Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 28
vín 28 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er hins vegar óneitan- lega eitthvað sérstakt við freyðandi vín og áramót. Hvellurinn þegar tapp- inn flýgur úr flöskunni sem keppir við flugeldasýninguna fyrir utan, bólurnar sem synda upp há glösin og hljómurinn er glösin mætast þegar skálað er mynda hátíð- lega stemningu og marka í huga margra komu nýs árs. Enda er fátt sem á betur við á slíkri stundu en glas af ísköldu kampavíni. Margir nota orðið kampavín sem samheiti yfir freyðandi vín. Það eru hins vegar alls ekki öll freyðivín kampavín þótt öll kampavín séu freyðivín. Freyðivín eru framleidd í öllum víngerðarlöndum. Á Ítalíu drekka menn Spumanti, Asti eða freyðandi Lambrusco. Spánverjar eru með réttu stoltir af hinum ágætu Cava- vínum sínum sem framleidd eru í Katalóníu. Cava-vínin hafa löngum verið vinsæl hér á landi og sést það meðal annars á því að á vefsíðu vín- búðanna er að finna 21 mismunandi tegund en í flokknum „önnur freyði- vín“ einungis fimmtán. Þau koma héðan og þaðan enda freyðivín yfir- leitt framleidd í einhverju magni í öll- um víngerðarlöndum heims. Galdurinn að baki kampavíninu Í flestum víngerðarhéruðum Þýskalands eru framleidd og drukkin Sekt-vín, þau bestu úr Riesling- þrúgunni, og í Ástralíu drekka menn gjarnan freyðandi rautt Shiraz-vín um jólin þótt Ástralar séu jafnframt lunknir við að framleiða góð freyðivín í sígildum stíl. Um allt Frakkland má finna freyðivín og má þar nefna Crémant-vínin sem framleidd eru í Alsace og Bourgogne. Svona mætti lengi áfram telja. En þegar upp er staðið jafnast ekkert freyðandi vín á við hin freyðandi vín héraðsins Champagne austur af París. Víngerðarsvæðin er að finna í kringum hina sögufrægu borg Reims, sem einnig er þekkt fyrir hina glæsilegu dómkirkju þar sem margir af konungum Frakklands voru krýndir. Í Reims og í nágranna- bæjunum Epernay og Ay eru höf- uðstöðvar flestra kampavínsfyr- irtækja og teygja kjallarar þeirra sig undir borgina á stóru svæði. Margir hafa velt því fyrir sér hver sé galdurinn á bak við kampavínið. Hvers vegna eru kampavín svona miklu, miklu betri en önnur freyð- andi vín? Þrátt fyrir að framleið- endur víðs vegar um heim hafi reynt að nota sömu vínþrúgur (Char- donnay, Pinot Noir og Pinot Meu- nier) og notaðar eru í Champagne og framleiða freyðivín sín með sömu að- ferðum og notaðar eru við kampa- vínsframleiðsluna hafa kampavín ennþá vinninginn. Vissulega eru ekki öll kampavín betri en öll freyðivín. Það eru til frábær freyðivín og léleg kampavín. Frábæru freyðivínin kosta hins vegar svipað og kampavín og ef valið er kampavín frá einhverju af stóru kampavínshúsunum geta menn gengið að gæðunum vísum. Þær aðferðir sem notaðar eru við framleiðsluna tryggja nefnilega að vínin breytast ekki milli ára. Kampavín eru ekki nema í undan- tekningartilvikum árgangsvín. Það er einungis þegar aðstæður eru ein- staklega góðar að framleiðendur framleiða vín sem merkt eru sér- stökum árgangi og eru þetta alla- jafna kampavín sem eru dýrari en hin hefðbundnu kampavín frá sama framleiðanda. Þannig kostar hefð- bundið kampavín yfirleitt í kringum þrjú þúsund krónur en árgangs- kampavín að minnsta kosti fjögur til fimm þúsund krónur. Framleiðsla kampavína byggist á kampavínsaðferðinni, „Méthode Champenoise“, sem nú er gjarnan kölluð „Méthode Traditionelle“ þar sem kampavínsframleiðendur hafa fengið því framgengt að óheimilt sé að nota heiti héraðs þeirra yfir önnur vín. Öll betri freyðivín, hvort sem þau koma frá Champagne eða ekki, eru hins vegar framleidd samkvæmt þessari aðferð. Í fyrstu er framleitt hefðbundið hvítvín – jafnt úr hvítum sem rauðum þrúgum. Þegar víngerjuninni er lokið tekur síðari gerjunin eða kolsýru- gerjunin við. Sykri er bætt út í flösk- urnar og þeim lokað. Þegar sykurinn gerjast breytist hann ekki í áfengi heldur í kolsýru. Minna úrval en áður Leit á vefsíðu vínbúðanna skilaði alls 23 tegundum af kampavíni sem hér eru í boði og virðist sem úrvalið hafi skroppið verulega saman á milli ára. Í fyrra skilaði sambærileg leit á sama tíma 38 tegundum! Þá ber að hafa hugfast að einungis er hægt að ganga að öllum þessum tegundum vísum í búðunum í Kringlunni og á Stuðlahálsi. Þarna ætti þó að vera eitthvað fyr- ir alla, konur og karla. Hægt er að fá kampavín frá litlum og stórkostlega góðum kampavínshúsum á borð við Krug, en þá kostar flaskan líka litlar 9.440 krónur. Krug er Rolls Royce kampavínanna og er stundum sagt vera frægasta kampavín heims en jafnframt það sem fæstir leggja sér til munns. Það er þó alls ekki dýrasta kampavínið á íslenska markaðnum því lúxusvínið fræga Dom Pérignon, sem kemur frá kampavínshúsinu Moët et Chandon, er líka fáanlegt. Til að halda uppi heiðri Krug verður þó að benda á að vínið sem hér er selt, Grande Cuvée, er „ódýrasta“ vín þessa kampavínshúss. Flestir láta sér líklega nægja ögn ódýrari vín á gamlárskvöld og þar er margt í boði. Til dæmis hin sígilda „gula ekkja“ frá Veuve-Clicquot Ponsardin (sem er nú eiginlega app- elsínugul) eða þá Bollinger fyrir þá sem vilja þyngri og þroskaðri stíl. Duval-Leroy er líka athyglisvert kampavínshús og þess má geta til gamans að það var annað af tveimur húsum sem náði kampavíni inn á lista bandaríska víntímaritsins Wine Spectator yfir 100 bestu vín ársins. Hitt vínið var Krug. Duval-Leroy er ekki eitt af stóru, þekktu húsunum en þetta kampa- vínshús, sem hefur verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki frá árinu 1859, hefur verið að sækja mjög í sig veðrið á síðastliðnum rúmum áratug. Ég er sjálfur mjög hrifin af Duval- Leroy Cuvée Paris sem kostar 3.090 krónur. Flaskan er glæsileg, skreytt af bandaríska listamanninum LeRoy Nieman, og kampavínið sjálft er ein- staklega milt með hvítum ávexti og blómum í nefi, með vott af ávaxta- sætu (ef hægt er að nota orðið sætt yfir Brut-vín). Í höfuðið á þjóðhetju Enn eitt kampavínshúsið sem klikkar aldrei er svo Pol Roger en standard-vínið þeirra á 2.890 krónur er með betri kaupunum í kampavíni. Ferskt og fágað með góðri þyngd. Og líkt og svo oft þegar kampavín er annars vegar fylgir góð saga húsinu. Þegar Þjóðverjar hernámu bæinn Epernay árið 1914 flúðu allir íbúanna nema einn, bæjarstjórinn Maurice Pol Roger. Það var sama þótt Þjóð- verjar hótuðu honum lífláti og að bærinn yrði brenndur til grunna. Ekkert haggaði bæjarstjóranum. Hann varð að þjóðhetju og þegar því var fagnað í næstu heimsstyrjöld að Þjóðverjar höfðu verið hraktir frá París árið 1944 kom auðvitað enginn annar drykkur til greina í sigurveisl- unni í breska sendiráðinu í París en Pol Roger. Winston Churchill var þar meðal gesta en hann hafði ávallt haft mikið dálæti á kampavíni. Enn meira dálæti fékk hann á Odette, tengdadóttur Jacques Pol Roger, sem hann hitti í veislunni. Daðrið í veislunni varð að ævilangri vináttu. Í hvert skipti sem Churchill var í París var Odette boðið í mat. Á hverju ári sendi hún honum kassa af kampavíni á afmælisdegi hans, árgangsvíninu 1928 sem hafði verið borið fram í veislunni á meðan birgðir af því ent- ust. Svona hélt þetta áfram fram að andláti Churchills árið 1965 en frá þeim tíma hafa flöskur Pol Roger verið með svörtum sorgarborða og besta árgangsvín hússins borið nafn- ið Cuvée Winston Churchill. sts@mbl.is Morgunblaðið/Golli Skjótum tappa á loft Kampavín er allt of gott til að einskorða það við áramót. Þessi drottning vínanna á eiginlega alltaf við. Á góðum stundum, með góðum vin- um eða bara vegna þess að mann langar í eitthvað afskaplega gott. Fáir, segir Steingrímur Sigurgeirsson, hafa líklega orðað þetta betur en Napóleon sem sagðist ekki geta lifað án kampavíns. Að loknum sigri ætti hann það skilið, í kjölfar ósigurs þyrfti hann á því að halda. Margir nota orðið kampa- vín sem samheiti yfir freyðandi vín. Það eru hins vegar alls ekki öll freyði- vín kampavín þótt öll kampavín séu freyðivín. AÐ eignast mjög mörg börn er slæmt fyrir heilsuna – sérstaklega heilsu mæðranna, að því er sýnt er í nýrri rannsókn sem greint var frá á vef BBC. Bandarískir vísindamenn skoðuðu 21.000 pör sem bjuggu í Utah á tímabilinu 1860–1985 og áttu samtals 174.000 börn. Í ljós kom að því fleiri börn sem pörin áttu því verri voru þau til heilsunnar og líklegri til að deyja snemma. Framkvæmd rannsóknarinnar, sem gerð var á vegum Vísindaakademíunnar, er söguleg en sérfræðingar segja hana geta varp- að ljósi á breytingaskeið kvenna og nútímafjöl- skylduna. Hjá öðrum tegundum hefur fórn- arkostnaður þess að eignast og ala upp mörg afkvæmi sýnt fram á að það að eignast eins mörg afkvæmi og mögulegt er sé ekki besti kosturinn, þó að það geti talist árangursríkast til að viðhalda tegundinni. Rannsóknir höfðu ekki sýnt fram á að hið sama gilti um manninn. Vísindamennirnir, sem voru frá háskólanum í Utah, greindu gögn frá 20. öldinni um fólks- fjölda í Utah. Þeir komust að því að pör höfðu eignast að meðaltali átta börn, en fjölskyldu- stærðir gátu verið frá einu barni upp í fjórtán. Gögnin sýndu að eftir því sem börnin voru fleiri jókst hættan á að fólk dæi snemma. Verst kom þetta út fyrir konurnar vegna líkamlegs erfiðis- ins sem fylgdi því að að ala börnin. Áhætta feðra jókst einnig eftir því sem börnin voru fleiri en fór aldrei fram úr áhættu mæðranna. Sýndu rannsóknirnar enn fremur að 1.414 konur létust á fyrsta árinu eftir fæðingu yngsta barnsins og þegar barnið hafði náð fimm ára aldri höfðu 998 mæður í viðbót látist. Til samanburðar létust 613 feður á fyrsta árinu eftir fæðingu yngsta barnsins og 1.083 í viðbót þegar barnið var orðið fimm ára. Eftir því sem fjölskyldur voru stærri voru börnin líklegri til að deyja fyrir 18 ára ald- ur, sérstaklega átti þetta við um yngri börnin. Dr. Dustin Penn og dr. Ken Smith fóru fyrir rannsókninni og þau segja að niðurstöðurnar varpa ljósi á fjölgun manna og skipti máli enn í dag. Manneskjan er ein af fáum tegundum þar sem kvenkynið gengur í gegnum tíðahvörf sem verður til þess að hún hættir að geta fjölgað sér. „Tíðahvörf virðast hafa þau áhrif að mæður lifi lengur og geti þannig komið fleiri af- kvæmum til manns og þessi óvenjulega lífssaga hefur trúlega þróast í okkar tegund vegna þess hversu háð afkvæmin eru því að móðirin lifi af,“ segja vísindamennirnir. Við þetta var bætt að niðurstöðurnar gæfu til kynna hvers vegna mæður sýndu tilhneigingu til að eignast færri börn. „Ef það hefur almennt komið niður á heilsu kvenna að eignast mörg börn gæti það útskýrt hvers vegna þær velja að eignast færri afkvæmi en eiginmenn þeirra og minnka frjó- semina þegar þær öðlast meiri stjórn yfir eigin lífi.“ Tíðahvörf til að bjarga lífi mæðranna Reuters Barnalán Barnsfæðingum og barnauppeldi fylgir óneitanlega álag fyrir foreldrana. heilsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.