi.
Í áætluninni er gert ráð fyrir því
að tekin verði upp flugupplýsinga-
þjónusta á Reykjavíkurflugvelli og
Akureyrarflugvelli, í stað þess að
flugumferðarstjórar með fullgild
réttindi verði í flugturnunum til að
beina flugvélum inn til lendingar.
Árni segir að það geti valdið því að
einhverja daga verði ekki hægt að
lenda á Akureyrarflugvelli vegna
skýjahæðar, sem myndi ekki vera
vandamál eins og þjónustan sé nú.
Ástæðan sé sú að hætta verði við flug
verði skýjahæð undir 1.200 fetum en
nú er ekki hægt að lenda sé skýja-
hæð undir 800 fetum.
Aukinn eldsneytiskostnaður
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að miðað við
þá viðbúnaðaráætlun sem fulltrúa
fyrirtækisins hafi verið kynnt í gær
verði mjög lítil röskun á áætlun.
Þó megi gera ráð fyrir auknum
eldsneytiskostnaði vegna þess að
flugvélar geti ekki lengur hagað
flughæð og flugleiðum eftir veður-
skilyrðum, en hversu mikill sá kostn-
aður verði, og hvort hann muni sjást
í verði flugmiða, þurfi að koma í ljós.
„Yfirvöld, það er að segja flug-
málastjóri og ráðherra samgöngu-
mála, hafa ítrekað fullvissað okkur
og alla aðra um að það verði litlar
sem engar truflanir á flugsamgöng-
um,“ segir Guðjón.
Í yfirlýsingu frá Flugmálastjórn
kemur fram að flugöryggi skerðist
ekki 1. janúar, eins og skilja megi af
orðum formanns Félags flugumferð-
arstjóra í fjölmiðlum. Viðbúnaðar-
áætlunin miðist við fullt og óskert
flugöryggi, bæði hvað varðar innan-
lands- og millilandaflug.
Skert þjónusta gæti haft
áhrif á flug til Akureyrar