Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 27
220°C í u.þ.b. 10 mín. Látið kólna að-
eins þannig að kökurnar harðni og
berið fram nýtt, ferskt og ilmandi.
Krabbakórónur
fyrir 8
200 g krabba-surimi, saxað
fínt niður
200 g hvítkál, rifið niður
2 dl sýrður rjómi
2 msk. sérrí
2 msk. söxuð fersk steinselja
salt og pipar eftir smekk
cayennepipar eftir smekk
Setjið krabba-surimi í matvinnslu-
vél, saxið fínt og setjið í skál. Gerið
það sama við hvítkálið og blandið því
saman við krabbakjötið. Hrærið
sýrðum rjóma saman við og bragð-
bætið með steinselju, sérríi, salti, pip-
ar og cayennepipar. Tilvalið að bera
fram með snittubrauði, í litlum brauð-
skeljum eða sem salat á hlaðborði t.d.
með ristuðu brauði.
Þessi uppskrift passar líka fyrir
„ekta“ krabbakjöt en er mjög góð
svona.
Gyllt laxaspjót
fyrir 8 (10 stk.)
300 g lax, roð- og beinhreinsaður
1 dl hrein jógúrt
1 hvílauksgeiri, smátt saxaður
½ tsk. salt
½ tsk. engifer
1 tsk. garam masala
örlítill cayennepipar
½ tsk. túrmerik
12 trépinnar
Skerið laxinn í 12 jafnstóra bita.
Blandið saman jógúrt, smátt söx-
uðum hvítlauk og öðru kryddi. Setjið
laxinn út í og látið blandast vel og
marinerast í a.m.k. 30 mín. Setjið
trépinnana í skál, vatn yfir og látið
standa í hálftíma. Stingið trépinna í
hvern laxabita og raðið þeim á bök-
unarplötu sem klædd hefur verið með
bökunarpappír. Grillið í ofni við
hæsta hita, eða á útigrilli en þá gjarn-
an á grind svo bitarnir haldist heilir.
Berið fram með myntujógúrt.
Myntujógúrt
fyrir 8
3 dl hrein jógúrt
1 dl fersk mynta
½ tsk. límónusafi
salt og pipar eftir smekk
Setjið allt í matvinnsluvél, maukið
saman og bragðbætið með salti og
pipar. Það þarf alls ekki mikið salt,
bara örlítið svo að myntan fái notið
sín til fulls.
Möndlukaka með van-
illukremi og jarðarberjum
fyrir 8
150 g möndlur, afhýddar
2 msk. hveiti
5 eggjahvítur
2 dl flórsykur
Fylling
4 eggjarauður
2 msk. sykur
3 dl nýmjólk
1 vanillustöng
(eða 1 tsk. vanillusykur)
300 g jarðarber ( eða önnur ber)
Hitið ofninn í 175°C. Malið möndl-
ur í matvinnsluvél eða möndlukvörn
fyrir þá sem eru svo vel tækjum bún-
ir. Blandið saman möndlum og hveiti.
Þeytið eggjahvítur alveg stífar og
blandið flórsykrinum varlega saman
við með sleikju og þar næst möndl-
unum. Hrærið eins lítið og mögulegt
er. Setjið í form sem búið er að
smyrja að innan og strá í örlitlu
hveiti. Bakið í neðri hluta ofns í u.þ.b.
25 mínútur. Takið út og látið kólna.
Setjið eggjarauðurnar í pott ásamt
sykri og þeytið með písk. Skerið van-
illustöngina í tvennt og skafið innan
úr og setjið út í eggin. Setjið nýmjólk-
ina út í, hitið varlega og þeytið á með-
an kremið þykknar. Þegar kremið er
orðið þykkt takið þá pottinn af
hellunni og látið kólna. Bragðbætið
kremið með vanillusykri, þegar það
er orðið kalt.
Breiðið kremið yfir botninn og rað-
ið berjum yfir.
Ávaxtakarfa með
hunangsrjóma
fyrir 8
4 appelsínur
4 kiwi
2 nektarínur
200 g hindber, fersk eða frosin og
þídd
4 ferskar eða þurrkaðar gráfíkjur
5 dl rjómi
3 msk. fljótandi hunang (villiblóma
er mjög gott)
Afhýðið appelsínur og kiwi og
skerið í fallega geira. Skerið nekt-
arínur í bita og blandið hindberjunum
varlega saman við. Setjið í skálar.
Þeytið rjómann og blandið hunanginu
varlega saman við. Setjið rjómatopp í
hverja skál af ávaxtasalati. Skerið
gráfíkjurnar í geira og tyllið efst. Fal-
legt er að skreyta með ferskri myntu.
Hunang og rjómi hafa bragð sem á
sérstaklega vel saman og passar al-
veg einstaklega vel með ávöxtum líka.
Þetta má að sjálfsögðu líka bera fram
í einni stórri skál en þá er betra að
hafa rjómann í annarri skál.
Endilega prófið hunangsrjómann
því hann er ferlega góður og passar
vel með öðrum lítið sætum eft-
irréttum.
Freistandi Krabbakórónur.
Framandi Reykt hrefnukjöt með piparrót
Sætar Risarækjur með mangó.
Ljúf Möndlukaka með vanillukremi og jarðarberjum.
Stökkt og brakandi Sætt grissini.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 27
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is
JÖTUNVAXNAR RISASKOTKÖKUR
Margar gerðir, stærðir og nýjungar! Blævængir,
sveipblævængir, tjaldsveipir og þríhleypur!
Þú færð þær hjá flugeldasölum
íþróttafélaganna og víðar
Goðheima- og Jötunheima-risaskotkökurnar
munu fylla himinhvolfin um áramótin