Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÓTAAÐGERÐ fékk löggildingu
sem starfsgrein innan heilbrigð-
isstétta 1993 – var þá miklum áfanga
náð bæði fyrir fagfélagið og þá sem
leita þurfa til fótaaðgerðafræðinga.
Þarna var kominn grunnurinn að
samstöðu fagaðila í að efla, end-
urmennta, viðhalda hæfni, nýj-
ungum og menntun
fótaaðgerðafræðinga á
Íslandi. Þökk sé Guð-
mundi Bjarnasyni, þá-
verandi heilbrigð-
isráðherra, sem sýndi
mikinn skilning á hvar
þessi starfsgrein ætti
heima og Ólafi Ólafs-
syni, þáverandi land-
lækni, sem tjáði und-
irritaðri hversu
mikilvægt væri að
fylgjast með fram-
förum í mennt-
unarmálum í okkar
grein sem öðrum.
Hann talaði um að allt nám væri
barn síns tíma á hverjum tíma, vitn-
aði m.a. í sitt nám og ljósmæðranám.
Hann liti svo á menntun okkar
náms ætti að vera á háskólastigi þar
sem við ynnum mikið einar með
sjúkt fólk, fólk með bælt ónæm-
iskerfi. Við værum í fáum tilfellum á
vernduðum vinnustöðum, sjúkra-
húsum eða heilsugæslustöðvum.
Fótaaðgerðafræðingar vinna
meira einir með sjúklingum sínum
en margar aðrar heilbrigðisstéttir á
stofum eða í lokuðum rýmum (sam-
anber tannlæknar, sjúkraþjálfun) og
ábyrgð fagmannsins þar með mun
meiri. Á þessum forsendum þarf
fagmaðurinn sem meðhöndlar í
starfi sínu 60 til 70% sjúklinga með
heilsubresti á mismunandi stigum
mun meiri undirstöðumenntun en
krafist er í dag. Fótaaðgerðafræð-
ingar sem hafa unnið við starfið að
einhverju ráði vita þetta. Hafa upp-
lifað ýmsa þætti eins og yfirlið,
hjartastopp, flogaveikikast, syk-
urfall og fleira. Þetta á einnig við á
öldrunarheimilum. Við vitum að
mikla ábyrgð, menntun og þroska
þarf til ef vel á að vera. Menntun
ætti þess vegna að meta til jafns við
hjúkrun, sjúkraþjálfun og aðrar
samsvarandi stéttir. Nú hafa at-
hafnakonur í viðskiptageiranum sem
reka naglaskóla, förðunarskóla og
snyrtiskóla, sem er viðurkennd iðn-
grein, sótt fast hjá mennta-
málaráðuneytinu að setja á stofn
fótaaðgerðaskóla, sem að mínu viti á
alls ekki heima í því umhverfi. Með
stofnun félags fótaaðgerða var
markmiðið að aðskilja og leggja
áherslu á muninn á hvað er fótsnyrt-
ing og fótaaðgerð. Nú-
verandi mennta-
málaráðherra gaf
vilyrði fyrir fótaað-
gerðaskóla síðastliðið
haust án þess að tala
við fagfélag fótaað-
gerða né heilbrigð-
isráðuneytið sem er
æðsti aðili mennt-
unarmála fótaaðgerða-
fræðinga samkvæmt
reglugerð. Heilbrigð-
isráðuneytið kom af
fjöllum þegar við gerð-
um fyrirspurn um
þetta vilyrði mennta-
málaráðherra nú síðastliðið haust og
kannaðist ekkert við málið. Í októ-
ber sl. var gerð fyrirspurn á þingi til
Þorgerðar Katrínar mennta-
málaráðherra um þetta vilyrði. Kom
síðar í ljós að vilyrðið var dregið til
baka og stofna ætti nefnd innan
menntamálaráðuneytisins sem ætti
að huga að námskrá fótaaðgerða-
fræðinga.
Hverjir vinna innan starfs-
menntadeildar ráðuneytisins er mér
ókunnugt, vona að þar séu kallaðir
til fyrst og fremst fulltrúar frá fag-
félaginu, sykursýkis- og húðlækn-
um, bæklunarlæknum, heim-
ilislæknum og sjúkraþjálfurum.
Þetta eru þeir aðilar sem við höfum
mest samskipti og samvinnu við og
þekkja best okkar starfssvið.
Víða erlendis er nám í fótaaðgerð-
um komið á háskólastig, má þar
nefna Holland; skóli rekinn af lækn-
um. Á öðrum stöðum er stefnan
svipuð. Undir þaki fótaaðgerðaskól-
anna í Danmörku fer eingöngu fram
nám í fótaaðgerðum, þætti það mikil
fjarstæða ef snyrtifræðinám færi
fram í sama umhverfi, enda er um
tvær ólíkar starfsstéttir að ræða
sem ekkert eiga sameiginlegt.
Sjúkraþjálfun og hárgreiðsla mun til
að mynda seint verða kennd í sama
umhverfi enda um heilbrigðisnám
annars vegar að ræða og iðnnám
hins vegar. Eftir löggildingu fagsins
hafa fótaaðgerðafræðingar lagt sig
alla fram við að koma því til lykta við
almenning að þetta séu tvær ólíkar
starfsstéttir er ekkert eiga sameig-
inlegt. Við vinnum að meinum og al-
varlegum kvillum skjólstæðinga
okkar. Snyrtifræðingar fegra heil-
brigða fætur. Ef af þessum skóla
verður erum við að fara fjögur skref
aftur á bak. Sá árangur sem hefur
náðst undanfarin ár, varðandi að hér
sé um tvær ólíkar stéttir að ræða,
mun rugla almenning í ríminu, gera
þá staðreynd enn þokukenndari.
Vona ég að ráðamenn okkar sjái
sæmd og metnað í að stefna hátt í
virðingu gagnvart fótaaðgerðum þar
sem námið er ekki selt sem söluvara
eins og einn umsækjandi tjáði í
haust gagnvart umsókn í fótaaðgerð
við umræddan skóla. Þar var honum
sagt að námið kostaði um tvær millj-
ónir, væri lánshæft. Var markaðs-
sett eins og þekkist í stálkaldri við-
skiptamarkaðssetningu. Eftir nám
myndu ákveðið margar fótaaðgerðir
greiða upp námskostnað. Síðan var
dæmið lagt upp, hversu margar
meðferðir þyrfti til að hagnast á
viku, mánuði eða ársgrundvelli. Með
dollaraglampa í augum var vinnunni
sagt upp, framtíðin björt þannig að
eftir ársnám með litla undirbúnings-
menntun væri hún komin á græna
grein.
Frá mínu sjónarhorni því miður.
Þannig er kannski hægt að setja upp
nám í ásetningu gervinagla. Það er
fyrir neðan virðingu heilbrigð-
isstétta að útfæra nám heilbrigð-
isþjónustu á þennan hátt og að ég
hygg ólöglegt.
Nám í fótaaðgerð
Guðbjörg Eygló Þorgeirs-
dóttir fjallar um nám
í fótaaðgerðafræðum
» Við vinnum að mein-um og alvarlegum
kvillum skjólstæðinga
okkar. Snyrtifræðingar
fegra heilbrigða fætur.
Guðbjörg Eygló
Þorgeirsdóttir
Höfundur er fótaaðgerðafræðingur.
SAMGÖNGURÁÐHERRA
Sturla Böðvarsson skrifar grein í
Morgunblaðið sl. miðvikudag. Þar
reynir ráðherrann að réttlæta að-
gerðaleysi sitt gagnvart því að
leysa þá deilu sem hann hefur
sjálfur efnt til með því að hluta-
félagavæða flugleiðsögn og rekstur
flugvalla í landinu. Sú staðreynd
blasir nú við að flugöryggi og af-
köst flugleiðsagnar á flugstjórn-
arsvæði Íslands verður stórlega
skert frá 1. janúar nk. Það er mikið
ábyrgðarleysi af ráðherra, sem fer
með flugöryggismál, að stinga höfð-
inu í sandinn og neita að við-
urkenna þann stóra vanda sem allt
flug í landinu stendur nú frammi
fyrir.
Flug og flugöryggi
er lífæðar Íslands
Flugleiðsögn, stjórn umferðar í
lofti og rekstur flugvalla í landinu
er hluti af grunnneti
samgangna landsins
og rekstur þeirrar
starfsemi mikilvægur
hlekkur í almanna-
þjónustunni. Það
skýtur óneitanlega
skökku við að þegar
íslensk fyrirtæki eru
að hasla sér æ stærri
völl á sviði flug-
rekstrar á norðurslóð
skuli hérlend stjórn-
völd, með samgöngu-
ráðherra í broddi
fylkingar, setja flug-
öryggi og framtíð flugstjórnar á
þjónustusvæði Íslendinga í upp-
nám.
Í huga samgönguráðherra virðist
öllu fórnandi fyrir að koma op-
inberri starfsemi eins og flugöryggi
og flugleiðsögn í einkarekstr-
arform. Ég er hlynntur hlutafélags-
forminu í samkeppnisatvinnu-
rekstri, þar sem ábyrgð
eigendanna takmarkast aðeins við
hlutafjárupphæðina, en í öryggis-
málum og grunnþjónustu eins og
flugleiðsögn á slíkt rekstrarform
ekki heima.
Mikil andstaða gegn
lagasetningunni á Alþingi
Nefnd á vegum samgöngu-
ráðherra sem vann skýrslu um
málið lagði til 4 valkosti í rekstr-
arformi flugleiðsagnar og flugvall-
arekstrar. Því miður valdi ráðherra
sísta kostinn, hlutafélagaformið,
þar sem öll starfsemin væri færð í
form einkaréttar fyrirtækja á
markaði með tilheyrandi upp-
sögnum starfsfólks.
Það vekur furðu að samgöngu-
ráðherra skuli ekki muna hina
hörðu andstöðu á Alþingi sem
frumvarpið mætti þar. Málið var
talið illa undirbúið og sett fram á
einstrengingslegan hátt. Stétt-
arfélög starfsmanna vöruðu við af-
leiðingum laganna og flest þeirra
mæltu alfarið gegn þeim. Stjórn-
arandstaðan öll greiddi atkvæði
gegn frumvarpinu. Þá virðist ráð-
herra ekki hafa nýtt tímann frá
samþykkt laganna til að undirbúa
breytinguna þannig að hægt væri
að koma í veg fyrir það ófremdar-
ástand sem nú blasir við flug-
umferð í landinu. Geir Haarde for-
sætisráðherra áréttar
vandræðaganginn með því að lýsa
sérstökum stuðningi sínum við
samgönguráðherrann í útvarps-
fréttum 22. des. sl..
Enn er hægt að bjarga málum
og fresta gildistöku laganna
Fram hefur komið að þjón-
ustustig flugumferðar í landinu
mun skerðast stórlega
Samgönguráðherra hefur sagt að
hlutafélagavæðingin á starfseminni
muni engu breyta gagnvart starfs-
fólkinu eða þjónustunni. Hvers
vegna er þá verið breyta rekstr-
inum í þetta form og valda allri
þeirri óvissu sem vofir yfir vegna
breytinganna?
Þegar Íslendingar tóku yfir flug-
stjórn og rekstur Keflavík-
urflugvallar á sl. vori úr höndum
Bandaríkjahers sam-
þykkti Alþingi að „eftir
breytinguna munu
starfsmenn Flugmála-
stjórnar Keflavík-
urflugvallar verða
starfsmenn íslenska
ríkisins og njóta rétt-
inda sem opinberir
starfsmenn“ eins og
kom fram í máli form.
utanríkismálnefndar,
Halldórs Blöndals við
afgreiðslu málsins á
Alþingi. Mánuði
seinna samþykkir svo
Alþingi að starfsfólk flugstjórnar
og flugvallarekstrar annars staðar
á landinu verði svipt þessum rétt-
indum og skyldum og flugöryggi
landsmanna sett í uppnám með
gjörbreyttu rekstrarformi.
Akureyringar mótmæla
skertu þjónustustigi
Akureyrarflugs
Þessi kerfisbreyting á flug-
leiðsögn í landinu mun koma hart
niður á þjónustustigi innanlands-
flugs. Og mun mörgum þar ekki
finnast á bætandi: Í ályktun Vinstri
grænna á Akureyri frá í gær segir
að vandkvæði við ráðningu flug-
umferðarstjóra hafi mátt vera fyr-
irsjáanleg þegar ákvörðun var tek-
in um að hlutafélagavæða
flugumferðarstjórnina. „Þessi vand-
kvæði munu hafa bein áhrif á flug
til og frá Akureyrarflugvelli. Verði
þar ekki starfandi flugumferð-
arstjórar með fyllstu réttindi eftir
áramótin mun þjónustustig flug-
vallarins lækka með margvíslegu
óhagræði og truflun á flug-
samgöngum … Svæðisfélag VG á
Akureyri skorar á stjórnvöld að
falla frá gildistöku laga um hluta-
félagavæðingu flugumferðarstjórn-
arinnar nú um áramótin og leggja
þannig meira upp úr hagsmunum
ferðaþjónustu og annarra atvinnu-
vega á landsbyggðinni og almenn-
um þjóðarhag en einstrengingslegri
einkavæðingarstefnu sinni“.
Alþingi láti málið nú
þegar til sína taka
Nú virðist ljóst að samgöngu-
ráðherra ræður ekki við að leysa
þann hnút sem hann hefur sett
flugöryggi og flugleiðsögn í frá
næstu áramótum. Þess vegna verð-
ur samgöngunefnd og Alþingi að
láta málið nú þegar til sín taka. Sú
lausn blasir við að fresta gildistöku
laganna svo Alþingi gefist ráðrúm
til að vinna þetta mál betur og
forða þar með því ófremdarástandi
sem flugöryggi og flugstjórn í land-
inu stefnir í að óbreyttu.
Samgönguráð-
herra stingur höfð-
inu í sandinn
Jón Bjarnason svarar grein
Sturlu Böðvarssonar
Jón Bjarnason
» Sú lausn blasir við aðfresta gildistöku lag-
anna svo Alþingi gefist
ráðrúm til að vinna
þetta mál betur og af-
stýra þar með því
ófremdarástandi sem
flugöryggi og flugstjórn
í landinu stefnir í að
óbreyttu.
Höfundur er alþingismaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Hafnfirðingum barst á dögunum
„gjöf“ frá Alcan í Straumsvík,
geisladiskur með
Björgvini Halldórs-
syni. Rannveig Rist
forstjóri skrifaði bréf
með þar sem hún
segist vera að minn-
ast stórafmælis verk-
smiðjunnar en reynd-
ar tekur hún fram í
lokin að á næstunni
ætli hún að kynna
okkur frekari áform
um stækkun verk-
smiðjunnar um helm-
ing.
Ég hef ekki mynd-
að mér skoðun um hvort ég sé
hlynnt stækkun eður ei og þigg
með þökkum allar málefnalegar
upplýsingar sem aðstoða mig við
það. Í gær var mér hins vegar mis-
boðið þar sem svo augljóslega er
verið að reyna að „kaupa“ kjós-
endur. Ekki minnist ég þess t.d. að
hafa heyrt um viðlíka „gjafir“ til
Hafnfirðinga á öðrum stórafmælum
verksmiðjunnar í gegnum tíðina.
Hér er um afskaplega ójafnan
leik að ræða. Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar með meirihluta Samfylk-
ingarinnar í fararbroddi hefur lýst
sig fylgjandi stækkun. Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri
lætur hafa eftir sér í
gær að hann treysti
bæjarbúum til að láta
„gjöfina“ ekki hafa
áhrif á hvernig þeir
muni kjósa. Alcan hef-
ur yfirburðastöðu hvað
fjármagn snertir og
því er þeim leikur einn
að senda út einhliða
upplýsingar. Þarna eru
saman í liði tveir risar
sem leggjast á eitt um
að koma hagsmunum
sínum í gegn. Er þetta
lýðræði?
Ef Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er
annt um lýðræði ætti hún að veita
fjármagn til þeirra afla sem vilja
koma öðrum sjónarmiðum á fram-
færi en þeim sem hún er hlynnt.
Og hverjar verða svo reglurnar
varðandi kosningarnar? Ætlar
Samfylkingin kannski að beita
sömu reglum og R-listinn í flug-
vallarkosningunni? Ég kalla eftir
umræðum um það. Vitaskuld er
farsælast að láta kjósa um stækk-
un Alcan samhliða þingkosningum í
vor en þá er hætta á því fyrir tals-
menn stækkunar að fleiri láti álit
sitt í ljós. Ef kosið er á öðrum tíma
er nefnilega miklu líklegra að stór
hluti kjósenda sitji heima.
Stækkun álverksmiðjunnar í
Straumsvík er risastórt mál. Bæj-
arbúar verða að fá aðgang að upp-
lýsingum þar sem allar hliðar
málsins eru rækilega kynntar.
Bæjarstjórn ber skylda til að
leggja sitt af mörkum hvað þetta
snertir og velta þá upp öllum flöt-
um málsins.
Í dag ætla ég að endursenda
„gjöfina“ mína til Rannveigar því
mér er misboðið. Ég er full-
komlega fær um að mynda mér
málefnalegar skoðanir og er ekki
til sölu.
Takk... en nei takk!
Vilborg Gunnarsdóttir
fjallar um stækkun álverk-
smiðjunnar í Straumsvík
» Stækkun álverk-smiðjunnar í
Straumsvík er risastórt
mál. Bæjarbúar verða
að fá aðgang að upplýs-
ingum þar sem allar
hliðar málsins eru ræki-
lega kynntar.
Vilborg Gunnarsdóttir
Höfundur er fulltrúi
og íbúi í Hafnarfirði.
Heyrst hefur: Vatnið er geymt í kerjum.
RÉTT VÆRI: Vatnið er geymt í kerum.
(Munum leirkerasmiðinn á vísum stað!)
Gætum tungunnar